Ísafold - 25.03.1879, Qupperneq 3
31
höfuðkappi í liði jafnaðarmanna, ogf hefst
við í Sviss; á úkvæmt heim til Rúss-
lands. Stúdentar í Pjetursborg gjörðu
það fyrir sjer í vetur einu sinni eða
tvisvar, að þeir flykktust að aðseturs-
höll keisaraefnisins, Alexanders stór-
fursta, og báðust leyfis til að flytja hon-
um ávarp þess efnis, að hann stuðlaði
til þess, að þingstjórn yrði í lög tekin
á Rússlandi, sem í öðrum löndum. En
áður þeir náðu fundi keisaraefnis, var
þar komið lögreglulið og hafði hendur
á þeim. Var síðan mikill hópur þeirra
sendur til Síbiríu í útlegð. Ríkið er í
mestu fjárkröggum, eptir Tyrkjastríðið,
og ýms vandræði úr að ráða.
Tyrkir í sömu kröggum og fyr, sí-
hnignandi. þeir sigruðust þó á upp-
reistinni í Makedóníu þeirri í haust;
drápu þar áður 6000 manna og eyddu
120 bæjum og þorpum. jþeir komu
loks lyktum á friðargerðina við Rússa,
í miðjum f. m. Er sá friður kenndur
við Miklagarð, og er endurnýjun þess í
Stefanó-sáttmálanum, þeim 1 fyrra, er
eigi var á minnst á Berlínarfundinum
með nokkrum breytingum. Nær 600
milj. kr. skulu þeir greiða Rússum í
hernaðarkostnað, á 7 ára fresti. Rússar
hafa haft setulið í Rúmilíu til þessa;
en nú býst það til heimferðar, er frið-
urinn er fullgerður. Fyrir því er Todt-
leben hershöfðingi. Bolgarar sitja á
fundi í Tirnóva til að kjósa sjer höfð-
ingja. Kristnir menn í austurhluta
Rúmilíu, sunnan Balkanfjalla, vilja ólm-
ir komast í löguneyti við bræðurnar
fyrir norðan fjöllin, undan soldáni, svo
sem til var ætlazt upphaflega; en Ber-
línarfundurinn hepti það ráð. það er
sagt, að þeir búizt nú til uppreistar,
til að koma fram vilja sínum. Ekki
hafa Grikkir fengið enn rjetting síns
máls um landamærin í þessalíu og Epír-
us; hafa Tyrkir í frammi við þá tóm-
ar refjar og vífilengjur; en stórveldin
spara eigi áminningar við þá, einkum
Frakkar, og munu þeir verða að sinna
þeim áður lýkur. Sífelldar byltingar
og samsæri í Miklagarði, að fornum
vanda; soldán aldrei óhræddur um líf
sitt, enda er hann sagður enginn garpur.
Osman, kappinn, er varði Plevna, er
nú einn í ráðaneyti hjá honum, en er
haldinn eigi mikill stjórnvitringur. I
vetur ætlaði frakkneskt kaupmanna-
Qelag að takaaðsjer mestalla fjárstjórn
í ríki soldáns, svo sem ráðamenn í þrota-
búi, og þótti það flestum vel til fallið,
utan Englendingum; þeir þykjast jafn-
næstir standa öllum bjargráðum við hinn
sjúka rnann. Fórst svo það ráð fyrir.
Egiptajarl hefir og lengi verið í
miklum fjárkröggum, eigi síður en lán-
ardrottinn hans í Miklagarði. Helztir
skuldunautar hans eru enskir auðmenn
og frakkneskir, og því tóku Frakkar
og Englendingar sig saman um það í
fyrra, að setja honum ráðamenn: þeir
ljetu hann taka í ráðaneyti sitt sinn
mannin frá hvorum þeirra og fyrir ráða-
neitið egipzkan höfðingja erNúbarheit-
ir, sjer hliðhollan, en lítinn vin jarls.
það bar |til í Kairó fyrir fám vikum,
að uppgjafahermenn nokkrir og borg-
arskríll gjörðu aðsúg að Núbar og þeim
fjelögum hans frá Englandi og Frakk-
landi, þar sem þeir sátu á ráðstefnu í
höll Núbans, og veittu þeim tilræði.
Jarl kom þar að með varðsveit sína og
sefaði upphlaupið, og gekk karlmann-
lega fram. En brátt fengu menn grun
á þvi, að upphlaupið muni hafa verið
með hans ráði gert, til þess að losast
við Núbar og ráðamenn Frakka og Eng-
lendinga, er honum þóttu skammta sjer
naumt hirðkostnað, og því hafi hann
svo hetjulega framgengið, til að dylja
prett sinn. En ráðið hreif eigi. Núbar
sagði að vísu af sjer embætti, en hinir
sátu kyrrir, að boði húsbænda sinna í
París og Lundúnum, og hótuðu blöðin
þar jarli afarkostum, og jafnvel ríkistjóni,
ef hann Ijeki slíkt optar eða annað því
um líkt.
Austurríkismenn hafa nú Bosníu og
Herzegówína á sínu valdi, og skipa þar
til um stjórn og landslög eptir sinni
vild. þrassamt hefir verið á þingi í
vetur í báðum ríkisdeildum, Austurríki
sjálfu og Ungveijalandi, út af herförinni
til Bosníu og kostnaðinum til hennar,
og ýmsu öðru. þó tókst Andrassy
greifa að verja svo sínar gjörðir, að
hann situr enn að völdum, ’í góðu gengi.
