Ísafold - 02.07.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 02.07.1879, Blaðsíða 4
72 engum fiski inn til kaupmanna í sumar fyrir minna verð en þetta. Kaupmenn vildu fá bændur til að bindast undir að hafa lagt inn allan sinn fisk fyrir miðj- an ágúst, upp á von og óvon um verð- ið, en því tóku þeir fjarri. Amtsráðsfundur. Á fundisuðuramts- ráðsins í Reykjavík n. f. m. (fulltrúar: Dr. Grimur Thomsen og síra Skúli Gísla- son) kom meðal annars til umræðu uppá- stunga frá sýslumanni Mýramanna og Borgfirðinga um breyting á ferðum póst- anna norðan og vestan og um gufuskipa- ferðir milli Akraness og Reykjavíkur og fleiri hafna við Faxaflóa. Amtsráðið á- kvað að leita álits um málið hjá sýslu- nefndunum í Mýra- og Borgarfj.sýslu og í Gullbringu- og Kjósarsýslu, svo og hjá bæjarstjórninni í Reykjavík. Tilboði frá eigendum Klepps og Laugarness um sðlu á jörðum þessum undir búnaðarskóla eða vitfirringastofn- un sá amtsráðið eigi fært að sinna að svo stöddu sakir fjeleysis, með því líka efasamt væri, hvort ekki mætti á sínum tíma fá haganlegri jörð fyrir búnaðar- skóla. Skýrslur, sem útvegaðar höfðu ver- ið frá sýslunefndunum í Vestur-Skapta- fellssýslu, Rangárv.sýslu, Árnesss., og Gullbr.- og Kjósarsýslu, og bæjarstjórn Rvíkur um styrk til brúargjörðar yfir þjórsá og Ölvesá afrjeð amtsráðið að senda landsstjórninni, með þeim tillög- um, að kostnaðurinn til fyrirtækisins verði greiddur úr landssjóði sem leigu- laust lán, er endurgjaldist af tjeðum sýslum og Rvík á 35 árum, jafnt á hverju ári, samkvæmt fyrirhuguðum lögum um það, eptir niðurjöfnun samkvæmt regl- unum um gjöld til sýslusjóðs. Bæjarstj. Rvíkur og sýslunefndimar allar höfðu verið málinu hlynntar, nema Vestur- Skaptafellssýslunefnd. Amtsráðinu kom saman um, að rjett væri að verja talsverðu af landssjóðs- styrknum 1878—79 til jarðræktar og eflingar sjáfarútvegi handa suðuramt- inu til að stöðva sandfok á þjóðjörðun- um í Skaptafellssýslu, með ráðum Sveins búfræðings, er ætlazt er til að kynni sjer sandfoksvarnir á Jótlandi í því skyni í vetur að kemur. Forseti skýrði frá, að síra Páll Pálsson hefði samkv. áskorun amtsráðs- ins fært ársmeðgjöf heyrnar- og mál- leysingja niður í 220 kr., úr 280 kr., frá 1. júlí þ. á. ALf>INGI var sett í gær af landshöfðingja, sam- kvæmt konungsbrjefi 24. maí þ. á., að undangenginni guðsþjónustugjörð í lík- húsinu, þar sem síra Bened. prófastur Kristjánsson stje í stólinn og lagði út af Kól. 3,17: „Hvað helzt er þjer hafizt að í orði eða verki, þá gjörið allt í nafni Drottins Jesú“. Eptir að landshöfðingi hafði lesið upp fyrir þingheiminum konungs-boð- skap þann, er hjer er prentaður á ept- ir, lýsti hann í nafni og umboði kon- ungs alþingi sett. Okominn á þing var Jón Pjeturs- son, 2. þingmaður Suður-Múlasýslu, og fjarverandi Jón Jónsson og Jón Hjaltalín. Að aflokinni prófun kjörbrjefa hinna þriggja nýju þingmanna (Björns Jónsson- ar, Friðriks Stefánssonar og Jóns Jóns- sonar), sem þingið lýsti gild í einu hljóði, voru kjörnir embættismenn hins sam- einaða alþingis. Forseti varð Pjetur biskup Pjeturs- son, með 16 atkv. (Bergur Thorberg hlaut hin 15); varaforseti, eptir þrítekna kosningartilraun, Dr. Grimur Thomsen, með 17 atkv. (B. Thorb. hin 14); skrif- arar ísleifur Gíslason (með 17 atkv.) og Eiríkur Kuld (13 atkv.). J>á var kosinn hinn þjóðkjörni þing- maður í efri deild alþingis, í stað Torfa heitins Einarssonar, og hlaut þá kosn- ingu Jón Jónsson, 2. þingm. Skagfirð- inga, með 15 atkv. (Arnljótur Olafsson hlaut 11 atkv.). Eptir það skildu deildirnar og kusu sjer embættismenn. Forseti í neðri deild varð Jón Sig- urðsson frá Gautlöndum, með 12 atkv. (H. Kr. Friðriksson hlaut 6); varaforseti Grímur Thomsen, með 11 atkv. (H. Kr. Friðriksson hlaut 6); skrifarar Isleifur Gíslason (með 19 atkv.) og Björn Jóns- son (með 13 atkv.). Forseti í efri deild varð P. Pjeturs- son biskup, varaforseti Bergur Thorberg amtmaður, skrifarar: Eiríkur Kuld og Magnús Stephensen. Að því búnu tilkynnti landshöfð- ingi, að hann mundi leggja fyrir þingið þessi 15 lagafrumvörp frá stjórnarinnar hendi. Fyrir neðri deild frumvarp til 1. fjárlaga fyrir árin 1880 og 1881. 