Ísafold - 02.07.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.07.1879, Blaðsíða 3
71 ur og vestur úr flóanum, því hans varð hvergi vart eptir þann tíma. þessari hugmynd hafa menn til sönnunar það, að sá fiskur, sem fjekkst í Garðsjónum fram til 22. marz, hafði úttroðinn kút- magann sem líknabelg af sýlismeltu, en í fiski þeim, er getið er um að kom- ið hafi fram undan Vatnsleysuströnd, fannst ekki hið allraminnsta í kútmag- anum; var hann þykkur og eins og saman gróinn. þess vegna er það full- sannað, að það hafi verið allt annar fiskur en sá, er fyrst varð vart við í Garðsjónum. þegar menn skoða nú þetta mál eins og vert er, þá sjá menn vel, að aflaleysið og netatjónið í ár er eingöngu sprottið af óframsýni og kæruleysi ein- stakra manna í Vatnsleysu- og Rosm- hvalaneshreppum, fyrst með því að þeir sjálfir leggja óþarflega mörg net út í Garðsjó, þar sem í raun og veru ættu aldrei þorskanet að koma, og þar á ofan með því að safna að sjer þeim aragrúa af inntökumönnum, sem bæði hafa hug og allan útbúnað að skipum og mönnum, til að fara með net sín norður og vestur um allan Garðsjó, og það strax f byrjun vertíðar, svo heita má að hvert netið sje yfir og undir öðru. f>egar almenningur erbúinn að leggja, finnst varla auður blettur fyrir fiskinn að ganga um til grunnsins. |>egar veð- ur koma svo upp á, fer allur þessi neta- grúi saman í harða hnúta, sem opt og tíðum eru óviðráðanlegir. þettað er rjettnefnt átumein þessara hreppa. Eg skal til dæmis sýna fram á, hvaða stjórn Leirumenn eða þeir er ríkjum eiga þar að ráða hafa á inn- tökumannatökunni. í Leirunni voru gerðar út 14 eða 15 smáfieytur af inn- lendum mönnum, en þaðan reru milli 50 og 60 inntökuskip, sexmannaför og áttæringar, með tvær og þrjár neta- trossur hvert skip, á að geta rúm 600 net, 30 faðma langt hvert, sem öll munu hafa verið lögð svo að segja í einu. En af því hin hörðu föll í Garðsjónum banna opt og einatt að vitja um net nema með fallaskiptum, þá verður sjaldnast vitjað um meir en eina, mest tvær trossur á dag, helzt í stórstraum- ana; verða svo hinir innlendu, sem minni máttar mega heita, að mönnum og út- búnaði á skipum og veiðarfærum, opt og einatt að bíða allan daginn eins og mýs undir fjalaketti, til að ná sínum litlu netatrossum undan hinna útlendu, sem eru langtum lengri og erfiðari upp- dráttar, og ef svo hittist á, að hinnút- lendi ekki fer í þá trossuna, sem ligg- ur yfir trossu hins innlenda, þá mega vesalingar þessir snúa heim að kvöldi með tvær höndur tómar. þetta er hryggileg aðferð og ófor- svaranleg góðmennska, ef góðmennsku skal kalla, að eyða þannig ekki ein- ungis allri velmegun í þessum næst- liggjandi hreppum, heldur líka, ef til vill, spilla allri aflavon í sunnanverðum Faxaflóa. þessi mikli netagrúi þver- girðir fyrir alla fiskigöngu til grunn- miða strax í byrjun vertíðar; því í Garð- sjónum eru aðal-fiskigöngurnar ár hvert. þ»að er öllum fiskimönnum kunnugt, að þessi síðustu ár hefir fiskurinn ekki hald- ið áfram, eptir að net hafa verið lögð, heldur alltaf hörfað til baka undan stöpp- unni meðan veðráttan hefir verið stillt. þess vegna er allt útlit til þess, að eng- inn fiskur hefði komið til grunns þessi 3 ár, ef hin hörðu veður og mikli sjó- gangur, sem á hverri vertíð hafa kom- ið, ekki hefðu hrakið hann inn á grunn. Menn hafa það líka fyrir órækan vott um það, að hin mikla netastappa hindri fiskigöngurnar, að einmitt þau 2 árin, sem fiskurinn hljóp inn með landi inn á Njarðvík og þjett undir Vogastapa, þá vildi svo til, að netin í Garðsjónum voru langrýmst eða óþjettust næst landinu. Af þessum ástæðum, sem fyrir mjer hafa verið taldar sem aðalástæður fyrir aflaleysi og netatjóni þessi ár, verð eg að kannast við, að þorskanetalagnir í Garðsjó sjeu skaðlegar; jeg tala nú ekki um, þegar eins mörg skip þyrpast þang- að með eins mörg net eins og nú er farið að tíðkast, því haldi sú óregla á- fram, jeg vil til taka xoár enn, þá verð- ur úti um öll fiskiver hjer í Gull- bringusýslu innan flóa. Fyrir því virðist þörf fyrir Vatns- leysustrandar- og Rosmhvalaneshrepps- búa