Ísafold - 06.05.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.05.1879, Blaðsíða 2
50 ingjar, eða landið allt saman, bæði lóð- ina, húsin og önnur mannvirki, sem á lóðinni standa. þessu svipað fyrirkomu- lag ætti, eftilvill, bezt við hjerálandi, þegar um þá er að ræða, sem án þess að taka hjer bólfestu, vilja eiga hjer fasteign eða önnur „auðæfi í annara manna lönd“, svo sem náma, veiði, reka og því um líkt. Á stundum virðist ekki vera eins skarplega og gagnort til orða tekið hjá meiri hl., eins og æskilegt er í lögum. I 5. gr. (meiri hl.) segir t. d.: Hjáleigur eru hlutar úr jörðum, en eigi jarðir sjer, nema þær hafi sjer- skilin landamerki og sjerskilinn dýr- leika, það er sama sem að segja: hjá- leigur eru ekki jarðir sjer, nema þær sjeu jarðir sjer, eða: hjáleigur eru hlutar úr jörðum, nema þær sjeu ekki hlutar úr jörðum. Viðbætirinn „nema þær hafi sjerskilin landamerki" o. s. fr. á að falla burt, eins og á sjer stað hjá minni hl. (II. kap., 4. gr.). þurrabúðirnar koma fyrir hjá meiri hl. í 4. og 5. gr., hjá minni hl. í 6. og 12. gr. Hjer er þörf á rjettarbót, og hjer var tækifæri til að koma henni við. Allir vita hvert átumein þurrabúðir og tómhúsfólk er, og hefir lengi verið, í vel- megun landsins. Höfðu bæði meiri og minni hl. hjer dæmin fyrir sjer. Ekki vildi Grágás láta þess konar „óværu- eignir“ haldast við, það vissi þó minni hl. (sbr. minni hl. frv. ástæður, bls. 80). En hvorirtveggja þekkja Píningsdóm frá 1490, sem bannar alla búðarsetu við sjó, nema búðarmaður haji að minnsta kosti 3 hndr. í fríðu af að lifa, Frá þeim tíma allt til 1679 leiðst engin búðarseta við sjó, nema grasnyt fylgdi býlinu. Á þessu er enn f dag hin fyllsta þörf, því það er sannast að segja, að grasnytar- laus tómhús-skríll vinnur sveitafjelögun- um mesta ógagn. þurrabúðirnar ættu því að afnemast með öllu, þegar vjer fáum ný landbúnaðarlög. Danir hafa hentug lög um Udstykning og Sammen- lœgning, sem takmarka hvorttveggja, svo ekki má stækka jarðir og ekki búta þær niður um skör fram. því hugsaði minni hl. ekki eptir þessu, þegar hann var að skapa höfuðbólin með 50 kúa þunga (XII. kap.) ? Hægra mun reyn- ast, að skapa smábýli, sem fóðri að minnsta kosti eina kú, en höfuðbólin, sem fóðri 50. það skal lukka til, það verði yfir 4—-5 jarðir á öllu landinu af bændaeignum, sem með hlunnindum og öllu saman geti heitað höfuðból. Á hinu er meiri þörf, sjer í lagi við sjáv- arsíðuna, að hvert býli gefi ábúanda kost á, að hafa eitthvað annað sjer til munns að leggja, en fiskætið tómt, þeg- ar aflast, og þegar ekki aflast, eitthvað annað en lánskom og hreppsmeðlag. Beri maður 18. gr. meiri hl. sam- an við 74. gr., þá sje jeg ekki betur, en þessar tvær greinir í fjelagi hljóti að verða til þess, að kveikja málaferli mill- um landsdrottna og leiguliða. í hinni fyrri segir: Nú hefir maður eignazt reka í landi annars manns — — og er ekki ákveð- ið, hvað hver skal hafa af rekanum; á þá landeigandi öll álnarlöng kefli og smœrri.------- En í 74. gr. segir: Ef reki fylgir jörðu, og er hann und- an skilinn leiguliða-notum, þá skal leiguliði hirða við þann,-----leigu- liði skal hafa öll áhiarlöngkefii, og annan smærri við. Hjer þarf ljósari ákvörðun; því þó meiningin með orðunum, ef reki fylgir jörðu, kunni eiga að vera: þar sem reki er ekki leigður frá jörðunni, þá rís sú spurning upp allt að einu, eptir 18. gr., hvað fær leiguliði af rekanum, þar sem landeigandi á ekki nema álnarlöng kefli og smærri ? 1 36. gr. (meiri hlut.) er ítakseig- anda heimilað, að taka torf og grjót í ítakinu sjálfu í stýflur og girðingar, en í 37. grein er honum bannað að rista torf á hey sitt. Hvað kemur til þessa? Hvorttveggja virðist torfið jafn- nauðsynlegt. þ>á má hann, eptir sömu gr., ekki beita hrossum sínum í ítakinu meira en þörf er á. Um þörfina munu hrossin ein fær að dæma. Greininþar á eptir (38. gr. meiri hl.) ánafnar land- eiganda alla beit í ítakinu, þegar fjen- aður bítur meira gras en við, en ítaks- eiganda, þegar beita skal á skóg ein- göngu. Hver á þá beitina, þegar fjen- aður bítur minna gras en við, en þó ekki skóg eingöngu? jþegar