2. fjáraukalaga fyrir árin 18760^1877. 3. fjáraukalaga fyrir árin 18780^1879. 4. laga um skipun prestakalla og kirkna. 5. laga um kirkjugjald af húsum. 6. laga um breyting á tilskipun 27. janúar 1847 um tekjur presta og kirkna. 7. laga um sætisfisksgjald. 8. laga um samþykkt á reikningnum um tekjur og útgjöld íslands á árun- um 1876 og 1877. Fyrir efri deild frumvarp til 1. landbúnaðarlaga. 2. laga um bann gegn aðflutningum vegna þess að pestkynjaður sjúk- dómur er uppi; — og jafnframt lög til bráðabirgða 21. febr. þ. á. um sama efni. 3. laga um ráðstafanir gegn pestkynj- uðum sjúkdómum ; ogjafnframt: lög til bráðabirgða 4. aprílþ. á. umsama efni. 4. laga um breyting á lögum um bæj- argjald í Reykjavíkurkaupstað 19. október 1877, 2■ 8T- a- 5. laga um kaup á þeim 3 hlutum silf- urbergsnámans í Helgustaðafjalli og jarðarinnar Helgustaða, sem lands- sjóðurinn ekki á. 6. laga, sem hafa inni að halda viðauka við tilskipun um póstmál á íslandi 26. febrúar 1877. 7. laga um breyting á lögum um launís- lenzkra embættismanna o.fl. 15. októ- ber 1875, 12. og 14. gr. Boðskapur konungs hljóðar þannig: Vjer Christian hinn níundi o. s. frv. — Vora konunglega kveðju ! — Jafnframt pví, að alpingi pað, sem nú á að koma saman, verður sett af landshöfðingja Vorum samkvœmt valdi pví, sem Vjer allramildilegast höfum veitt honum, finn- um Vjer hvöt til að fœra fulltrúum /s- lands pökk Vora og viðurkenning fyrir pann áhuga, er peir hafa á hinum op- inberu málefnum landsins, og að peir láta sjer annt um að efla heill pess með tilstyrk stjórnar Vorrar. Arangur af hinu síðasta alpingi er eigi síður gleðilegur vottur pessa heldur en pað, sem gjörðist á alpingi næst par á undan. Fyrir happalega eiudrœgni milli alpingis og stjórnarinnar hefir pað tekizt á pessu alpingi að koma fram mörgum mikilvœgum lögmn — af peim viljum Vjer sjerstaldega taka fram lög- in uni aðra skipun á skattamáhim ís- lands — og fieiri öðrum ráðstöfurlum, sem áríðandi eru fyrir landið. Eigi síður kunnum Vjer að meta, hve reiðu- búið alpingi hefir verið aðveita paðfje, sem nauðsyn er á, eigi að eins til hinna almennu parfa landsins, heldur einnig til pess að framkvœma ýmisleg mikilvœg fyrirtœki, sem miða til framfara pess, en jafnframt pvi hefir viðlagasjóðurinn pó orðið aukinn svo, að hann hefir náð peirri upphœð, sem viðunanleg er eptvr pví sem á stendur. Einnigípetta skipti verða lögð fyr- ir alpingi mjög mikils varðandi laga- frumvörp, og viljum Vjer meðal peirra sjerílagi leiða athygli alpingis að laga- frumvarpi um skipun prestakallanna, sem miðar til að gjöra pær umbœtur á kjör- um presta, sem brýn nauðsyn virðistvera til, og frumvarp til laga um endurbót á landbúnaðarmálefnum íslands, sem eptir práð hefir verið um langan tíma ; og í sambandi hjervið verður pinginu gefið færi á að láta í Ijósi álit sitt og gjöra uppástungur um betra fyrirkomulag á umboðsstjórn pjóðjarðanna. Með peirri hjartanlegu ósk, að störf pau, sem alpingi nú gengur til, megi verða til heilla og hamingju fyrir land- ið, heitum Vjer alpingi hylli Vorri og kommglegri mildi. Gefið á Amalíuborg, 24. mahnán. 1879. Christian (L. SO___________ J. Nellemann. Boðskapur konungs til alpingis. Borftviður til sölu. Eg undirskrifaður, sem hittist í norsku verzluninni í Reykjavík, hefi talsvert af góðum borðvið til sölu, af ýmsum sortum og af ýmsri lengd (til 25 fóta), sem jeg leyfi mjer að bjóða til kaups með góðu verði. Reykjavik, 28. júní 1879. O. Olsen. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja Isafoldar. — Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.