Ísafold - 22.07.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 22.07.1879, Blaðsíða 4
alþýðudómi eða almennings áliti í því, að haldist lengi aðsókn að ólærðum læknir, sem lækni, þá er hann nýt- ur, og þarna er þá komin vis-san fyrir þekkingunni. — Nú bætist við — hafi hann bezta vilja, gefi meðulin, fari ferðir fyrir lítið eða ekkert, þá kemur nú peninga- spursmálið með í leikinn. Um leið get eg þess, að fundar-ávarpið frá Dala- sýslu sýnir, að borgun fyrir aukaverk lækna er þar — og enda víðar — orðin þyrnir í augum manna og vilja menn fá þá ákvörðun afnumda; og mun eg koma með frumvarp til þess, sjái eg mjer fært. //. Kr. Ffiðrikssou: það verður þó ekki dulið, að meiningar manna um smáskammtalæknana eru tvískipt- ar. það er auðvitað, að mjög mikið er komið undir góð- vild og gáfum, eins og Guðm. Einarsson sagði, en eitt- hvað er óviðkunnanlegt í því, að dæmi skuli finnast þess, að sveitar-ómagi hafi verið tekinn og látinn læra smáskammtalækningar, sjálfsagt til þess að ljetta sjer á sveitinni. þ>að er meir en satt, að einstakur maður getur verið og er öðrum náttúraðri til að vera læknir; en þetta er ekki næg ástæða fyrir því að trúa hverj- um og einum fyrir lífi manna og heilsu, en það er ekki svo hægt, að sanna upp á þessa skottulækna að þeir hafi gjört sjúklingum tjón með lækningum sínum. þ>að skal eg að vísu játa, að reynslan er hið bezta próf og bezta sönnun fyrir dugnaði; en það vona eg samt að þingmönnum skiljist, að þar sem prófið er undan- gengið eru líkindi til að það hafi eitthvað að minnsta kosti að þýða, og að eitthvert próf sje nauðsynlegt, áður en fáist leyfi til, að reyna sig. A. O. sagði, að á litlu stæði, hvort maður dæi hjá allopatha eða homöo- patha. fessu og öðru eins er nú reyndar ekki hægt að svara; en það vil eg vona að honum finnist eðli- legt, þó eg fremur treysti manni sem hefir vottorð um þekkingu sína en hinum, sem ekkert hefir vottorðið. (Málinu síðan visað til 2. umræðu með 17 atkv. og nefnd kosin: Arnljótur, Guðm. Ein., B. Sv., Hjálmur, St. Stephensen). Laun póstmeistarans. Fyrsta umræða í neðri deild 12. þ. m. Landsh. vitnaði í orð framsögumanns fjárlaganefnd- arinnar á alþingi 1877, Dr. Gríms Thomsens, þau, að eigi mundi hollt einmitt fyrir póstmeistarann sjálfan, að hækka skrifstofukostnaðarendurgjaldið, upp í 900 kr. úr 600 kr., eins og hann (landsh.) hafði stungið upp á, því að á næsta þingi mundi að öllum líkindum verða stungið upp á að hækka laun hans, og þá yrði það ef til vill síður gjört, ef hann hefði fengið viðbót árið áður. Varaforseti (Gr. Th.): Aljer eru nauðugir 2 kostir sem framsögumanni fjárlagafrumvarpsins að svara þess- ari áskorun, sem eigi að eins er í ástæðunum fyrir stjórnarfrumvarpinu, heldur kemur og frá hinum hæst- virta landshöfðingja. J>ó eg setti svo, að það hefði verið loforð frá minni hálfu, að greiða atkvæði fyrir einhverri launaupphæð handa póstmeistaranum á næsta þingi, þá er það alls eigi vlst, að mitt eina atkvæði nægi; en það er hvorttveggja, að engin skylda væri fyrir mig, að safna atkvæðum manna fyrir þessu máli; enda er ekki sagt hver árangur yrði af því; jeg skoða þetta eigi sem loforð frá minni hálfu, heldur sem bend- ing. En fyrst á annað borð er haft svo mikið við mig að farið er að vitna í orð mín, þá furðar mig á, að stjórnin eigi vitnar til orða landshöfðingjans. f.ands- höfðinginn sagði á þinginu 1871 (sjá alþingistíðindi 1871, I, 327): „þ>egarbúið er að koma þessu nýja fyrir- komulagi I gang (á póstmálunum), þá skal jeg játa það, sem nefndin eða meiri hluti hennar hefir tekið fram, að þá muni þessum störfum verða nægilega laun- að með 600 rd. (o: rnookr.): en jeg skal leiða athygli þingsins að þvi, hvort ekki muni haganlegra