Ísafold - 02.05.1878, Blaðsíða 4

Ísafold - 02.05.1878, Blaðsíða 4
40 ÍSAFOLD. Hvernig getur það verið skynsamlegt, að neyta þeirra hluta, sem ekki eru lík- amanum til nokkurs gagns, og sem eru banvænt eitur, ef þeir eru brúkaðir ó- gætilega. En menn munu spyrja: Er þá ómögulegt að brúka áfenga drykki í hófi ? Vjersvörum: Jú, vafalaust, það má brúka þá og á að brúka þá í hófi; og til þess að brúka þá svo, þarf fyrst að athuga, að brúka þá til þess, sem þeir eru nytsamir til, og ekki til þess, sem þeir eru skaðlegir til. Vínandinn, eða aðalefnið í áfengum drykkjum er nytsamur til efnarannsóknar, til að geyma ýmislegt í honum, í kuldamæla og til fleiri íþrótta, eins og áður var á vikið, og til slíks má maður brúka hann, brúka þar hæfilega mikið af honum, og þá er hann brúkaður í hófi ; en maður má ekki brúka hann til þess, semhann er óhæfilegur, jafnvel skaðlegur til; það er hið versta óhóf, sem hugsast getur. Vín- andinn er ekki fæða, hann nærir hvorki nje styrkir Hkamann, heldur þvert á móti skaðar hann og eyðileggur; því á hann ekki þannig að brúkast, og í slíkri brúkun hans er ekkert hóf til. Hversu lítið, sem maður brúkar af einum hlut, til þess, sem hann er óhæfilegur, þá verður maður sekur í óhófi, og það því heldur, ef brúkunin getur beinlínis vald- ið tjóni. — þ>að stoðar öldungis ekki að bera brúkun áfengra drykkja saman við brúkun þeirra hlut, sem manni eru ómissandi. það er hægt að borða ó- hóflega, og það á maður ekki að gjöra; en samt sem áður á maður að borða til að viðhalda likamanum og lifa, því án fæðunnar gæti maður ekkilifað. J>ví er öðruvísi varið með vínandann; hann er líkamanum alveg gagnslaus, og um leið skaðlegur, jafnvel banvænn, ef mik- ils er neytt af honum. Hófsemdar- mönnunum dugar ekki heldur að bera hann saman við þá hluti, sem eru gagn- legir, en vandbrúkaðir, t. d. eggjárn og skottól. það eru ómissandi hlutir eða að minnsta kosti til ómetanlegs gagns, ef þeir eru brúkaðir til þess, sem þeir eru hentugir; en ekki eru þeir hentug- ir til matar nje drykkjar. Vínandinn er líka þarflegt efni til ýmislegs, en ó- þarfur og óhæfur til drykkjar. Auglýsingar. pakkarávarp, Arin 1869 og 1870 ljet eigandi Saur- bæjarkirkju á Rauðasandi í Barðastrand- arprófastsdæmi, herra Ari Finnsson, endurbyggja þessa kirkju sína úr timbri, svo hún er vandað og prýðilegt guðs- hús, og hefir jafnansíðan viðhaldið henni svo vel, að hún er talin í ágætu standi. Tilþessarar kirkjubyggingar, sem kostr aði 1472 rd. 92 sk., lagðihannút mjög mikið fje úr eigin sjóði. Nú hefir vel- nefndur kirkjueigandi, og stjúpdóttir hans, jómfrú Jóhanna Eggertsdóttir, eptir skýrslu hjeraðsprófastsins, hvort um sig gefið tjeðri kirkju af skuld henn- ar 500 krónur, samtals iooo krónur, og þykir mjer tilhlýðilegt, fyrir hönd kirkj- unnar, að minnast opinberlega og með þakklæti þessarar höfðinglegu gjafar, sem lýsir svo fögrum kirkjulegum anda. Skrifstofu biskups i Reykjavík, 27. marzmán. 