til jarðabygginga kemur (VIII. kap. hjá meiri hl., XIII. kap. hjá minni hl.), þá felli jeg mig betur við minni en meiri hlutann. Meiri hl. gjör- ir landsdrottni að skyldu (63. gr.), að byggja jörð sína ekki skemur en 15 ár, minni hl. þar á móti (184. gr.), eins og eðlilegast er við alla samninga, í svo mörg ár, sem þeir verða ásáttir um. í 71. gr. (meiri hl.) segir: ekki máfráfar- andi vinna meira á jöroinni það vor, sem hann flytur þaðan, en til búþarfa sinna. —■ — Ef hann vinnur meira, eign- ast viðtakandi það. Er nokkur þörf á slíku banni? í 72. gr. (meiri hl.) stend- ur: „leiguliði á sókn allra þeirra mála, er rísa úl af brotum gegn leiguliðarjetti hans, en, ef hann ekki sækir, á lands- drottinn sókn þeirra mála“. Hver lík- indi eru til, að landsdrottinn höfði mál út af brotum gegn rjetti ieiguliða? þ>á. er rjettar hugsað og rjettar orðað hjá minni hluta(i87- gr.): „Leiguliði á sókn allra þeirra mála, er rísa út af leigu- liða rjetti hans, o. s. frv.“. Einnig er 188. gr. hjá minni hluta stórum betri, en 73- g'r- hjá meiri hluca, sem veitir leiguliða eina hættulega heimild, þar sem segir: „Eigi má hann (leiguliði) heldur, án leyfis landsdrottins, fá öðrum til af- nota nokkuð af hlyniiindum hennar (jarðarinnar) — — nema það sje í umskiþtum fyrir önnur hlynnindi, sem leigujörð hans þarfnasf1,. f»essi ákvörðun er einkar viðsjál og gæti, ef hún yrði að lögum, orðið til þess aðniðurníða hverja jörð undir yfir- skini laga og rjettinda, því hver sker úr, hvers hverjörð kann að „þarfnast“ ? því næst er 78. gr. hjá meiri hl. um hjúafjölda leiguliða óþörf og rangt hugs- uð eða orðuð. þ>egar meiri hl. síðar (í 82. gr.) gjörir ráð fyrir, að leiguliði skuli hafa fyrirgjört ábúðarrjetti sínum, ef hann níði leigujörð sína, þá kemur engum við, hve mörg eða fá hjú hann heldur til að vinna hana, enda má rækta jörð með fleiru en föstum hjúum; það má brúka daglaunamenn ogkaupafólk, sem ekki nefnast hjú í lögum vorum. Minni hlutinn hefir enga grein í líka stefnu. Aptur hefir 79. gr. hjá meiri hl. mikla hvöt til jarðabóta inni að halda. En það endurgjald fyrir jarðabætur, sem 81. gr. meiri hl. tiltekur, helming- ur þess, er jörðin hefir rífkað í verði fyrir jarðabœturnar, er varla heppilega tiltekið, þegar þess er gætt, hversu mjög þetta er undir verðlagi á jörðum yfir höfuð, undir árferði ogfleiru, kom- ið, hvernig slíkar jarðabætur verða metn- ar. Felli jeg mig betur við fyrirmæl- in í 196. gr. minni hlutans: liafi leigu- liði búið þar í 20 ár, eða lengur, skal engu launa honum jarðabæturnar; hafi liann búið þar 15 ár eða lengur, en þó skemur en 20, skal lúka honum fyrir þœr, sem eins árs hækkun í landskuldinni nemur, og að tiltölu þess meira, sem hann hefir unnið meiri jarðabætur á skemmri tíma. þ>egar meiri hlutinn í 84. gr. áskilur, að „landskuld og leig- ur fyrir næsta ár á undan, gangi fyrir öllum öðrum skuldum“, þá er þetta víst svo að skilja, að þær gangi næst á ept- ir skattaskuldum til landssjóðs (sbr. á- búðarskattalög 14. des. 1877, 6. gr.). í XI. kap. (um nýbýli) ætla jeg vera stóra apturför hjá meiri hlutanum frá tilsk. 15. apr. 1776. Býður meiri hl. nýbýlingum (130. gr.) ekki nema 2. ára eptirgjaldsfrelsi og 15 ára skattfrelsi (132. gr.). |>etta er lítil upphvatning. Minni hlutinn (XIV.kap. um almenninga) fer öllu nær hinni tilvitnuðu tilskipunar 9. gr., því hann býður (í 205. gr.) ný- býlingum landið til eignar. Enda virð- ist hvötin til að stofna nýbýli ekki mega vera minni. J>rátt fyrir hin góðu fyr- irmæli tilskip. frá 1776 hafa nýbýlin ekki fjölgað svo, að ástæða sje til, að draga úr þeim kjörum, sem hún bauð. Yfir höfuð virðist mjer minnihluta frumvarpið, þegar jeg undanskil stöku fornar, eða rjettara sagt fyrndar skoð- anir (t. d. höfuðbólin) lagalegra, ef jeg mætti'svo að orði kveða, en meiri hluta frumvarpið. það er eins og minni hlut- inn sje bæði eldri lögum vorum og laga- venju kunnugri, skarpari í hugsunum sinum, og hafi hugsað málið betur. Skal jeg t. d. enn þá taka eina grein fram hjá hvorumtveggja, sem jeg hafði vilj-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.