Ísafold - 26.10.1878, Page 3

Ísafold - 26.10.1878, Page 3
’6/i078 ÍSAFOLD. 103 lega varið. En — það væri óhafandi, ef verkið, eptir allan kostnaðinn að end- ingu væri hroðað af, til þess að koma nafni á það. Vitinn mun nú verða út- tekinn á löglegan hátt, og riður þá á að velja til þess greinda og reynda menn, sem vit hafa á, og sem þora að segja meiningu sína. Eiga þeir sjálf- sagt að hafa í höndum áætlanir og uppdrætti vitabyggíngarstjórans bæði hvað snertir sjálfan vitann og þá einnig bæinn, vatnsbólin veguna. feim, sem forvitni er á að sjá haf- rót í fullri alvöru, og mikið mannvirki innanum foráttubrim, hraunbruna, gras- leysi og hverasvælu, viljum vjer ráða til að fara suður á Reykjanes. f>ó maður hafi víða verið, mun fátt hafa komið manni stórkostlegar og nýstár- legar fyrir sjónir. þar sitja karl og kerling fyrir neðan Valahnjúkinn um aldur og æfi og lauga fætur sínar í holskeflunum; nú birtir þeim bráðum fyrir augum, og Eldeyjardrangur (Meel- sækken) siglir úti fyrir í sjóðandi röst- inni, engu líkari en stórskipi fyrir full- um seglum, sem þó aldrei kemst að landi. Umbúningurinn á ströndinni er allur svo rambyggilegur og víggirtur standbergi og digrum klettum að sjór- inn vinnur ekkert á, og má þar með sanni segja: hart á móti hörðu. Útkomið er: Frumvarp til landbúnaðar- laga fyrir ísland, samið' af minni hluta nefndar peirrar, er skipuð var samkvœmt konungsúrskurði 4. nóv. 1870 til að semja ný landbúnaðar- lög fyrir Island, yfirdómara Jóni Pjeturssyni. f>að er einkennilegt fyrir höf- undinn, sem auðsjáanlega er hinum fornu lögum vorum gagnkunnugur, að hann vill byggja vora nýrri löggjöf á grund- velli hinnar eldri og halda sambandinu óröskuðu milli hins forna og hins nýja rjettarástands. f>essi viðleitni virðist oss vera hrósverð og íslenzk og myndu t. d. Bretar vera höf. þakklátir fyrir þessa stefnu. Allt fyrir það, er það sjálfsagt að bæði kostir og gallar frum- varpsins renna frá þessari rót, því bæði er það kostur, að breyta ekki því forna, þar sem það forna enn þá á við, og galli að breyta því ekki, þar sem á- standið í landinu er orðið annað, en það var á ii. og 12. öld. Hver sem með athygli les frumvarpið, mun fljótt sjá, hvað vjer meinum, sjer i lagi beri hann þetta frumvarp saman við frumvarp meiri hlutans. Eru sumar af skoðunum höf. að voru áliti svo sjerstaklega is- lenzkar, og enda of íslenzkar, að vjer ekki getum fellt oss við þær. þegar höf. t. d. bannar hverjum þeim manni, sem ekki hefir bólfestu hjer á landi, að eiga hjer fasteign (1. gr.), þá fer hann, að vorri ætlun, of langt í íslenzkunni, því bæði er það, að hættan fyrir því, að þjóðerni vort verði borið ofurliða af útlendingum í þessu efni ekki er stór, og þeim útlendingum, sem annars eiga úrkosti, þykir ekki svo tilkippilegt að eignast hjer jarðir, enda gæti þessi á- kvörðun orðið landinu og framförum þess til baga. Setjum einhver útlend- ur auðmaður vildi kaupa h>er fasteign, til þess að reyna að kenna íslendingum betri jarðarrækt og betra búskaparlag, eigum við þá með lögum að reisa skorður við því ? J>að er kvartað um peningaeklu og um það, að jarðir sjeu í lágu verði, eigum við þá, að byggja útlendu íje út úr landinu og lækka verð- lag á fasteignum, með því að fækka kaupendum? Forfeður vorir vorufrjáls- lyndari, að minnsta kosti við Norður- landabúa. Grágás ber þess ljósan vott, að Norðmenn, Danir og Svíar, og yfir höfuð þeir sem „vora tungu“ tala, voru með vægum skilyrðum látnir njóta jafn- rjettis við landsins börn, t. d. hvað arf- gengi snerti, og margt fleira. |>á er 3. gr. frumvarpsins, sem skyldar íslend- ing, er flytur af landi burt, til þess inn- an 3. ára að hafa selt fasteign sína á ís- landi; með öðrum orðum, hann er neyddur til að farga eign sinni fyrir hálfvirði og þaðan af minna, ef hann vill ekki missa hana fyrir alls ekkert. Ekki fellum vjer oss heldur vel við XII. kapítula frumvarpsins um skipt- ingu jarða og dýrleika; allra sízt ákvarð- anirnar á 163.