1878. P. Pjctursson. Undirstöðuatriði búfjárrœktarinnar, verðlaunarit, eptir Guðm. próf. Einars- son, fæst hjá flestum bókasölumönnum á landinu, og í prentsmiðju ísafoldar fyrir 50 aura. Um bæklingþenna fer „Skuld“ (3. nóv. f. á.) meðal annars þessum orðum: „Ritið erleiðbeining fyrir bændur „til að uppala góðan bústofn og „bæta kyn fjár síns. J>að er samið „eptir vísindalegum ritum ntlendum um þetta „efni, en þó jafnframt byggt á reynslu höfund- „arins, sem er gamall og reyndur búmaður. — „Oss virðist það vel og skilmerkilega samið, „og er óefað, að sjer í lagi siðari kafli „þess inniheldur margt það, sem fáir „bændur vita eða athuga, en allir „þyrftu gaum að gefa. petta á heima „um nálega hverja grein i síðari kaflan- „um. Rverið kostar eina 50 a., og er því von- „andi, að sem flestir bændur vorir kaupi það, „því að fáir 50 aurar borga sig betur“. Eins og jeg gat í auglýsingu 1 vet- ur hefi jeg eigi útsölu á FRAMFARA (7 kr. árg.) nema í SunnlendingaQórð- ungi og í Vestfirðingafjórðungi; verða því kaupendur hans í hinum Qórðung- unum að eiga við þá, sem útgefend- urnir hafa sent blaðið þar, en það eru þessir (sbr. Framf. u/t 78) : í Suðurmúlasýslu Jón Antoní- usson á Markúsarseli, Benid. Rafnsson á Kollstöðum, Jónat. Jónatansson á Eyð- um, ;Og Jónas Símonarson á Svínaskála. I Norðurmúlasýslu BjörnGísla- son á Haukstöðum í Vopnafirði. í Bingeyjarsýslu Sigurbjörn Friðriksson á Sjóarlandi, Björn Gunn- lögsson á Skógum, Sigurður Steinsson á Harðbak, Ingimundur Rafnsson á Brekku, Guðm. Kristjánsson á Lóni, síra Ben.Kristjánsson á Grenjaðarstöð- um, Guðm. Arnason á Grimsstöðum, Sigurjón Kristjánsson á Ytri-Neslönd- um, Jóhann Erlendsson á Vatnsenda, og Einar Ásmundsson í Nesi. í Eyjafirði Egg. Laxdal Akur- eyri, Egg. Gunnarsson Syðra-Lauga- landi, Jónas Gunnlögsson Möðruvöllum í Hörgárdal, Jónas Sigurðsson Bakka- seli. I Skagafirði Jón Guðmundsson Silfrúnarstöðum, Eyólfur Jónsson Vind- heimum, Halldór Stefánsson Víðimýri, Gunnl. Briem á Reynistað og Stefán Stefánsson á Heiði. í Húnavatnssýslu Jóhannes Guðmundsson á Móbergi, síra Egg. Ó. Briem á Höskuldsstöðum, Jón Ólafsson á Sveinsstöðum og Daníel Jónsson á þórustöðum. — Kaupendurnir eru beðnir afsök- unar á þvi, að þeir fá fæstir 1.—2. númer Framfara, fyr en máske síðar, með því að mjerhefir verið sentoflítið af þeim. Reykjavik, ™/4 1878. Björn Jónsson. Hjá undirskrifuðum fæst borðviður með piðursettu verði, samt gott brenni til ýmsra smíða. Magnús Jóusson á Bráðræði. V 8 Hin fyrverandi norska verzl. í Hafnarfirði. Hjer með leiðist athygli allra þeirra sem ennþá eru skuldugir hinni norsku verzlun í Hafnarfirði (factor ]>. Egilsson), að því, að skuldin verður að borgast á yfirstandandi ári, þar hún annars mun verða innkrafin á löglegan hátt, nema öðruvísi sje um samið við undirskrifað- an áður ár þetta er liðið. Af tilliti til þeirra, sem ekki eiga vel hægt með að leggja vörur inn'hjá mjer í Reykjavík, hefi jeg beðið eptir- ritaða herra að veita vörum móttöku fyrir mig: Árna þorvaldsson á Meiðastöðum, Ásbjörn Ólafsson í Njarðvík, Egil Hallgrímsson í Vogum, Magnús þorkelsson á Auðnum og Stefán Pálsson á Vatnsleysu. Norska verzlunin í Reykjavík, 30. marz 1878. M. Jóhannessen. í sölubúð O. P. Möllers sál. kaup- manns, verður fyrst um sinn seldur ým- islegur