Ísafold - 29.05.1878, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.05.1878, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD. 50 27J8 Hæstar.jettiirdOmur. Með Diönu frjettist, að hæstirjettur væri nýbúinn að dæma í málinu út af umboðsskrá konungs 26. septbr. 1876 handa hinum setta lögreglustjóra í kláðamálinu, eða um dómsvald hans, því er dæmt var í landsyfirrjetti 29. oktbr. f. á. og getið er í Isaf. IV 28. Svo sem flestum mun minnisfast, dæmdi landsyfirrjettur nefnda umboðsskrá ógilda, að því leyti sem hún veitti lögreglustjóranum dómsvald; en hæstirjettur kvað hafa orðið á öðru máli og ógilt landsyfirrjettardóminn: vísað málinu heim aptur til dæmingar að efni til. Crráuuflelagið er alltaf að eflast meir og meir. Nú er það nýbúið að kaupa fimmta verzlunarstaðinn: Grafarós; átti áður Vestdalseyri, Raufarhöfn, Oddeyri og Siglufjörð. Tíu kaupskip var fram- kvæmdarstjóri fjelagsins búinn að búa af stað hingað til lands áður Díana lagði af stað hingað, og eiga sum þeirra að fara 2—3 ferðir á milli í sumar. Skiptjón í hafísnum. Hinn 28. f. m. týndist í hafisnum úti fyrir Hjeraðsflóa, skammt undan Langanesi, kaupskipið „Abelone“ (75 smálestir, skipstjóri Th. I. 0hle), á leið frá Kaupmannahöfn til Iíólaness. Af því að þolca var á, vissu skipverjar eigi fyrri til, en þeir voru umkringdir af ísnum á alla vegu og sáu hvergi út úr. þetta var aðfaranóttina hins 28., kl. 3. Um morguninn kl. 7 voru þeir þó búnir að smeygja sjer út í auðan sjó, við illan leik, enda hafði og skipið komizt svo mikið við, að það var orðið hríðlekt. það vildi skipverj- um til lífs, að þeir höfðu meðferðis með- al annars flutnings stóran uppskipun- ar(?)-bát, og yfirgáfu þeir skipið i hon- um kl. 9, allir 6, með nokkrar vistir, föt sin og fleira. Kl. 1 o*/* sökk skipið. j>etta var á að gizka 10 vikur sjávar undan landi, og náðu skipverjar landi á bátnum eptir 2 sólarhringa, í Höfn i Borgarhrepp) eptir mikla þraut og við illan leik. Tilsögn í mjólkurverkuiu. Lands- höfðingi hefir 25. þ. m. veitt Búnaðar- fjelagi Suðuramtsins 200 króna styrk úr landssjóði handa stúlku, er á að segja mönnum til í mjólkurverkum hjer sunn- anlands í sumar—með því fröken Anna Melsteð verður þetta sumar i norður- landi, við sömu iðju þar, og með sama styrk úr landssjóði. Stúlka þessi heitir Kristín Álfheiður Wium, ættuð úr Norður-Múlasýslu, og er rtýkomin frá stóru mjólkurbúi í Danmörku, Ramsö- magle Mejeri, sem er 300 kúa bú, eptir 1 árs dvöl þar, með bezta vitnisburði,— kvað jafnvel hafa staðið fyrir öllum mjólkurverkum á hinu mikla búi siðari helming ársins. Búnaðarijelagið ætlar að láta hana veita þeim, er þess beið- ast, tilsögn í allri meðferð á mjólk, þeim að kostnaðarlausu að öllu öðru leyti en því, að þeir fæði hana meðan hún er hjá þeim og bæði nálgist hana og flytji hana frá sjer borgunarlaust. Prófastar settir af biskupi 6. þ. m.: I Barðastrandarsýslu síra Steingrfmur Jónsson f Garps- dal; í Suður-þingeyjarsýslu síra Benidikt Kristjáns* son á Grenjaðarstað. Oveitt ombætti. Bæjarfógetaembættið i Reykjavík. Laun úr landssjóði 3000 kr. og 1000 kr. í