Ísafold - 20.09.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.09.1878, Blaðsíða 1
í S A F 0 L D. V 23. Reykjavík, föstudaginn 20. septembermán. 1878. p>ótt umkvartanir um peningaeklu hjer á landi sjeu almennar og á góðum rök- um byggðar, þá nemur þó staðar við umkvartanimar, er fje lands og lands- manna er margvíslega látið fara út úr landinu að nauðsynjalausu. Að vjer ekki tölum um alla þá peninga, sem vor óhaganlega verzlun dregur burt úr landinu, og sem von bráðara skal ítar- legar verða rætt, þá hefir landsstjómin til skamms tíma gjört sitt í þessu efni, þar sem hún við hin stórkostlegu bygg- ingarfyrirtæki síðari ára (hegningarhús- ið, fangahúsin, aðgjörðina á dómkirkj- unni og nú loksins Reykjanessvitann) hefir ekki þótzt geta notað innlenda smiði, en lagt allt í útlendra manna hendur, og hefir þó reynslan sýnt, að það er ekki allt fullkomið, sem þessir menn gjöra, t. d. fangahúsin vestra og aðgjörðin á dómkirkjunni. Við þetta hefir stórfje farið útúrlandinu; en von- andi er, að landsstjórnin smámsaman breyti þessari stefnu; að minnsta kosti stendur nú til, að íslenzkir smiðir taki að sjer höfuð-aðgjörðina á dómkirkjunni; hefir ráðherrann samþykkt boð innlends yfirsmiðs í þessu efni. þá hafa landsmenn sjálfir einnig verið nokkuð hugsunarlitlir um þetta atriði, og skulum vjer taka eitt dæmi frá sjálfum höfuðstaðnum. Tilskipun 14. febr. 1874 um eldsvoðaábyrgð í Reykja- víkurkaupstað bindur Reykjavík, að oss virðist, öldungis að óþörfu við bruna- bótafjelag hinna dönsku kaupstaða. Eins og kunnugt er, tekur tjeð fjelag að sjer ábyrgð gegn eldsvoða á tveim þriðjung- um ábyrgðarverðs timburhúsa og múr- húsa o. s. frv. Reykjavíkur, en Reykja- víkurkaupstaður tekur ábyrgðina að sjer að þriðjungi. þ>etta gjörði Reykjavík samt ekki af sjálfsdáðum, heldur til- neydd, af því danska brunabótafjelagið vildi ekki takast alla ábyrgðina á hend- ur, og var meiningin ekki sú, sem rjett- ast hefði þó verið, að bærinn tækist sjálfur þriðjungs-ábyrgðina á hendur beinlínis, heldur var hún sú að „reassu- rera“ sem kallað er, eða útvega gagn- ábyrgð hjá öðrum útlendum fjelögum. Hver hefir nú afleiðingin verið? Rúm- ar 1400 krónur ganga á ári hverju út úr Reykjavík og út úr landinu til bruna- bótafjelags hinna dönsku kaupstaða, án þess húseigendur Reykjavíkur hafi á- síðan, ef Reykjavík gengur úr bruna- bótafjelaginu, nokkurt „tilkall til viðlaga- sjóðs eða umboðssjóðs brunabótafjelags- ins“ (12. gr.). þ>ar á ofan er Reykja- vík háð öllum breytingum á eldsvoða- ábyrgðinni og brunabótagjaldinu, sem siðar kunna að verða gjörðar fyrir hina dönsku kaupstaði, án þess frá Reykja- víkur hálfu neitt orð verði þar í lagt, eða Reykjavík eigi nokkurn þátt í kosn- ingu fulltrúa fjelagsins (3. gr.). Ef t. d. margir eldsvoðar í hinum dönsku kaup- stöðum leiða það af sjer, að brunabóta- gjaldið verður hækkað þar, þá verða húseigendur í Reykjavík þegjandi: að gjalda þetta hærra gjald, þó enginn eldsvoði haji komió þar upþ í margt ár, og þar á ofan 29 aura af hverjum 200 kr. fyrir hús með trjeþaki, og 16 aura af hverjum 200 krónum fyrir önnur hús (3- gr. og 3. gr. b.). Er nú Reykjavík meiri vorkunn, að eiga brunabótafjelag sjer, en Eyfirðing- um að eiga sjótryggingafjelag sjer? Væri það ekki bæði gerðarlegra, is- lenzkara og sjer í lagi haganlegra, að tryggja sjálfir hús sín hver með öðrum og hver fyrir annan, og safna sjálfir sínu ábyrgðargjaldi (1400 kr. á ári og þaðan af meira, eptir því, sem húsin fjölga og tryggingarnar með þeim) í innlendan sjóð, heldur en að senda þetta fje út úr landinu, og sjá aldrei, ef vel fer — þ. e. að skilja enginn húsbruni á sjer stað, — einn eyri