varningur, (sumt nýkomið núna með póstskipinu), fyrir peninga út í hönd með niðursettu verði. Reykjavik, 6. april 1878. Fyrir hönd dánarbúsins, Georg Thordal. Hertir, ósaltaðir sundmagar úr Kabliau, þorski o. s. fr. óskast keyptir. Tilboð, merkt C. 127, má senda til Rudolf Morse, Cöln. „Himnabrjef" BÁsgrimssonar. _ J í „Fjóðólfi", 23. þ. mán., hefir Benidikt nokkur Ásgrímsson—sem jeg, af þvi, sem þar ræðir um, sje að muni vera skáldið! með mörgu titlunum (gullsmiðsmeist- ari, organsspilari, borgari, Componist m. m.), sem ný- lega gaf út hið svo nefnda „himnabrjef“, þótt hann í þ»jó.i sje mjög torkennilegur sÖkum titlamissisins — eignað mjer Iverkið! á titilblöðum brjefs þessa, er hann (eptir 18 ár!) ljet prenta „til hugsvÖlunar og harma- ljettis“ hlutaðeigendum; en afeptirfylgjandi línum geta þeir, er kynnu að trúa þessari sögusögn hans, sjeð, við hvað hún hefir að styðjast. Útgefandinn—skáldið! sjálft—var sóttur beinlínis til að yfirlita íverkið! (h.brj.)ápróförk, áður en byrjað var að prenta, ogþegarhann varbúinnað stafaogkveða að öllu, sem á brjefinu er (prentað), sagði hann að það væri „jafn-ágætt og hann hefði skilið við það, og al- veg rj ett en vegna þess mjer sýndist einhversálar- lasleiks-umleitun í honum, þegar hann, að loknum lestr- inum, hallaði undir flatt og hvolfdi saman lúkunum, hjelt jeg að það væri máske einhverjar andlegar fæðingar- liríðir; spurði jeg hann því hvort hann langaði til að bæta nokkru við enn þá. Hann neitaði því, en sagðist—og bentium leiðátitlakippuna, semlafðiviðnafniðhans— vera hræddur um að „þetta ! h j e r n a! mundi þykja of mikið fyrir sig, þó hann ætti þaðu. Af því hann gaut svo ámátlegum vonaraugum til mín, sá jeg, að honum var sárt um kippuna, og rjeði jeg honum því til að láta liana hanga. Ljet hann þá ,.grófaM ánægju yfir tillögunni í ljósi, með mörgum hjákátlegum velþóknunarorðum og skringilegu þakklætis-glotti. |>egar jeg sendi honum upplagið, fjekk jeg aptur þakkaryrði frá honum; þetta hefði hann liklega eigi gjört, hefði svo verið sem f>jó.r sagði. En að 3 dögum liðnum—þegar liann var bú- inn að selja! upplagið (þó það væri erfiljóð!)—kom hann með eitt exemplar og sagði, að sumt á því mætti eigi prentast! og geta allir sjeð, að mjer var eigi mogu- legt að bjarga honum við, þegar svona var komið. Af því að ritstjóri í>jó.s var svo ! sanngjarn ! að neita mjer um að taka þessa litlu athugasemd, gegn ó- sönnum áburði, er hann „góðfúslega“ tók af hinum margtitlaða (þótt hann áður hefði lofað mjer að taka svar, enda þótt óvægilegt væri), varð jeg að leita til þessa blaðs með hana, og sjá allir, hvort f»jó.i hefirgetað geng- ið annað en hlutdrægni til að synja henni viðtöku, og skyldi jeg, ef ritstjóri þessablaðs hefðieigisynjað mjer meira rúms, hafa skýrt málið dálítið frekar, þótt naum- ast sje takandi tillit til þess, er mannkindur þær, sem hjer eiga hlut að máli, láta sjer um munn fara. Reykjavík, 29. apríl 1878. Sigm. Guðmundsson. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. philos, Preptspiiðja „ís^foldaru,—Sigm. Guðmundsson,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.