Ísafold - 09.07.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.07.1879, Blaðsíða 1
í S AFOLO VI 19. Reykjavík, miðvikuclaginn 9. júlímán. í 1879. Skrifstofa Isafoldar er í Kvennaskóla- húsinu. ilerra ritstjóri! — ísafold hjelt fyrir nokkuru síðan skuggsjá uppi fyrir em- bættismönnum vorum, sjer í lagi þeim, sem höfuðstaður landsins á það að þakka, að hann á stundum er kallaður „sá partur landsins, sem þenkir og á- lyktar". Snemma á þessari öld skrif- aði einn af merkustu sonum landsins svona um höfuðstaðinn: „Reykjavík varð fijótt fjölbyggð, og apaði eptir útlendra kaupstöðum, eptir því sem færi gafst til, í munaðarlífi, metnaði, prakt, svallsemi, lystugheit- um og ýmsu, er reiknast til ens fína móðs, Hún setti öllu fremur ásamt líf i innanlands kauphöndlun og bjarg- ræðisvegu, fjölgaði þeim og jók þá eldri, ásamt óvenju dýrtíð"-------. Höf. syrgir því næst yfir því, að verksmiðjurnar, sjer í lagi vefnaðarskól- inn og klæðavefsmiðjan, dóu þar út, og svo segir hann nokkuð, sem jeg þori ekki að hafa eptir. Ef sami höfundur risi nú upp úr gröf sinni: hvernig mundi honum nú segjast ? Vefnaðarskólann og klasðavef- smiðjuna fyndi hann ekki. En hann mundi finna marga veitingastaði, þó engan, sem almennilega er gistandi á, og mundi hann sjer í lagi furða á því, að enginn samastaður skuli vera fyrir gleði og dansleika, nema sjúkrahúsið, sem honum að öðru leyti mundi þykja vænt um. J>að mundi koma flatt upp á hann, hvernig vatnsbólin eru á vetr- ardag, full af marflóm og brúnklukkum, að alls konar sorpi og óþverra er snar- að út i tjörnina fyrir ofan bæinn, en lækurinn, sem þaðan rennur í sjó út, þó ekki dýpkaður svo, eða sjeð svo fyrir halla á honum, að afrennslið úr tjörn- inni sje greitt. Hann mundi spyrja, hvort heilbrigðisráð bæjarins væri vel vakandi, hvað til þess kæmi, að ekkert straumbaðahús væri við sjóinn, engin baðstofa við Laugarnar. Enn fremur mundi hann furða á því, að ekki skuli enn vera orðin óhult vetrarlega í Reykjavik, nje svo mikið sem áreiðan- legur landfestustöpull eður akkeri, að binda skip við, þó hafnartollur sje gold- inn, því síður ein einasta örugg bryggja, sem stórskip geti lagzt við, svo spara mætti bátabrúkun til upp- og útskipun- ar, og allan þann vinnukrapt, sem af því leiðir og gjörir varning dýrari bæj- ar- og lands-búum. J>vílík bryggja sje þó til á Djúpavogi. Enn mundi honum koma það á óvart, að svo fjölbyggður bær, með svo fjölbyggðu nágrenni, ekki skuli eiga erfiðis- eða ómaga-hús, þar sem umkomulaus gamalmenni geti fund- ið hæli, en flakkarar, iðjuleysingjar og aðrir, sem fjelaginu eru til byrðar, verði settir inn til reglulegrar vinnu og reglu- legs lífernis. Aptur mundi honum verða starsýnt á Austurvöll, pósthúsið, kvenna- skólann og önnur ný hús, sömuleiðis á bein, ogj, að öllum jafnaði, þokkaleg stræti; mundi hann brátt skynja, að iðnaðarmönnum, timburmönnum, stein- höggvurum, smiðum og múrurum hefir farið stórum fram síðan í byrjun aldar- innar. Vænt mundi honum þykja að frjetta, að konur halda konum skóla, og að iðnaðarmenn sín á meðal halda sunnudagaskóla. Sjálfur var hann sðng- fróður og Ijek fyrstur manna organ hjer á landi; mun karl því verða ljettbrýnn, þegar hann frjettir, að iðnaðarmenn eiga góðan söngflokk, að smiður er söng- kennari og organleikari og breiðir út um landið smekk og kunnáttu i söng- list. J>á mun honum líka að heyra, að innlend kalkbrennsla er á komin, þó hann kunni að furða á, hve sjaldan ofn- inn rýkur, ogloks mun hann