Ísafold - 03.04.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.04.1879, Blaðsíða 4
40 ekki að eins skyldum, heldur einnig þeim mörgu vandalausu, ekkjum og munaðarleysingjum, sem hann hafði tekið að sjer, þar á meðal dóttur og tengdadóttur Skúla landfógeta. Ekki var Olafur, heldur en Skúli, neinn framúrskarandi lærdómsmaður, en hann hafði einkar ljósar og liprar gáf- ur, og ágæta greind bæði í bóklegu og verklegu. Auk þeirra ritgjörða, sem áður eru nefndar, liggja eptir hann tvær merkilegar bækur, þó stuttar sjeu: i. Undirvísun í reikningslistinni og al- gebra, Kaupmannahöfn 1785, fyrirskip- uð skólabók á Islandi með konungs- brjefi 10. febr. 1786, og 2. stutt ágrip af verzlunarsögu Islauds frá 874 til 1783, á dönsku, Kaupmannahöfn 1798, hvort- tveggja snilldarlega samið. Auk þess hver umsýslumaður hann var í landbún- aði, og hver stákur útsjónarmaður t. d. með skepnuhöld, var Olafur, meðan hann bjó í Sviðholti, á Innrahólmi og í Við- ey mikill útvegsbóndi til sjávarafla; fór honum það, eins og annað, vel úr hendi; aflaðist bæði vel og þótti gott að róa á vegum hans, en fljótt yfirgáfu þeir þorskanetin nafnarnir, stiptamtmaður og ráðsmaður hans Olafur smiður, sem lengi var formaður, og munu þó báðir hafa haft greindávið hvern meðal-sjáv- arbónda á vorum dögum. Olafur var ljúfur og glaður í við- móti, fremur örlyndur, en þó stilltur vel; enda fann hann, að sögusögn kunnugra, að Magnúsi syni sínum, að hann væri ekki „nógu móderat“. Hann var tæp- ur meðalmaður á hæð, stórleitur í and- liti, ljettur og lipur í allri framgöngu, fljótmæltur, hófsmaður mesti. Eigi að benda á nokkurn skaplöst hans, þá var það helzt að honum fundið, að hann væri ekki laus við hjegómagirni, og heldur hugdeigur, þegar honum bar vanda að höndum. Af þeim mörgu höfðingsbrögðum, sem eptir hann liggja, skal sjerstaklega getið gjafarinnar til Vindhælishrepps. Gaf hann þessum fæðingarhreppi sínum, með gjafabrjefi dagsettu 30. sept. 1797 (gjöfin er eigin- lega frá 1771) jarðirnar Márstaði (50 hundr., eptir nýja matinu 17 hundr.), Hof með Kötlustöðum (60 hundr., nú 30 hundr.), Marðarnúp (70 h., nú 35 h.) og Gilá (20 h., nú 10 h.); skyldu 20 kúgildi fylgja jörðum þessum, landskuld- inni og hálfum leigunum varið handa þremur ráðvöndum ekkjum eða ekkil- um, sem ómaga hefðu fram að færa, en sýslumaður oghjeraðsprófastur skyldi hafa helming eigna í ómakslaun fyrir umsjón jarðanna og útbýtingu gjafanna. En ekkert lýsir þó betur greind hans og góðfýsi, en viðleitni hans í harð- indaárunum 1785 og þar á eptir að hjálpa við þurrabúðarfólki á Akranesi með því að styðja það til að hjálpa sjer sjálft. Bauð hann að láta á sinn kostn- að byggja býli á lóð sinni á Skipaskaga, á flötinni milli Ivarshúsa og Teigakots, skipta þeim í tveggja kúa velli, hjálpa um kýr, eptir því sem grasneytin bæri, að hver buenda þessara, ef bátseigandi væri, skyldi róa á sinu eigin fari, en þeim, sem enga ferju ætti, bauð hann bát eða skip frá sjálfum sjer upp á hálfan hlut. Ekki var Olafur annar eins fram- kvæmdar sizt kappsmaður, eins og Skúli Magnússon, en drjúgari var hann og hamingjumeiri sjálfum sjer. þ>ó bendir æfi hans ljóslega á það, að fullkeypt mun hverjum íslendingi að hafa æðstu völd hjer á landi. Olafur var bæði þjóð- hollur og drottinhollur, sem ekki er ávallt samfara; hann var lipur og stillt- ur, greindur og góðsamur, og, sem [aldr- ei skaðar, þar á ofan höfðingi og auð- maður. Engu að síður tókst öfund danskra og íslenzkra embættismanna, að merja hann úr völdum fyrir litlar sakir. „Hver, sem sáir, hann upp sker.“ þ>að er gleðilegur vottur um þann áhuga, sem vaknað hefir hjá sóknar- mönnum mínum, fyrir menntun og upp- fræðingu til framfara, að nokkrir af hin- um yngri mönnum, einkum í Hvalsnes- sókn, hafa tekið sig saman um, að láta rita sig fyrir árstillagi til barnaskóla vors, sem liggur þó fjarst þeim, og hafa þess vegna orðið hvatamenn annara, sem nær eru skólanum, oghafaþegar notið góðs af honum. Jeg vil minnastþessa þeim til sóma, og einkum honum, sem geng- izt hefir fyrir þessu. Síðan barnaskólinn stofnaðist, hafa 4 í Utskálasókn og 1 í Hvalsnesssókn greitt árstillag til hans, en það hefir svo litlu munað frá svo fáum, en von- andi er, að fjelagsmenn hjer fyrir innan Skaga fari nú að