Ísafold - 22.07.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.07.1879, Blaðsíða 1
 ALÞINGISFRJETTIR. IV. VIDAUKABLAD VID ISAFOLD VI. 1879. Reykjavík, þriðjudaginn, 22. júlí. Verzlimarsamiiiiiguv milli Spánar og Danmerkur. Niðurlag (frá bls. 12) á ræðu Landshöfðingja: Aptur á móti hefur 12. gr. eptir mínum skilningi að innihalda þá viðbót með tilliti til ný- lenda Spánar, að í þeim sjeu veitt verzlun og siglingum bæði Dana og íslendinga þau rjettindi, er þar getur um. þessi skilningur er byggður á því, að það leiðir af sjálfu sjer — þar sem, eins og þingmönnum er kunn- ugt, þjóðerni hvers skips verður einkennt með fiaggi því, er það siglir undir, og öll íslenzk skip sigla undir dönsku flaggi, — að ekki verði neinn munur á því, hvort íslenzkar vörur verða fluttar til Spánar á skipum frá íslandi eða frá Danmörku. Hvers vegna 12. gr. hefur aðra ákvörðun inni að halda með tilliti til ný- lenda Spánar en með tilliti til konungsríkisins sjálfs, get jeg ekki skýrt nákvæmlega frá, en jeg ímynda mjer að hin sjerstaka löggjöf nýlendanna kynni að vera því til fyrirstöðu t. d. með tilliti til trúarbragða- frelsis þess, er getið er um í 1. gr. samningsins og ef til vill með tilliti til ákvarðananna i 8., 9. eða 10. gr., er ekki beinlínis snerta verzlun og siglingar ; en með tilliti til þeirra hefir ekki samkvæmt 12.gr. verið neitt því til fyrirstöðu einnig í nýlendunum að veita Dönum og íslendingum þau rjettindi, er veitt eru eða fram- vegis kunna að verða veitt þjóðum þeim, er mest er hlynnt að. Eptir þessum skilningi, sem jeg verð að álíta rjett- an og á rökum byggðan, er með samningnum 8. sept. 1872 útvegaður verzlun íslands jafn rjettur við verzlun Dana, og hefur stjórnin þannig sjeð íslandi og hags- munum þess borgið í tjeðum samningi. Varaforscti: Jeg hefi lengi vitað, að skilningur minn var ófullkominn; en aldrei hefi jeg sjeð, hversu lítið jeg skil í frönsku og dönsku jafnvel og nú. Jeg skal geta þess, — sem er eigi þýðingarlaust, — að þeg- ar landshöfðinginn las upp 12. grein, þá las hann eigi upp nema hina síðari málsgrein. Jeg skora á landsh. um, hvort mögulegt er að leggja franska textann öðru- vísi út en jeg hefi gjört. Hjer er eigi heldur að ræða um trúarbragðafrelsi, af því að eigi er talað um það, að því er jeg hefi frekast tekið eptir, í neinum grein- unum á undan. 1. gr. hljóðar um verzlun, 2. gr. um það, með hverjum kjörum varningur megi leggjast upp o. s. frv. Landshöfðinginn verður að fyrirgefa, að jeg þýði frakkneska orðið ,.y" þar. En eitt heyrir maður nú nýtt, og það er, að þegar danska stjórnin semur í fyrsta sinn verzlunarsamning við Spánverja, þá hefir hún eigi leitað álits landshöfðingjans yfir íslandi um það, hvað því hentaði bezt. Vjer vitum þó, að þegar um slíka samninga er að ræða, þá eru öll stórkaup- mannafjelög spurð ráða, og látin gefa álit sitt þar um, en landshöfðingja á landi í 300 mílna fjarlægð er eigi gjört svo hátt undir höfði, að hans álits sje leitað. J>etta er hart fyrir landshöfðingjann; en auðvitað er, að afleiðingin af þessu fellur yfir á oss. Að öðru leyti þarf engra andsvara við upp á ræðu landshöfðingjans. Samningurinn sýnir sig sjálfur, þegar hann verður hjer birtur, ef svo mikið verður við oss haft, og getur þá hver læs íslendingur dæmt landshöfðingjans og mín á milli. Hann heldur að allt sje eins ogþað á að vera; jeg hef alveg gagnstæða skoðun. Eg ætla að biðja hinn hæstvirta forseta um, að bera dálitla dagskrá undir atkvæði þingsins, áður en umræðunni um fyrirspurn- ina er lokið. Landshöfðingimi: Áður gengið verður til atkvæð- is um uppástungu varaforseta tek jeg það upp aptur, að jeg fæ ekki betur sjeð, en að með samningnum 8. septbr. 