Ísafold - 02.05.1878, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.05.1878, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD. 30 við að það sje bráðurbani manns, með því að hann hleypir límefnið í blóðinu. En hvað er það, sem kallað er eitur? þannig nefna menn öll þau efni, sem hafa sýkjandi, spillandi og hættuleg á- hrif á einhvern lifandi líkama. Af því menn hafa fundið, að vínandinn hefir þessi áhrif á lif dýranna, þá er rjett að telja hann með eiturtegundum. Eptir því sem efnafræðingar segja, verka eit- urtegundimar á tvo vegu til að eyði- leggja lífið. Sumar eiturtegundir verka þannig, að ef þær koma i magann, þá svipta þær taugakerfið allri tilfinningu, og taka burtu meðvitundina, og verka svo gegnum taugakerfið á hjartað, stöðva hreifingu þess og valda bráðum bana. Aðrar eiturtegundir fara úr maganum út í blóðið, dreifast um allan líkamann með því, og beita þar sínum sýkjandi og deyðandi áhrifum á liffærin eða hina ýmsu parta líkamans. Vínandinn getur verkað með hvorutveggju móti. Ymsir læknar og efnafræðingar, sem hafa gjört tilraunir um áhrif vinandans, hafa tekið eptir því, að undir eins og ólyfjan þessi kemur í magann óblönduð og í stórum skömmtum, þá missir skepnan alla með- vitund og allt ráð til að hreifa sig, áð- ur en ólyfjanin fær tima til að ganga út í likamann með blóðinu til muna. En vínandinn veldur eigi bráðum bana nema mikið sje tekið af honum í einu, og það mjög sterkum. Eins og vín- andinn er venjulega drukkinn, nefnil. mjög blandaður, fer hann með blóðinu út um líkamann, og beitir þar sínum veikjandi og eyðileggjandi áhrifum. — það sannar ekki, að vínandinn sje ekki eitur, þó að hann drepi ekki, sje hann tekinn í smáum skömmtum, eða „hóf- lega brúkaður11, sem menn segja, því allar eiturtegundir má taka inn og marg- ar eru teknar inn i smáskömmtum, án þess það hafi dauðann í för með sjer. Dr. Mussey, amerikskur maður, segir: „Eitur er hvaða efni sem er og í hvaða mynd sem vera skal, sem tefur eða hindrar hinar eðlilegu lífshreifingar, þeg- ar þvi er beitt við lifandi hluti. Slík efni eru alveg frábrugðin þeim, sem í eðli sínu eru nærandi og styrkjandi; þau eru ekki hæfileg til fæðu og geta aldrei eflt vöxt og viðgang líffæranna. Vjer vitum, að nokkuð af líkamanum eyðist á hverjum degi, og að fæðan er til þess að bæta það upp aptur; mag- inn meltir hana, og breytir henni í það ásigkomulag, að hún verði hæfileg að fara með blóðrásinni út í hvern lim og sameinast líkamanum. þetta geta eng- ar eiturtegundir. þær geta að sönnu farið með blóðrásinni út í líkamann, en þær sameinast honum ekki; lífsaflið keppist við að rekaþærsvo fljóttburtu sem unnt er, en hvort því tekst að losa líkamann við þennan skaðlega gest, er komið undir styrkleika þess hjá hverj- um einum, eða undir því, hvort lifsaflið er orðið veiklað af áhrifum eitursins.— jþannig er varið eðli vínandans, hvem- ig sem hann kemur fyrir; hann getur aldrei verið líkamanum til styrkingar eða næringar, og aldrei sameinast líf- færunum, og lifsaflið bolar hann svo fljótt sem það getur burt úr líkaman- um; hann er þvi eitur eða ólyfjan i hverri mynd sem hann er og hvort hann er blandaður öðrum efnum eða ekki“. það hafa verið gjörðar margar til- raunir um eðli vínandans, og þær hafa sannað, að hann er bráðdrepandi, ef hann er drukkinn sterkur og í stórum skömmt- um, en eins og hann er venjulega brúk- aður, verkar hann á hinn veginrt : hann nefnil. veikir likamann, og eyðileggur ýmsa parta hans, og hann allart á stund- um á endanum. — Eitur-tegundirnar verka hver um sig, einkum á einhvern sjerstakan part likamans; sumar verka mestmegnis á mænuna, aðrar á hjartað, sumar á magann, nokkrar á lifrina, á hálsinn og hálskirtlana o. s. fr. — J>ann- ig er því líka varið með vinandann; þó hann verki yfir höfuð skaðsamlega á allan líkamann, þá beitir hann þó eink- um sínum eyðileggjandi áhrifum á einn sjerstakan part hans, eins og aðrar eitur-tegundir; en hann er þeim mun háskalegri en aðrar eitur-tegundir, að hann veitist að heilanum, sem er hinn æðsti og mest áríðandi partur líkamans. Að þetta sje satt, getur maður glöggt fundið, ef maður drekkur áfengan drykk, því óðar en nokkuð til muna af honum