af því aptur. Virðingarverð húsa í Reykjavík, sem tryggð eru gegn eldsvoða, er nú þeg- ar yfir hálfa miljón króna, og ætti það þá að vera ókljúfandi, að eiga sitt eig- ið tryggingafjelag ? Eða er það betra að vera gustukamaður dönsku kaup- staðanna og láta þá svo ráða öllum lög- um og lofum við sig ? þ>egar maður veit, hversu efnaður bær Reykjavík er, þá má við því bú- ast, að hann losi sig sem fyrst úr þessu örðuga sambandi. Fer varla hjá því, ef Reykjavík fær sitt eigið brunabóta- fjelag, að þá munu allir þeir húseigend- ur annarsstaðar á landinu, að minnsta kosti í nærsveitunum (Hafnarfirði, Kefla- vík o.s.frv.), sem tryggja vilja hús sín, Málið gegn amtmanni Niels Fuhrmann, bú- stýru hans Katrínu Holm, siðar Piper, og dóttur hennar Karen Holm. (Eptir skjölum landshöfðingjadæmisins). Niels amtmaður Fuhrmann kom hjer eptir amtmann Miiller. Keypti hann vonina um amtmannsembættið ár- ið 1716 fyrir 1000 rikisdali, galt í 2 ár formanni sínum, er deyði 1720, 200 rd. á ári af launum sínum, er ekki námu þá nema 400 rd., og þess utan stríðs- skatt af fullum laununum. — Fuhrmann þessi, sem annars mun hafa verið einn með betri og duglegri embættismönn- um þessa lands og meðal annara rjett- arbóta innleiddi hjer norsku lög, virðist að hafa verið fjöllyndur maður. Skrif- lega hafði hann heitið stúlku í Kaup- mannahöfn, Appolloníu Schwartzkoff, eiginorði, en síðar snerist honum hug- ur til annarar stúlku, Karen Holm að nafni, dóttur bústýru sinnar. þ>egar Appollonla og þeir, sem að henni stóðu, urðu þessa vísari, var tekið til þess ó- yndis-úrræðis að stefna Fuhrmann fyrir consistorialrjett, sem dæmdi Fuhrmann til að efna loforð sitt við Appolloníu. Hann áfrýjaði málinu til hæstaijettar, sem árið 1719 staðfesti undirrjettardóm- inn, en ekki skipaðist Fuhrmann við þetta. Hún kærði hann þá fyrir kon- ungi (Friðriki IV.), ogskipaði konungur árið 1721 stiptaratmanninum yfiríslandi, Raben, sem að venju sat erlendis, að sjá svo fyrir, að Fuhrmann annaðhvort hlýðnaðist hæstarjettardóminum, eða gildi Appolloníu á ári hverju 200 rd. af launum sínum. Jafnframt kom Appol- lonía hjer inn snemma vors 1722, og settist upp hjá Fuhrmann á Bessastöð- um. Svo lítur út, sem Fuhrmann hafi í fyrstu tekið henni þolanlega. Flutti hann úr hinni svokölluðu gömlu stofu, sem nú er fyrir löngu fallin, í tjald út í tún, ljet Appolloníu hafa herbergi sín, en mataðist með henni. Skömmu síðar kom með Grindavíkurskipi út hingað stúlkan Karen, dóttir bústýru amtmanns- ins, Katrinar Holm. Skipti þá um; amt- maður hætti að samneyta Appofloníu, og var hún úr því fram í andlátið eins konar húskona á Bessastöðum, bjó í herbergi sjer og fjekk mat sendan frá amtmanni. Varð strax, eins og við er að búast, mjög fátt milli hennar og mæðgnanna, sem nú voru i meiri met- um hjá amtmanni, er skömmu síðar gipti móðurina Katrinu Holm skrifara sínum Piper. Vonum bráðar fór að bera á undarlegu heilsuleysi hjá Appol- loníu, uppsölum og dofa í útlimum, sem batnaði við og við, en tók sig upp apt- ur þyngra og þyngra, þangað til hún andaðist, að kalla má yfirgefin og ein- mana i júnímánuði 1724. Engin lík- skoðun var haldin. Hún er grafin í kórnum í Bessastaðakirkju. Skömmu fyrir andlát hennar hafði búðarsveinn danskur, Páll Kinch að nafni, heimsótt hana, til þess að færa henni kveðjur frænda og vina frá Kaup- mannahöfn. Sagði hún honum, að hún hefði tvisvar fengið eitur í matnum, og kenndi mad. Katrinu Holm, eða Piper um. Sama hafði hún sagt landfógeta Comelíus Wulf, dönskum manni, er einnig bjó á Bessastöðum, Sveini timbur- manni Larsen og fleirum. Sveinn timb-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.