Ísafold - 09.07.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.07.1879, Blaðsíða 3
75 Tilboð frá óðalsbónda ogjarðyrkju- manni Torfa Bjarnasyni í Olafsdal um að koma á fót hjá sjer kennslu í jarð- yrkju og búfrœði, gegn styrk af almenn- ingsfje : iooo kr. til undirbúnings stofn- uninni, iookr. á ári til viðhalds á verk- færum, og 300 kr. meðgjafarstyrkur með hverjum kennslupilt í 2 ár, 200 kr. fyrra árið, 100 hið síðara, en þeiryrðu 3 — ályktaði amtsráðið að styðja svo sem unnt væri, og lagði til að undir- búningskostnaðurinn yrði mestallur greiddur úr landssjóði, af fje því, sem ætlað er til eflingar landbúnaði, að eins 67 kr. úr búnaðarsj. vesturamtsins, en hann (bún.sj.) skyldi síðan greiða 200 kr. af árlega styrknum, og landssjóður hitt. Kennslan skyldi vera undir um- sjón amtsráðsins. — Sýslunefndirnar í Strandas., Dalas., og í Snæf. og Hnappa- dalss. höfðu mælt með hinni fyrirhug- uðu stofnun. Verðlaun úr búnaðarsj. vesturamts- ins veitti amtsráðið þessum mönnum: Guðna hreppstjóra Jónssyni á Dunkur- bakka 100 kr., og Jóni Jónssyni í Dæld- arkoti, Snorra Jónssyni í Teigi og Jóni Einárssyni á Hóium 25 kr. hverjum. Díana, strandsiglingaslcipið, lagði af stað hjeðan 4. þ. m. um kvöldið kl. 12 umhverfis landið sólarsinnis á leið til Khafnar, með 17 farþega, en lítinn flutn- ing. Lungnabólgan hefir til þessa verið að stinga sjer niður hingað og þangað hjer sunnanlands, og optast býsna-skæð. Landlæknirinn leggur þessar var- úðarreglur við henni, í síðasta blaði Heilbrigðistíðindanna: „Lungnabólga getur opt verið í mönnum, þótt þeir finni eigi til neins stingjar í brjóstinu, en að eins þyngsla, mæði og örðugs andardráttar“. J>eir í- myndi sjer þá að þetta sje hættulaust, eigi annað en þungt kvef, og hirði þá eigi að leita læknishjálpar í tíma. Menn haldi opt veikir áfram ferðum sínum í kveftíð og gegni eigi lækni til þess að fara undir eins í rúmið og halda kyrru fyrir; þeir þykist eigi mega vera að því. En svo fijetti læknirinn opt og tíðum, að þeir hafi lagzt og dáið á næstu bæjum, Á þennan hátt muni þeir Jón Vídalín og Hannes Einnsson Skálholts- biskupar hafa farið báðir tveir. — I tjöldum sje hættulegt að liggja með tak- sótt og lungnabólgu, einkum þegar mikil skerpa er í loptinu. J>egar svo stendur á, sje nauðsynlegt að leita næstu bæja og halda alveg kyrru fyrir, unz veikinda-aðkenningin er um garð geng- in. J>egar slíkar sóttir ganga og bólga er að byrja í lungnasekknum eða lung- unum sjálfum, sje ómissandi að hafa gott næði og reyna ekkert á sig. J>á geti jafnvel orðið hættulegt að tala mik- ið. Skerpunni í loptinu í húsum inni megi alveg eyða með heitri vatnsgufu, og sje það nauðsynlegt þar, sem menn liggja í lungnabólgu. Kalda drykki skal varast sem heitan eld; drekka al- drei nema volgt. Mannalát. Meðal nafnkenndramanna, er nýlega hafa dáið úr lungnabólgu hjer syðra, er sira Jón Högnason, upp- gjafaprestur í Hrepphólum, vígður 1832. Hann andaðist 23. f. m. Synodus var haldin að hjer í Reyk- javík 4. þ. m. Dómkirkjuprestur síra Hallgr. Sveinsson stje í stólinn. Aðal- starfi fundarins var að vanda að skipta niður styrktarfje handa uppgjafaprest- um og prestsekkjum, eptir tillögum stiptsyfirvaldanna. Biskup skýrði frá, að prestsekknasjóðurinn væri nú orðinn um 14,000 kr. J>órarinn prófastur Böð- varsson kom fram með tillögu um að aukið væri vald og verkahringur syn- odus, og var hann og síra Helgi Hálf- dánarson prestaskólakennari og síra Hallgrímur Sveinsson dómkirkjuprestur kosnir í nefnd til þess að semja ákveðn- ar tillögur í þá stefnu. ALpINGI. 