Ísafold - 03.04.1879, Síða 2

Ísafold - 03.04.1879, Síða 2
38 engin hlutabrjef út gefiff fyrir stofnan- irnar; hefir meining þess því ekkiver- ið, að skylda hina íslenzku hluthafend- ur til, að sæta þeim kjörum, sem hluta- brjefin setja þeim, sem þau hafa í hönd- um. Enda á þetta svo að vera, því samningurinn milli Islendinga og ije- lagsins, og hin öndverðlega afkonungi staðfesta samþykkt frá 4. jan. 1752 eru þau einu lög, sem málið á að skoðast eptir og þeir að dæmast eptir. 4. Stofnununum var á legg komið fyrir það íje, sem Friðrik konungur V., hásællar minningar, gaf landinu til al- mennrar og æfinlegrar nytsemdar. Sú 25000 ríkisdala upphæð, sem stofnanirnar því standa fjelaginu í, er opinbert fje, sem ekki má ganga til þurðar við neinn halla, sem verzlunin kynni að líða, enda er það gagngjört tekið fram í samningn- um. f>ar af leiðir, að eins og höfuð- stólnum —þeim 50 hlutum, hverjum á 500 rd., — sem í verzlunina hefir verið settur, á að 2oárafresti, að aptur skila óskertum, eins liggur vörzlubyrgðin (onus conservationis) ekki á hinum ís- lenzku hluthafendum, heldur á verzlun- arfjelaginu, semhefir afnot innstæðunnar. 5. En eigi maður nú að fylgja röksemdaleiðslu fjelagsins, þeirri, sem sje, að hinir íslenzku hluthafendur stofn- ananna, með því að vera orðnir fjelag- ar verzlunarfjelagsins, sjeu undir þess ályktanir gefnir, þá verður þess að gæta: a., að þeir, hvorki eptir samningi, nje eptir út gefnum hlutabrjefum (því þau eru engin út gefin) eru skyldir til þessa. jþað getur þó ekki verið undir getgát- um komið, hvort landið á að greiða 5000 rd. í viðbót við þá 25000 rd., sem það á inni hjá fjelaginu. b., Hefði land- ið 1765 svarað þessum 25000rd., og sið- an í viðbót 5000 rd., þá væri upphæð sú, sem eptir samningi aptur átti að greiða að 20 ára fresti, orðin 30000 rd., því sje það ekki meiningin, að hin önd- verðlega upphæð vaxi við þau tillög, sem heimtuð eru af landinu, þá getur fjelagið eptir því krafizt hverrar upp- hæðar, sem því líkar, t. d. 5000 ríkis- dala fimmta hvert ár af þeim 20, sem um er samið, og fengi fjelagið með því stofnanirnar fyrir ekkert. c., Fyrsti póstur í uppástungu hinna helztu íslenzku hluthafenda frá 20. júní 1763, sem samn- ingurinn er á byggður, sannar: að stofn- anirnar, er metnar voru til vissrar upp- hæðar, eru eingöngu afsalaðar fjelaginu til notkunar, þó svo, að það greiði hlut- hafendum 6 af hundraði. Að þessu síðasta vildi fjelagið ekki ganga, en bauð í þess stað fram 25000 rd. (í 50 hlutum í fjelaginu), sem skyldi bera hluthaf- endum sama arð, eins og hverjir aðrir 50 hlutir í fjelaginu. Væri enginn á- gróði við verzlun fjelagsins, sem sam- einuð var stofnununum, þá skyldi sama yfir landið ganga. 6. Allt fyrir það hefir Qelagið 10. desbr. 1765 ályktað, að vilji íslending- ar ekki greiða það 5000 rd. tillag, sem heimtað hefir verið, þá skuli selja inn- stæðu hluthafenda við opinbert uppboð, og er sú rjettarkrafa lögð fram fyrir konunglega dómsnefnd, að innstæðunni skuli vera fyrirgjört, þvertámóti samn- ingnum og þeirri af konungi staðfestu samþykkt (16. gr.), er segir svo fyrir, að stofnanirnar skuli vera friðhelgar fyrir fjárnámi, nema í landráðasök, og hefir þó fjelagið í 3. grein samningsins gengið að samþykktinni. þessari með- ferð málsins af hálfu fjelagsins mótmæl- um vjer og krefjumst að samningurinn og samþykktin sje haldin. 7. Hinir íslenzku hluthafendur kæra aptur fjelagið um þær sakir, er nú seg- ir: a. Að 1765 hefir þeim 28 ríkisdöl- um af hverjum hlut -— af 50 hlutum 1400 rd. — verið aptur haldið, sem ís- lendingum ber með rjettu. b. Að hlut- hafendur hafa orðið fyrir sama halla 1766 og 1767*; hefir þeim jafnvel ekki verið sagt til, hvort nokkur arður hafi þessi tvö ár verið af innstæðunni, eður ekki, sem þó mun verið hafa. c. Að fjelagið hefir aptur haldið 2000 rd. af þeim 5000 rd., sem það, eptir samningi (1. gr.), átti að greiða; krefjumst vjer því þess, að upphæð þessi sje goldin með vöxtum fyrir þrjú ár. 8. Hvað snertir húsbrunann (stofn- anabygginganna) í Reykjavík þann 27. marz 1764, þá vildi það slys til eptir að stofnanirnar voru fjelaginu samein- aðar, og á því tjónið ekki að falla á hluthafendurna. þ>ví, þó samningurinn væri undirskrifaður 2. apr. s. á. og þvf nokkru eptir húsbrunann, þá segir þó í 1. gr. samningsins, að stofnanirnar sjeu fjelaginu afhentar frá nýári 1764. 