Ísafold - 20.09.1878, Blaðsíða 4

Ísafold - 20.09.1878, Blaðsíða 4
92 ÍSAFOLD. affra hönd gefizt mót tilkostnaðinum — en hitt: að fólk víða úr landi hefir dregizt frá annari bjargvænni sjó- sókn með fœri í netabendurnar; aðr- ar veiðistoður mátt, sökmn mannleysis, sjá skip sín fúna upp í landi, fengið annaðhvort ekkert eða ónýtt fólk og lakasta úrval, einkum útverin, hvar ör- birgð og vesöld víða gjört hefir sam- eiginlega velmegan landflótta, eytt að miklu sum hjeruð og flýtt fjölda fóst- urbarna minna við fyrsta hallœri til grafarinnar, meðfram af fjölgun purrabúðarfólks. Spegilinn hefir hver fyrir sjer, sem vill, í mínum suður- i’ttverum, ef ei í sjálfum minum fyr- meir efnugri inn-nesjum syðra. J>eir menn, sem í öðrum löndum I hafa þýtt Shakspeare, hafa með því á- unnið sjer maklegan heiður, svo sem eru Tieck og Schlegel á f>ýzkalandi, Hagberg hjá Svíum, Foersom, Wulff, og nú síðast Lembcke hjá Dönum. Hefir Shakspeare þótt vera eitt af þeim skáldum, sem hver menntaður maður þyrfti að þekkja. Endalýsir einn, sem vit hefir á (Goethe) tveim ritum hans, Macbeth og Hamlet, á þennan hátt: „í Macbeth liggur bók forlaganna opin fyrir oss, en stormar lífsins blaða í henni fram og aptur“, og um Hamlet segir hann: „Hjer sjáum vjer eikartxje, sem gróðursett er í leirkeri; fyrst dafnar það vel, en þegar ræturnar stækka, bera þær leirkerið ofurliða, og sprengja það“. Upp á Shakspeare sjálfan hafa menn heimfært hið alkunna vers úr Virgilíusi: „-------Quantum vertice ad auras Aethereas, tantum radice ad tartara tendit“. (Eins og limarnar ná til himins, eins ná rætumar til undirheima). f>að er þvi lofsvert mjög af tveim- ur af vorum yngri skáldum, sira Matthíasi Jochumssyni og Steingrími Thorsteinsson, að þeir hafa ráðizt i, að snúa sumum nafnfrægustu ritum Shakspeares á íslenzku. Hefir hinn fyrri íslenzkað Macbeth og Hamlet, hinn síðari nú fyrir skemmstu Lear. Og þess lofsverðara er það, sem verk- ið er óþakklátara í vissu skyni, því þeim getur ekkert hafa gengið til þessa annað, en rækt við frumskáldið og löngun til þess að gjöra löndum sínum gagn og sóma. þ>eir hafa viljað vekja smekk og glæða tilfinningu landa vorra fyrir þessum háleita skáldskap, sem opinberar leyndardóma mannlegs eðlis, og rannsakar fylgsni mannlegra tilfinn- inga. þ>eir hafa viljað gjöra íslandi þann sóma, að Shakspeare einnig þar yrði kunnur almenningi, ef almenning- ur hefir vit á að nota tækifærið. Og þó vjer að svo stöddu sjeum nokkuð efablandnir um, að alþýða manna hjer á landi hafi náð þeim þroska, sem þarf til að skilja og láta sjer falla Shak- spear’s skáldskap í geð, þá vonum vjer þó, að allir menntaðir menn, ungir og gamlir, kaupi og lesi þessar þýðingar, svo þær smámsaman finnist á hvexju heimili hjá biblíunni, sálmabókinni og hugvekjunum, því þær hafa margar al- varlegar hugvekjur, og marga holla kenningu inni að halda, þó þær sjeu ekki beinlínis guðsorð. Lear konungur er eitt afþeimsorg- arleikjum Shakspeares, sem