1872 sje útvegað verzlun íslands jafnrjetti við verzlun Danmerkur í konungsríkinu Spáni og í ný- lendum þess. Jeg skal bæta því við, að landshöfðingjaembættið var ekki til 8. septbr. 1872, og því var ekki hægt að bera þennan samning undir álit landshöfðingjans. Dagskrártillaga varforseta var þannig látandi: „I því trausti, að landsstjórnin sjái svo fyrir, að Island nái fullu jafnrjetti við Danmörku í verzl- unarviðskiptum við Spán, tekur þingdeildin næsta mál á dagskránni fyrir", og samþykkti þingdeildin (neðri d.) hana í einu hljóði. Siiiáskammtalækningar. Frumvarp um að sýslu- nefhdir megi leyfa þær valinkunnum mönnum, með ráði heilbrigðisnefnda, fyrir 10 kr. í sýslusjóð og gegn lækniseiði. Flutningsmaður Benedikt Sveinsson mælti: Eg ætla eins og góðu börnin að byrja með játningu. Egkannast þá við, að mál þetta er nýmæli. En Njáll gamli sagði, að ný- mæli kæmu optast á stað tvímælum. En tvímæli eru tvenns konar, sum leiða f r á sannleikanum, sum a ð honum ; jeg vildi nú óska, að í þessu máli kæmi fram sem minnst af hinum fyrri, en sem mest af hinum síð- ari, því hjer er sannarlega um alvarlegt og þýðingar- mikið mál að ræða. Jeg ætla þá fyrst að taka fram hvöt þá, er jeg hefi haft til að koma fram með þetta frumvarp, svo menn skilji hvað liggur til grundvallar fyrir því. Eptir því sem mjer er kunnngt, eru á að gizka 30—40 ár síðan, að homöopathían fyrst kom fram í Norðurlandi. Sá hinn fyrsti, er iðkaði hana, mun hafa verið síra Magnús Jónsson prestur að Grenj- aðarstað, alþekktur stillingarmaður og vísindamaður, enda hefir hann ávallt haft á sjer hið mesta traust og notið virðingar hjá öllum, æðri og lægri. Annan mann má nefna við hliðina á honum, síra Jporstein sál. á Hálsi, og má með sanni segja um báða þá, að almenn- ingur hófþá upp í skýin fyrir heppilegar smáskammta- lækningar. Jpað má með sanni segja, að til þessara manna leituðu bæði sjúkir og heilbrigðir; hinir sjúku til að fá heilsu og heilbrigði, hinir heilbrigðu til að nema smáskammtafræðina. Jeg tek það fram, að til þessara manna leituðu sjúklingar og læknaefni af öllu landinu; jeg get, ef jeg vildi, tilfært dæmi upp á hvorutveggja, jafnvel úr Skaptafellssýslu. f>að er nú eptirtektavert, að þessi árstraumur hóf rás sína í þing- eyjarsýslu; því er það sannfæring mín, byggð á kunn- ugleika um mestan hluta íslands, að alþýða er þ a r bezt menntuð og andlega sjálfstæðust á landi hjer, og einmitt þarna fjekk homöopathían viðurkenningu sína. Á þetta legg jeg svo mikla áherzlu til að sýna og sanna, að smáskammtalækningar geta ekki verið byggð- ar á hjegóma og hindurvitni. Enda get jeg bætt því við, að smáskammtalækningar eru að fá meiri og meiri viðurkenning meðal hinna sjúku hjerna í sjálfum höf- uðstað landsins, ogjegveit eigi betur, en að einn hátt- virtur geistlegur herra, sem er á meðal vor á þing- mannabekkjunum, sje lærður og æfður smáskammta- læknir. En hvað á nú við þetta að gjöra? Fyrir nokkrum árum síðan reis upp ofsókn gegn smá-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.