Ísafold - 05.09.1878, Blaðsíða 4

Ísafold - 05.09.1878, Blaðsíða 4
88 ÍSAFOLD. %78 ingum sósíalista — hefir þótt það verk illt og hræmuglegt, og að þeir hafa mestu mætur á Vilhjálmi keisara, og hitt þá eigi miður, að þeim þykir fátt betur fara afskarti dyggðanna, en að sýna höfðingjum sinum hollustuatlot og tigna þá vel. þegar tala var höfð á öllum ávörpunum og óskabrjefum bata og blessunar, sem streymdu til hans meðan hann var þjáður, var hún orðin 4000. Oll þau skjöl voru mjög vönd- uð að letri og litum. Á ferðinni til Te- pliz þyrptist fólkið að alstaðar, þar sem viðstaða varð, og æpti fagnaðaróp, varp- aði blómum að vagninum, eða báru hon- um blómavendina svo ákaft, að úr þeim hefði mátt gjöra heil hlöss eða stór- lanir. það er sagt, að keisarinn hafi mætur á komblómum, og því hafði hann eigi verið langa hríð í Tepliz, áður bæj- arbúar höfðu rúið svo vendilega akra sína því skrúði, að menn urðu að leita langt til að reyta sjer saman í þær gjaf- ir honum til handa. —Hödel, pjátur- smiðurinn, sem vann fyrra tilræðið, er dæmdur til lífláts og bíður aftöku. Við rannsóknina svaraði hann ávallt af þver- móðsku eða skætingslega, en glotti að eins. þegar hann heyrði dóminn. Lækn- amir hafa lagt sig sem mest fram að 'íjöra Nobiling svo heilan sem verða má, eða að minnsta kosti að koma hon- um úr óvitinu. Nú er og sagt að þetta hafi tekizt, þvi hann er nú alhress og borðar með lyst, en er sem bezt hald- inn. þ>að var ekki heldur óráði líkt er hann náði fyrir skömmu litlum hnífi frá einum, sem veitti honum þjónustu, og brá honum þegar á lífæðina. þjónn- mn saknaði þegar hnífsins, og því skund- uðu læknar þegar til og stilltu blóð- rásina. þetta er allt gjört sagna vegna °g uppgötvana, sem stjórnin ætlar, að af honum fáist, þegar honum erbatnað, enhonumdylst þó ekki, hver hjerverða sögulaunin. þ>að er því líkast, að stjórn- inni verði lítill slægur úr, þó hún ali hjer slagasauðinn. — Kosningarijar til alríkisþingsins eru nú að mestu um garð gengnar, þó nokkrar endurkosningar sje eptir. Á sumum stöðum hafa „þjóð- ernis- og frelsismenn“ orðið undir, og sósíalistar hafa misst hjer um bilhelm- mginn af sínu liði. þ>ó höfðu þeir bezta fylgi í Berlin og Dresden. Katólski flokkurinn hefir eflzt nokkuð, og nú er svo mælt, að Bismark muni freista að ná nýju þingfylgi af samlagi þeirra við aðra íhaldsflokka þingsins. — Englend- vngar tókuá móti erindrekum sínum eins og frægustu sigurvegurum, þegar þeir komuapturfráBerlín, en drottning hefir sæmtþábáða (Beaconsfield og Salisbury) sokkabandsorðunni, og báðum veitt heiðursborgaranafn af Citymönnum (þ. e. íbúum hinna nafnkenndu kaupmanna bústöðva í Lundúnum). Hins þarf ekki að geta, að stjórnin hefir í hvert skipti fengið bezta lofróm á þinginu, er ráð- herrarnir hafa skýrt frá afrekum sínum í austræna málinu, og þó mestan, er Wiggaflokkurinn reyndi að koma fram yfirlýsingum í gegn athæfi hennar og ráðum. þ>að eru álit manna, að Torý- menn hafi aldrei verið þyngri fyrir, en þeir muni verða nú í sætum sínum fyrir hinum flokkinum. — Frá Vestur- heimi hefir heyrzt af nýjum og hörðum viðureignum með herliði Bandaríkjanna (norður) og Indíamönnum, eða „hinum rauðu“, eptir það að þeim hafði tekizt að gjöra mikil spell í nýlendum hvítra manna. Annað sem nýlundu gegnir þar vestra, er það, að jafnaðarmenn eða sósíalistar hafa komið svo ár sinni fyrir borð í Kalifomíu, að á því þingi, sem kosið hefir verið til að endurbæta landstjórnarlög þessaríkis, fá þeir yfir- burði tveggja hluta af þremur. Slíkt þykir eigi á gott vita, og víða búast menn við frekum tiltektum af þeirra hálfu, ef þeim tekur víðar svo að vegna. — I sólmyrkvanum 19. júli uppgötvaði sá stjörnufræðingur, er Watson heitir, fjórðu reikistjörnuna, frá jörðu að telja að sólu. Leverrier hafði fundið áður, að hún hlaut að vera til, oghafði þeg- ar gefið henni nafn og kallað Vúlkan. Um árið þegar Venus gekk fyrir sól- ina, fór Watson til Pelcing-borgar á Sínlandi og lagði heimfararleið sína um París; þá bað Leverrier hann að sæta fyrsta færi