Ísafold - 02.07.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.07.1879, Blaðsíða 1
ÍSAFOLO VI 18. Reykjavik. miðvikudaginn 2. júlímán. 1879. fl^"" Skrifstofa ísafoldar er í Kvennaskóla- húsinu. Jeg hefði helzt óskað, að dvöl minni hjer innanlands í sumar fylgdi engin breyting á ritstjórn ísafoldar; en al- þingis-annir ritsjóra þess, er staðið hefir fyrir henni árið sem leið, meina honum að verða við ósk minni. pótt jeg því hljóti að annast ritstjórnina nú um þing- tímann, er jeg svo lánsamur að geta glatt kaupendur og lesendur blaðsins á því, að hann hefir þar fyrir engan veg- inn sagt skilið við það að fullu og öllu. Björn Jónsson. Um lánsfjelög jarðeiganda, eptir Árna Thorsteinson. I. pað eru rúm tvö árfrá því að jeg í þessu blaði (III 17—20) skrifaði um banka og lánsfjelög. Var þar lýst nokkrum vafa á því, hvort að rjett væri að landið sjálft stofhaðibanka, sem i öllu væri samvaxinn fjárhag landsins. par var og talið tvísýnt að einstakir menn mundu gefa sig fram og hætta fje sínu til þessa. pá var því og haldið fast fram, að öll nauðsyn bæri til þess, að afnumið væri sem fyrst bannið gegn því, að taka hærri vexti en 4 af hundraði á ári gegn veði í fasteign, og sýnt fram á, að engin veruleg hætta væri af því búin, þó vaxtatakan yrði alveg frjáls. En aðalstefna þessararrit- gjörðar var, að mæla fram með láns- fjelögum eða alþýðubönkum. Jeg hefi orðið þess var, að menn hafa tekið svo orð mín, sem jeg væri mótmæltur því, að stofnaður væri banki hjerálandi. En jeg hefiíraun ogveru ekki gjört annað en latt menn þess, að stofna banka með almennum verkahring, hvatt menn öllu framar til lítilla banka, sem fullnægðu sjerstökum þörfum vor- um, og talið vissu fyrir því, að lánsfje- lög og litlir bankar, eins og alþýðu- bankar í öðrum löndum, mundu bæði geta staðizt, og einnig stutt að fram- förum vorum. Eptir langa þögn hefir nú ísafold orðið fyrst til þess að mæla fram með lánsfjelögum jarðareiganda, og þar eð ritstjóri blaðsins hefir verið að ýta und- ir mig að hreifa máli þessu aptur, skal jeg á ný taka fram nokkrar ástæður, sem mæla fyrir því, að slík fjelög sjeu stofnuð, og einnig sýna fram á, hvernig slík fjelög geti komizt á legg. Fyrst skal þess getið, að lánsfjelög jarðeigenda eru optast byggð á þeim grundvelli, að þeir sem taka lán úr sjóðnum, ábyrgjast veðskuldir hans sam- eiginlega með hinum veðsettu eignum. pað er í stuttu máli, að lánsfjelagið kemur fram sem heild gagnvart lánar- drottnum sínum, en hver sem tekur lán úr fjelagssjóði, skiptir við fjelagið eins og hvern annan lánardrottinn. Nú sem stendur verða menn að fara hreppa, sýslur, ömt, og jafhvel landið allt, af enda og á, til þess að finna einhvern, sem getur og vill lána fje, ef á liggur, gegn jarðarveði. Ef jarðeigendur stofna lánsfjelög fyrir sig sjálfa, geta þeir gengið að láninu vísu þegar þeir þurfa þess, hvort það er stórt eða lítið. Lánsfjelagið er við því búið að lána fje eptir vissum einskorð- uðum reglum, þegar við þarf. Ef sá, sem lánar gegn jarðarveði, þarf að halda á fje því, er hann hefir lánað, segir hann láninu upp með litl- um fyrirvara, sjaldan lengri en missiri. Og er það alla jafna mjög hættulegt fyrir flíesta lántakendur, því þeir hafa ekki svo mikið fje til taks, og eiga ekki víst að fá fje til láns annarstaðar í þann svipinn. Bíða menn opt við það þann halla, að hann getur