Ísafold - 06.05.1878, Side 3

Ísafold - 06.05.1878, Side 3
ÍSAFOLD. 43 ■/,7 3 tökumál, heldur svo sem sjálfsagt, ef ekki ómissandi, á meðan að allir standi á fótunum, þá sjást svo opt dæmi upp á það, að Bakkus launar sumum fylgd- ina með því að leggja þá alveg fyrir hundafætur; taka vitið svo algjörlega frá sumum, að þeir í berserksgangi Bakkusar framkvæma ýms þau óhappa- verk, jafnvel þau glæpaverk, sem brenni- merkja þá æfilangt, og þegar svona gránar gamanið, þá ofbýður þó almenn- ingi. þegar alþýða sjer, að mikilhæfir, menntaðir gáfumenn og að upplagi val- menni verða að óarga dýrum; að ung- menni, sem allir unnu hugástum, og voru að öllu vel af Guði gjörðir, helt- ust úr lest Bakkusar og lágu eptir í leirgötunni til athláturs, og til svívirð- ingar og sorgar fyrir vini og vanda- menn, þá finnst mönnum þó, að hjer sje of mikið af góðu ! ! ! Slík dæmi eru svo mörg, að vjer erum vissir um, að hver sem kominn er til vits og ára og hugsar sig vel um, get- ur rifjað upp í huga sínum mörg dæmi, er hafa sýnt honum ofdrykkjuna í þess- ari viðbjóðslegu mynd, er hafa sýnt honum, hvemig ofdrykkjan hefir steypt sumum efnilegum mönnum í vanza og volæði.—Ollum skynsömum og aðgætn- um mönnum er ómögulegt að sannfæra sjálfa sigeðaaðra um það með gildum rökum, að áfengir drykkir gjöri mann- inum nokkurt verulegt gagn, ekki held- ur að hann hafi nokkra heimild í Guðs orði eða náttúrunni til að brúka þá til nautnar, — þeir verða þvert á móti að kannast við það fyrir samvizku sinni, ef þeir vilja ekki kannast við það op- inberlega, að allt það gagn og öll sú ánægja, sem mennþykjast hafaafþeim, sje tómur hugarburður og hleypidóm- ur, er standist ekki ljós Guðs orða nje rannsókn náttúrunnar, en að hinar hrylli- legu og svívirðilegu afleiðingar drykkju- skaparins sjeu aptur svo augljósar, að engum heilskyggnum manni geti dulizt þær, og svo algengar, að það gegnir furðu, að forvígismenn framfaranna, lög- gjafar þjóðarinnar og yfirvöldin, en þó einkum andlega stjettin, skuli hafa get- að horft á slíkt með köldu blóði, setið þegjandi hjá og horft glottandi á hina uppvaxandi kynslóð steypa sjer með Bakkus í faðminum í gin glötunarinnar. þ>að er sannfæring vor, að það sje skylda hvers kristins manns, að gjöra allt hvað hann getur til að bola áfenga drykki út úr mannfjelaginu, af því vjer álítum þá ekki einungis gagnlausa til nautnar, heldurbeinlinisskaðlega; ekki einungis að mönnum sje hvergi í Guðs orði leyft að neyta þeirra, heldur hreint og beint bannað það. Hver sem ekki getur með skynsamlegum og gildum rökum hrundið þessu, hann verður ann- aðhvort að ganga í lið með oss eða breyta móti betri vitund. En þó að vjer, eins og nú var sagt, álítum að hver kristinn maður geti fundið skyldu sína til að sporna móti drykkjuskap, þá skulum vjer ekki neitaþví, að oss finnst að andlega stjettin ætti einkum að finna köllun hjá sjer til að ráðast móti úlfinum, er svo margan góðan sauð hefir hrifsað og hrifsar árlega úr hjörð- inni, sem þeir eru settir til að gæta. það er líka gleðilegur vottur um að andlega stjettin muni nú fara að gjöra gangskör að bindindismálinu, að ein- mitt einn presturinn [síra Magnús Jóns- son á Skorrastað] hefir nú stofnað bind- indisfjelag og lostið upp herópi móti Bakkusi. Ef andlega stjettin tekur hver- vetna undir, þá líður ekki á löngu áð- ur Bakkus verður útlægur af landi voru, og mundu allir góðir og skynsamir menn biðja hann illa fara og aldrei apt- ur koma. Ritað i marz, 1878. Nokkrir bindindismenn. Mannalát. Eptir langvinnan sjúk- dóm andaðist í Kristjánsdalsklaustri á Sjálandi i. dag aprflmán. 