að lypta skýlunni frá angunum og reyna til að sjá ástand sitt; nú er tími til kominn að drepa drekaungan í bæl- inu áður hann algjörlega kemst á flug, svo hann ekki hremmi þá björg og bless- un, sem Forsjónin hefir svo vísdómslega út búið þeim til nota. jpað eru raunar ekki þeir einir, sem fyrir skaðanum verða, heldur allirþeir, er nokkra hlutdeild hafa í útgerð eða útróðri í þessari sýslu, og er því von- andi að hrepparnir ráði skjóta bót á þessum vandræðum með góðum sam- tökum og tryggum fjelagsskap, svo þar með mætti burtu falla þetta tjón, og líka hið forn- og nýkveðna ámæli, sem oss Sunnlendingum er veitt fyrir sam- taks- og fjelagsleysi. Vjer höfum nú að nokkru leyti rekið þetta ámæli af oss með því, að koma oss saman um, að út rýma fjárkláðanum með eindregn- um niðurskurði. Reynum nú til að stíga annað framkvæmdarsporið, án þess að leita liðs og krapta sýslunefndarinnar, sem virðist eiga erfitt með að koma framkvæmdunum á fót. Komum oss saman um að leggja færri net í sjóinn í vertíðar-byrjun, svo að netastappan verði sem allra minnst; og leggjum ekki svo djúpt, að ómögulegt sje að vitja um nema í logni. Kostum sem mest kapps um, að aptra ekki fiskinum að ganga inn til grunnmiðanna, því meðan fiskurinn ekki kemst það, verð- ur sultur og seyra í sveitum vorum. Leggi Garðs-og Leirumenn ekki nema eina trossu í senn í staðinn fyrir 2 og 3, sem eyðilagzt hafa fyrir þeim á stutt- um tíma til þessa, án þess að meiri fisk- ur hafi í þær fengizt en þeir hefðu feng- ið þó trossan hefði ekki verið nema ein, því þá hefði hún aldrei verið í hnútum og þeir daglega vitað hvað henni leið. Hið annað átumein í velmegun þess- arasjávarhreppa, eru tómthúsin, sem árlega spretta upp eins og gras. Jeg heíi nú ekki heyrt, að úr Rosmhvala- neshreppi hafi verið gjörð opinber um- kvörtun um þau, en aptur á móti heyri jeg sagt, að Vatnsleysustrandarhrepps- búar hafi kært nokkra tómthúsmenn fyrir ólöglega dvöl þar í hreppi, núna fyrir 3 árum, og sjeu sýslumenn þeirra enn ekki farnir að gefa því máli gaum, enda þó þeir hafi verið 3 á þessu tíma- bili. þetta meinið er nú erfiðara að uppræta, meðan yíirvöldin eru afskipta- lítil. þ>ó er auðvitað, að ef allirhrepps- bændur væru samráða í, að leyfa ekki hús eða lóð sína undir þvílíkar búslóð- ir, þá yrði með tímanum ráðin bót á þessu meini, og það væri því óskandi, að sá fjelagsskapur gæti orðið í hrepp- unum, því allt útlit er til þess, að bænd- um veiti erfitt að sækja innanhrepps- rjettarbætur til yfirvaldanna. í Kjalarnessþ., á Krossmessu á vori 1879. Bóndaefni. Alþingiskosning. í stað Einars bónda Gíslasonar á Höskuldsstöðum, sem sagt hafði af sjer þingmennsku fyrir Suður- Múlasýslu, kusu sýslubúar 21. f. m. Jón bónda Pjetursson á Berunesi, með 30 atkv. Haraldur hreppstjóri Briem á Rannveigarstöðum hlaut 26 atkvæði. ísfirðingar eiga að kjósa í sumar nýjan alþingismann, að boði landsstjórn- arinnar, í stað Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn, er eigi gat komið til þings sakir lasleika. En sakir undirbúnings- ins undir kosninguna getur hinn nýji þingmaður eigi orðið kosinn svo fljótt, að hann komist á þing fyr en það er meira en hálfnað. DíaJlit, strandsiglingaskipið, kom hing- að aptur 26. f. m., austan um land, með 11 alþingismenn og allmarga farþega að auki. Hafði fengið hvasst fyrir Vest- íirði, en gengið ferðin mikið vel. Kaupinouil hjer í Reykjavík hjeldu fund við bændur úr Gullbringusýslu og innanbæjar hjer í kaupstaðnum 28. f. m., til þess að koma sjer saman við þá um verðlag á saltfiski í kauptíðinni í sumar. Kaupmenn tjáðu fyrir munn síns fram- sögumanns, H. Kr. Friðrikssonar yfir- kennara, að verðið mundi með engu móti geta orðið meira en 40 kr. fyrir skippundið af bezta saltfiski (nr. 1) og 32 kr. fyrir hinn (nr. 2). Bændur kváð- ust eigi geta unað við lægra verð en 50 og 40 kr.— enda hefir nú Snæbjörn kaupmaður á Akranesi boðið það. — Hvorugir slökuðu neitt til, og var fundi slitið við svo búið. Bændur kváðu hafa gjört traustleg samtök um að sleppa

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.