Ísafold - 19.07.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.07.1879, Blaðsíða 3
lagaskóla. Ef þar við bætist, að, það ■ er satt, sem flutningsmaður sagði, að hjer hafi verið dembt inn lögum og ólögum, og það þá er óvist, hver lög eru gildandi og hver ekki, þá liggur það sannarlega i aug- um uppi, að undirbúningur er nauðsynlegur, áður laga- kennsla getur komizt á, og þó þeir menn, sem hann nefndi til, hafi ekki sarnið neina bók, áður en þeir urðu kennarar, þá er það mikill munur, hvað hægra það er að taka við kennslu þar, sem einn vísindamaður hefur lengi komið á eptir öðrum og getur haft fyrir sjer bækur annara, sem á undan voru, en hjer, þar sem byrja þyrfti að nýju. Flutningsmaffur: Jeg verð að svara varaforseta (Gr. Th.) nokkrum orðum, og leyfa mjer með allri þeirri kurteysi, sém er sköpuð í mínu brjósti, að benda hon- um á, að hann ranghermir það, að í frumvarpinu um lagaskólann hafi verið sett nokkuð skilyrði um að yfir- dómararnir skyldu vera kennarar (Gr. Thomsen: 1875). það er satt, að þegar ræða var um launalögin 1875, þá var eptir hans uppástungu laun yfirdómaranna hækk- uð, með því skilyrði að þeir tækju að sjer kennsluna við lagaskólann, en seinna var þetta skilyrði fellt úr, jeg veit ekki hvernig eða af hverjum, án þess launin væru aptur færð niður ; þessar krónur eru því að lík- indum tapaðar fyrir landið, og er það þingmanninum meir að kenna en mjer (Arnljótur Olafsson: Heyr!). Eins og frumvarpið sýnir, þá stendur það ekkert i sam- bandi við yfirdóminn. Jjingmaðurinn tók það fram, að von væri á, aðí fjárlögunum yrði veittur styrkur til nýrr- ar útgáfu af Jónsbók; mig furðar á þessu, því að jeg man, að hjer um árið var send til allra sýslumanna og margra annara embættismanna uppástunga um nýja útgáfu á Jónsbók með meðmælum juridiska fakúltetsins, en þá mæltu allir móti henni sem óþarfri. Nú er líka von á algjörðri breytingu á landbúnaðarbálkinum, sem er helzti bálkur Jónsbókar, svo jeg veit ekki, hvort er þörf á nýrri útgáfu á Jónsbók, nema það skyldi vera sem minnisvarði yfir dauða Jónsbók, og efast jeg um að þingið samþykki þau útgjöld, sem til þess þarf. Jfingmaðurinn talaði mikið um kostnaðinn, og það er einlægt fallegt að hugsa um kostnaðinn, en það er ekki metið, hvort öll þau fyrirtæki, sem hann hefir stungið upp á að leggja fje til, hafa verið öllu nauðsynlegri en þetta. (Gr. T/iomsen: Brú yfir Skjálfandafljót!) Jeg játa, að það er nauðsynlegt fyrirtæki fyrir viðkomandi hjeruð, en hvað er það móti gagni alls landsins og þjóðarinnar. Hvað það snertir, sem þingmaðurinn tók fram, að lagaskólinn muni ekki komast á á þessu tíma- bili, þá verð jeg að svara því svo, að þá þarf heldur ekki fje til hans á næsta fjárhagstimabili. H. Kr. Friðr. sagði mjer nú fyrst greinilega, hvað hann meinti; hann sagði, að af því að þingið væri alltaf að búa til ný lög, þá væri ekki kominn tími til að stofna lagaskóla; jeg verð þá að draga þá ályktun út af þessu, að laga- skólinn verði ekki nauðsynlegur, fyr en alþing hœttir að gefa lög ! (Hlátur). þ>ingmaðurinn rangfærði orð mín; jeg sagði ekki að dembt hefði verið inn lögum og ólögum, heldur að dembt hefði verið inn í landið útlendum lögum með lögum og ólögum, ,.með lögum“ kalla jeg það, þegar lögin eru þinglýst, en ,.með ó- lögum“, þegar lögin ekki eru þinglýst. Að svo mæltu fel jeg deildinni málið, og finn ekki ástæðu til að fara um það fleirum orðum. (Frumvarpið síðan samþ. með 14—16 atkv., og vísað til 3. umr. með 16 atkv.). Yitagjalíl. Frumvarp um að hafa vitagjaldið 15 aura af hverri smálest; áður, eptir lögum 