Ísafold - 05.09.1878, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.09.1878, Blaðsíða 2
86 ÍSAFOLD, %78 Sama er að segja um smáskamtalækn- ana; það er ómögulegt að neita því, að þeir hafa stundum bæði græðt og læknað þá, sem hinir prófuðu stór- skamtalæknar voru frá gengnir að svo búnu; vitum vjer dæmi til, að sjúk- dómar, sem stórskamtamenn hafa ekki ráðið við, hafa læknazt af smáskamta- lyfjum og margt mætti til týna fleira smáskömtunum til m eðmælingar. Enda hafa þeir nú rutt sjer svo til rúms í hinum menntuðu löndum, að sumstaðar (t. d. í Wien) eru homöopathiskir fyrirlestrar haldnir á háskólum; í Kaup- mannahöfn er nýbúið að stofnsetja smá- skamtalyíjabúð, og almennt er, að þeir sem smáskömtunum treysta, hafi hús- forða af þess konar lyfjum handa sjer og sínu heimili, án þess það sje átalið. En — nú er oss sagt, að eigi að fara að ofsækja smáskamtalæknana hjer á landi með opinberum málsóknum. Að það sjeu lög, efum vjer ekki. En vjer efum, að þær svari tilganginum, eður sjeu sanngjarnar; að minnsta kosti mun betra að gjalda varhuga við, að ekki sje eitt látið ganga yfir alla, hvort sem þeir eru sannir bjargvættir veikra og volaðra, eða hreinir og beinir skottu- læknar, sem hafa smáskammtana fyrir Qeþúfu. Betra höldum vjer sje og mannúðlegra, að beita hinum gildandi lögum um þetta efni með greind og varfærni, en undirbúa jafnframt ný lög, sem greina vel hafrana frá sauðunum, og setja takmörk, sem hjer eiga við, milli þeirra, sem hafa mega lækningar um hönd og þeirra, sem það er mein- að. Vjer tökum til dæmis, að sje það satt, að til sje 12 vetra gamall homoö- path, þá ætti það ekki að líðast, en aldurstakmark að setjast; eða væru sumir meðal þessara manna menntunar- lausir óreglumenn, og því um líkt, ætti slíkt ekki að þolast. þ»ar á móti virð- ist oss, að þeim mönnum ætti að vera leyfilegt að hafa lækningar um hönd, sem vitanlega hafa mörgum hjálpað, sem rejmdir eru að greind og stillingu, og sem annars hafa sannað, að þeir sjeu menntaðir og veluppfræddir menn, þó þeir ekki hafi tekið eiginlegt læknis- próf. Um þetta gæti ný lög haft nýj- ar ákvarðanir inni að halda. Er máske betra, að eiga líf og heilsu eingöngu í höndum menntunarlausra flækinga, sem hrekjast hingað frá Danmörku, eða á maður að deyja Drottni sínum, af því hlutaðeigandi hjeraðslæknir kemur ekki þó hans sje vitjað hvað eptir annað ? Á það, þegar svo stendur á, að vera saknæmt fyrir smáskamtamanninn þó hann hjálpi, og hefir ekki reynslan sýnt, að enda valdstjórnin sjálf, og ef vjer munum rjett landlæknirinn, hafa mælt með að opinber styrkur væri veittur manni, sem í rauninni ekki var annað en skottulæknir ? f>að mun [sannast, að smáskamta- lækningum verður ekki útrýmt með málssóknum; þó nokkrir verði sektaðir, næst vart til allra. Almenningur mun öllu fremur leita smáskamtalæknanna, þegar farið er að ofsækja þá, og ekki mun hylli eða vinsæld hinna föstu lækna vaxa við þetta. Til þess liggja önnur ráð, sem sje að þeir afli sjer sem mestr- ar og beztrar þekkingar, og stundi sína köllun með alúð, bregði skjótt við þegar þeir eru kallaðir, o. s. frv. Leifar fornra kristinna fræða ísienzkra eru út komnar á prenti. Hefir síra þor- valdur Bjarnarson á Melstað látið prenta, en landssjóðurinn veitt 1000 krónur til kostnaðarins. þó það kunni svo að vera, að þessi og þvílíkar bækur hafi nokkra þýðingu fyrir tungu vora, þá er það vist, að þær að efninu til eru mjög þýðingarlitlar. þessi bók hefir mestmegnis inni að halda íslenzka þýð- ingu af ræðum Gregoríusar páfa mikla og af helgra manna sögum hans. þ>ó einstaka gullkorn kunni að finnastíhin- um fyrri, þá eru hinar síðari lítið ann- að en það, sem vjer þekkjum frá við- bætinum við Olafs sögu helga og biskupasögunum. Betur hefði fje lands- ins eflaust verið varið til þess að gefa út handhæga útgáfu af íslendingasög- um, eins og opt hefir verið stungið upp á, eða til að rannsaka skjalasafn lands- ins o. fl., heldur en til þess að auðga bókmenntir vorar með nýjum viðbæti við allar þær pápisku hjátrúarleifar og kellingabækur, sem vjer eigum meira en nóg af. það er ekki svo að skilja, að vjer ekki viðurkennum, bæði fyrir- höfn útgefandans og góðan frágang á bókinni, en oss virðist eitthvað annað af fomritum vorum hefði átt að vera í