ráðið efnahagþeirra að fullu. Við þessu er ekki hætt í láns- fjelögunum; þar er endurborgunin fast á kveðin. Menn eiga ekki að eyða nema menn neyðist til þess, ekki lána fje ut- an með föstum ásetningi að borga lán- ið aptur, og fullri vissu um að það ekki bregðist. Með einskorðaðri endurborg- un, eins og tíðkast í lánsfjelögum, eiga menn kost á að spara, og með litlum fjárútlátum á hverju ári, sem ekki nema miklu, borgast lánið. pað hverfur þann- ig aptur í sjálft sig, og hafi það verið stofnað skynsamlega, hefir lántakand- inn bætt hag sinn með því. Sá sem lánar út peninga tekur skuldabrjef á móti fyrir allri skuldinni; þurfi að skipta upphæð skuldabrjefsins, má að vísu gera það eptir krónutali, en skuldabrjefið sjálft er ein heild og því verður ekki skipt í parta. Við það stofnast sameign, sem er miklum vand- kvæðum bundin. Sameigendurnir eru sinn í hverri átt, og einn þeirra eða sá sem geymir skuldabrjefið verður að standa fyrir öllu, og gera hinum sam- eigendunum skil. í lánsfjelögunum hafa skuldabrjefin ekki mikla upphæð, t. a. m. 100, 200 eða 500 krónur, og má á- vallt fá þeim breytt i minni upphæð úr stærri, og skipta út í heilu lagi eptir þvi sem á þarf að halda. Hjer er það almennt, þegar jarðir ganga að erfðum, að jörðunum er skipt ámillierfingjanna í hundruðum eða álnum, og hjá reikn- ingsfróðum sýslumönnum í brotum úr álnum. pannig verða það opt og tíð- um 6 eðaiomanns, sem eigaeinajörð. Hirða þeir þá ekki um annað en að taka afgjaldið, en leiguliðin verður að reiða það ef til vill í margar áttir og langu leið. Sje jörðin veðsett í lánsfje- lagi, geta erfingjarnir skipt skuldabrjef- um þeim, er jörðin stendur fyrir, sín á milli, og hver stungið skuldabrjefi fyrir 100 krónum í vasa sinn. Með því móti á einn maður þar næst aptur hægra með að kaupa jörðina og leysa hana út, og seljast jarðir þannig auðveldlega og jafnvel með betra verði. Útborgunin minnkar af þvi, að kaupandinn tekur að sjer að svara veðskuldinni. Annar hagur er og við veðsetning- una; en hann er sá, að ef t.a.m. jörðin gefur af sjer meira að tiltölu en greitt er í vöxtu af veðskuldinni, þá eykst á- góðinn af því fje, sem eigandinn legg- ur í jörðina. Tökum til dæmis, að keypt sje jörð fyrir 2000 kr. Með fyrsta veð- rjetti er tekið lán i skuldinni kr. fyrir helmingi verðs eða . . . 1000 gegn 4% vöxtum eða .... 40 Sje nú afgjaldið af jörðunni 4^/2°/o af kaupverðinu eða..... 100 fást 60 í ábata eða ársleigu eptir þær 1000 kr., sem hafa verið borgaðar út í hönd, en það eru 6 af hundraði. Til þess að koma reglulegri sjálfs- eign á, — og það er ekki rjett nefnd önnur sjálfseign en sú, þar sem að ábú- andinn býr á sinni eigin jörð, — er hið fyrsta skilyrði að gera svo hægt fyrir, sem frekast má verða, að kaupa og seljajarðir. Lánsfjelög jarðeiganda styðja að þessu; en sönn sjálfseign er allt of óvíða hjer á landi. Af þeim 62,000 hdr. sem eru í eign einstakra manna, er það að eins á nokkrum hluta eða jafnvel litlum, sem eigendurnir búa á eigin eign. pað væri mjög fróðlegt að vita, hve mörg hdr. sjeu nú sem stendur í sjálfs-ábúð ; en um þetta vantar greini- legar skýrslur, eins og um svo margt annað. Eg hefi áður farið nokkrum orðum um, hversu sjálfs-ábúð sje nauðsynleg fyrir framfarir landsins. Til þess að bæta úr þessu eru lánsfjelögin mjög

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.