Ísafold - 25.03.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 25.03.1879, Blaðsíða 4
32 ir öðrum um kjörvíti, og þráttuðu út af þvi fyrstu vikuna framan af þinginu. Varð sú niðurstaðan, að fresta skyldi staðfestingu á kjörbrjefum 6 hægri- manna og i úr flokki vinstrimanna, meðan málin væri rannsökuð. En þvi er ólokið enn að mestu, og verða hægri- menn liðfærri en Bergsinnar á meðan. Annars heíir allt gengið skaplega þetta þing, það sem af er, og mörg þarfleg mál höfð á prjónunum; vinstrimanna fylkingarnar ekki eins öndverðar hver annari og í haust. Á St. Croix hefir ekki verið minnzt aptur. Daginn eptir að þing var rofið sendi fjármálaráðherr- ann, Estrup ráðaneytisforseti, landsstjór- anum á Vestureyjum þau skeyti, að hann mætti hjálpa bænd’um á St. Croix um samtals x/2 milj. kr. í „skrifstofuláni“. í frjálsum samskotum söfnuðust hjer i Danmörku rúmar 40 milj. kr. handa eyjarskeggjum. Hinn 21. desbr. stóð brúðkaup þeirra þyri konungsdóttur og Ernsts hertoga af Cumberland, með mikilli dýrð og viðhöfn, og miklum fagnaðarbrag af hálfu almennings. Hjónavígslan fór fram í kirkjunni hjá höllinni Kristjáns- borg hjer í bænum ; Martensen Sjálands- biskup gaf saman. í kirkjuna komust eigi nema stórhöfðingjarnir karlar og konur, klerkar og þingmenn. Höfuð- staðurinn allur logum skrýddur, utan húss og innan, margvíslega litum og haglega niður röðuðum. Hljóðfæraslátt- ur á torgum og gatnamótum. Gosbrunn- ar. Flugeldar. Krossarigning mikil og náðarsamleg samdægurs. Brúðargjafir hinar dýrlegustu og fásjenustu, frá ætt- fólkinu, kongum og keisurum. Brúð- hjónin dvöldu hjer fram yfir nýár; fóru þá suður í Vín; þar á hertoginn höfð- ingjasetur, skammt frá borginni. 120,000 kr. skyldi þyri hafa í heimanmund og á ríkisþingið að veita það fje. í brúðkaupi hertogans voru nokkr- ir vinir hans frá Hannóver. Skömmu síðar fóru ýms blöð á þýzkalandi, þau er stjórnin er helzt bendluð við, að hafa orð á því, að þessum gestum frá Hann- óver hefði verið betur fagnað hjer í höfuðstaðnum, bæði af konungi og öðr- um höfðingjum, heldur en vel sómdi þeim er heita ætti í vináttu við keis- arastjórnina þýzku, þar sem alkunnugt væri, hver ráð hertoginn og hans sinn- ar bærust fyrir, hvorki meira nje minna en að komast til ríkis í Hannóver og ráða landið þannig undan rikinu aptur. Danir sóru sig og sárt við lögðu, að hjer hefði ekkert undir búið nema sak- laus gestrisni. Eigi ljetust hinir vilja trúa því, og svöruðu enn ónotum. Danir ráðgjöra nú, að hætta við að bjóða öðrum til háskólahátíðar sinnar f vor en náfrændunum, Svíum og Norð- mönnum, svo og Finnum, til þess að þurta eigi að fagna þjóðverjum meðal gesta sinna. D. B. Adler kaupmaður og Brock hæstarjettarmálsfærslumaður, en báðir landsþingismenn, dóu báðir í desembr.; aðrir eigi nafnkenndir. Nordenskjöld prófessor hinn sænski hefir orðið innifrosta á skipi sínu „Vega“ 1 haust einhverstaðar norður í íshafi, og ekki komizt alla leið, suðurum Be- ringssund, eins og hann ætlaði sjer, samsumars. Hvalveiðamaður frá Norð- ur-Ameríku heldur sig hafa sjeð skip hans í haust eða frjetttil þess í ís eigi mjög langt norður úr Beringssundi. En hvort sem það er rjett til getið eður eigi, er Nordenskjöld talið óhætt; svo var skip hans traustog útbúnaður allur hinn bezti. Bandamenn í Norður-Ameríku kusu menn til allsherjarþings í vetur snemma, og varð liðsafli flokkanna samur og áð- ur. Bayard Taylor, sendiherra þeirra í Berlín, dó í vetur á bezta 'aldri. Hann var skáld gott og fræðimaður. Hann kom til íslands á þjóðhátiðinni. Gufuskip stórt, er „Pommeranía“ hjet, sökk i Frakklandssundi í vetur, 25. nóvbr., fyrir ásigling annars skips. Meira hluta farþegja varð bjargað: týndust um 60. Skipið var á ferð milli New-York og Hamborgar, í i2 8.sinni; var þó eigi eldra en 5 ára. K.hÖfn 6. marz 1879. Danir mjög þungorðirtil þjóðverja út af Sljesvíkurmálinu, og þeir aptur til Dana enn út af brúðkaupi f>yri kon- ungsdóttur, og konungsefnis Hannóvers- manna. Bismarck kvað hafa heimtað „Fædrelandet" lögsótt fyrir illmæli um keisarann: brígslyrði um eiðrof, er hann láti óefnt eiðbundið heityrði sitt um að skila Dönum aptur Norður-Sljesvík. Eru Danir nú jafnvel orðnir svo felmts- fullir út af öllu saman, að margir hafa lagt trúnað á þann kvitt, er upp hefir komið hjer í borginni fyrir fám dögum, að Bismarck setji þeim tvo kosti: að ganga inn f hið þýzka keisarariki, en