örðugt mun vera að þýða. Sjer i lagi mun fæstum hafa heppnazt að ná frumritinu, þar sem um orðalag fíflsins og Játmundar erað gjöra. Yfir höfuð mun þýðing herra Stgr. Thorsteinsons vera góð og vönd- uð, og það sem mest er vert, þýðarinn skilur auðsjáanlegavelfrumritið og anda þess. Ekki er ætið hægt að sjá, hvort hann hefir haft frumritið eða þýðingar annara fyrir sjer, því á stundum virðist hann fara lengra frá orðunum en þörf var á, og eins og fremur herða á orða- lagi Shakspeares, en draga úr því. Yf- ir höfuð mun ísjárvert við aðra eins höf- unda og Shakspeare, að leggja ofan á orð þeirra, ef vjer mættum svo að orði kveða; þar þarf ekkert ofanálag. En — að öðru leyti virðist oss þessi þýðing mega teljast i röð hinna beztu útlegginga, og vera prýði fyrir bók- menntir vorar. Frá Rangárvallasýslu, sjer i lagi neðri Rangárvöllum er kvartað yfir stór- skemmdum á töðum. Hefir, eptir því sem vjer frjettum, tíð verið betri oghey- skapur farsælli norðanlands en hjer syðra. A.lJ>ingiskosning átti að fara fram i Slcaga- firði 19. þ. mán. þeir, sem vjer höfum heyrt að hafi gefið kost á sjer til kosningar, eru: Eiríkur prófastur Briem i Steinnesi, Jón landritari Jónsson og Friðrik bóndi Stefánsson í Vallholti ytra, í Skagafirði. Hitt o g þetta. Ef nokkur hefði báða þá kosti sameinaða, að vera fjörugur áhlaupamaður og óþreytandi i þolin- mæði, þá væri hann afbragð ; en af þvi þessir kost- ir eru aldrei samfara, þá verður, að öllu samtöldu, þolinmóður stillingarmaður drjúgari, en sá mesti fjörmaður, sem jafnframt er örskiptamaður. Guicciardini. J>að er betra að láta dálítið undan vin sinum, en alveg undan öfundarmanni sinum. F o x. pegar verið er að dæma umliðin tima, fara menn að eins og hinir rómversku dictatórar; menn sakfella tíunda hvern. Af þvi ómögulegt er að ná til allra hinna seku, eru einstakir menn tíndir úr liópnum og látnir bera ábyrgðina fyrir bresti ald- arinnar eða fyrir bresti allra. G i b b o n . Auglýsingar. Verzlunarskuldir þær, erhin svo nefnda Liver- poolsverzlun, eða verzlunarhúsið S. Jacobsen og Co. átti ógreiddar á íslandi, og sem R. B. Symington í Glasgow á Skotlandi voru eigendur að, en sem jeg undirskrifaður hefi haft á höndum að innheimta, hefi jeg nú selt herra verzlunarstjóra J. O, V. Jóns- syni í Reykjavik til eignar, og hefir hann þvi upp frá þessu fullkominn rjett til að krefjast skulda þessara hjá hlutaðeigendum samkvæmt hinum lög- giltu verzlunarbókum S. Jacobsen og Co., og skulda- brjefum þeim og skiiríkjum, er hinum nýja eiganda með verzlunarbókunum hafa verið fengin í hendur. Reykjavík, 1. júli 1878. Guðm. Pálsson, málaflutningsmaður. * * * Samkvæmt ofanritaðri auglýsingu skora jeg hjer með á alla þá, er eigi hafa lokið skuldum sínum við verzlunarhúsið S. Jacobsen og Co. eða hina svo nefndu „Liverpoolsverzlun", að greiða mjer skuldir þessar, að svo miklu leyti, sem auðið er á næst- komandi haustlestum en í sfðasta lagi fyrir útgöngu júlimánaðar 1879, nema