Ísafold - 29.05.1878, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.05.1878, Blaðsíða 2
49 ÍSAFOLD. 27r,78 ekki parta jarðir sundur, er þær eru seldar, þó byggðar sjeu fleiri en einum. Ef ábúandi ekki vill eða getur keypt ábýli sitt, sje honum falt að fá erfða- ábúð á jörðunni, með því að greiða festugjald í landssjóð, sem samsvari tveggja ára eptirgjaldi eptir hana, og sjeu allar þær jarðir, sem ekki hafa selzt eða verið greidd erfðafesta fyrir, byggðar með þessari erfðafestu við næstu ábúandaskipti, þangað til þær verða keyptar. Ekki má byggja jarðir til erfðafestu i pörtum, heldur fái einn á- búandi erfðabyggingu fyrir allri jörð- unni með tilheyrandi hjáleigum, og byggi hann hinum af, ef vill. Kaup- verð jarðanna og renta renni í lands- sjóð, sem tekur að sjer að gjalda prest- inum samsvarandi upphæð og afgjald- inu nemur, upp í laun sín, jafnóðum og jarðir þær, sem prestaköllunum eru lagð- ar, seljast. Aptur á móti gangi jafn- mikið af erfðafestunni af þeim jörðum, sem á þann hátt eru byggðar, upp í kaupverðið, að jöfnu hlutfalli og mikið er borgað af jarðarverðinu, þegar þær eru seldar. * (Framh.). Strandferðaskipið Díana kom hjer 23. þ. m. að morgni (tveim dögum á eptir ferðaáætluninni), og fór aptur sama dag um miðaptan áleiðis vestur og norður fyrir land; en hefir fráleitt komizt lengra en á ísafjörð, þvi eptir veðráttunni hjer hlýtur ísinn að vera kyrr fyrir norðan enn. Hún komst þó inn á Seyðisfjörð hingað í leið, ogvarð eigi vör við neinn hafís þar eystra. Útlendar frjettir engar nýjar um- *) Hinar aðrar þjóðjarðir, sem ekki eru lagðar prestaköllunum, sjeu fengnar hreppstjórum, hverjum í sínum hrepp, til umboðs, þangað til þser verða seldar, móti þvi að þeim sje veittur tíundi hluti af afgjaldinu í umboðs- laun, en standi landssjóðnum skil af hinu í peningum. Umboð þau, sem nú eru, falli burt. fram það sem getið er í síðasta blaði, allt til 12. þ. m., er Díana fór frá Skot- landi. Ofriður óbyrjaður, en viðbúnað- ur hinn kappsamlegasti af hvorratveggja hálfu; friðarspár þó heldur ofan á í síð- ustu blöðum. Að öðru leyti visum vjer á eptirfarandi frjettabrjef frá Kaup- mannahöfn 8. þ. m.: „í samningunum með Rússum og Englendingum hefir hvorki gert að reka eða ganga, og hefir Bismarck þó lagt sig sem framast hann mátti fram til meðalgöngu. Hann fór fram á, að Rússar skyldu hverfa liði sínu aptur úr nástöð við Miklagarð, en Englendingar flotanum út úr Marmarahafi, svo að hvorugir þyrftu að ýfast af því að horf- ast svo í augu, sem verið hefir um stund; eða vaka hvorir yfir öðrum, að annar yrði ekki hinum fyrri yfir túngarð (borg- arveggi) Tyrkjans. þetta var gert að álitamáli, en dró ekki til samkomulags, því það stóð á milli, er skapa skýldi leiðarlengdina og hitta þar rjett hóf á, er aðrir væru á sjó og hinir á landi. Menn segja að það hafi komið heldur styttingur í Bismarck, er hvorutveggju voru svo örðugir í málunum, og hann hafi látið þá skilja, að hann mundi ekki framar til þeirra leggja, en þeir yrðu sjálfir að greiða úr miskliðum sínum. Englendingar sitja við sinn keip, en þó hafa bæði boð og brjef farið tíðara á milli Lundúna og Pjetursborgar seinustu dagana en áður, og síðustu fregnir segja, að Rússar hafi boðið nýja kosti og skap- legri, hverju sem svo verður svarað af hinna hálfu. Hitt er öllum kunnugt, að hvorirtveggju búa sig í ákafa bæði á sjó og landi, og Englendingar hafa þegar flutt allmikinn afla af her sínum frá Indlandi vestur um haf, en miklir flotar eru þaðan á leiðinni. Á Tyrk- landi sjálfu hafa vandræðin aukizt við það, að Tyrkir eða það fólk, semjátar Múhamedstrú á Bolgaralandi, hefir risið upp með vopnum á móti hinum kristnu, sem þykjast nú „standa öllum fótum í etu“ og mega leika svo við hina, sem hugurinn býður. Lið Rússa hefir orðið að skerast í leikinn og heyja enn harða bardaga, því uppreisninni stýra margir foringjar úr her Tyrkja, einkum þe«- sem fyrir þeim flokkum voru, sem kom- ust á dreif og tvístring út um landið á undanhaldinu síðasta frá Adríanópel. Síðustu fregnir segja, að uppreisnin sje i vöxtum, og Rússar hafi enn látið margt manna í viðureigninni á ýmsum stöðum. Soldán og stjórn hans ersem milli steins og sleggju; og þó hann hafi fyrir skemmstu breytt um ráðherrana að vild og bendingu Rússa, þá ætla menn, að öllum búi þar annað þel niðri fyrir, og um ráðin muni skjótt skipt við, ef Englendingar ráðast á Rússa. Tyrkir hafa enn (að sögn) hjer um bil 70 þús- undir manna í grennd við höfuðborgina, og dregur þá sá afli ekki lítið til mun- ar, ef hann skipast öðruhvoru megin. 