—169. gr. um höfuðból. Hjer eru varla ástæður til, þó það ann- ars væri æskilegt, að skapa bænda-aðal með því að stpfna eins konar majoröt. Fáar jarðir á íslandi munu bærar um, að afrakstur þeirra skiptist milli margra; þykir gott, efþær bera sinn mann með hjúum og skylduhjónum skuldlaust. Vjer höfum að sinni ekki pláss til að fjölyrða um hinar einstöku greinir frumvarpsins, en skulum jafnframt geta þess, að frumvarpið í heild sinni ber ljósan vott um skarpleik höfundarins, fróðleik og þjóðernisanda, og þó að frumvarpið varla geti orðið að lögum óbreytt, mun það verða prýði fyrir bók- menntir vorar; svo vel hugsað og svo gagníslenzkt er það. Eins og menn muna, ferðaðist hinn alkunni ferðalangur, Burton, hjer á landi fyrir nokkrum árum, tvö sumur í röð, og skrifaði svo eins og gjörist, bók um ferð sína, og níddi í bókinni flest allt hjer á landi, bæði menn og skepnur, var enda stórreiður við Geysi, Vatnajökul og Herðubreið, sem honum fundust ekki hafa sýnt sjer þann sóma, sem hann ætlaðist til. í tímaritinu enska Edinburgh Re- view, hefir annar Englendingur, sem ferðaðist hjer fyrir 17 árum tekið Bur- ton fyrir, og lesið yfir honum eins og hann á skilið, sýnt fram á, að á íslandi, eins og annars staðar, þurfi maður, til þess að geta komizt af, að vera kurteis og mannúðlegur, og hafa virðingu fyrir því landi og þeirri þjóð, sem maður í þann svipinn lifi hjá. Að fyrirlíta land og lýð, segir hann, vekur sömu tilfinn- ingar hjá þeim, og það er því ekki kyn þó allar Burtons fyrirætlanir yrði að engu. Hann ætlaði að komast upp á Herðubreið og komst ekki; hann ætl- aði að fara yfir Vatnajökul, og komst ekki, þó Watts kæmizt. |>ví hann sá með aðferð sinni um það, að allir voru honum andvigir bæði menn og hestar. Hann gat ekki fengið nema ónýta fylgd- armenn, því hann tímdi ekki að gjalda hinum duglegu; hann hafði ónýt hross, því hann tímdi ekki að kaupa væna hesta. Munur var á, segir höf. í Edin- burgh Review, þegar við riðum Sprengi- sand 1861, gáfum okkur tíma til að elta svani i Eyvindarkofaveri, og riðum svo alltaf valhopp 80 enskar mílur (rúmar 3 þingmannaleiðir) frá kl. 2 um morg- uninn, þangað til við náðum tjaldstað um kvÖldið. Allir voru glaðir og kátir, bæði menn og hestar, og allt gekk vel og skemmtilega. En við vorum vel hest- aðir og höfðum þá duglegustu fylgdar- menn (Jón heitinn í Skaptholti í Hrepp- um og Olaf J>órmóðsson í Hjálmholti), sem fengizt gátu. Sjálfir höfðum við yndi af landinu og sögu þess, og hitt- um hvergi fyrir annað en velvild, gest- risni og greiðasemi. Við urðum þess ekki varir, að neinn vildi hafa oss fyrir íje, og mikið má ísland hafa breytzt á ló—17 árum, ef sögur Burtons í þessu efni eru sannar. Ekki vitum vjertil, að Burton hafi svarað upp á þessa ádrepu. í Stjórnartíðindum 1878, B 20, bls. 135 stendur brjef ráðherrans til lands- höfðingja um uppgjöf á skuld sjúkra- hússins í Reykjavík til landssjóðs, að upphæð 2000 kr. Er þessi uppgjöf byggð á því, að í athugasemdunum við fjárlagafrumvarp stjórnarinnar fyrir 1878—1879 var þess getið, að ráðherr- ann, eptir meðmælum landsh., hefði sleppt áminnztri upphæð úr yfirlitinu yfir ástand viðlagasjóðsins, og að eigi heldur voru 1 tjeðri grein til færðir vext- ir af áminnstum höfuðstól „Með því engin mótmæli11, segir stjórnarbrjefið, „komu fram á Alþingi á móti þessu, og þingið, þá er það breytti greininni, til færði ekki vextina af þeim 2000 kr., sem Ijeðar voru sjúkrahúsinu, en nú voru ekki lengur vaxtalausir, sjer ráð- gjafinn ekki betur, en ætla megi, að alþingið hafi p eg jandi samþykkt til- löguna um, að höfuðstóllinn sje gefinn upp“. Vjer vitum ekkitil að fjárveitingar- valdið nokkurn tíma eða nokkurs staðar pegjandi veiti fje. Hvar myndi það stað- ar nema? Enda væri ábyrgð alþingis, sem þykizt hafa nóga ábyrgð af orð- um sínum, of þung, ef það einnig kost- aði landið stórfje, þegar þingið þegir. Vjer fyrir vort leyti erum þess fullviss- ir, að ráðherrann hefir verið helzt til djarftækur á þögn alþingis. Mun það síðar sannast. — Fyrverandi alþingismaður Skag- firðinga E. B. Guðmundsson frá Hraun- um hefir fengið 500 kr. styrk af því fje, sem ætlað er til eflingar sjáfarút- vegi og jarðarrækt, til þess að kynna sjer í Norvegi bátasmiði Norðmanna, o. s. frv. Oss virðist þessi styrkur koma vel niður. Sunnud. 13-þ, m. var kand.theol.Jóh. Lúter Sveinbjarnarson vígður aðstoðar- prestur til síra Daníels Halldórssonar á Hrafnagili í Eyjafirði. í norðan-ofsaveðri, sem hófst hjer þann 21. þ. m., slitnaði upp og rak i land, að kvöldi þess 22., skonnortan „Helene“, sem nýlega hafði af fermt vörur til Consúl Edv. Siemsens, en var

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.