Ísafold


Ísafold - 23.11.1878, Qupperneq 2

Ísafold - 23.11.1878, Qupperneq 2
114 ÍSAFOLD. 23/u 78 steininum út, heldur en þann, sem nú er til. Kostnaðurinn við hestahaldið einnsaman mun nægja til að eyðileggja gott og gagnlegt fyrirtæki, og er það illa farið; því, hvað sem öðru líður, gæti margur Islendingur haft góða at- vinnu og vissa við Krísuvíkurnámana, ef brennisteinstökunni væri þar fram- haldið. Lög 14. desbr. 1877, 1. gr. skipa svo fyrir, að selja eigi „eptir vigt korn- vöru alla og kol, nema kaupandi æski mælis“. Höfum vjer heyrt, að nyrðra hafi lögum þessum yfir höfuð verið hlýtt, en hjer í suðurkaupstöðunum mun það vera undantekning, að korn í sumar eð var hafi verið selt nema eptir mæli. þ>að er mjög líldegt, að þetta sje lands- búum sjálfum að kenna, að því leyti, sem þeir af gömlum vana, hafa beðið kaupmanninn um korn eptir tunnu-tali. En bæði er það, að „tunnan“ ekki ein- göngu er mælis - eining, heldur og þyngdar-eining, því tunnan af smjöri og af sápu er t. d. aldrei mæld heldur vegin, og á að vega 14 lýsipund auk trjes, enda hefir stórkaupmannanefndin í Kaupmannah. sett rúgtunnunni, hafra- tunnunni o. s. frv. vissa vigt, ef fullvæg- ur rúgur eða fullvægir hafrar eiga að heita, 12 lýsipundog 8 pund hinni fyrri (200 pd), og 9 lýsipund hinni síðari; og er oss því til efs, hvort það er noklc- ur gild lagavörn fyrir kaupmenn, að kaupandi hafi æskt korns í tunnum, því það er engan veginn sama, að æskja „tunnu“ og æskja „mælis“. Vjer get- um sannað, ef á þarf að halda, að tunnan af rúgi hjá einum kaupmanni í Reykja- vík, hefir í sumar ekki vegið nema 188 pund, og vjer getum einnig sannað, að tunna af rúgi pöntuðum í Kaupmanna- höfn af einstökum manni og hingað fluttum á póstskipinu hefir vegið 200 pund; tunnan hjá kaupmanninum, sem vó 188 pd, kostaði 20 kr„ hin, 200 pda tunnan, kostaði, að öllum gjöldum með- töldum, með sekk 17 kr. Af því sjest, að mælda tunnan hefir ekki verið full- vægur rúgur, þó hann væri fulldýr rúg- ur. Ættu því bæði kaupendur að ganga eptirþví við kaupmanninn, að kornvar- an sje vegin, og yfirvöldin, sem stund- um eru svo árvökur, að hafa eptirlit með því, að lögunum sje fylgt. Má það furðu gegna, að hinn setti bæjar- fógeti aldrei skarst í þetta, því það er þó áríðandi, að íslendingar fái fullvæga matvöru, fyrst þeir fá að borga hana fullu verði. Hver maður ætti að skilja svo mikið, að það er drýginda munur á þeirri tunnu, sem vegur 200 pd. og þeirri, sem ekkivegur nema 188 pd. og á 16 tunnum rúgs tapast með þessu móti ein, sem margan munar um, þó minna væri. Eins ætti landsbúum að skiljast það, að þó nú aldrei nema kaup- maðurinn setji kornið upp, þ. e. að skilja selji 200 pund dýrara, en 188 pund, þá er þeim það enginn óhagur, ef verð- munurinn er eptir tiltölu, því betra korn er betri og drýgri matur, og pundið af góðu korni hefir meira næringarefni inni að halda, en pundið af rýru korni, þó meira kunni að fara fyrir hinu síðara, en hinu fyrra. Vjer göngum að því vísu, að ekki þurfi nema að vekja máls á þessu við alla hlutaðeigendur, kaup- menn, kaupendur og yfirvöld, svo þetta framvegis komistíþað rjetta horf. Oss er ekkert um að gjöra, að allt logi í málaferlum út úr því, og ætlum því að sinni engu þar um að uppljósta, þó vjer gætum, ef vildum. jpó að vjer verðum að geyma oss, að svara ítarlega upp á grein Jóns háyfirdómara Pjeturssonar í „þ>jóðólfi“ fyrir 15. nóvbr., þá leyfum vjer oss að sinni að spyrja: 1. ILvern arð myndi land og lands- sjóður nú hafa af brennisteinsnámum landsins, ef útlendingar ekki mætti reka þær? Myndi nokkur íslendingur hafa orðið til þess að hagnýta þær, landinu til ábata? Mundum vjer af námunum í Júngeyjarsýslu hafa hjer um bil 1800 kr. á ári hverju. og myndu margir hafa atvinnu við Krísuvíkurnámana, eins og þeir nú hafa um stund? Mundu hvorir tveggja ekki hafa legið arðlausir og ó- notaðir ? 2. Er ekki, eptir sjálfu frumvarpi höfundarins, hægt fyrir hvern útlending, að fá hvern búsettan Islending, sem hann vill, til þess að kaupa fyrir sig fasteign hjer á landi, og er betra að hafa þess konar málamynda-kaup, en lofa útlend- ingum að kaupa í sínu eigin nafni? 