Ísafold - 06.05.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.05.1879, Blaðsíða 3
5X andi leitt hjá mjer, af þvi hún er ein af þeim, sem, að ætlun minni, ættu að gegn um ganga hreinsunareld hrepps- og sýslunefnda. þ>að er 107. gr. hjá meiri hl., 92. hjá minni hluta. Meiri hlutinn skipar svo fyrir: Hver maður, sem geldan pening d — —, skal reka hann á afrjetti, nema pað sje heimilað með almennri sveit- arsamþykkt, að sá peningur gangi í heimahögum, eða allir peir, er lönd peirra liggja saman, verði á pað sátt- ir------o. s. frv. Minni hlutinn: Nú rekur maður pening sinn á aðra afrjetti eða almenning, eða hann hefir hann í heimahögum, og skal hann eins fyrir pvígjalda fjall- toll afrjettarbónda-----; en laus er maður við að lúka fjallatoll, ef hann býr í eyjum úti, eða löggirðing er um land hans, eða og engar samgöngur eru á millum fjenaðar hans og ann- ara m^anna. — — þ>að er hægt að sjá, hver greinin er eðlilegri og sanngjarnari. Meiri hl. tekur ekkert tillit til hinna gildu und- antekninga frá upprekstarskyldunni, að menn búa í eyjum, eða á öðrum jörð- um, sem afskekktar eru annaðhvort af náttúrunni eða manna verkum. Aptur hefir minni hluta frumvarp eina grein inni að halda, sem er eitt- hvað af því djarfasta, sem jeg hefi sjeð í lögum. þ>að er 81. gr., þar sem svo er fyrirmælt, að sje einhver hluti lands, sem annar^maður á, svo illa ræktaður, að hann mætti verða fimmfalt arðsam- ari (hvorki meira nje minna), — pá má hver sem vill fá sjer pennan landshluta útmceldan til ábúðar og yrkingar, að mjer skilst, hvort sem landseiganda er pað Ijúft eða leitt, og án nokkurs endurgjalds til nokkurs manns, nema 4 kr. til sýslu- manns. 'þetta er kenning, sem Lassalle heitnum hefði líkað, en sjálfum Gröch- unum hefði þótt nóg um. Enda geng- ur hún eignarrjettinum of nærri. (þá er á stundum ekki rjett orðað hjá minni hl., t. d. þar sem hann segir í 32. gr., að það sje „flutningur, er maður flytur utanborðs“. Eru þá seilar af þorski, eða hákall á tampi flutningur? Sum- ar ákvarðanir hjá hvorumtveggja eru bæði óþarfar og óviðfeldnar. |>að er óþarft, eins og meiri hl. gjörir í 32. gr., minni hl. í 67. gr., að skylda menn til að hýsa vegfarendur; það er hvort- tveggja, að það mun dæmafátt, að nokkrum ferðamanni sje úthýst hjer á landi í nauðsyn hans, enda ætti ekki að skylda neinn til að láta gistingu í tje, nema þá eina, sem búa í þjóðbraut. þ>að er óþarft og næstum kátlegt, að lögheimila fundarhöld í landi manns (33- gr. hjá meiri hl., 66. gr. hjá minni hl.). Oss er hjer á landi ekki svo sárt um hvert holtið og hverja mýrina, að hætt sje við því, að vjer, einsogjótski bóndinn um árið, bönnum allt þvaður (Vrövl) í vorri landareign. Margt fleira mætti til týna því til sönnunar, að frumvorpin ættu, áður en þau eru lögð fyrir alþing, að sendast hreppsnefndum, sýslunefndum og amts- ráðúm til íhugunar. Hjer á sjer í fyllsta máta stað, að það er allt nógu fljótt gjört, sem er nógu vel gjört. Má vel una við Jónsbók tvö ár enn. í febrúar 1879. Alþingismaðnr. Útlendar frjettir. Khöfn, 18. apríl 1879. Um þessar mundiír eru mestar frjett- ir sagðar frá Rússlandi. þar þykir nú ekki gott að vera ríkismönnum og höfð- ingjum; þeir munu fæstir óhræddir um líf sitt innan landamæra, og er það eigi vorkunnarlaust. það eru dagstæð tíð- indi, að slíkum mönnum berast sendi- brjef, engínn veit hvaðan, þess efnis, að þeir sjeu dauða verðir, fyrir einhverjar sakir, er þar eru til nefndar, og því heitið, að þeir skuli eigi þurfa að kvíða elli. Undir brjefum þessum stendur: „Hin leynilega byltínganefnd,“ eða ann- að því um líkt. Er þá sjaldnast langt að bíða þess, að heitið er efnt, og mann- inum veitt banatilræði, og límdur á líkið seðill með þessum orðum á: „Dæmdur til dauða og líflátinn af byltinganefnd- inni,“ fyrir þær og þær sakir. Morð- ingjarnir nást sjaldan eða aldrei, og það þótt verkið sje unnið á almannafæri.