Ísafold - 13.05.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.05.1879, Blaðsíða 2
54 sjerstaklegt landsmálefni, en ekki ríkis- málefhi. Ritstj. í>ótt fólkstala hjer á landi á 17. öld, eða áður en stórabóla stakk sjer niður 1707 og 1708, varla muni hafa náð 100,000 manns, eins og Hans lög- maðurBecker hjelt, þá getur enginnefi verið á því, að hjer var þá talsvert fleira fólk en nú, 200 árum síðar. Becker segir, að 1709, að afstaðinni stórubólu, hafi hjer talizt 90,000 manns, og Jón konferenzráð Eiríksson (Deo, Regi, Pa- triæ, bls. 30 neðanmáls) trúir orðum Beckers. Eptir þvi hefði hjer átt að hafa verið yfir 100,000 manns, á undan bólunni, sem, að flestra ætlun, drap hjer 11—20,000 manns. Enhvað semþessu líður, sem aðlíkindum er orðum aukið, þá er hitt víst, að ástand landsbúastóð þá með meiri blóma, ennú, þrátt fyrir einokunarverzlun Kaupmannahafnar- kaupmanna, því Helsingjaeyri og Málm- ey, sem áður höfðu tekið þátt í verzl- aninni ásamt Kaupmannahöfn, voru þá að mestu dottnar úr sögunni. Voruhjer þá allmargir sterkríkir menn, sem gott er fyrir hvert land, og landbúnaður var stórum betri og meiri en nú. |>að vill svo vel til, að frá árinu 1655 er hjer til höfuðbók verzlunarfje- lagsins, sem þá hafði verzlun íslands með höndum, og sem hinn nafnkenndi borgmeistari Kaupmannahafnar, Hans Nansen, meðal annara veitti forstöðu, um sama leytið, sem Hinrik Bielke var hjer höfuðsmaður. Gefur bók þessi marga góða bending um efnahag ís- lands um þessar mundir. Voru það ár út fluttir hjeðan: 1. Einn skipsfarmur, með ótilgreindum vamingi, söluverð 10044 sljett- Kr. ir dalir á 4 mörk . . . — i3392 Flyt i3392 Fluttar Kr. 13392 2. Partur af farmi (sokkar, vetlingar, vaðmál, smjör) söluv. 4754 d = 6339 3. Farmur til Danzig (ótil- greindar vörur), söluverð 24046 d = 32061 4. Farmur til Amsterdam (ó- tilgr.vörur),söluv. 19000 d. = 25334 5. Farmur til Amsterdam söluv. 34150 d...........== 45834 6. FarmurtilGliickstad, sölu- verð 8885 d = H846 7. Enn fremur af harðfiski 4700 skpd á 13 d. (17 kr.) = 81433 8. af saltfiski 180 skpd á 12 d. 2 mk (16 kr. 66 a.), hjer um = 3000 9. af þyrsklingi og ýsu 335 skpd á 15 d. (20 kr.) — 6700 10. aflýsi373tnrá 12 d.(i6kr.) = 5968 n.afkjöti 337 tnr á 7 d. 2 mk (10 kr.) .... == 3370 12. aftólk I90tnrá24d.(32kr.) 1 :1 6080 13. af vaðmálum 2000 álnir á 20 sk 1—:= 820 14. af sokk. 37454 pör á 12 sk. = 9363 15. af vetling. 7190 pör á 4 sk. = 575 16. af skinnum 5256 á 5 sk. =x=S 326 17. af gærum 10076 á 1 kr. = 10076 18. af smjöri 300 tnr á 16 kr. = 4800 Samtals = 267317 Innflutta varan nam að inn- kaupsverffi hjer um bil . . 170000 Mismunur 97317 Kaupstaðarskuldir landsbúa hlupu á öllu landinu eina 6446 sl. d. eða = 8594 kr. Hversu mikið þeir hafa átt inni í verzluninni er ekki hægt að sjá, en það hefir að líkindum verið eins mikið, ef ekki meira, því sá reikninga- liður í höfuðbókinni, sem kallaður er íslenzkra handskripta liffur, hefir það ár gefið út 2251 sl. d., eða hjer um bil 3000 kr. í handskriptum um fram það, sem hann annaðhvort hefir tekið inn eða innleyst, og mun þó handskriptað líkindum hafa verið út gefin fyrir fæst- um skuldum fjelagsins til