Ísafold - 26.10.1878, Síða 4

Ísafold - 26.10.1878, Síða 4
104 ÍSAFOLD. 2710<s búið að taka lítið af vörum aptur; skip- verjar komust á land í skipsbátnum. Skipið brotnaði allmikið ogverður það selt 28.þ.m. við opinbert uppboð ásamt með vörunum, sem í því voru, er allar skemmdust að mun. Augljsing um porskanetalagnir frá Ólafi stiptamtmanni Stephensen, dags. 28. febr. 1800. „Að kóngsbijefönum af 8. apríl 1782, og 18. sept. 1793 um netalegg- ingar í Leíru, Keblavík og Njarvíkum, svo vel hvað netafjöldann með sjerhveiju skipi og bát viðvíkur, sem tíma og tak- mörkum á og innan hvörra leggja má net í sjó verði allra undirdánugast eptir- lifað, samt minni undir 20. des. 1791, 3. des. 1792, og 2. jan. 1794 þar um gjörðri ráðstöfun, það ítrekast hjer með að nýju, og tilkemur Hr. kaupmanni Jacobæus sem tilsettum Inspectori að hafa hjerum tilbærilega og alvarlega umsjón ásamt Hreppstjóronum í Kálfa- tjarnar og Bíaskerja þingsóknum, sem þær, hjerum af mjer útgefnu auglýs- ingar hafa í höndum. Sjerilagi aðvarast allir um, að þeír eí forgrípi sig með netaleggingum á forboðnum stöðum, of miklum netafjölda, auka netum á nokkru skipi eða bát, sem öll gjörast upptæk, og allur sá abli er í þeím fæst til jafnra skipta millum viðkomandi hreppstjóra og sveít- anna fátækra, þá Landfógetanum er á þessum degi tilskrifað eptirútsögu eið- svarinna vitna á manntalsþingum, ei eínasta að ransaka, hvort Kongsbrjefin hjerum meira eður minna mættu af nokkrum vera yfirtroðin, heldur inndrífa um leíð allar þær bætur, er hjer við liggja; svo má eí heldur nokkurt net liggja í sjó frá laugardegi til mánu- dags, þá því með nokkru móti verður í land náð, en þar á móti leyfist net 'að leggja á sunnudagskveldin. Enginn má heldur varpa þeím í sjó á Vatns- leysuströnd, undir eða um kring Voga- stapa, á móti gjörðu Forboði kongs og yfirvaldsins, annars upptakist þau með þeim fiski er í þeim mætti vera, eins öll ólögleg aukanet, og varðveitist af Hreppstjórum þar til ráðstöfun verður gjörð af Landfógetanum, hvornig með hvorttveggja skal höndla. f>essi rit- gjörð upplesist við Njarvíkur og Ut- skálakirkjur, í Keblavík og á Leiru það fyrst skeð getur og endilega áður enn netaleggingar byrjast þann 15 næstkomandi mánaðar“. Hitt og þetta. — I veitingahúsi nokkru kvörtuðu bændur yfir þvi, hve amtmaðurinn væri stór upp á sig og hroka- fullur, og einn þeirra sagði: „jafnvel hundinn hans verðum vjer að kalla herr-Kúles (Herkúles); en þeg- ar amtmaðurinn er ekki viðstaddur, köllum við hann þó ekki nema Kúles, en þó ótrúlegt sje, þá læst hundskömmin ekki skilja það.u — Frakkneskur ritliöfundur sagði um Mírabeau: „liann gjörir allt fyrir peninga og jafnvel það, sem gott er“. — Nikulás Bacó, stjórnarherra Elízabetar drottn- ingar á Englandi hafði óbeit á allri viðhöfn og ytra prjáli, lifði nærri því sparsamlegar en stöðu hans hæfði, og ljet sjer lynda lítið íbúðarhús. fegar drottningin einhverju sinni sagði, að hús það, sem hann byggi í, væri oflítið fyrir hann, svaraði hann: „húsið er ekki oflítið fyrir mig, en mildi yðar há- tignar hefir gjört mig of stóran fyrir húsið“. — Tvo menn greindi á um fríðleik konu nokk- urrar. Annar þeirra sagði, að hún væri mesta ljóm- andi gull; hinum þótti hún vera mjög ófríð. J>etta báru þeir undir vin sinn, sem var viðstaddur og sagði hann: „£ið hafið báðir rjett fyrir ykkur; á kvöldin er hún hvít og rjóð; á morgnana er hún eins og liðið lík“. — Kaupmaður nokkur sagði frá því í samkvæmi, að í hernaði Napóleons hefði tólg verið í afar háu verði; þá mælti húsfreyjan: „hvaða ósköp er að heyra þetta; börðust menn þá við kerta ljós?“. — Af því að letin er sein á fæti, nær latæktin henni ætíð. — Skammir eru jafnan ástæður þeirra, sem hafa á röngu að standa. — I samkvæmi spurði fríð stúlka hinn nafnfræga prófessor Platner í Leipzig: „hvað er heimspeki, herra prófessor?