fjölga, þar sem allir mega sjá þá brýnu nauðsyn, að skólan- um verði haldið við, en hann eflist eptir því, sem fleiri börn ganga á hann, og fleiri verða til að hlynna að honum. (það er vonandi, að þeir, sem efn- aðir eru, láti sig ekki muna um, að leggja sinn pening í guðskistuna, þar sem börn fátælclinganna eiga hlut að máli, og sjái, að meiri „renta“ verður af þeim peningi, sem til guðs þakka gefinn er fátækum í þessu skyni, held- ur en þó þeir spari hann, til að láta hann liggja eptir sig handa erfingjunum, sem þá mundi lítið muna um. þ>eir vita eigi heldur, þó sjálfir sjeu orðnir gamlir, nema barnabörn þeirra eða aðr- ir ættingjar, kunni á sinum tíma, að verða aðnjótandi hinnar nauðsynlegu menntunar í skóla þessum. Ef slíkum stofnunum verður eigi haldið við, hljóta þær að falla niður og þá kynni einhver að kenna þeim um, sem gátu stutt, en vildu ekki sinna því. — Jeg vona, að slíkt komi ekki fyrir í þessum sóknum, sem eiga svo marga eðallynda menn, sem vel hafa byrjað, og sem heldur munu ekki slita ástfóst- ur við skólann, meðan þeirra nýturvið. J>au dæmi hafa gefizt, að menn við gleðileg atvik eða breytingar í lífi þeirra, og hafi þeim viljað til einhver óvænt heppni, eða ef óskir þeirra og vonir hafa ræzt eða úr raunum raknað, — að þeir fundið hafa hvöt hjá sjer, að gefa með ljúfu og góðfúsu hjarta, til stofn- ana þeirra eða fyrirtælcja, sem þeir sáu eða vonuðu, að rnundu verða mannfje- laginu eða sóknar- og sveitarfjelaginu, til gagns og heilla, og hefur slíkt þótt verðugra manni og viðfeldnara en áheit sumra, sem nú tíðkast. J>annig var það hjer á þjóðhátíð vorri, að sóknarmenn hjetu þá gjöfum, sem þeim var svo ljúft og ljett: Kirkjuvogskirkju sóknarmenn gáfu kirkju sinni prýðilegan prjedikunarstól, Hvalsness sóknarmenn vandaða væna kirkjuklukku, og í Utskálasókn gáfu þá nokkrir peninga til barnaskólans, sem settir voru á vöxtu. Jeg mun seinna birta nöfn Qelags- manna þeirra, sem eru velunnarar skól- ans, og óska að þeim yrði eptir von sinni og ætlun, að barnaskólinn hjeldist við, og yrði sókna- og sveitarfjelagi voru til andlegra heilla og framfara. Útskálum, 20. febr. 1879. S. B. Sivertscn. Póstskipið „Phönix“ fór af stað hjeðan 27. f. mán. Með því tóku sjer far: Sigmundur Guðmundsson prentari, frú Kristensen úr Hafnarfirði; verzlun- armennirnir: Georg Thordal úrReykja- vík, Jóhann Möller, faktor á Blönduósi og Einar borgari Jónsson af Eyrar- bakka; vesturfari einn, Jón að nafni, austan úr Múlasýslu, o. fl. Verzlunarskipið „Sigþrúður“ kom hingað 29. f. m.; hafði hún farið frá Kaupmannahöfn 16. s. m. Með henni komu engin dagblöð, en eitt brjef, ritað í Kaupmannahöfn ii.marz, og eru þetta hinar helztu frjettir, er í því eru ritaðar: „Ástandið í Rússlandi er talið svo ískyggilegt, að búast megi við upp- hlaupi þá og þegar; þar í landi er leynilegt fjelag, er hefur sett sjer sem mark og mið, að refsa „böðlum hinnar rússnesku þjóðar“, og hefur það fjelag gjört kunnugt, að það hafi látið drepa landshöfðingjann í Charkow vegna grimmdar hans og ranglætis við frelsis- menn. Nú er komin út auglýsing um, að sjúkdómstilfellið í Pjetursborg, sem svo mikið var um talað, hafi verið væg pest, og í Berlín kvað vera kominn upp „Plet-typhus“, sem sagt er að sje fyrirboði pestarinnar.“ í blaðinu „The Scotsman11 er það ritað 12. marz, að sú hraðfrjett (Tele- gram) hafi komið frá Pjetursborg 10. marz, að þar gangi megn depil-tauga- veiki (Plet-typhus), og 2 menn hafi þar dáið úr Síberíu-pestinni (svarta dauða). Sirand. Sunnudagsmorguninn 30. f. m. strandaði verzlunarskip eitt vestur afþ>or- móðsskeri fram undan Mýrum. Menn komust allir á minni skipsbátinn, og náðu landi á Akranesi. — Skip þetta kom frá Bergen og átti að fara til Snæbjarnar verzlunarstjóra porvaldssonar á Akra- nesi; hafðiþað haft hraða ferð fráNor- vegi til íslands, en villzt síðan inn á Breiðafjörð og misstþar skipsbátinn hinn stærri. Síðan hjelt það suður fyrir Snæ- fellsjökul, en villtist þá enn og lenti of vestarlega í flóanum. Skipstjóri er sagð- ur norskur maður. A skipinu var einn maður íslenzkur, C. Miiller, verzlunar- maður frá Skagaströnd. Ritstjóri: Grímur Thomsen, doctor pliil. Prentsmiðja ísafoldar. — Jóliannes Vigfússon.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.