að útbúa póstmeistaraembættið svoleiðis, að vjer getum verið vissir um, að fá í það sem beztan og áreiðanlegastan mann í þau ár, sem það þarf mest við, og þá, þegar einhvern tíma verða póstmeistaraskipti, að taka til yfir- vegunar, hvort þetta embætti ekki gæti sameinazt ein- hverju öðru embætti í Reykjavík, og launin á þennan hátt orðið minni, því með þessum hætti er jeg fyrir mitt leyti sannfærður um, að vjer getum skipað þessu embætti á sem haganlegastan hátt fyrir landið;l. J>etta virðist mjer eins mikið loforð og eins góð bending, eins og orð mín í hitt eð fyrra. Hvernig fórust hinum 2. konungkjörna þingmanni orð árið 1871? Hann sagði (sjá alþingistíðindin 1871, I, 413): „Mjer finnst engin ástæða til að auka skrifstofufje póstmeistarans fram úr því, sem frumvarpið stingur upp á. Annars er það al- veg komið undir því, hvernig menn líta á málið, hvort mönnum þykja 100 rd. nægja eða eigi'1. I lögum 26. febr. 1872 eru laun póstmeistarans ákveðin með 700 rd. eða 1400 kr. Nú liðu 3 ár, þangað til launalögin 15. okt. 1875 hækkuðu launin upp í i7ookr., og skrif- stofufjeð úr 200 kr. upp í 600 kr. (það virðist því eptir þessu líklegt, að nú ætti öllu fremur að fara að lækka launin en hækka þau. Og þótt einhver loforð hafi verið gefin í þessu efni, þá hefir það þó aldrei verið meiningin, að bæði launin og skrifstofufjeð yrði hækk- að. þ>etta virðist mjer vera að færa sig upp á skaptið. Nú 8 árum síðar er beðið um 2400 kr. í laun og goo kr. I skrifstofufje. þ>etta hefi jeg tekið fram fyrir þá sök, að varlegra er fyrir hinn hæstvirta landshöfðingja, að leggja eigi of mikla áherzlu á það, sem á þingi er mælt; enginn hefir ábyrgð á orðum sínum á þingi, þegar menn eru heitir í ræðum, sem opt kann að verða. Eg legg mitt loforð að jöfnu við orð landshöfðingja. Eg játa það, að störf póstmeistarans hafa aukizt hin síðari árin; eg játa það, að hann er áreiðanlegur og góður embættismaður, og að ástæða er til, þegar tími er til kominn, að viðurkenna verðleika hans í verkinu. þ>að er og aðgætandi, að póstmeistaraembættið er svo vaxið, að ávallt er hægt að hafa á hendi önnur störf meðfram því, enda hefir landshöfðinginn sagt, að em- bættið væri stofnað með þeim fyrirvara, að það yrði ávallt sameinað öðrum störfum. þessi störf eru svo arðsöm, að eg er sannfærður um, að embættið er við- unanlegt og vel launað. En þó er eg fús á, að taka mjer breytingaruppástungu við 2. umræðu málsins, í þá átt, að skrifstofufjeð verði hækkað upp í 1000 kr., en eigi bætt einum eyri við launin. Landshöfðinginn: Jeg skal að eins geta þess, að þegar jeg gjörði þessa áætlun á þinginu 1871, þá hafði jeg enga reynslu fyrir mjer um það, hversu störf póst- meistarans mundu aukast; en sú hefir reyndin á orðið, að þau hafa aukizt miklu meira en eg gjörði þá ráð fyrir. Halldór Kr. Friðriksson: Jeg ímynda mjer, að deild- in muni líta hlutdrægnislaust á mál þetta, og láti eigi neitt villa sjónir fyrir sjer, ef annars er ástæða til að hækka laun póstmeistarans. Eg er sannfærður um, að deildin vill launa embættismönnum sómasamlega, svo að þeir fái lifað sómasamlegu lífi. J>egar um laun póstmeistarans er að ræða, þá muna deildarmenn, að hann sumarið 1875 fjekk 300 kr. launaviðbót, þ. e. laun hans hækkuðu úr 1400 kr. upp í 1700 kr. En vjer verðum að gæta að því, að störf hans hafa aukizt svo mjög síðan 1873, þar sem á hann hafa hlaðizt mörg störf, er landshöfðinginn með engu móti þá gat sjeð fyrir, veldur því bæði það, að póstferðirnar hafa aukizt svo og strandsiglingar Díönu; nú er og miklu meiri bögglasending en áður var. (Framh. í næsta bl.). Ritstjóri: Björn Jónsson, cantl. phil. ____ Prentað með hraðpressu ísafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.