Ísafold - 06.05.1878, Page 2

Ísafold - 06.05.1878, Page 2
42 ÍSAFOLD «/578 bola-ati, en það er bezta þjóðskemmt- un Spánverja, þó þeir leikir hafi opt í för með sjer Ijót atvik og hryllileg af- drif bæði fyrir mennina og skepnurn- ar.—Á Ítalíu hafa orðið ráðherraskipti. Stjórnarforsetinn heitir Cairoli, og hefir verið talinn með þjóðvaldsmönnum, en hefir almennings lof á sjer fyrir vits- muni og aðra góða mannkosti.—Páfinn nýi (Leó 13.) hefir sent frá sjer fyrsta „hirðisbrjefið“, sem svo er kallað, og hagað þar, sem í ávarpinu til kardínál- anna, hóflegar orðunum, en hinn var vanur. Hann minnist reyndar á, að páfastóllinn eigi við þung kjör að búa, og verði mikinn órjett að þola, en skýt- ur því til forsjónarinnar, hverja mála- rjetting hún vilji veita, og biður heilaga kirkju að vera öruggrar vonar um sig- urinn. — Á þýzkalandi hefir keisarinn tekið sjer til varakansellera Stollberg- wernigrode, að ráði Bismarks, sem seg- ist vera heldur farinn að heilsu, og geta ekki afkastað svo miklu nú sem að undanförnu.—Á Frakklandi fer nú allt skaplega, og þó nokkur ágreiningur yrði milli þingdeildanna um fjárveizlu- lögin, dró til sátta og samkomulags, með því móti, að fulltrúadeildin íjellst á einstöku breytingar, sem gjörðar voru í öldungastofunni. Nú verður innan skamms lokið upp sýningarhöllinni miklu, því þó ófriðlega hafi horfzt til, þá hafa Frakkar unnið kappsamlega að öllum undirbúningi þessa friðarfyrir- tækis, og nú sækja menn til Parísar í þúsundatali frá öllum löndum. — Á ír- landi voru fyrir skömmu morð framin, og þóttu þau því meiri tíðindasaga, sem illræðið kom fram við lávarð einn, Leitrim að nafni, skrifara hans og vagn- mann. Lávarðurinn var stóreignamað- ur, og átti landskuldir að taka af 3000 landseta, en kom sjer afarilla hjá öll- um, sem á hans vegum bjuggu, sökum drambs og óþýðleika, en var þó góður hjálpvættur í viðlögum manna. Morð- ingjarnir voru ekki uppgötvaðir, er síð- ast fijettist, en atburðurinn þykir benda á leyndarfjelög til meinræða við þá menn af ensku kyni, sem landsbúum verður illa við.—í Danmörku og vfðar hjer nyrðra virðist nú muni vora skjótt og vel. þingdeilan langa fjekk núþær lyktir, sem til stóð, og stjóminni urðu vel að líka. Bandalag vinstrimanna slitnaði til fulls, og úr því gekk Berg með sína liða, 26 að tölu. Hinir hurfu til samþykkis við hægrimenn, hvað fjárlögin snerti, og slökuðu til um auk- in útgjöld til flestra framlaga við þriðju umræðu laganna. Nú eru fundir byrj- aðir f hjeruðum, og hafa þeir sem und- an ljetu fengið víða dijúgar átölur fyr- ir grunnhyggni sína og einarðarleysi. þegar póstskipið lagði af stað frá Skotlandi, 23. f. m., var nýkomin þang- að sú fregn, að Bismarck hefði lagt það til í friðarskyni, að Englendingar hjeldi þegar flota sínum burt úr Marm- arahafi, með þvi móti, að Rússar færði landher sinn fjær Miklagarði, og var talið vist, að hvorirtveggju mundu þýð- ast það; þyrfti þá siður að ugga, að herunum lenti saman fyrir óvarkárni, er þeir væru eigi í námunda hvor við annan. Var talið eigi ólíklegt, að við þetta yrði greiðara um friðarmálin á rikjafundinum, ef af honum yrði. Um áfenga drykki. „Yarðar mest til allra orða að undirstaðan rjett sje fundin“. III. (Niðurl.). Vjer höfum að framan leitt rök að því, að vínandinn komi hvergi fyrir í náttúrunni, að hann sje ekki líkaman- um til næringar, heldur sje hann ólyfjan og eyðilegging fyrir líkamann, og höf- um af því ályktað, að hann sje ekki ætlaður mönnunum til nautnar fremur en hvert annað banvænt eitur. Og þar eð nú vínandinn er sú eiturtegund, sem einkum truflar og eyðileggur heilann, sem er aðseturstaður skynseminnar, og sífelld og óhindruð starfsemi hans er aðalskilyrðið fyrir að maðurinn geti rækt skyldur sinar við heimili sitt, við mannfjelagið og við Guð,—þá er hann skæðara eitur en flestar eða allaraðrar eiturtegundir. Er þá ekki því meiri á- stæða fyrir hvern einstakan og fyrir alla sameiginlega, fyrir hin frjálsu sam- tök og fyrir löggjafarvaldið, að leggj- ast á eitt til að gjöra