Ísafold - 13.11.1878, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.11.1878, Blaðsíða 2
106 ÍSAFOLD. 13l 1178 bæ verið færikvíar í nokkur ár. Svona eru skýrslurnar og mætti margt fleira til tína. Vjer vonum landsstjórnin taki oss þessar athugasemdir vel upp, og láti þær vera bending til þess eptir- leiðis bæði að skerpa eptirlitið eptir framtali í hjeruðum, sem nú ríður enn þá meira á en áður, eptir að vjer bæði höfum fengið ný skattalög og ný tí- undarlög, og til þess að láta vanda betur landhagsskýrslurnar í Stjórnartíð- indunum, að minnsta kosti í þeim grein- um, þar sem hún, eins og með brenni- víns- og tóbaks-aðflutninginn, sjálf get- ur þreifað á, hvað ijett er hermt eða rangt. Allir, sem kunnugir eru, vita hver byrði sjávarplássunum i harðindaárum er að húsfólki. Bæði er það að búend- ur í góðu árunum safna þeim að sjer vegna hlutafjöldans, til að róaávegum sínum, og að snauðir menn, þegar harðnar á, safnast sjálfkrafa að sjónum úr öðrum hjeruðum. Sýnir saga lands- ins bæði að fornu og nýju, hver vand- ræði hafa orsakazt af tómthúsmanna- grúanum. Enda segir þetta sig sjálft. Alstaðar og alltaf er kvartað um vinnufólkseklu, en jafnframt vex talan af húsfólki, sem hvorki getur haft ofan af fyrir sjer sjálft, nje vill vinna hjá öðrum, hefir samt ekkert á móti því að þiggja af sveit og lifa á útsvörum b^enda, sem aptur eiga þeim mun örð- ugra með að þola há útsvör, sem þeir eiga örðugra með að fá vinnufólk til að reka atvinnuveg sinn. Af þessum og fleiri ástæðum urðu nokkrir þing- menn á síðasta þingi til þess að koma með lagafrumvarp í þá stefnu, að hver búandi skyldi um vissa áratölu ábyrgj- ast húsfólk sitt, að það ekki fjelli sveit- arfjelaginu til byrði og stæði í skilum til allra stjetta. En frumvarpið — sem þó ekki var neitt nýmæli — strandaði í það sinn á mótspyrnu þingmanna úr þeim sveitum, þar sem skórinn ekki kreppir ennþá. Vonum þess að hann kreppi þar aldrei framar. Kreppt mun hann þó hafa að norðurlandi, þegar Jón biskup Arason á Hólum ásamt Ogmundi biskupi voru ljensmanninum yfir íslandi, Diðrik af Bramsteð, sam- taka í því að gefa út dóm á alþingi 1533, sem gjörði hverjum búanda að lagaskyldu að annast sitt bjargþrota húsfólk. Lögmennirnir Erlendur þ>or- varðarson og Ari Jónsson, ásamt lög- rjettu og alþýðu unnu einnig að þess- um dómi, ersíðar var staðfestur afkon- unginum og ríkisráðinu. Svo fjellþessi dómur, eins og gjörist á voru landi, í gleymsku og dá, þangað til í harðinda- árunum um aldamótin. ý>á tók Ólafur stiptamtmaður Stefánsson það upp hjá sjálfum sjer, að vekja þenna gamla dóm aptur upp með auglýsingu, dagsettri 8. desbr. 1792. Skipar hann í krapti þessa döms, „öllum búandi mönnum við sjó- arsíðuna að standa sjálíir straumafhús- fólki sínu“. Varð þá mannmargt hjá sumum stórbændunum, sem áður höfðu safnað húsfólki á vegu sína, en ekki er þess getið að neinn heiðarlegur búandi hafi skorazt undan þessari skyldu; enda rjettu aðrir eins menn eins og Hákon í Kirkjuvogi, J'orbjörn í Skildinganesi og Bjarni Halldórsson í Sviðholti bráð- um við aptur. Aptur á móti er hitt víst, að þeir hreppar, sem ófyrirsynju hlaða svo á sig hús- og húsgangsfólki, að skárri bændur geta ekki lengur ris- ið undir sveitarútsvörunum og annað- hvort útarmast með hinum, eða verða að flytja búferlum i aðrar sveitir, — þeir rjetta aldrei við, meðan sama óregl- an líðst. Meðan betri lög en sú nú gildandi húsmanna- og lausamannatil- skipun ekki eru fengin, — sem Arjer raunar vonum ekki muni líða á löngu — er þó sú bót í máli, að sveitarfje- lögin með samtökum og samþykktum innansveitar geta sjálf bætt mikið úr, að minnsta kosti þarf ekki að hleypa neinum nýjum húsmönnum inn í neinn hrepp, efbúendur sjálfir eru á eittsátt- ir í því efni, og sömuleiðis má með niðurjöfnuninni sjá svo um, að þeir bændur hitti sjálfa sig fyrir, sem með ýmsu móti hafa hlaðið og hlaða að sjer alls konar rusli úr öðrum plássum. Margt fje hefir á þessu hausti ver- ið keypt til lífs í