— Sá, sem Drentelen hershöfðingja veitti banatilræðið í Pjetursborg 25. f. m., reið samsíða vagni hans góðan spöl, eptir fjölförnu stræti í borginni, skaut þremur skotum hvað eptir annað inn í vagninn, reið síðan leiðar sinnar, datt af baki á götuhorni og hljóp inn í sporvagn, svo sem ekkert hefði í skorizt. Meira veit enginn um hann enn. þessu líkt ber opt við. Stundum eru hótanirnar prent- aðar, enginn veit hvar, og festar upp á götuhornum. Frá hinum leynilegu prentsmiðjum kemur og sægur af blöð- um og ritiingum, með svæsnustu bylt- ingakenningum og ýmsum ósóma. Fyr- ir skömmu fundu lögreglumenn í Pjet- ursborg eina þess konar leyni-prent- smiðju einhvers staðar þar í borginni neðanjarðar, með miklum ritsöfnum, og þóttust þar hafa himinn höndum tekið. En óðara kom út auglýsing um, að sú væri að eins ein aí' 100, eða meir, af sama tagi, og þykir það alltrúlegt, því eigi hefir minna byrzt á prenti eptir en áður. Um síðustu mánaðamót mátti lesa svo látandi auglýsingu prentaða á flest- um götuhornum í Pjetursborg, þrjá morgna, hvern eptir annan: „Til herra Alexanders Nikulássonar [þ. e. keisarans]. — Viðvörunarbrjef þau og hótanir, svo og dómarþeir, er vjer, hin ósýnilegu yfirvöld hinnar níðþjáðu rússnesku þjóðar, höfum látið út ganga í gegn uppihaldsmönnum harðstjórnar þeirrar, er nú er drottnandi í Rússlandi, er ásamt fleiru undirbúningur vor und- ir annað meira, ogþví er þjer og þínu fólki alls engin hætta búin af þeirra hendi, er vorn vilja framkvæma. Vjer ætlum fyrst að hreinsa neðstu forar- rennur harðstjórnarinnar, frelsa fólkið frá þrælahöfðingjunum, er hneppa það í dýflissur fyrir engar sakir, hýða það þar með böðullegri grimmd, svelta það og kvelja það í þorsta, og leiða það síð- an út í gálgann eða senda það til þrælk- unar í málmnámunum í Síberíu, þar sem allt er ísi þakið og aldrei sjer sól. Vjer sitjum í dómi og munum reka embætti vort vægðarlaust, og eigi skirrast við neitt það, er hrinda má áleiðis að því hinu háleita marki og miði, er vjer stefnum að. Vjer munum eyða með báli og brandi eiturormum hinnar blóð- ugu harðstjórnar. Bandingjarnir ávarpa þá, sem á þeim vinna, þessum alkunnu orðum: Morituri te salutant! [þig kveðja hinir feigu]. Og vita skalt þú, Alex- ander Nikulásson, að viljirþú eigi gefa gaum viðvörunar röddu vorri um, að stöðva harðstjórnaræðið, þá skal þar koma, áður lýkur, að þig þrýtur böðla til að reka erindi stjórnargæðinga þinna. Og viljir þú eigi gefa gaum röddu vorri, þá hlýð þú máli lögmætra fulltrúa þjóð- arinnar, máli hjeraðafulltrúanna ; þeir fara að eins fram á frjálslegri lög. Hvar eigum vjer að lenda hin rússneska þjóð ? Allur hinn menntaði heimur smáir oss og fyrirlítur, og kallar oss eigi með mönnum teljandi. Að efnahag til, er Rússland á heljarþröm. Hinar miklu auðsuppsprettur landsins eru þrotnar að mestu. Fræðslu lýðsins er þannig hag- að, að hann verður hálfu vitlausari en áður. pjónar þínir eru grimmir böðlar og óseðjandi þjófar. Dómararnir smá rjettvísina. Landshöfðingjar þínir, lög- reglustjórar og hershöfðingjar eru sann- kallaðir þrælahöfðingjar, jafnokarþeirra, er þjónuðu Xerxesi og Daríusi. Hvar, sem auganu er litið ber eigi annað fyr- ir en heimsku, samfara þrælmennsku, munaðarlífi og óhóf, samfara botnlausri kúgan. Herinn einn saman nýtur föð- urlegrar umönnunar og góðvildar frá þinni hálfu. Hugsaðu um það, Alex- ander Nikulásson, hvar þetta muni lenda allt saman. f>ú stefnir beint fram á barm glötunarinnar, og því munum vjer þyrma lífi þínu. — Byltinganefndin“. Hálfum mánuði eptir það byltinga- nefndin hafði heitið að þyrma lífi keis- arans, var honum einmitt veitt banatil- ræði, núna á annan í páskum. Hjer náðist þó morðinginn undir eins. Hann nefnist Alexander Solowjeff, maður um þrítugt, hefir áður verið barnakennari. f>etta er í þriðja sinn, er Alexand- er keisara hefir verið veitt banatilræði: hið fyrsta í Pjetursborg 1866, annað í París vorið eptir. [>að þykir þó mjög ómaklega koma niður á honum, er hann hefir veitt þegnum sínum miklu meiri rjettarbætur en fyrirrennarar hans allir. Bretar biðu nýjan ósigur fyrir Zúlú-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.