12/4 1878, var það 40 a. fyrir skip, sem hafna sig milli Snæfells- ness og Horns á Hornströndum, en 20 a. milli Reykja- ness og Snæfellsness. Flutningsm. (Tryggvi Gunnarsson) kvað gjaldið nú óþarflega hátt vitanum til viðurhalds — það mundi þetta ár verða yfir 6000 kr., — og afar-hátt i saman- burði við vitagjald erlendis ; enskur skipstj., sem sigldi fram hjá 20 vitum á Englandi, galt minna fyrir það en hinn eina vita hjer. i5-aura-gjaldið mundi verða rúml. fyrir viðhaldi vitans, og þvi nægilegt. Oeðlil. í eldri lögunum, að skip, sem höfnuðu sig milli Reykja- ness og Horns, vrðu að greiða vitagjald, þótt þau al- drei færi fram hjá vitanum, færi t. d. frá Akureyri til Isafjarðar. pórarinn Biiðvarsson vildi hafa fiskiskútur i fiski- ferðum undan þegnar gjaldinu. porst. jónsson vildi hafa íslenzkar fiiskiskútur und- an þegnar. //. Kr. Friðr. taldi svona lágt gjald ótilfinnanlegt hinum ísl. fiskiskútum : fáeinar krónur eptir hverja ferð. Ósanngjarnt væri að smeygja oss sjálfum undan öllu gjaldi til vors eigin vita, en láta útlend skip greiða bæði vitagjald og lestagjald. (Málinu vísað til 2. umræða með iq atkv.). Ycrzlunarsaiiuiingur milli Spánar og Dannierk- ur. Fyrirspurn frá varaforseta (Gr. Th.), þannig lát- andi: „Fyrri þingmaður Gullbringusýslu óskar að mega spyrjast fyrir hjá hinum háttvirta landshöfðingja um, hver áhrif hinn nýi samningur milli Danmerk- ur og Spánar frá 21. desbr. f. á. hafi á verzlun íslands, og hvað landsstjórnin hafi gjört til þess að sjá Islandi og hagsmunum þess borgið í tjeðum samningi“. Varaforseti: í þessari fyrirspurn liggur frá minni hálfu enginn efi á því, að landsstjórnin hafi gjört allt, sem gjöra þurfti til þess, að samningur þessi hefði sem bezt áhrif á verzlun Islands ; heldur vildi jeg, að með henni yrði Ijóst, hver áhrif hann hefði á verzlun vora. J>að er ef til vill eigi öllum kunnugt, að þessi samn- ingur er hinn fyrsti verzlunarsamningur milli Dan- merkur og Spánar. Vöruflutningar milli Spánar og Danmerkur eru miklu minni að tiltölu en frá íslandi til Spánar, þar sem hjeðan eru árlega flutt 10,000 til 15,000 skpd. af saltfiski til Spánar, en frá Danmörku að eins lítið eitt af herragarðssmjöri. Reikni menn skpd. af saltfiskinum á 45—50 kr.. þá nemur það hálfri miljón króna árlega, og er það mikið fje fyrir fátækt land. J>að er því auðsætt, að i slikum samningi sem þessum hlýtur stjórnin að taka tillit til íslands. þ>að er auðvitað, að það er enganveginn lítilsvert, hvernig slík- ur samningur er vaxinn, hvort hann er oss haganleg- ur eða eigi. Jeg er eigi viss um, hvort samningurinn er deildarmönnum kunnur. Jeg skal því leyfa mjerað lesa upp einstakar greinar samningsins. í 1. gr. stendur : „Milli konungsríkjanna Danmerkur og Spánar skal gilda verzlunar- og siglingafrelsi og -jafnrjetti, og skal hvorki við aðflutninga nje útflutninga, landveg eðasjó- veg, leggja nokkurn toll eður annað gjald á landaura eður unninn varning (Kunstflidsprodukter) annars eðlis eður hærri en þann, sem liggur á hinum sömu vörum þegar þær flytjast að eður út úr sömu löndum. Hvoru- tveggja stjórn skuldbindur sig til þess, að veita ekki þegnum nokkurs annars ríkis í neinu því, er snertir verzlun og siglingar, nokkurt einkaleyfi, fyrirrúm eða undanþágu, án þess jafnframt að gjöra verzlun og sigl- ingar hins ríkisins þessara gæða aðnjótandi“. 9. gr. snertir verzlunarfulltrúa. 10. gr. snertir sjófarendur og strönd. 11. gr. meðferð á skipum. 12. gr. hljóðar þannig : ,.J>ar eð sjerstök löggjöf á sjer stað í nýlendum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.