er komið ofan í magann, þá finnur mað- ur, að dálítil breyting kemur áhöfuðið, og eptir því meiri, sem meira er drukk- ið. Náttúrufræðingar og læknar hafa líka sannað þetta með rannsóknum og uppskurði líka. jþeir hafa fundið í heil- anum á mönnum, sem voru nýdánir af ofdrykkju, vökva, sem hafði sterka vín- andalykt, og sem logað gat á, og þeir fundu, að vínandinn leitaði svo fljótt til heilans, að þó að ekki væri liðin nema lítil stund frá því að maðurinn svelgdi hinn banvæna drykk, sem svipti hann lífinu, þá fannst lítill vottur af vínanda í maganum; en heilinn var allur gagn- tekinn eða gagndrepa af honum. |>að er auðvitað háskalegt og skaðlegt, að neyta nokkurra þeirra efna, sem skaða einhvern part líkamans, því enginn þeirra má missast. Og menn forðast líka öll slik efni og kalla þau eitur eða ólyfjan. En svo sem það er skaðlegt, að verða hjartveikur, magaveikur, tauga- veikur, hálskirtlaveikur eða annað því um líkt, þá er þó skaðlegast af öllu þessu, ef heilinn veikist; því fyrst er að taka á því, að sje höfuðið veikt, líð- ur allur líkaminn við það, og í annan stað er öll velferð mannsins, andleg og likamleg, komin undir því, að heilinn geti starfað að sínu ætlunarverki: þeg- ar vitið skerðist, þá er raskað hyrning- arsteininum undir allri velferð mannsins, og ef það missist alveg eða að mestu, þá er öll velferð hans komin í grunn niður í sama vetfangi. Enginn sjúkdóm- ur er eins hræðilegur og eins sorgleg- ur, eins og vitfirring. Margur, sem misst hefir heilsu og limi, og verður að liggja í rúminu það, sem eptir er æf- innar, getur þó lifað rólegu og ánægju- legu lifi, ef hann hefir skynsemi sina óskerta, ogjafnvel verið öðrum til mik- illar uppbyggingar; en vitfirringurinn hefir engin not af því, þó hann sje að öðru leyti heilsugóður, og líf hans er opt ekki annað en eymd og volæði fyrir sjálfan hann, en erfiði og skapraun fyrir aðra. Eins og enginn af full- komlegleikum mannsins er eins dýr- mætur eins og skynsemin, eins er ekki eins hörmulegt að missa neinn þeirra og hana. — J>að vita nú allir og viður- kenna, að skynsemin hjá manninum birt- ist í því fullkomnari mynd, sem heilinn er heilbrigðari og betur útbúinn, og þvi veikari sem hann er eða ófullkomnari, því sljórri er venjulega skynsemin.—Af þessu leiðir þá, að allt, sem raskar bygg- ingu heilans, eða veikir hann og skemm- ir með einhverju móti, það skerðir skyn- semina meira eða minna. — J>ar eð nú vínandinn leitar einkum og undir eins til heilans, sezt þar að og raskar hon- um og spillir, þá skerðir hann um leið skynsemi mannsins, og það því meira, sem hann fær meiri yfirráð yfir heilan- um, þ. e. því meira sem maðurinn drekk- ur. — J>etta sjáum vjer að satt er á þvi, að sá, sem í einu drekkur nokkuð til muna af áfengum drykk, verður ýmist vitskertur eða vitlaus á meðan vín- andinn verkar í heilanum. Nokkru ept- ir að maðurinn hættir að drekka, fær hann að vísu vitið aptur, þvi lífsaflið rekur eitrið—vínandann—burt úr heilan- um, og þá nær hann sjer í bráð; en því optar sem heilinn mætir þessum á- hlaupum vínandans, því veikari verður hann fyrir, og á bágara með að reka hann alveg af höndum sjer; og með tímanum fer venjulega svo, að heilinn veikist og getur ekki lengur varizt hin- um truflandi og eyðileggjandi áhrifum óvinar síns. Vjer höfum nú komizt að þeirri niðurstöðu, að vínandinn komi hvergi fyrir í náttúrunni; að hann myndist ein- ungis eða risi upp af rústum eyðilagðra næringarefna; að hann sje ekki líkam- anum til næringar, og geti alls ekki sameinast honum til að viðhalda lífinu eins og önnur fæða gjörir; að hann þar á móti hafi skaðlegar verkanir á likam- ann og líffærin, geti jafnvel verið al- veg banvænn, og að hann af öllu þessu hljóti að vera eitur eða ólyfjan. Og þar eð nú allir áfengir drykkir hafa mikið í sjer af þessu eitri, og allt eðli þeirra og verkanir koma af því, þá hljót- um vjer að álykta, að Gucf hafi ekki skap- að áfenga drykki, og að hann hafi ekki œt.lað pá mönunum til nautnar. — Ef hófsemdarmennirnir geta ekki hrakið þessa ályktun með skynsamlegum og gildum rökum, þá er grundvöllurinn undir kenningu þeirra orðinn að engu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.