011 hin meiri riki á meginlandinu hafa lofað því, að vera utan við leikinn, ef ófriður verður; er hjer vant að trúa öll- um, sem sumra hlutur stendur að, t. d. Austurríkis og Ungverjalands. þ>ó allt sje svo ótraust um friðinn i vorri álfu, hafa Frakkar boðið öllum þjóðum heimsins, þeim er við þjóðmennt- ir eru kenndar, til höfuðborgar sinnar, að sjá og hafa sjer til gagns og fróð- leiks hina miklu gripasýningu, sem þeir ljetu opna 1. þ. m. Sýningin ersúhin stórkostlegasta, sem enn hefir gefizt, og að víðáttunni til þekur hún 72 vall- arteiga. Vígsludaginn var mikið um dýrðir, og voru þar viðstödd mörg hundr- uð þúsunda. þegar ríkisforsetinn mælti þau orð að niðurlagi: „ Jeg lýsi og boða sýningarhöllina opna í nafni hins frakkn- eska þjóðveldis“, þá var svo fjörlega undir þau tekið, sem allur mannsægur- inn kæmist á flug af fögnuðinum11. átt völ á nógum „krossum“, en engan hefir hann viljað þiggja. Nú, þegar „Kongen“ kom út, var eins og logi færi í viðarköst. Danskir, norskir, sænskir og jafnvel þýzkir rit- höfundar og skáld, kepptust hvor við annan að rita um „Kongen“; sumirhófu Björnson upp yfir öll hin nýrri skáld heims; aðrir níddu hann niður og kváðu gáfuna vikna frá honum. Klerkar sum- ir báðu Guð að varðveita konungana fyrir ósköpunum. Fundir voru haldnir til að ræða um ritið, og vildu sumir gjöra það upptækt og dæma skáldið í betrunarhúsið! „Hafið þjer lesið „Kongen“ ? “. „Hvernig þóttiyður?11. þetta var fyrsta spurningin, er fyrir mann var lögð, hvar sem maður kom. Maður hlaut að svara með von og ótta, því víða varð maður fyrir ónotum, ef maður lofaði ritið, og mátti stundum varla nefna það á nafn. Aðrir hófu það til skýjanna. þ>að er einnig þýtt á frakknesku og líkaði Frökkum það vel. Kr. Bruun í Sögutúni varð nú að láta til sín heyra. Af öllum sem jeg þekki, er hann hinn eini, sem getur tekið svari Björnsons svo að um muni, ef í hart fer, og hann álítur Björnson hinn mesta mann, sem nú er uppi í Norvegi, og er þó sjálfur konungavinur, og hefir varið öfluglega konungsstjórn- ina, er hugblauðir frelsismenn hafa vilj- að hæða hana í laumi. Hann flutti nú ræðu um ritið og kvað það ólög mikil, að eigi mætti finna að við konunga sem aðra embættismenn, og vitnaði til ísra- els spámanna, sem þorðu að segja kon- ungunum sannleikann. Hann kvað og óhæfu að láta konungdóm ganga að erfðum fremur en önnur embætti. En þó hann væri Björnson í mörgu sam- dóma, kvaðst hann þó heldur kjósa kon- ungsstjórn en lýðveldi. Hann þakkaði skáldinu fyrir einurð hans og hrein- skilni, og lauk máli sínu með orðum þessum: „Ef konungdómurinn á að geta þrifist, þarf hann að heyra sann- leikann; því að allt sem lifir, það lifir af ást og sannleika“. Um þessar sömu mundir herti á deilunni á milli presta, píetista og lýð- háskólamanna. Urðu nú lýðháskóla- menn æði svæsnir, svo að lá við stefnu- förum. Bruun þótti nógum ákafavina sinna og setti harðlega ofan í við þá, og sagði: „Verum einbeittir og alvar- legir í öllu, en umfram allt: sýnum valdstjórninni virðingu“. þannig er Bruun í öllu hinn sami sæmdarmaður, og fellur mjer hann 1 geð betur en allir hinir aðrir frelsismenn. Björnson hafði nú einnig hafið and- mæli gegn kenningu kirkjunnar um ei- lífa glötun, og þegar það bættist ofan á „Kongen“, æstist allt ennþá meira. Prestar af öllum trúarflokkum á Norð- urlöndum og margir lærðir menn risu nú af alvöru í móti skáldinu, og sumir kváðu hann mundi fara beint til hel- vítis, ef hann eigi bætti sig. Björnsons beztu vinir og jafnvel Bruun sjálfur risunú á móti honum,— blöðin fylltust aptur af þrætugreinum —; fundir voru settir, og um sama leyti komu yfir 100 danskir lýðháskólamenn að skoða þjóð og náttúru Norvegs, og fannst þeim mjög um fjör og kjark Norðmanna. En ekki slotaði stormin- um. Björnson fór til höfuðstaðarins, setti fund og herti á mótmælum sfnum. Hjer dugði engin vörn. Hann harðn- aði við hverja þraut. Allir stúdentar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.