9. Síðast kemur það, sem fyrst hefði átt að vera, sem sje, að bjóða fje- laginu sætt, því friður og samlyndi milli landsins og verzlunarinnar, var það mark og mið, er menn höfðu með samningn- um, og sem allt of mjög skorti í tíð hins fyrra verzlunarfjelags (hörmang- aranna). Reynslan er búin aðkenna,að þras og málaferli milli landsins og kaup- mannastjettarinnar ollir hvorum tveggja tjóns og trega. Hafa allir greindir menn sjeð, að gagnlegast er, að land og kaup- menn lifi í líku sambandi eins og tvær hendur á sama líkama. Bessastöðum, 20. ágúst 1707. Fyrir hönd landsins og sjálfs sín Ó. Stephánsson. Auk þessa lagði Olafur ávallt gott til, meðan Skúli átti í stríðinu við fje- lagið, þó hinum siðari þætti hann ekki nógu ötull, og þó þeir ættu ekki lund saman. Ólafur flutti sig að Innrahólmi 1779, gipti þar f>órunni dóttur sína Hann- esi biskupi Finnssyni 1780, og fjekk 1783, nokkuð hastarlega, lausn með 400 ríkisdala eptirlaunum frá amtmannsem- bættinu norðan og austan. í æfiminn- *) Skúli fógeti reiknaði 4 ára leignamissi af þess- um 1400 rd. ingu hans (Viðey 1820), er sagt „hann hafi fengið lausn í náð, þar eð hann, þá á cfra aldri (52 ára!) eptir 19 ára þjónustu í amtmannsembætti, treystist ekki til, að yfirgefa ættmenn, hús og eignir á suðurlandi, en flytjast búferl- um til norðurlands“. Sje þetta rjett, þá er lítt skiljanlegt, hvernig hann fór að fá eptirlaun. Enda mun hjer eitthvað óglöggt. Hitt er víst, að ávallt var grunnt á vinfenginu milli hans og Jóns konferenzráðs Eiríkssonar, sem aptur á móti, var Stefáni varalögmanni þóraritis- syni, eptirmanni Ólafs í embættinu, mjög hlynntur. Á meðan Olafur var embættislaus, frá 1783 til 1787, stundaði hann sjer í lagi búskap og garðarækt, hjálpaði stór- kostlega í þeim hörðu árum, sem þá dundu einkum yfir suðurpart landsins, tók til sín tengdason sinn Hannes bisk- up og skyldulið hans, þegar jarðskjálft- inn mikli 1784 varpaði um koll húsum Skálholtsstaðar, varð fjelagi lærdóms- listafjelagsins íslenzka, sem stofnað hafði verið 1779—80 fyrir forgöngu Jóns kon- ferenzráðs Eiríkssonar, Olafs prófessors Olafssonar í Kongsbergi, J>órarins Sig- valdasonar Liljendals, Thodals stiptamts- manns og fleiri landsvina, og samdi þá flestar af þeim snilldarlegu ritgjörðum, sem eptir hann liggja í ritum fjelagsins: 1. Um ceðarvarp (1784). 2. Um gagns- muni af sauðfje (1785). 3. Um not af nautpeningi (1786). 4. Um sjávarafla. 5. Um jafnvœgi bjargrœðisveganna (1787) og 6. Um hesta (1788). Ritgjörðin um jafnvægi bjargræðisveganna er máske merkilegust af þeim öllum, af því hún hefir svo að segja inni að halda þess manns búskapar-trúarjátning, sem öðr- um fremur var öllum bjargræðisvegum landsins gagnkunnugur, og hafði eins lagt sjávarafla eins og landbúnað á gjörva hönd. Sýnir hann þar fram á, að hnign- un velmegunar landsins, er ekkisvomjög umbyltingum náttúrunnar að kenna, sem peirri meginreglu, sem verzlun vor hefir fylgt, hvart hún hefir verið einok- unar eða ,fríhöndlunlí, að hafa fiski- veiðar í fyrirrúmi fyrir landbjörginni, og „uppörva ficer með öllum upphugsan- legum meðulum henni til ajdráttaru. þessi 4 embættisleysis ár voru honum og sjálfum hin blessunar- og sómarík- ustu. J>ví auk þess, að verja tímanum öðrum til liðsinnis og uppfræðslu, hafði hann og þá gleði að sjá viðburði sína til almennings heilla, rjett metna bæði af löndum sínum og af stjórninni. Veg- ur hans innanlands var aldrei meiri, enáþessum árum; ogkonungur sæmdi hann hinum sjaldgefna stóra gullpen- ingi pro meritis (fyrir verðleika) árið 1785, og -árið eptjr (1786) með verðlaunum fyrir kálgarðarækt. En — hvort sem Olaf langaði sjálf- an aptur inn í embættisstöðuna, eða stjórnin vildi ekki án hans vera; árið 1787 kom Reventlow greifi og stjórn- arherra, eptir eldri uppástungu Thodals

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.