“ Prófessorinn átti ekki von á þess- ari spurningu af kvennmanni, svo honum varð orða- skortur. Vinur hans, sem þar var viðstaddur og varð þess var, svaraði brosandi: „í>að er heimspeki að láta ekki koma fát á sig, þegar maður stendur hjá fríðri stúlku“. — Hermaður stóð á verði slcammt þar frá, er stjörnu spekingur var með sjónpípu sína (stjörnu- kíkir) og horfði með athygli á, meðan hann var að koma henni fyrir. Loksins tókst þetta, og stjörnu- skoðarinn horfði nú án afláts í sjónpípuna. Allt í einu leiptraði af himni stjörnuhrap mikið. Her- manninum brá ákaflega við og mælti: „|>etta var vel hæft, maður þessi er víst ágæt skytta og skýt- ur með vatnsbissu, þar eð jeg heyrði engan hvell, þegar hann skaut stjörnuna niður“. — Maður nokkur borðaði kvöldverð hjá vini sín- um, gerði þá svo mikið óveður, að ekki var fært húsa á milli. I þeirri von, að óveðrinu mundi slota var dregið að standa upp frá borðum. En í stað þess versnaði veðrið meir og meir, svo að hús- bóndinn bað gest sinn að vera hjá sjer um nóttina, því að það væri ógjörningur fyrir hann að fara heim í slíku veðri. Gesturinn kvaðst verða því feginn. En að nokkrum mínútum liðnum hvarf hann snögglega úr stofunni, og kom ekki aptur fyr en að hálfum kl. tíma liðnum, en var þá allur holdvotur frá hvirfli til ilja. — „Hvar hafið þjer þó verið?“, spurði húsbóndinn, „það eru ósköp að sjá, hvernig_ þjer lítið út“. Gesturinn, sem allur skalf og nötraði af kulda, svaraði: „Jeg fór heim til mín til að láta konuna mína vita, að jeg kæmi ekki heim í nótt, af því veðrið væri svona slæmt“. — Hinn nafnkunni Boswell spurði einu sinni dr. Jóhnson, hvort hann gæti ekki hugsað sjer neinar þær kringumstæður, sem gætu rjettlætt það, að fyr- irfara sjálfum sjer ? Nei svaraði Johnson. Hin- um seka væri betra að strjúka í eithvert það land, þar sem enginn þekkti hann, en að fara til Djöfuls-1 ins, sem þekkir hann. — Maður nokkur, sem opt var utan við sig, sat í bát, sem hvolfdi, svo að hann var nálega drukkn- aður, skaut honum tvisvar upp, en sökk jafnóðum aptur. En í þriðja sinni tók hann allt 1 einu til að synda, svo hann náði landi. í>egar hann var spurður að, hví hann hefði ekki undir eins íarið að synda, svaraði hann: „Jeg mundi þá ekki eptir því, að jeg kunni að synda“. — Mannhatarínn Tímon steig einu sinni upp í opinberan ræðu.stól og mælti: „Aþenuborgarmenn! Jeg á dálítinn lóðarblett, sem jeg ætla bráðum að byggja hús á. Nú stendur þar fíkjutrje, sem jeg verð að láta höggva upp. En á umliðnum tíma hafa margir bæjarmenn hengt sig í þessu trje, og ef ein- hver yðar þess vegna hefir í hyggju að gjöra hið sama, þá vil jeg biðja hann að gjöra það sem fyrst; því jeg get ekki látið trjeð standa lengi óupprætt“. — Háyfirdómari nokkur, sem ætlaði að gjöra ungum lögfræðingi kinnroða í fjölmennu samkvæmi, sem þeir báðir voru boðnir í, sagði við hann: „Ef þjer yrðuð að dýri, hvort vilduð þjer þá heldur verða liestur eoa asni?“ „J>að er auðvitað að jeg vildi lieldur verða asni“ svaraði hinn ungi maður viðstöðulaust, „því jeg hef bæði sjeð og lieyrt, að asni hefir orðið háyfirdómari. En jeg hef aldrei heyrt að nokkur hestur hafi komizt til slíkrar tignar“. — Prestur nokkur, sem vegna ósæmilegs lifnað- ar var sviptur embætti sínu sagði, að þetta tiltæki gæti hæglega valdið dauða margra manna. Fyrir þessi orð var höfðað mál gegn honum og hann spurður að, hvað hann hefði meint með þeim. „Ekki annað“, svaraði hann, „en það, að þar eð jeg er nú sviptur guðfræðisiðn minni, þá verð jeg að fara að lesa læknisfræði, og setjast einhversstaðar að sem læknir“. — Frakkneskum ábóta var eitt sinn boðið til dagverðar hjá biskupi. „Háæruverðugi herra“, mælti ábótinn. „I fyrsta lagi hef jeg þegar borðað góðan morgunverð, og enn betri miðdagsmat, og í öðru lagi verð jeg að minna yður háæruverðugi herra á það, sem þjer virðist hafa gleymt, að það er föstu- dagur í dag“. — J>egar Nero bar Juliusi Canus á brýn, að hann hefði verið í vitorði með mönnum, sem uppvísir voru orðnir að samblástri gegn honum, svaraði Canus : „Ef jeg hefoi verið í vitorði með þeim, þá hefðir þú aldrei fengio vitneskju um samblásturinn“. Auglýsingar. íslenzka biblían í alskinni fœst á skrifstofu biskupsins fyrir fjórar krónur hver. Kverið „Kristilegur barnalærdóm- ur eptir lúterskri kenningu“, samið af mjer, verður á þessu hausti prentað að nýju lítið eitt aukið og breytt, ásamt Lúterslitlu fræðum í lagfærðri þýðingu. þ»etta kver, þannig aukið og breytt, hefir stjórnarherra íslands leyft að börn á íslandi megi læra undir fermingu. þ>á, sem óska að fá þetta kver, bið jeg að láta mig vita hvað mörg kver þeir vilja fá. Reykjavík, 14. okt. 1878. Helgi Hálfdánarson. Ritstjóri: Grímur Thomsen, doctor phil. Prentsmiðja „ísafoldar“. — Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.