skrifstofukostnað. Sýslumanns-embættið f Gullbringu- og Kjósarsýslu. Laun úr landssjóði 3000 kr. Aukatekjur i báðum embættum, þær er renna inn til embættismannsins sjálfs, eru toll- heimtugjald og þóknun fyrir afgreiðslu útlendra fiskiskipa. — Bæði embættin auglýst laus 30. f. m.; en 11. ágúst þ. á. eiga bónarbrjef um þau að vera komin til ráðgjafans. Skipafregn. Komin: 18. þ. m. „Nancy“, Svendsen, 116, frá Khöfn með ýmsar vörur til Fischersverzlunar hjer og Christensens og Linnets í Hafnarfirði; s. d. „Marie“, Petersen, 59, frá Khöfn (og Halmstad) með ýmsar vörur til Thomsens, þar á meðal efni í kvennaskólahúsið nýja; s. d. frakkn. fiskiskúta; 21. frakkn. fiskiskúta; 23. „Díana“, Wandel, 221, strandferðaskipið frá Khöfn (Granton, Fæteyjum, Seyðisfirði); s-. d. „Marie Kristine“, C. L. Olsen, 91, frá Khöfn með ýmsar vörnr til Smiths; s. d. i.Genius’’, Danielsen, 77, frá Mandal með við til lausakaupa ; 25. „Ane Cathrine", Á. Nielsen, 47, frá Khöfn með ýmsar vörur til Havsteens verzlun- ar; s. d. „Arnette Mathilde11, Rasmussen, 102, frá Khöfn með ýmsar vörur til Knudtzons verzlunar í Rvík og Hafnarfirði. — Farin aptur: 22. þ, m. „Bien“, til Mandal, vörulaus ; 23. „Lebanon11, til Archangel, vörulaus ; s. d. frakkn. fiskisk.; 24. „Nancy“, til Liverpool, vörulaus; 27. „Marie“ (skip Thomsens), upp á Akranes með vörur til þorsteins kaupmanns Guðmundssonar; s. d. frakkn. fiskisk. Farþegjar með strandferðaskipinu Díönu í 1. ferð. Frá Khöfn: til Seyðisfjarðar kaupmenn- irnir Thostrup og Sig. Sæmundsen, til Reykjavikur Sigurður sýslumaður Jónsson, til Stykkishólms kaupm. Holger P. Clausen, til þingeyrar Hjálmar kaupm. Jónsson, til Isafjarðar frú Sigriður Ásgeirs- sen og sýslumannsfrúin þar, til Sauðárkróks alþm. Tryggvi Gunnarsson, framkvæmdastjóri Gránufje- lagsins, kaupm. Richard Jacobsen, Bryde Borðeyr- arkaupmaður og Pjetur Pjetursson búfræðingur, til Akureyrar kaupm. B. Steincke. Frá Granton til Rvíkur 2 enskir ferðamenn og aðrir 2 (syskin) alla leið kringum landið. Frá Reykjavik: til Stykkish. meðal annara Guðm. Pálsson málfærslum., til Ak- ureyrar Sveinn Sveinsson búfræð., alla leið kring um landið póstmeistari O. Finsen og sira Matth. Jochumsson. — Með póstakipinu „Phönix“ sigldu hjeðan 6. þ. m. til Skotlands frúrnar Ástr. Mel- steð og J>órdis Thorsteinsen, og til Khafnar stúlk- an Kristin Jóhannsdóttir. Hitt og þetta. Flestir munu hafa heyrt B 1 o n d i n s getið, og vita, að hann var allra manna mestur og frægastur i sinni iþrótt, þeirri, að ganga eptir einföldum streng uppi í háa lopti. Hann gekk optar en einu sinni (á slökum streng) yfir Niagara-fors í Vestur- heimi, með mann á bakinu, — svo sem lesa má i Nýrri Sumargjöf 1862 og mynd þarsýnir. Honum græddist of fjár á iþrótt sinni, og lagði hann hana fyrir óðal, er hann þóttist hafa afiað nægilegs forða handa sjer og sinum það sem eptir væri æfinnar, þótt eigi væri ýkja-sparlega á haldið. En svo fór, að forðinn reyndist heldur tæpur, að sögn meðfram vegna ógætilegrar spilamennsku, og sá Blondin sjer þá eigi annan veg færan en að taka til sinnar fornu urðu hrifnir og hjeldu