Ísafold - 05.09.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.09.1878, Blaðsíða 1
V 22. Reykjavík, fimmtudaginn 5. septembermán. 1878. f að hefir bæði fyr og síðar reynzt árangurslítið fyrir landsbúa að reyna til að ná rjetti sínum hjá útlendingum, og hafa Stjórnartíðindin ýms dæmi inni að halda uppáþað, hversu seinlega og treglega bænum vorum og kærum f þessu efni er svarað. í tjeðum tíðind- um fyrir 1876, B 12, bls. 81 stendur brjef frá ráðherranum fyrir ísland til landshöfðingja útaf kæru frá hlutaðeig- endum yfir skemmdum á æðarfugla- varpi í Melrakkaey á Grundarfirði. Sjest af því, að utanríkisráðherrann danski ber sigupp, um það „að hinar sífeldu kvartanir út af háttalagi út- lendra fiskimanna við ísland . . . baki hlutaðeigandi stjórnendum talsverða örð- ugleika“, og álítur hann sjer skylt ,,að leggja það til, að ekki sje eptirleiðis verið að koma með áminnstar kærur, nema þegar svo stendur á, að svo mik- ið er varið í málið í sjálfu sjer, að nokk- urnveginn samsvari hinum miklu um- svifum, o. s. frv.“. þ>að hefði ekki ver- io af vegi að taka til þá peningaupp- hæð, sem krafan ætti að nema, tilþess henni væri gaumur gefinn. Ráðherr- ann veit ef til vill ekki, að lítið dregur vesælan, og að fátækan bónda út á íslandi munar um það, sem ekki er þungt í vösum danskra ríkismanna. í stjórnartíðindunum fyrir 1877, B 7, bls. 52 biður ráðherrann fyrir ísland lands- höfðingja „að safna fyrir kröfum, er berast kynnu um þetta (borgun á gjöld- um fyrir afgreiðslu frakkneskra fiski- skipa)“, allt sökum þess, hversu mikilli fyrirhöfn það valdi, að innkrefja þau ,,með því að gjaldið nemi optast mjög litlu“. (þeir sem vita, hve lítið sendi- herrar í útlöndum hafa að gjöra, geta nú samt ekki vorkennt þeim, þó þeir ætti að skrifa eitt eða tvö brjef út úr hverri kröfu, og vjer höfum lært, að sje krafan rjett eða sanngjörn, þá gildi einu hvort hún nemi miklu eða litlu. Loksins bera Stjórnatíðindi, 1878 B 16, það með sjer, a ð Snorri alþingismað- ur Pálsson á Siglufirði hefir fyrir fjór- um árum síðan lagt út úr sínum vasa 633 krónur „fyrir undirhald 11 norskra skipbrotsmanna1*, a ð hann af formanni skipsins fjekk vfxlbrjef fyrir upphæð- inni, a ð skipseigandi síðan varð gjald- þrota, og a ð Snorri því „getur eigi fengið skuldina goldna“. pað lítur svo út, sem utanríkisráðherrann ætli að láta staðar nema við tilraunina til að ná upphæðinni hjá skipseiganda, þó hann ætti að vita, að það eptir þjóð- rjettinum og allsherjar samkomulagi þjóða á milli, er skylda hlutaðeigandi stjórnar, (í þessu tilfelli hinnar norsku stjórnar) að endurgjalda allan kostnað, sem leiðir af viðurværi og heimflutningi skipbrotsmanna sinnar þjóðar, þ ó hann megi vita, að Danastjórn sjálf og ein- mitt sú stjórnardeild, sem hann er yfir settur, á ári hverju leggur út ærið fje í þessu skyni; eru hjer um bil 30,000 kr. um árið ætlaðar til þessa kostnaðar í Danmörku, og þaðan af meira í auð- ugri og stærri löndum, — og þó hann megi vita, að í öllum löndum eru sjó- menn ritaðir á sjóhersskrárnar (indrulle- rede), hafa sjerstaka landvarnarskyldu, að það sökum þess, er mjög áríðandi fyrir hverja stjórn að þeir komist heim úr hrakningum, og að allar stjómirþví leggja talsvert í sölurnar, til að sjá þeim borgið. f>að er því elckert efa- mál, að ef utanríkisráðherrann hefði snúið sjer til rjettra hlutaðeigenda, hinn- ar norsku stjórnar, þá hefði fjeð þegar verið endurgoldið, þó sjálfsagt með þeim fyrirvara, að reikningur Snorra alþingism. Pálssonar sje sanngjarn. Ef til vill, hefir ráðherranum