fagnaþví, að duglegir búmenn, útvegsbændur og þilskipa-útgjörðarmenn finnast i og kring um Reykjavík. Furða mun hann á tvennu : hvað sjaldan mylnan malar, og hversu litið embættismannanna gætir í öllu verklegu. En hvað hið síðara snertir, sansar hann sig, þegar hann les það í ísafold eptir biskupinn, ,.að svo miklum skriptum og skýrslum er hlaðið á þá fram yfir það, sem áður var, að þeir hafa lítinn tima til annara starfa". Yðar meinlítill Draugur. Staðarbyggðarmýrar í Eyjafirði. Staðarbyggðarmýrar liggja fram með Eyjafjarðará hjer um bil eina mílu fyrir innan fjarðarbotninn. þetta er einungis einn mýrarfláki, og ætti þess- vegna ekki að hafa nafn i iieirtölu, en af því hún heyrir svo mörgum ba>jum til hefir þetta líklega myndast. I.ands- lagi er þannig háttað, að utanfrá sjó og innað Munkaþverá, sem er á að gizka hálf önnur míla, er undirlendi mikið, sem er frá 400—700 faðma á breidd; það er mestmegnis blautir mýrarflákar, sem hafðir eru bæði til beitar og slægna á sumrum. 1 fyrndinni hefir þar verið sjór sem þetta undirlendi er nú, en hefir svo myndatt smátt og smátt af þeirri leðju, sem Eyjafjarðará hefir skolað með sjer í vatnavöxtum. Á fyrri öldum hefir áin flóað yfir allt þetta flatlendi í ýms- um farvegum á ýmsum tímum, og má sjá merki þeirra allvíða. Á seinni öld- um hefir hún nú tekið sjer vissan far- veg fram með fjallshliðinni að vestan, og sljettlendið að austan er nú orðið nokkurn veginn laust við árásir henn- ar, nema hvað hún í vatnavöxtum flóir yfir og brýtur bakkana á einstöku stað endrum og sinnum. Staðarbyggðarmýrar eru þannig myndaðar sem eg hefi greint að ofan; neðst er sandur, þar næst leir og mold, og ofan á þessu er svo þjettur og seig- ur grasvegur.en sumstaðar laus og gljúp- ur, eins og venjulegt er í mýrum. f>ó er þessi jarðvegur töluvert frjóvsamari en í mýrum að jafnaði, eins og gefur að skilja, þar sem þær eru mestmegn- is myndaðar af vatnaleðju, eins og sýn- ir sig á þeim stöðum, þar sem reglu- legum vatnsveitingum hefir orðið kom- ið við, því þar fást um 10 hestar af vallardagssláttunni. fetta svið, sem hefir verið tekið til framskurðar, eru allar Staðarbyggðarmýrar, og þær eru á lengd 2000 faðmar og 4—600 faðm- ar á breidd. Hallinn á öllu þessu svæði er um 4—5 fet, og það er nóg til að geta þurkað upp, að svo miklu leyti sem þurka þarf. Landslagi í mýrinni sjálfri hagar þannig til, að bakkarnir á Eyjafjarðará eru 1—2 fetum hærri en mýrarnar fyrir ofan. Eram með allri ánni mynda þeir þannig sjálfgerða stíflu- garða, svo þeir nægja, ef hlaðnir eru góðir stíflugarðar yfir þvera mýrina, upp undir brekkur og fram á bakka. I þessari 4.—500 faðma breiðu dæld, sem mýrarnar mynda, var óvenjan sjálf af vatni, sumstaðar í tjörnum ogkýlum. pað var almennt haldið, að yfirborð kýlanna og tjarnanna væri lægra en áin fyrir framan, og að þess vegna myndi ekki duga að ræsa mýrina fram. Höfðu því flestir daufa trú á því, að framskurðurinn gæti tekizt. Frá byggingu landsins hafa þess- ar mýrar verið þannig á sig komnar sem nú er lýst, án þess að nokkuð telj- andi hafi verið gert til að bæta þær, þangað til umboðsmaður E. Gunnarsson fyrir nokkrum árum siðan byrjaði á því að skera þær fram, og þó hafa þær alla daga verið aðalengið fyrir 14 bæi; einungis einn þeirra er óðalseign, hinir 13 eru umboðsjarðir. Mörg hundruð hesta eru heyaðir hjer árlega, og þó er ekki sleginn meir en x\.;< af engjun- um á hverju surnri, sem ekki er von,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.