til að finna Vúlkan. Wat- son hefir áður fundið all-margar smá- stjarnanna. — Frá Mið-Ameríku hefir frjetzt, að það fjelag sje sett til fulls og hafi gert öll sín ráð, sem ætlar sjer að grafa skipgengan skurð um Panama- eiðið. Samningurinn við stjórnina í Kólúmbíu skilur svo fyrir, að skurður- inn skuli vera fullbúinn innan 12 ára frá 1883. — Frá Norðierlöndum öll tíð- indi góð, og sumarið hið vænlegasta til góðrar uppskeru. Svíakonungur hefir verið all-langa stund í Norvegi — og þar er nú drottning hans (á Moss) — ásarnt sonum sínum, og var Napóleon prins (hinn ungi) í fylgd hans. Kon- ungur hjelt flotastefnu hjá Horten (í Vík- inni), og voru þar bæði sænsk og norsk herskip saman komin. Hjer voru sjó- bardagar leiknir, og hafði konungur forustu annarar handar. — Konungur vor, drottning hans og j>yri dóttir þeirra lögðu fyrir fám dögum á ferð til þ>ýzka- lands, og þaðan til Englands. „Norðlingur" segir Jón háyfirdóm- ara Pjetursson látinn. Sem betur fer, er þessu ekki svo varið. Tjeður em- bættismaður lifir, og lifir við svo góða heilsu, að öll líkindi eru til að honum endist aldur til að verða fyrir því sjald- gæfa happi, að lesa æfiminning sína í „Norðlingi“. — Sýslumanni í Ámessýslu þor.steini Jónssyni er veitt lausn frá embætti með eptirlaunum. Eru nú 2 uppgjafa- sýslumenn i þeirri sýslu, sem munu kosta landssjóðinn hjer um bil 5000 kr. á ári hverju. Sömuleiðis hefir síra Páll Matthiesen í Arnarbæli fengið lausn. — í stað Wandels skipstjóra á „Díönu“, er lieutenant Caroc, sem einu- sinni ferðaðist hjer með háskólakennara Johnstrup, kjörinn til formanns á tjeðu skipi. — Síra Sigurður Gunnarsson á Hall- ormsstað hefir fengið leyfi til að setja upp prentsmiðju á Seyðisfirði. Veitt brauð: 27. ágúst Sandfell í Öræfum síra Sveini Eríkssyni á Kálfafelli. — 29. ágúst Prest- hólar á Sljettu cand. tlieol. porleiíi Jónssyni. Aðr- ir sóttiv eigi um brauð þessi. Óveitt brauð: Kálfafell á Siðu metið 236 kr. 85 aura. Augl. 2. þ. m. — Arnarbæli í Ölvesi, metið 1438 kr. 72 aura. Auglýst i Danmörku til veitingar 31. okt. Uppgjafaprestur nýtur æfilangt 2/5 af föstum tekjum þessa brauðs og prestsekkja '/g. Aukþess hvilir á prestakallinu lán að upphæð 986 kr. 80 aura. Borgast árlega >/20 af innstæðu láns þessa eða 49 kr. 34 a. og þar að auki vextir 4°0 af þeim hluta lánsins, sem í hvert sinn er ó- goldinn. Konungur veitir brauðið, ogverða bónar- brjefin um það að vera komin til bislcupsins yfir Islandi fyrir 14. október næstkomandi. Laus er Mýra- og Borgarfjarðarsýsla með 3,500 króna launum. Einnig er laus Arnessýsla. Laun 3,500 krónur. Auglýsingar. Baðmeðal á sauðfje. Bezta baðmeðal á sauðíje er Patent Sanitær Creosote. J>að er hið ágætasta meðal við f j á r- k l á ð a og öðrum útbrotum, og drep- ur jafnskjótt alla lús. J>að fæst ásamt notkunar-fyrirsögn hjá undirskrifuðum, sem einn hefir sölu-umboð á hendi fyrír Danaveldi. Fyrir io kr. má baða yfir ioo fjár. M. L. Möller & Meyer Gothersgade 8 Kjobenhavn. Nýkomin er á prent á kostnað Kristjáns O. J>orgrímssonar Ræða á 4. sunnudag eptir þrenningarhátíð, flutt í dómkirkjunni í Reykjavík af dómkirkju- presti Hallgr. Sveinssyni. Kostar 20 a. þ>eim, sem heyrðu ræðu þessa, þótti svo mikið til hennar koma, að þeir beiddu höfundinn að láta prenta hana. L. LEVISON jimior Kjabmagergade 9, KjObenhavn. hefir á boðstólum mikla gnótt alls þess, er lýtur að pappírsverzlun. Pappír og umslög frá öllum inn- lendum, 0: dönskum verksmiðjum með verksmiðjuverði. Mjög miklar byrgðir af pappa og öllum öðrum hlutum, þeim er þjena til bóka- og myndaprentunar. Lysthafendur fá skilvíslega það sem þeir biðja um, með sömu póstskips- ferð og með lægsta verði. Fyrirspurn- um er svarað vel og greiðlega. þ>areð jeg hefi nú fengið haustbyrgð- ir mínar af vetrarklæðnaði, geta menn valið um alls konar vandaðan karl- mannsfatnað, með vægu verði, í fata- verzlun minni. Reykjavik, 4. sept. 1878. F. A. Leve. Ritstjóri: Grímur Thomsen, doctor phil. Prentsmiðja „ísafoldar“. — Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.