Ísafold - 25.03.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.03.1879, Blaðsíða 1
 í S AFOLO VI 8. Reykjavik. þriðjudaginn 25. marzmán. 1879. Utlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 2. marz 1879. (Niður).). Bretar hófu hernaðinn á hendur Ala konungi í Afganistan 22. nóvbr. f. á. Var þá út runninn frestur sá, er þeir höfðu veitt honum til iðrun- ar og yfirbóta fyrir mótgjörðir við sig, en hann eigi virt svars brjef jarlsins á Indlandi þar að lútandi. Svo hagar lands- lagi þar eystra, að Bretar áttu yfir að sækja fjallgarð geysi mikinn til að kom- ast inn i lönd konungs. þ>að eru Sú- leimans-fjöll, 13000 feta há, en skörð i hjer og hvar, þröng og örðug yfirferð- ar, og virki í skörðunum víða, er kon- ungur hafði setulið í til landvarnar. Bretar höfðu að sögn ein 16 þúsund vígra manna í leiðangurinn, en miklar birgðir vista og vopna, á fílum og úlf- öldum. Jpeir skiptu liði sinu i þrennt, og lagði sín deildin í hvort skarð. þ>ar varð minni fyrirstaða en við var búizt, og er þar skjótt af að segja, að öll helztu virkin voru unnin á hálfsmánaðar fresti með furðu litlu manntjóni. Og er jarl- ar konungs, þeir er rjeðu fyrir skatt- skyldum þjóðflokkum þar í fjallbyggð- unum og hann hafði treyzt helzt á til landvarnar, sáu hvað verða vildi, tóku þeir að gjörast honum ótrúir, og gengu nokkrir á hönd Englendingum, enda er sagt þeir hafi borið óspart fje á þá til þess. í annan stað fór að brydda á flokkadráttum heima í höfuðborginni og konungssetrinu, Kabúl, og vildu marg- ir víkja konungi frá völdum, en taka í hans stað son hans Jakob, er hann hafði haldið í dýflissu lengi og leikið illa. Jpá tók konungur það ráð, að hann ljet son sinn lausan, tók hann í sátt við sig og setti hann til landstjórnar, en forð- aði sjer norður í fjöll (Hindúkúsj) með konu sína og annað skyldulið, gull og gersimar. Ljezt hann síðan ætla að takast ferð á hendur, eigi skemmra en norður í Pjetursborg, á fund Rússakeis- ara og biðja hann gangast um sættir með sjer og Bretum; en aðrir sögðu erindið vera liðsbón. Rússar höfðu látið mjög líklega um liðveizlu áður ófriður- inn hófst, og því ugðu margir, að Bret- ar mundu þá fyrir hitta að baki Af- gönum, óðara en á þá hallaði. pað styrkti og þá trú, að keisari hafði skömmu áður látið færa Ala konungi vinargjöf, sverð gulli búið og gimstein- um, með alúðarkveðju og fögrum um- mælum. En er hjer var komið, er svo sagt, að keisari hafi sent honum svo- felld orð, að ferð hans á sinn fund mundi verða erindisleysa. Hlaut því konung- ur, að hverfa fráþví ráði. Mun stjórn- in í Lundúnum hafa heitið Rússakeis- ara, að sneyða eigi lönd Ala konungs, svo að neinu næmi, þótt þeir ættu þess kost, enda hefir Beaconsfield lávarður látið jafnan í veðri vaka, að annað væri eigi áformað með hernaði þessum en að láta Ala konung kenna aflsmunar og „rjetta" landamerki keisaradæmisins indverska að útnorðanverðu, þ. e. þeim megin, er að Afganistan veit. En það er að segja frá Afgönum, aðþeir urðu stórum öruggari og eindrægnari til land- varnar eptir það, er Jakob konungsson tók við stjórn. Kom þá hik á Eng- lendinga, með því að þeir voru og liðs- fáir nokkuð, en vetrarríki mikið, miklu skæðara þeim en herafli Afgana. Hefir því lítið eður ekki orðið til tíðinda með þeim síðan um jól; hvorir haldið sínum stöðvum, Englendingar þó engan veg- inn óttalausir, með því að fjallbúarnir, þeir, er þeir höfðu ráðið undan Ala konungi, hafa snúizt aptur til hollustu við son hans og veitt þeim árásir í opna skjöldu. Nú er nýfrjett, að Ali kon- ungur sje dauður, af fótarmeini, og sonur hans tekinn til konungs, og