1. í fjárlagafrumvarpi stjórnarinn- ar er gjört ráð fyrir, að tekjur íslands árin 1880 og 1881 verði samtals 791,923 kr. 20 a., en útgjöldin 717,399 kr. 94 a.; afgangur 74,523 kr. 26 a. Helztu tekjurnar verða: aðflutnings- gjald af áfengum drykkjum og tóbaki, 98,000 kr. hvortárið; tillag úr ríkissjóði um 92,000 hvort árið; ábúðar- og lausa- fjárskattur um 52,000 kr. hvort árið; lestagjald um 37,000 kr. á ári; tekjur af umboðs- og klaustrajörðum rúmar 30,000 kr. á ári; tekjur er snerta við- lagasjóðinn rúmar 26,000 á ári; tekju- skattur 14,000 á ári; aukatekjur 14,000 áári; tekjur af póstferðum 10,500 áári; spítalagjald 6,500 á ári; vitagjald 5000 á ári. í fjárlögunum um árin 1878 og 1879 var gjört ráð fyrir 638,161 kr. 26 a. í tekjur, þ. e. rúmum 50,000 minna en nú. Útgjöldin eru þessi hin helztu: til hinnar æðstu innlendu stjórnar og full- trúa stjórnarinnar á alþingi 26800kr.(eins ogáður, þ. e. fyrir árin 1878 og 1879); til kostnaðarvið alþingi 1881 35,400 kr.(áður 32,000kr.); til útgjalda við umboðsstjóm- ina, gjaldheimtur og reikningsmál, dóm- gæzlu og lögreglustj. rúml. 300,000 kr.(áð- ur rúml. 194,000 kr.); til læknaskipun- ar 80,000 (eins og áður); til póststjórn- arinnar rúml. 31,000 (áður 29,000); til kirkju og kennslumála rúml. 175,000 kr. (áður 170,000); til eptirlauna og styrkt- arfjár rúml. 47,000 kr. (eins og áður); til vegabóta 30,000 kr., til gufuskips- ferða 30,000 kr., styrkur til jarðræktar og eflingar sjávarútvegi 10,000 kr., — þetta allt eins og áður. Hækkunin á kostnaðinum til um- boðsstjórnar, gjaldh. o. s. frv. er mest því að kenna, að allir sýslumenn og bæjarfógetar fá nú laun sín úr lands- sjóði. Stungið er upp á að veita Jóni Jónssyni landshöfðingjaritara 2000 kr. þóknun sem settum lögreglustjóra út af fjárkláðamálinu, og Vilhjálmi Finsen hæstarjettardómara 800 kr. á ári í 3—4 ár til þess að gefa út vísindalega text- útgáfu af Jónsbók. Til Reykjanesvitans eru ætlaðar 2780 kr. á ári. 2. Fjáraukalagafrumvarþið 1876— 1877 fer fram á rúml. 5000 kr. fjárveit- ingu til heimildar fyrir ýmsum útgjöld- um ógreiddum á þeim árum.. 3. Fjáraukalagafrumvarpið 1878-r 1879 fer fram á tæpl. 27,000 kr. fjár- veiting til heimildar ýmsum útgjöldum ógreiddum á þeim árum, þar á með- al rúml. 8000 kr. til gufuskipsferða og rúml. 9000 kr. til vitabyggingar. í fjárlögin var sett nefnd 3. þ. m., þeir Grímur Thomsen (formaður), Ein- ar Ásmundsson, Tryggvi Gunnarsson, H. Kr. Friðriksson (skrifari), ísleifur Gíslason, Guðm. Einarsson og Eggert Gunnarsson. Til þeirrar nefndar var og vísað málinu nr. 3. 4. Presta- og kirknamálið. Frum- varp stjórnarinnar er alveg samhljóða frumvarpi utanþingsnefndarinnar, sem birzt hefir í Kirkjutíðindunum og blöð- unum, nema hvað ætlazt er til, að til- lög frá einu brauði til annars sjeu eigi greidd beinlínis brauðinu sjálfu, heldur í landssjóð, sem aptur lætur úti jafn- mikinn styrk, — og að lögin öðlist gildi i fardögum 1881. — Nefnd 3. þ. m.: Páll Pálss. prestur (skrif.), J>órarinn Böðvarsson (form.), Hjálmur Pjetursson, Friðrik Stefánsson, J>orl. Guðmundss., Arnljótur Olafsson, H. Kr. Friðriksson. 5. Kirkjugjald af húsum, sem eigi fylgja jörð, metinni til dýrleika, skal húsráðandi greiða presti eða kirkjuráð- anda, 5 aura af hverjum 100 kr. í virð- ingarverði húsanna. Kirkjutíundarlög Reykjavíkur a7/2 78 skulu úr gildi num- in. J>etta er aðalefnið i stjómarfrum- varpinu, sem var samþykkt í neðri d. 7. þ. m. óbreytt að kalla. 6. Tekjur presta og kirkna. Fyrir barnsskfrn fái prestur 5 álnir, fyrir ferm- ing 15 áln., fyrir hjónavfgslu 15 álnir, fyrir að jarðsetja 10 áln., fyrir kirkju- leiðslu kvenna enga borgun. Legkaup 5 áln. fyrir börn yngri en 2 v., 10 áln- ir fyrir eldri. Sveitarsjóður greiðir gjöld til prests og kirkju fyrir sveitar- limi og öreiga. Málinu vísað 3. þ. m. til kirkna- og prestamálsnefndarinnar. 7. Sœtisfisksgjald, 1/2 alin í fiski eða peningum, vildi stjómin að hver utan- sóknar-vermaður skyldi greiða sóknar- kirkjunni þar, sem hann rær fyrst á al- manaksárinu, stundi hann sjóróðra 6 vik- ur samfleytt eða lengur, en kirkjuráð- andi sjái aptur á móti um, að kirkjan rúmi utansóknar-vermenn, þá er sætis- fisk greiða henni. Kgsbr. Y12 1752 um sætisfisk til kirknanna á Hvalsnesi og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.