þeir á annan hátt semji sjerstaklega við mig um greiðslu á ofannefndum skuldum. Reykjavík, 14. sept. 1878. Jón O. V. Jónsson. Samkvæmt ákvörðun hreppsnefndarinnar i Kjós- arhrepp á fundi hennar 4. þ. m., verður rjettað f öllum fjárrjettum í nefndum hreppi miðvikudaginn 25. þ. m., og aptur miðvikudaginn 2. okt. næstk. Kjósarhreppi, 6. sept. 1878. í umboði nefndarinnar. þ. Guðmundsson. Hjá bóksala Kr. Ó. þorgrímssyni fæst til kaups „LEAR KONUNGUR“, sorgarleikur eptir W. Shakspeare i ísl. þýðingu eptir Stgr. Xhorsteinson. Reykjavík. Á forlag Kr. Ó. þorgrimssonar. 1878. Prentað hjá E. pórðarsyni. L. LEVISON junior Kjebmagergade 9, Kjobenhavn. hefir á boðstólum mikla gnótt alls þess, er lýtur að pappírsverzlun. Pappír og umslög frá öllum inn- lendum, o: dönskum verksmiðjum með verksmiðjuverði. Mjög miklar birgðir af pappa og öllum öðrum hlutum, þeim er þjena til bóka- og myndaprentunar. Lysthafendur fá skilvíslega það sem þeir biðja um, með sömu póstskips- ferð og með lægsta verði. Fyrirspurn- um er svarað vel og greiðlega. Undirskrifaður getur ekki látið hjá liða, að geta þeirrar sjerstöku höfðingslundar, sem herra hrepp- stjóri Árni Diðrilcsson, bóndi á Stakkagerði á Vest- mannaeyjum, auðsýndi á næstliðnu sumri þeim 6 mönnum, er jeg sendi til Vestmannaeyja að sækja skip það er jeg keypti eða kaupi að áðurnefndum höfðingsmanni Á. (eða að minnsta kosti, þá stend- ur hann fyrir sölu á nefndu skipi), sem er áttær- ingur, allur úr eik, og að öllu ógallaður, og sem fylgdi allur hákarla-útbúnaður, sem er svo prýðis- vandaður og vel af hendi leystur að fám dæmum mun sæta, ásamt tilheyrandi öllu öðru, er þvilikum skipum fylgja ber, sem ogaðsinu leyti er eins sjer- staklega vel vandað og af hendi leyst. Með þessu öllu meðfylgjandi kostaði skip þetta þó einar 400 kr. — Ætli það færi ekki opt betur en fer, ef að menn aptur hjeldu eigingirninni hver við annan eins og þessi höfííingsmaður hefir gjört, bæði í þessu sem öðru ? — í samhengi hjer við, hefir herra M. Magnússon, bóndi i Króki í Garðisuður (fyrirmað- ur á tjeðu skipi frá Vestmannaeyjum í sumar), beð- ið mig að votta áðurnefndum herra Á. ásamt öll- um eyjarbúum, sitt innilegt þakklæti fyrir allar þær velgjörðir og viðmót, sem hann og hans hásetar hafa orðið aðnjótandi, í þau tvö skipti er hann hefir sótt til þeirra skip og flutt hingað suður, og finnur hann þar til vanmáttar síns, að geta þakkað það sem vera ber. Að endingu er og skylt að minnast míns heiðr- aða skyldfólks á Vestmannaeyjum, ásamt þar nú- verandi sóknarpresti, sem ljetu eigi sitt eptir liggja að greiða götu áðurminnstra sjómanna minna, bæði með óforþjentum gjöfum, sem og öðrum höfðingleg- um atlotum, er bæði nefndum presti og öllu þvi fólki er frá barndómi lagið að láta i tje, einum sem öðrum. er á liggur og með þarf. Hellum, 25. júni 1878. L. Pálsson. Ritstjóri: Grímur Thomsen, doctor phil. Prentsmiðja „ísafoldar“. — Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.