landsbúa. það er sjer í lagi athugavert, að þessar útfluttu vörur nægðu til að birgja landið með þörfum þess, þó það væri fjölbyggðara þá en nú, er hið tífalda hrekkur ekki. 01 og brennivín var þá innflutt fyrir hjer um bil 30000 kr., en ekki eitt kajfipund. Nú er út flutt hjeð- an hátt á aðra miljón punda af óunn- inni ull, þá var ekki eitt ullarpund út flutt; nú eru út fluttar 7000—8000 tunn- ur af kjöti, þá einar 337 tunnur. J>á var innfluttfyrir hjer um bil 18000 kr. af matvöru (mjöli, gijónum, skonroki, skipsbrauði); nú er inn flutt fyrir allt að 1% miljón króna. Sjest af þessu, að menn neyttu þá meira sláturs og fiskjar, en miklu minna brauðs og annarar kornfæðu, að menn unnu ullina í landinu, en seldu hana ekki fyrir kaífi og útlend klæði og ljerept. Af skreið var enn fremur miklu minna út flutt, en miklu meira gekk kaupum og sölum í land- inu sjálfu. Aptur á mót var að tiltölu talsvert útflutt af smjöri, og má af því ráða, að skepnuhöld, sjer í lagi kúabú, hafi þá verið meira og betra en nú. Höfuðbókin reiknar fjelaginu 1700 kr. tap á verzluninni 1655, en þessber að gæta, bæði hversu margir menn höfðu atvinnu við hana, og að ýmsir af fjelags- mönnum, t. d. Nansen sjálfur, verzluðu við fjelagið, og hafa þeir að líkindum engan halla haft. þann höfuðlærdóm má draga út úr þessari merkilegu bók, að íslendingum hefir síðan á 17. öld farið stórumaptur í efnahag, og stórum fram í óhófi og munaði, stórum aptur í landbúnaði, en fram í sjávarútveg. J>að er að skilja, fiskiafli er stundaður miklu meira nú en þá, enjafnframt með miklu meiri kostn- aði og þvf minni afrakstri að tiltölu. Enda mun bróðurpartur kaupstaðar- skulda vera kominn niður hjá sjávar- Vikivaki (eptir Pjetur Jakobsson). Hrannarsunnu spök spöng Spila vil jeg þjer söng, Ef styttast mætti stund löng Stefja vef jeg klið; Siðug fríð, Seimshlíð Sjávareisu hrundin, Gullsgrundin Blíð og sett, Sómanett, Semur gaman Frítt og rjett, Firrist prett, Falsið þjett, Forðast illan lastablett; Falleg þú Faldabrú, Finnst ei líki þinn Liljan svinn, Ljós á kinn Liðugt geð og huga minn Kætir vitur, Sæt, sem situr Sjónarsteinum fyrir nú, Iðkar frið, Sómasið Situr jafnan góðsemd við. Hringþöll rjóð, Hýr og góð, Hrindi móð, Úr yndisslóð; Vizku sjóð Ber fríðan fljóð Flestir kostum unna Sem kunna. Dæilig Dirfir mig, Drósin ljósa Að kveða um þig. Máls um stig Hjer riðst á rig Ræðusmíð til handa Eik banda Að vanda; Mærð kveðanda Má við standa; Mjer að blanda Sónarþátt Gengur smátt Galinn þrátt Gleymi’ eg sóma breyttum hátt. Hoddagná, Hýr á brá Heyr þú orðin mín! |>jer að ná, Sæl að sjá, j Sú hjer má -j Reiknast há Gæðagjöfin fín. Eg skal þá Ójá! Eptirá, Öll þá hrelling dvín, Álasólar Ærudýra Skærust skíra Niptin bjarta njóta þín. Eptir vottorði síra Bjarnar Halldórs- sonar í Sauðlauksdal glataðisf með Eg'g- erti Ólafssyni, er hann drukknaði, þetta af handritum eptir sjálfan hann: 1. Orðasafn ogtímatal úr flestöllum ís- lenzkum sögum. 6 bindi í 4. bl. br. 2. Registur og formáli fyrir Eddu (kon- ungsbók). 3. Stutt aldafarsbók, eða annálar frá. byggingu íslands. 4. Goðafræði Norðurlanda,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.