Gullbringusýslu, sjer í lagi í suðurhreppum sýslunnar. Er óskandi að menn láti nú umliðinn skaða kenna sjer tvennt, að hirða það betur en áður, og setja ekki ofdjarft á. Hvað sem því líður, sem er ókomins tíma um að dæma, þá er ekki meir en sanngjarnt að láta hinn fyrrveranda lögreglustjóra í kláðamálinu njóta þess sannmælis, að það er að miklu leyti dugnaði hans og áhuga að þakka, ef kláðinn, sem allt útlit er fyrir, nú loksins er yfirstíginn. Raunar er hætt við, að skoðun fjár í haust hafi ekki verið svo nákvæm, að nein vissa sje fyrir fullri útrýmingu kláðans, en stundarfriður er þó, meðan hans er ekki getið. Vjer höfum heyrt fleiri beztu bændur lofa því, að sjá sjálf- ir um að fje sitt og annara skuli í haust annaðhvort verða baðað, eða að minnsta kosti skuli verða borið vel í það tó- bakslögur, og sje þeim full alvara að láta þessu verða framgengt, þá mun þetta einnig vera landsskrifaranum að þakka; því svo langt munum vjer, að þeir voru færri, sem breyttu svo af sjálfsdáðum fyrir nokkrum árum síðan. Enda er sú lögreglan drjúgust, ef bænd- ur vilja sjálfir, hver fyrir sig og hver í kringum sig gjöra þær ráðstafanir, sem þarf til að halda sínu og annara heilu og óskertu. Eptir þeim grúafjár, sem á þessu hausti hefir verið rekinn í suð- urhreppa sýslunnar óttumst vjer mest, að heylítið verði hjá sumum, ef vetur verður harður, og þó útigangur sje þrautgóður frá Grindavík og allt inn í Hafnarfjörð, þá getur þó svo farið, og hefir svo farið, að hann reynist ekki einhlítúr, sizt þegar að ergáð, að flest af því fje ef ekki allt, sem á þessu hausti hefir verið keypt til lífs, er lömb og veturgamalt, sem þó valla bjargar sjer á hörðum vetrum eins og gamalt hagvant fje. Vonum því og óskum, að forSjónin vorkenni í vetur þeim, sem eptir fleiri ára sauðleysi hafa verið frek- ir til fjörsins og sett of djarft á, ef nokkrir eru; en finni einhver sig hey- lítinn, þá er enn þá ekki svo áliðið, að ekki megi minna á, að hollur er haust- skurður. Alit Bjarna landlæknis Pálssonar um pað hvort fiskiveiffar á pilskipum seu skaðlegar fyrir fiskiveiðar á opnum skifium. (úr bréfi til Skúla landfógeta Magnússonar) „Af því hér huxast, talast, skrifast án nauðsinlegrar Examinatíon af sök- unum, þá kinne vera rokurnar, sem geingið hafa um Duggurfiskeríet gætu útverkað skrif nokkurt eða Besværing til að reina að drepa únga þann í Eggi. Hér liggur nær að heite Duggur þessar dragi alla sjóblessan frá landinu og vanséð hvort nokkurntíma aptur kome af niðurburðinum etc.lr 'sem ekke er heirandi, en sýður á borð berandi þarf og ekke, yður er frekja fólks alkunnug. Eg hefi aldrei innlátið mig í Discúrsa þessa, þær eru gaspur, en ég hlutonum oflítið kunnigur því eins lítið og þeir, sem mest nudda, hefe .ég nokkurntíma sjófiskur vereð. Einasta vilde ég til hugvekju, ef um yrðe rædt, nefna filgj- ande. i°.) í ungdæmi mínu vorufærre hásumardagarnir, jafnvelframí medium september sem ekki voru milli, lands og Grímseyar að fiakka fleyri ogfærri hollendskar fiskeduggur, stundum svo tugum skipte og þókti okkur skemtun að sjá þetta, allt eins á mestu ördeiðu sumrum, sem hinum þáfiskigeingd var hin grimmasta svo menn hlóðu á einu kaste. 20.) Utkjörnustu fóstrur slíks sem svo er útsnarað (þ. er sem á því lifa) held ég háfinn og marflóna; það arg- umentera ég af línunni, hvað margann aungul svelgir hann ekki, strax í nið- ursiginu og fer burt með alltsaman þó stundum launist honum græðgin með eigin töpun, og vissa ég aldrei fyrir norðan eins mikla háfgeingd sem hér; um marflóna vil ég því síður tala þeg- ar 1 botn kemur þar hún er til milli- onum saman taka, slíkann niðurburð til fljótustu foreiðingar, eða mun hún, sem á örstuttum tíma rífur af lifande fiskenum á línunni allt hvað ætt er af höfde og búk, svo uppdregst beina- grindin með roðinu, hlífa slíkum niður- burðum, en um leifar þeirra skeitir eng- in skepna, nema máske ormar. 30.) Um niðurburð skeitir ekki eig-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.