fyrirrúmi. þessi bók ersvo vaxinbæði að efni, ritmáta, enda stafletri og dýr- leika, að hún kemst aldrei nema í fárra manna hendur, gæti því aldrei, þó efn- ið væri annað en það er, haft nein menntunaráhrif á almenning. En þetta virðist oss eiga að vera aðalatriðið, þeg- ar landssjóðurinn styður að bókmennt- um. Ekki liggur neitt á að gefa út pápiskar prjedikanir og það þýðingar úr latínu, fyr en búið er nokkurn veg- inn að tæma fjársjóðu sögu vorrar og frumrita, sem enn þá á langt í land. Látum hin auðugri löndin kosta dýrind- isútgáfur af fornu glingri og pápiskum hjegóma, en verjum fje vors fátæka lands til einhvers þarfara og fróðlegra, en þessar „leifar“ fornra „kristinna fræða“ eru. því þó útgefandinn kalli þessi fræði íslenzk, þáer það ekki rjett hermt. Bókin hefði átt að heita: leif- ar fornra íslenzkra þýðinga á pápisk- um prjedikunum. þ>ó útgefandinn megi njóta þess sannmælis, að hann hefir fyrir sitt leyti leyst þetta starf vel af hendi, þá er fje landsinsþar fyrir ekki vel varið, og vonum vjer að þeim sem hlut eiga að máli í þessu efni, ráðherr- anum, landshöfðingja og biskupi tak- ist betur næst, þegar þeir styðja að út- gáfu fornrita á landsins kostnað- Um siðbótina á íslandi eptir f>orkel Bjarnason prest á Reynivöllum, útg. á kostnað bókmenntafj elagsins og prent- að. í ísafoldar-prentsmiðju, Reykjavík, 1878, 11V2 örk f 8 blaða broti með for- mála og registri. 2 kr. 50 aura. þ>að hefir opt verið sagt nú á seinní árum, að bókmenntafjelagið væri búið að lifa sitt fegursta, það kæmi engin bók að gagni út frá því, og það væri rjettast að segja sig úr slíku fjelagi o. s. frv. Vera má að fjelagið hefði get- að unnið með meira dugnaði, að deild- irnar hefðu getað orðið betur samtaka, að aðrar bækur, en sumar þeirra, sem út hafa komið, hefðu getað verið betri og hentugri handa alþýðu manna, en þó er það ætlun vor, að fjelagið hafi jafnvel á þessum sfðustu árum komið ýmsum bókum á prent, er geta verið samlöndum vorum til gagns og nota, ef þeir vilja leggja það á sig að lesa þær. Nú eiga menn kost á, að kynnast nýrri bók og fróðlegri, er fjelagið hefir gefið út, þar sem er siðabótasaga sira þorkels. Saga siðabótanna er einn þáttur úr sögu íslendinga, og hann mjög merkilegur, því að um aldamótin 1500 og fyrri hluta 16. aldar — þegar siða- bótin gjörðist — mátti heita stórstreymt f sögu Norðurálfuþjóða; það var eins og Drottinn vitjaði mannkynsins á sjer- legan hátt: þá lifði Kópernikus, er fyrstur kom mönnum f skilning um göngu jarðarinnar kringum sólina; þá lifði Kolúmbus, er „leysti Atlants- haf úr dróma“ og fann Ámeríku, og þá lifði Lúther, er leysti menn úr and- legum fjötrum páfadómsins. það má með sanni segja, að um þær mundir opnaðist mannkyninu nýr himin og ný jörð, enda hófst þá líka nýtt tímabil í veraldarsögunni. Sú hin mikla andlega hreifing, er þá átti sjer stað í útlönd- um, barst einnig hingað til lands. Páfa- veldið var hjer eins og annarsstaðar orðið óhafandi, og þó það að ytri á- sýndum væri all-ásjálegt og virtist standa á gömlum merg, þá var hið innra lífs- afl þess svo að þrotum komið, að páfa- dómurinn hlaut að falla um koll, þegar frelsisandi hins nýja tíma bljes á hann. Helztu máttarstoðir páfadómsins hjer á landi, þegar siðabótin kom, voru þeir biskuparnir Ogmundur Pálsson í Skál- holti og Jón Arason á Hólum, eigi sök- um framúrskarandi þekkingar eða menntunar, heldur vegna þess, að þeir voru hvor um sig drottnunargjarnir, auðugir og framkvæmdarmenn miklir í veraldlegum efnum. Slíkir menn hlutu að rísa öndverðir móti annari eins ný- breytni eins og siðabótinni, og því hlutu viðskiptin að verða hörð milli þeirra annars vegar og siðbótarmanna hins vegar. En það var engan veginn áform vort að fara lengra út í þetta efnisríka málefni, heldur að eins vekja athygli landa vorra á því, og biðja þá að lesa þessa sögubók síra þorkels, og lesa hana rækilega. þ>að er sannfæring vor, að þeir muni kunna honum þakkirfyr- ir hans starf, og jafnvel fjelaginu með, sem kom svo þarflegri bók á prent. Uppástunga til sampykktarum fiskiveiðar á opnum bátum. Hinn 20 júní þ. á, var haldinn fundur í Hafnarfirði, til þess að ræða um endurbætur á ýmsu, er snertir fiskiveiðaaðferð þá, er hingað til hefir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.