honum dýrðlega veizlu með söngvum og heillaóskum. Hreinskilni Björnsons og einurð er frábær. Margir þeir sem nú fylla flokk óvina hans, eru mannbleyður, sem með smásmuglegum ódrengskap í laumi hæð- ast að valdstjórn og kristindómi, og skaða þannig hið helga og háleita með hræsnisþögn, þar sem Björnsons sann- leikselskandi sál ekki fær frið dag nje nótt fyrir sinni brennandi löngun og leitan eptir ljósi og rjettindum. þeir, sem hefja mótbárur gegn trúnni, gjöra henni opt hið mesta gagn, því þá er ekki lengur tíð til að vera hálfvolgur, heldur verða menn annaðhvort fyriral- vöru að vera m e ð eða m ó t. En stríðið styrkir kraptana og fjörið. Nóg- ur er tíminn að sofa í gröfinni. Jómfrú Ásta Hansten ferðaðist til margra staða í sumar og hjelt fyrirlestra um jafnrjetti kvenna og karla. þótti flestum nóg um dirfsku hennar. Skáldin Kr. Janson og Jónas Lie ferðuðust einnig og hjeldu fyrirlestra um ýmsa merkilega hluti. Pólskir, dansk- ir, sænskir og þýzkir hljóðfæra- og sjón- leikarar ferðuðust einnig í Noregsstöð- um í sumar og sýndu listir sinar; svo nóga skemmtun höfðu Norðmenn, en það Qekk jeg að reyna, að þeir mitt í öllum hávaðanum ekki gleymdu sínum íslenzku bræðrum. 2. Ferð mín um Vestfold og |>elamörk. Vestfold liggur fyrir vestan Krist- janíufjörð, sunnan til við þelamörk. Eptir að jeg hafði lokið ferðum minum um Smálönd, fór jeg til Drammen (Drafnar). Staður þessi liggur 4 mílur fyrir vestan Kristjaníu, í fögrum dal, við fjarðarbotn. þar er kirkja fogurmjög, alsett turnum á báðum hliðum, og með altarisspjald prýðilegt, sem Krists upp- risa er máluð á. Staðarbúar hafa við- arverzlun mikla, og flytur áin viðinn frá fjöllunum niður að ósnum, og var ey í miðri ánni, sem rennur gegnum staðinn, alþakin viðarköstum. Hjer var jeg 10 daga og flutti marga fyrirlestra. þótti staðarbúum vænt um að heyra af landinu okkar, en þegar jeg sagði þeim frá stjórnarmálum vorum, þá þótti þeim sínir fslenzku bræður vera of heimtu- frekir við Dani (!), enda voru þessir menn all-ófrjálslyndir og hötuðust við BjÖrn- son fyrir „Kongen“. Að öðru leyti Voru þeir hinir beztu viðureignar, gest- risnir mjög, og nokkrir af þeim fóru með mig upp á fjallið, og sátum svo þar við söng og gleði langt fram á nótt. það var fögur sumarnótt — kvöldroð- inn sló bjarma yfir hinn fagra skógar- dal fyrir ofan og hinn lygna fjörð með hinum morgu steindu skipum, semlágu undir hlíðunum fyrir utan staðinn, og fyrir neðan skógabeltin lágu bæimir svo þjett, að menn höfðu plantað runna- raðir á merkjunum, sem mynduðudökk- græna laufaskurði á hinu ljósgræna, ný- sprottna akurlendi. þegar jeg ætlaði að borga fyrirmig á gistingarstað minum, 20 kr., var ann- ar búinn að því, og fjekk jeg ekki að vita nafn hans. Hann hefir eigi verið eigingjam. Síðan fór jeg vestur í Túnsberg, 4 mílur. J>að er fornt konungasetur, en nú eimir þar næsta litið eptir af þeirri vegsemd, hús ljeleg, götur ósljettar, og hæðin, þar sem konungshöllin stóð fyrr- um, er grasi vaxin og sjást þar að eins rústir. Hjeðan gekk jeg vestur til Sand-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.