En nýtt ráðaneyti er tekið við í Austur-
ríki, vesturdeildinni, af Auersperg og
hans fjelögum, og heitir sá Stremayr,
er fyrir því stendur. þau skipti urðu
seint í f. m. Hafði Auersperg þá stað-
ið við stýri í rúm 8 ár. Hinir nýju ráð-
herrar eru íhaldsmenn.
Frá Ítalíu er það helzt frjettnæmt,
að hinum nýja konungi þar, Umbertó,
var sýnt banatilræði í vetur 17. nóvbr.
Hann var á kynnisför um landið og var
hvervetna vel fagnað. Á leiðinni frá
brautarskálanum í Napólí (Neapel) heim
til hallarinnar rjeðist morðinginn að hon-
um, þar sem hann sat í vagni sínum, og
drottning hans á aðra hönd, en sonur
þeirra ungur (Viktor konungsefni) og
Cairoli ráðaneytisforseti gagnvart þeim.
Mannþröng mikil var um vagninn á
báðar hendur. þar ruddist morðinginn
fram, og hafði rýting á lopti, og vafið
um rauðum dúk, er í voru saumuð þessi
orð : „Lifi allsherjar þjóðveldi!“ „Kon-
ungur bíði bana“. Hann lagði rýtingn-
um á konungi og særði hann lítið eitt,
en Cairoli varp sjér þegar fyrir konung
og fjekk varið hann, þótt vopnlaus væri,
uns morðinginn varð höndlaður. Hann
hjet Passanante, og var matsveinn, um
þrítugt, fullur trúarringls og heilaspuna
jafnaðarmanna. þetta var hið 4. bana-
tilræði við þjóðhöfðingja á einu ári, og
mæltist hið versta fyrir hvervetna, eigi
síður en þau við Vilhjálm keisara. Cai-
roli varð sár á læri í sviptingunum við
morðingjann, og lá lengi eptir. þótti
hann hafa unnið sjer mjög til ágætis
með hugprýði sinni og mikla gæfu til
borið að bjarga lífi konungs. Hann er
karlmenni hið mesta, einn af köppum
Garibaldi úr Sikileyjarförinni frægu.
þeir voru 4 bræður, allir vaskir dreng-
ir, og fjellu allir í frelsisstríði ítala, ut-
an þessi, er enn er á lífi. Landsfólk
allt fagnaði frelsun konungs meir en frá
megi segja, og Leó páfi ritaði honum
fagra hamingjuósk. það var haft á orði,
að láta sjer illræði þetta af hendi jafn-
aðarmanna að kenningu verða, og ó-
helga með lögum fjelögþeirra ogblöð,
svo sem þjóðverjar höfðu gjört; en kon-
ungur tók því íjarri; kvað það óvitur-
legt ráð ög lítt sæmandi, að láta aðra
gjalda glópsku eins fáráðlings. Eigi er
enn lokið dómi á mál Passanante.
Flokkadrættir miklir eru á þingi
ítala og ráðgjafaskipti tíð. Cairoli varð
að segja af sjer völdum fyrir jólin, og
stendur Depretis fyrir ráðaneyti því, er
þá tók við. Hann hefir haft það em-
bætti áður, tvisvar eða þrisvar.
Spánverjar komu loks lyktum á
uppreistarstríðið á Cuba árið sem leið.
það hafði staðið í 10 ár. Sigurinn er
þakkaður Martinez Campos hershöfð-
ingja. Hann er nú heim kominn úr leið-
angrinum ríýlega, og var fagnað með
miklum virktum.
Moncasi, sá er Alfonso konungi
veitti banatilræði í haust, var dæmdur
af lífi og hengdur eptir nýárið.
Espartero marskálkur, „ sigurher-
toginn“, sem svo var kallaður, andaðist
í vetur, í hárri elli.
Hjeðan úr Danmörku er það helzt
að frjetta, að meira hluta fólksþingsins
(Vinstrimanna) og stjórnarinnar bar svo
mjög á milli út af frumvarpi um fjár-
styrk til að bæta skaða þann, er orðið
hafði af róstum svertingja á St. Croix í
haust, að þingið var rofið með konungs-
boði 10. desbr. og efnt til nýrra kosn-
inga. Vinstrimenn urðu samtaka um
það allir, þeir Berg hans liðar annars-
vegar og meðalhófsmennirnir hinsveg-
ar, að synja styrksins nema með tiltekn-
um skilyrðum, þar á meðal því, að sett
væri nefnd manna til að rannsaka til-
drög, upptök og afleiðingar upphlaups-
ins, og allt stjórnaratferli á Vestureyj-
um Dana, er þeir kváðust eigi hafa
góða trú á. Stjórnin þóttist eigi geta
gengið að slíkum skilyrðum, og kaus
heldur að láta skríða til skara, í þeirri
von, að sjer yrði ef til vill sigurs auð-
ið í hinum nýju kosningum. þær fóru
þannig, 3. jan., að lið meðalhófsmanna
(þeirra Holsteins greifa frá Hleiðru)
fækkaði um þriðjung, en flokkur Bergs
og hægrimannaliðið efldist að því skapi,
hægrimenn þó miklu meir að tiltölu.
Hægrimenn urðu 37 saman, Bergsliðar
35, og „meðalhófsmenn“ 28; 2 þing-
menn utan fylkinga. Hinn 31. janúar
var þing sett af nýju. Kosningar höfðu
verið fast sóttar af öllum flokkunum,
og liklega meira af kappi en forsjá í
sumum kjördæmum. Brugðu nú hvor-