þetta eitur útlagt úr húsum manna, eins og aðrar eitur- tegundir, sem bannað er að brúka, og þó eru jafnvel minna skaðlegar. pað er engin ný bóla, að menn hafi talað um að byggja áfengum drykkj- um út úr húsum og af heimilum manna, sem daglegum drykk. það er langt síðan margir fundu tilþeirrar spillingar og eyðileggingar, sem þeir valda í mann- fjelaginu; fundu, að þeir voru í raun og veru alveg gagnslausir sem drykk- ur, en jafnframt skaðlegir og drepandi ef þeir væru ógætilega brúkaðir; og að þeir væru svo tælandi. að mjög fáir gætu sneitt hjá að drekka þá sjer til tjóns, ef þeir annars bergðu nokkuð á þeim. Vjer höfum nú ekki ætlað oss að sýna hjer framáhinar hryllilegu af- leiðingar ofdrykkjunnar, nje heldur að mála hennar viðbjóðslegu mynd, því flestir kannast við, að ofdrykkjan sje bæði viðbjóðsleg og hafi hryllilegar af- leiðingar. En af því að skoðanir manna eru mjög mismunandi og mjög á reyki í tilliti til þess, hvað sje ofdrykkja, þá höfum vjer hjer að framan tekið fram vora skoðun, og leitt rök að því, að það sje alveg rangt, að brúka nokkurn áfengan drykk til nautnar, og að það sje ekkert hóf til í þeirri brúkun. Vjer tölum ekki um þá brúkun, sem stund- um kann að vera nauðsynleg í sjúk- dómstilfellum. það eru margar eitur- tegundir brúkaðar til lækninga, og þær geta verið nauðsynlegar, ómissandi og rjettbærar til þess, þó skaðlegt og rangt sje fyrir heilbrigða menn að brúka þær, — heilir þurfa ekki læknis við. — það er hin daglega brúkun áfengra drykkja, er menn tíðka, annaðhvort í því skyni að skemmta sjer eða öðrum, eða næra og styrkja líkamann sem með hverri annari fæðu.—þ>að er þessi brúkun, sem bindindið neitar, það er hún, hversu lítil sem hún er, sem er óhóf, sem stríð- ir móti lögum náttúrunnar og á móti Guðs orði, og hlýtur því að stríða á móti góðri samvizku allra, sem nákvæm- lega hugsa út í, hvað þeir gjöra, er þeir drekka áfenga drykki eða veita þá öðrum. Á móti Guðs orði stríðir hún, því fyrst og fremst er að taka á því, að hinir sterku áfengu drykkir sem vjer brúkum, svo sem brennivín, romm, portvín, madeira, o. s. frv., voru ekki þekktir á dögum Ritningarinnar; og svo talar ritningin um tvenns konar vín, annað gott, á nokkrum stöðum, er hún leyfir að brúka, hitt vont, á mörgum stöðum, sem hún bannar og fordæmir og brennimerkir sem skaðlegt fyrir manninn, og þetta verður ekki rjett skilið öðruvísi en svo, að það sje hinn óáfengi, nýi vínberjalögur, sem engin vínólga er komin í og enginn vínandi myndaður í, sem Ritningin heim- ilar til nautnar, en að það sje aptur hið tilbúna vin með vínandaí sjer (vín- berjalögurinn eptir að hann hefir ólgað og vínandinn myndazt i honum), sem Ritningin fordæmir og bannar. Nú mun það ekki verða sannað, að Ritningin leyfi áfengt vínþrúgnavín til nautnar, heldur einungis óáfengt eða vínberja- safann nýjan, og þó er það ekki nærri því eins skaðlegt og eyðileggjandi eins og þær víntegundir og þau ölföng, sem til vor flytjast, er öll hafa í sjer ýms fjarska-skaðvæn efni, auk vínandans.— Hvernig getur þá nokkur aðgætinn og samvizkusamur maður staðið upp til að verja nautn slíkra drykkja, sem þeir hjer á ofan daglega sjá að færa eymd ogvolæðiyfir þjóðina. og eyðileggingu °g glötun yfir einstaka menn, jafnvel mikilhæfa og góða menn. það var ekki ásetningur vor að sýna með dæmum og gildum rökum, hvert tjón og sví- virðingu þjóð vor hefir af nautn áfengra drykkja; vjer ímyndum oss að, þó að hugsunarháttur þjóðarinnar sje fjarska- lega spilltur í þessu efni, svo spilltur, að það þyki, ef ekki fagurt, þá samt lítil svívirða fyrir menntaða menn að láta sjá sig ölvaða, ogmeira og minna viti firrta, jafnvel á mannamótum ; fyr- ir hina uppvaxandi, menntuðu kynslóð að ganga næstum sem einn maður und- ir merkjum Bakkusar; fyrir heiðvirða bændur að slaga hálfvita i kaupstaðn- um og við önnur tækifæri, og hanga volandi við búðarborðið til að snýkja sjer út staup og pela;—þó að almenn- ingi þyki enn þá ekkert af þessu til-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.