0. Er sanngjarnt, ef höf. einhverra orsaka vegna, ílytur til útlanda, að skylda hann til, „innan 3 ára frá því hann settist þar að, að hafa selt fast- eignina“, og ætli að þeir, sem vilja ná í eignina, fái hana ekki fyrir lítið, þeg- ar eigandanum er nauðungarsala? 4. Munu ekki höfuðból, eins og von er, þegar hagsmunum samarfa er fram- fylgt með kappi, eptir 168. gr., verða metin miklu hærra til dýrleika en aðr- ar jarðir, og því afgjaldið, sem ganga á til samarfa, verða mildu þyngra fyrir eiganda, en eptir tiltölu af öðrum jörð- um? Mun ekki af því hljótast að það verði öllu fremur byrði, en hitt, að vera höfuðbólseigandi ? og mun ekki þar af fljóta, að höfuðbólseigandi, sem fyrst vilji losast við þástöðu? og munu ekki „rjettindin“ með því móti verða að kvöð- um ? Á það við vora tíma og við á- stand lands og landsbúa, að stofnahjer majoröt? Frá landshöfðingjaritaranum höfum vjer út af grein ísafoldar um landshags- skýrslurnar fengið eptirfylgjandi brjef 14. þ. mán.: Með því að landshagsskýrslur þær í Stjórnartíðindunum, erþjer, herra rit- stjóri, gátuð um í gær í mjög heiðruðu brjefi yðar, hafa verið samdar undir umsjón minni, leyfi jeg mjer að taka fram, að það sje langt frá því, að þeir, sem starfað hafa að þessum skýrslum, hafi verið blindir fyrir göilum þeim, er á þeim eru. Að reynt hafi verið að styðja að því að bætt yrði úr þeim, sjest meðal annars af landshöfðingja- brjefi frá 9. marz 1875 (Stjórnartíð. B 1875, 12). Jeg er yður því þakklátur fyrir, að þjer í háttvirtu blaði yðarhaf- ið leitt athygli manna að þessu mik- ilsvarðandi málefni; en það er jeg yð- ur ekki samdóma um, að mjereðaöðr- um, er starfað hafa að skýrslunum, eptir að þær voru komnar til lands- höfðingja, bæri að brejda þeim, þo vjer sæjum, að þær væru ónákvæmar. þvert á móti virðist mjer eini vegurinn til þess með tímanum að fá skýrslur þess- ar í betra lag, en þær virðast að vera í nú, að birta þær eins og þær eru, og reyna smámsaman með tilstyrk al- mennings, að komast að raun um, hverj- um ónákvæmnin sje að kenna og finna þau ráð, er duga til þess að hún eigi sjer ekki 'stað eptirleiðis. Hvað sjer- staklega skýrslurnar um aðflutt vínföng snertir, voru þær af ásettu ráði ekki lagfærðar samkvæmt tollreikningunum. Mátti gjöra ráð’fyrir, að að minnsta kosti jafnmildu af öðrum vörum hef'ði verið sleppt, og það virtist góð leið- beining til þess að gizka á, hve mikil ónákvæmnin væri almennt í skýrslun- um, að geta bent á það, sem komið hafði fram um vinföngin. Annars er ó- nákvæmni sú, sem þjer getið um, ekki eins mikil og þjer takið fram, því skýrsl- urnar bera sjálfar með sjer, að vínföng- in frá Olafsvíkur, J>inge}>rar, Flateyrar og Isafjarðar verzlunarstöðum eru ekki talin með. Tollurinn frá hinum síðast nefndu þremur höfnum var árið 1875 6647 kr. 61 eyr., er svara til hjer um bil 41500 potta, og verða þeir aukvín- fanga þeirra, er flutt voru til Olafsvík- ur, að dragast frá þeim 75330 pottum, er þjer teljið að vanti; en þar að auki ber að taka tillit til þess, að samkvæmt 1. gr. tilsk. 26. febr. 1872, hefir talsvert af hinum aðfluttu vínföngum verið toll- að með 8 sk. af hverjum 3 pelum. Sem stendur er verið að prenta framhald af verzlunarskýrslunum 1873 —75, þar á meðal verðlagsskýrslur, en ástæðan til þess, að dregið hefir ver- ið að prenta athugasemdir við allar þessar skýrslur er meðal annars sú, að fje það sem veitt er til prentunar á Stjórnartíð., varla hrekkur til að prenta — auk stjórnarbrjefa, reikninga, aug- lýsinga o. fl. — tölurnar tómar, enda ríður mest á þeim í öllum landshags- skýrslum. Reyltjavík, 14. nóvbr. 1878. Virðingarfyllst Jón Jónsson. í máli því, sem frá hálfu hins op- inbera var höfðað gegn kaupmanni H. Th. A. Thomsen út af ólöglegri veiði- aðferð i Elliðaánum, var 6. þ. mán. af sýslumanni í Gullbringu- og Kjósar-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.