kvað hann hafa boðizt tilfriðar. En vansjeð er að svo stöddu, hver verða málalok. það er öllum kunnugt, að Bretar eiga eitt útbúið í Afríku sunnan til (Kapland m. m.). Jpeir hafa fært það út smámsaman, eptir föngum, og fengu síðast í fyrra mikinn landauka þar að austan og norðan, sem áður var þjóð- veldi sjálfu sjer ráðandi, og hjetTrans- waal. Jpá komust þeir í deilu við ná- granna sína að austanverðu, blámanna- þjóð þá, er Zúlú-Kaffar nefnast, hreysti- menn mikla og herskáa. Fyrir þeim ræður konungur sá, er Cetewayó heitir, hinn mesti grimmdarseggur og harð- stjóri. Hann hafði vegið bræður sína marga hvern á fætur öðrum til að kom- ast til valda. Fyrir nokkrum árum fóru þeim orðsendingar á milli Cetewayó konungi og landshöfðingja Breta þar syðra. Jpað eru lög með Zúlú-Köffum, að hermenn mega eigi kvongast utan með konungsleyfi, en þar eru allir vopn- færir menn hermenn, frá því þeir eru 15 ára til sextugs aldurs. Konungur velur þeim sjálfur konur og lætur heil- ar hersveitir drekka brúðkaup sín í einu lagi, eins og Napóleon og Viktoría gjörðu á Heljarslóð forðum(!) Einu sinni gjörð- ust konur þær, er konungur hafði val- ið einni hersveit sinni, svo djarfar að neita boði hans um hjúskapinn; þótti mannsefnin eigi nógu ung og sum í ó- fríðara lagi. Konungur ljet höggva þær allar — og síðan ættingja þeirra, er þeir ætluðu aðjarða líkin, — utan fáeinar, er undan komust og flýðu á náðir Breta. Jpá var það, að landshöfðingi gjörði menn á fund hans, og bað hann mýkja stjórn sína og ljetta grimmdarverkum og manndrápum. Cetewayó svaraði: „pað er satt, jeg læt drepa menn, en það skaltu eigi imynda þjer, að þetta, sem jeg er búinn að láta drepa, taki þvi, að vera að minnast á það. Hvers vegna eru hinir hvítu menn að fást um það, sem ekkert er? Jeg er ekki far- inn til ennþá. Nú ætla jeg að fara til; það er þjóðarsiður hjer í landi, og þann sið ætlajegað halda. Mínir menn hlýða eigi, nema það megi drepa þá. Far þú!" mæltihann við oddvita sendimann- anna, „og segðu Englendingum, aðjeg ætli mjer að fara að eptir mínum geð- þótta; fari þeir fram á, aðjeg taki upp þeirra lög, fer jeg burt hjeðan og flyt mig búferlum; en þeir skulu samt kenna knúa minna áður. Far þú! og seg þetta hinum hvítu mönnum, og láttu þá heyra það almennilega". Jpennan kumpán eru nú Englendingar komnir í stríð við, raunar löngu, fyrir nærri heilu ári, en það þótti svo smávægilegt, að naumast sætti neinum tíðindum. J>að var kunn- ugt að vísu, að Cetewayó var miklu lið- fleiri en Englendingar, hafði um 50 þús- undum vígra manna á að skipa til or- ustu, og það afreksmanna að vaskleik og harðfengi, en Englendingar eigi meira en 12—14 þúsundum þar syðra, og meira hluta þess af þarlendu kyni (blámannakyni), erjafnan þykir ótraust- ara til fylgdar en hið enska lið; en þeir treystu svo vopnum sínum og herkunn- áttu, að ekkert væri að óttast, hversu mikill liðsmunur sem væri. — En um miðjan f. m. bárust þau tiðindi hingað í álfu, að Englendingar hefðu beðið gjörsamlegan ósigur fyrir liði Cete- wayós konungs i orustu 23. jan., við ána Túgela, og hefði fallið þar hvert mannsbarn af einni hersveit þeirra (12 —1400), þar á meðal 60 yfirmanna af göfgustu höfðingja-ættum á Englandi. Jpóttu þetta hin verstu tíðindi heima á Englandi, sem nærri má geta, og þó meiri skapraun en skaði að biða lægra hlut fyrir slíku hundþýði, sem þeim Zúlú-Köffum; því mannfallið var þó eigi mikið að tölunni til, þótt það væri mikið af eigi meira liði en til er þar syðra. Jpað fylgdi og hrakfallasögu þessari, að líf og eignir enskra manna

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.