berjast ella! En þess þarf ekki að geta, að fyrir slíku er enginn fótur, að vitni þeirra, er um geta borið. — það er nú í almæli, að háskólastjórnin muni snúast aptur á það ráð, að hafa fræði- menn af öllum Európuþjóðum í boði sínu á afmæli háskólans í vor, f>jóðverja jafnt sem aðra. — Úr sumum plássum að austan og norðan frjettist með norðanpósti mikil harðindi; var sum- staðar, t. d. i Kinn búið að hafa allar skepnur á gjöf i rúmar 20 vikur. — Einn björn var unninn á Haganesi í Fljótum. Var bessi skotinn meðan hann var að snæða hákarl i hjalli. Tveir aðrir sáust snúa heim á leið með hafísnum. — Einar alþingism. Gíslason, þingmaður Suður- Múlasýslu, hefir sagt af sjer þingsetu. — Afli er nú ágætur i Garði og Leiru, oghjer á Innnesjum og Akranesi vel fiskvart. Vöruverð hjer i Reykjavík er síðan póst- skip kom; rúgur (200 pd.) á 16 kr., bankabygg 28 kr., mjöl 18 kr., kaffi (pundið) 75 aura, kandíssyk- ur 45 aura, hvitur sykur 40 aura. Veitt brauð: 21. þ. m. veitti landshöfð- ingi Hallormsstað fyrverandi prófasti síra Sveini Nielssyni R. af Dbr. — 19. s. m. Mývatnsþing sira Stefáni Jónssyni presti að þóroddsstað. Hitt og þetta. — í „Heilbrigðistíðindum" Dr. Hjaltalíns Nr. 2 1879, greininni um „smáskamtalækningar“, bls. 16 stendur þannig orðuð málsgrein: „Á hinn bóginn vona jeg, að þessir hálfgjörðu sálar- krypplingar, sem með ýmsum háðsfullum blaða- greinum eru að liggja mjer á hálsi fyrir það, að jeg nú sem fyrri voga að lypta penna mínum gegn þess- um köppum, þvi svo hraustur er jeg enn fyrir hjart- anu, að slikt mun naumast koma mjer til, að taka Hofmannsdropa eða homöopathanna Aconit og Bryo- nia, og jeg hefi heldur ekki brjóst til að eyða Ar- senikinu frá beljunum hans Dr. G. Th. eða sírajak- obs á Sauðafelli11. — Spurning: Hvað er það, sem landlæknirinn vonar um „þessa hálfgjörðu sálar- krypplinga?" J>eim leiðist eptir eptirsetningunni. Auglýsingar. Til skotmanna og sjó?nanna. þ>að eru vinsamleg tilmæli mín og bón til allra þeirra, sem skjóta fugla, að þeir vildi gjöra svo velogláta nátt- úrusafn skólans njóta þeirra, annað hvort gefins eða fyrir peninga. Verði sjald- gæfir fuglar skotnir, þá bið jeg um að sýna mjer þá og heldur koma til mín en kaupmannanna, sem ekkert meira gefa fyrir þá, heldur svipta oss þeim alveg og flytja þá út úr landinu, þar sem fuglarnir annars mundu verða geymdir hjer, og þeim ekki fargað. Fuglar mjög langt að verða að stopp- ast út, nema frost sje. Vjer höfum orð- ið af mörgum fágætum fuglum, af því enginn kom með þá til mín, heldur fóru þeir allir i búðirnar; til hefir og viljað, að kaupmönnum hefir verið seldur fugl fyrir sama verð og jeg bauð, í stað þess að láta safnið og landið verða í fyrir- rúmi. — Nú sem stendur óska jeg að fá þessa fugla, sem hjer verðanefndir (þó sumir þeirra fáist ekki fyr en í sumar): Uglu, örn, álpt, fálka, rjúpu í sum- arfjöðrum (frá byrjun aprílm.); heiðlóu (í sumarfjöðrum, frá aprílslokum); kjóa, sk.úm, skarfa, kríur. Smáfugla (snjó- titlinga, steindepla, maríuerlur, músar- rindla, auðnutitling o. s. frv.). þ>ær myndir, sem til eru af þeim fuglum, sem kallaðir eru þessum nöfn- um, eru ekki ætíð áreiðanlegar, og ríð- ur því á að fá þá til samanburðar og leiðrjettingar. jeg skal samtgetaþess að jeg kaupi ekki fuglana með afar- kostum eða fyrir ókjör, og vona jeg menn sýni fremur sanngimi og velvild til náttúrusafnsins í þessum hlut, held- ur en tóma hagnaðarlöngun. Við þetta tækifæri mælist jeg og til, að sjómenn muni eptir mjer með fágæt sjókvikindi, og láti mig einnigvita, ef þeirfásjald- gæfa fiska, svo sem hámeri, karfa guð- lax, geimef, blágómu eða þess konar, svo jeg annað hvort geti keypt það, eða eigi kost á að mála það. Reykjavik, 6. raarz 1879 Benedikt Gröndal. (Onnur blöð á landinu bið jeg um að taka þessa auglýsingu). Seinast liðið haust voru mjer dregnar tvær kind- ur veturgamlar, svartur kyrningur, og hvíthyrnd gimb- ur, með mínu marki: hvatrifað, og gagnstigað hægra geirstúfrifað vinsíra. Kindur þessar get jeg ekki átt með öðru móti, en þær hafi, mjer óafvitandi ver- ið fóðraðar, af öðrum. Hver sem kynni að eiga mjer sammerkt, og getur helgað sjer kindur þessar; leiti andvirðis þeirra til mín, og semji sem allra fyrst við mig um markið. Borðeyri 25. jan. 1879. Cnr.R. J. Hall. Ritstjóri: Grímur Thomsen, doctor phil. Prentsmiðja ísafoldar. — Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.