1878 fröken Ágiísta Johnsson, dóttir Grims amt- manns Jónssonar. Hún var fædd í Skjelskjör 10. sept. 1821, og var i for- eldra húsum þangað til faðir hennar dó árið 1849. Frá þeim tíma var hún ým- ist hjer á landi, eða í Danmörku, að þeim missirum frátöldum, er hún dvald- ist á Skotlandi, og alstaðar mikilsmet- in. Hún fjekk ágætt uppeldi og náði mikilli þekkingu og miðlaði henni fús- lega til annara. í Reykjavík stóð hún fyrir barnaskóla 4 eða 5 árogþað sjer til sóma. Hún hafði góðar gáfur, var hjartaprúð, drenglynd og tápmikil, og eflaust fær til mikils starfs og fram- kvæmda, ef lífsstaða hennar hefði leyft. Allt hennar líferni var heiðarlegt, og þeir, sem þekktu hennar kvennkosti, sakna hennar af heilum hug. (Aðsent). — Nýfrjett er að austan lát merkis- mannsins Jóns umboðsmanns Jónssonar í Vík í Skaptafellssýslu. Frá Nýja-íslandi. (Úr frjettabrjefi þaðan 8/3 78). Heilbrigði manna hefir mátt heita góð; þó hefir umgangsveiki, sem talin er „skarlatssótt“, stungið sjer niður á nokkrum stöðum. Úr henni dóu 5 börn í vetur, en engir fullorðnir hafa dáið, hvorki úr henni nje öðru, í allan vetur. Barnaskóla þeim, er stofnaður var á Gimli fyrir nýjár, er stöðugt hald- ið áfram. Stofnun hans er að þakka síra Jóni Bjarnasyni og konu hans, frú Láru, sem er aðalkennari. þ>ar að auki stýrir frú Lára söngæfingum, sem haldnar eru á hverju laugardagskveldi. Kirkjumál Nýja-íslands standa þannig, að nýlendumenn hafa skipazt f 9 söfn- uði; þjónar sfra Jón Bjarnason 5 af þeim, en sira Páll þ>orláksson 4. þess má geta í sambandi við kirkjumál, að tals- verður rígur er milli safnaða síra Jóns og Páls prests, sem orsakast út af mein- ingamun og stefnumun prestanna í trú- ar- og kirkjumálefnum. Síra Jón er frjálslyndur maður og laus við allan ein- strehgirtgsskap f trúarefnum. Hann bindur sig eigi heldur við form og helgisiðu ríkiskirkjunnar dönsku, held- ur hagar guðsþjónustugjörðinni eptir þeim kringumstæðum, sem eru, og vill láta álit og sannfæringu safnaða sinna ráða um allt hið ytra fyrirkomulag. Síra Páll þar á móti heldur rígfast við bók- staf kenninga norsku sýnódunnar, sem hann segir sje hin hreina íslenzk-lút- erska. Flestir hinir frjálslyndari menn fylgja síra Jóni, en þeir sem enga sann- færingu hafa, eða þá sannfæringu, að „gott sje allt gefins“, eru í söfnuðum síra Páls. Síra Páll er sem sje send- ur af sýnódunni sem trúarboði, og borgar sýnódan honum, svo hann get- ur gefið þjónustu sína. Safnaðarlimir hans og hann eru nú að betla út fje hjá sýnódumönnum í Bandaríkjunum (sjá „Framfara“ Nr. 14), og fara með örg ósannindi í bijefum sínum til að fá fjeð, sem llklega á að verða til að þyngja svo sýnódu-meta-skálina, að hún sígi síra Páli í vil. Söfnuðir síra Jóns eru mjög sárir út af þessum aðforum Páls prests, ekki fyrir það, að þeir sjái of- sjónum yfir þótt betli-tilraunin hefði ein- hvern árangur, heldur út af því, að þeir hafa gjört sig seka í svo frekum ósann- indum, til að ná tilgangi sínum, að þetta hlýtur að kasta svörtum skugga á orðs- tír allra íslendinga hjer i landi, þegar hið sanna kemst upp. Sumir eru að barma sjer út af þeim ríg og sundrung, sem orðin er út af kirkjumálinu, en ríg- urinn mun hverfa þegar frá líður og menn fara að verða innlífaðri hinum frjálslega hugsunarhætti annara þjóða i Ameríku í trúarefnum; það er og lfk- legt, að sundrungin verði til góðs, að því leyti, að hún veki íslendinga af hin- um andlega svefni og kveiki nýtt fjör og trúarlif meðal þeirra. Diimualætting. Svo heitir hið nýja blað Færeyinga, er hófst með nýárinu í vetur í J>órshöfn, en öðrunafni „Amts- tidende for Færöeme11 (Amtstiðindi fyr- ir Færeyjar). Eptir því sem segir í 1. númeri blaðsins, hefir einu sinni áður, fyrir 25 árum, verið gjörð tilraun til að koma upp prentsmiðju þar á eyjunum oghalda úti blaði, en það misheppnað- ist. þessi nýja tilraun eru allar líkur til að muni lánast. Blaðið og prent- smiðjan, sem útveguð var í fyrra sum- ar, eru eign hlutafjelags, og flestir helztu menn á eyjunum og nokkrir Færeyinga- vinir í Khöfn eru hluthafendur. Blað- ið er á stærð við Akureyrarblöðin, en kemur út á hverri viku, og kostar 6 kr. árgangurinn. (Við íslendingar þykjumst eigi menn fyrir meiru en 3 króna blöð- um!). Ritstjórinn heitir Lutzen, ungur lögfræðingur. Færeyjar eru, eins og kunnugt er, algjörlega innlimaðar Danmörku, „eigi hjálenda eða nýlenda, heldur dálítið amt í konungsríkinu Danmörku“, segir Ham- mershaimb prófastur (í Dimmal. nr. 2). pað er þvi, úr þvi svo er komið ogúr

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.