þótt þetta valda ofmiklum „örðugleikum“ og „um- svifum" . En — skylda hans mun það vera, og að því mun réka, að hann verði að reyna það. Enda virðist oss herra Snorri Pálsson, samkvæmt lögum um skipsströnd frá i4.jan. 1876, 10.gr. geta heimtað upphæðina sjer greidda „úr landssjóði til bráðabirgða mót end- urgjaldi frá rjettum hlutaðeigendum“. Tilvitnuð grein segir svo fyrir: „Ef skipbrotsmenn geta eigi sjálfir útvegað sjer við sanngjörnu verði húsnæði, mat og aðrar nauðsynjar, -----skal valdsmaður hlutast til um, að þeim verði komið fyrir og útveg- að það, sem þeir viðþurfa, við sann- gjörnu verði-----. Og enn segir það : „Ef það, sem bjargað er, hrökkur eigi fyrir öllum kostnaði, má eptir ósk lögreglustjóra greiða það, sem á vantar, úr landssjóði til bráða- birgða móti endurgjaldi frá rjettum hlutaðeigendum“, og sje landssjóður fyrst búinn að leggja fjeð út, mun það sýna sig, að það næst inn frá hlutaðeigendum. Vjer efumst því sfður um, að lands- stjórnin gjöri sitt til að rjetta hlutlands- manna gagnvart útlendum í þessu efni, sem vjer einnig af Stjórnartíðindunum sjáum, með hvílíkri einurð hún ver mál- stað útlendra gegn íslendingum. þ> ann 30. marz þ. á. hefir landshöfðingi t. d. gefið einum sýslumanni drjúga ofaní gjöf fyrir stranduppboð, og látið prenta ofanígjöfina f Stjórnartíðindum fyrir 1878, B 4, bls. 29. — Fróðlegt væri einhvern- tfma að fá að lesa í sömu tíðindum, hvemig landshöfðinginn ver málstað ís- lendinga gegn útlendingum. Að endingu skal þvi við bætt, að enginn hlutur aflar hverri stjórn sem er, jafn maklegrar og jafn mikillar hylli hjá þegnunum eins og þegar þeir finna þar sitt traust og hald, sjer f lagi gegn útlendum yfirgangi. það er þessi lcost- ur, sem gjörði Palmerston lávarð svo vinsælann. Eins og hann sjálfur að orði komst í deilunni út af Pacifico lyfsölu- manni, vildi hann að Enskir gæti sagt, hvar sem þeir kæmi eins og postulinn Páll: „civis romanus sum“. Eljanleysi og deyfð í þessu efni rýrir þar á móti traust þegnanna á stjórninni og jafn- framt virðinguna fyrir henni, sjer í lagi, ef það sýnir sig, að einurðin er öll of- an í móti, en engin upp í brekkuna, öll inn á við, en engin út á við. Yfir höfuð má segja um landsstjórn- ina, að hún beitir lögunum með vægð og mannúð. Enda eru sum af hinum eldri lögum vorum, sjer í lagi þau, sem upphaflega eru gefin Dönum einum. og síðan heimfærð uppá vora hagi og vorar kringumstæður, þess eðlis, að það í verkinu yrði bæði örðugt og ósann- gjarnt að fylgja bókstafnum stranglega. Meðan hjer var mikil læknafæð, var t. d. eðlilegt, að leikmenn og smá- skamtalæknar vfða hvar kæmi upp, og að þeirra væri leitað, sjer í lagi þar sem trauðlega varð náð til læknis „Flestir kjósa fyrðar lff“, og hvorki er þeim láandi, sem hjálparinnar leita, nje þeim, sem hana veita, þó þeir í vand- ræðum sinum og annara gleymi, hvort læknirinn hefir tekið læknispróf. Fæst- ir æpa eptir nótum, og sje jeg sjúkur og kramin, spyr jeg fyrst að, hvar er björgin næst? og sje mín leitað, býður mannkærleiki að reyna að hjálpa. par á ofan bætist, að sumir menn eru sjerlega lagaðir fyrir lækningar, þó ó- lærðir sjeu, og er þeim full vorkunn, þó þeir hjálpi, þegar þeirra er vitjað. Hjer ræður eins konar náttúrulögmál fyrir, sem mannasetningar eiga bágt með að útrýma. Enda mun það al- mennt, að bæði prestar til sveita og merkir bændur fást meira eða minna við lækningar, og er það dagsanna og almenn reynsla, að ráð þessara manna hafa opt og einatt komið að góðu liði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.