Ísafold - 07.08.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.08.1879, Blaðsíða 4
,32 alveg úr sögunni. En nú er hafinn og settur rann- sóknarrjettur gegn smáskömmtunum á Suðurlandi. Hann er öllum í fersku minni; jeg þarf eigi að lýsa honum. Jeg vil einungis drepa á 4. tölubl. Heilbrigð- istíðindanna, þar sem talað er um smáskammtalækn- ingarnar í Kálfatjarnarsókn. Að vísu hefir presturinn áKálfatjörn hrakið að mikluleyti hinn harðyrta áburð á smáskammtalæknana með skýrslu sinni í ísafold 16. tölubl. 1879. En þó vil jeg leyfa mjer til þess að full- komna þessa skýrslu prestsins, að lesa nokkur orð upp úr brjefi frá valinkunnum heiðursmanni, Guðm. hrepp- stjóra Guðmundssjmi í I.andakoti á Vatnsleysuströnd. Hann skýrir frá, hve margir hafi veikzt og verið lækn- aðir á 7 bæjum kring um sig, og síðan segir hann : „Hafa þá 45 manns orðið veikir á hinum nefndu bæj- um, og öllum þeirra, að undan teknum ef til vill tveim- ur mönnum, batnað af homöopatha meðulum, svo fram- arlega, sem þeir hafa þurft á nokkurri meðalabrúkun að halda-1; en um það kveðst hann eigi bær að dæma. Hann gerir og grein fyrir því, að í byrjun sýkinnar hafi svo sem enga hjálp verið að fá hjá smáskammta- læknum sakir meðalaleysis ; en er nýr smáskammta- læknir kom með meðul, þá, segir hann, „ljetti mann- dauðanum að mestuíl. -— þ>egar nú vor lærði og ágæti höfundur Heilbrigðistíðindanna, sem er lækna lærðastur hjer á landi og hinn hjartabezti maður, misskilur og mishermir svona freklega, allt sem snertir smáskammta- lækningar, eins og hann hefir gjört í tjeðu 4. tölublaði Heilbrigðistíðindanna, hvers má þá vænta af hinum ? J>essa vegna finnst mjer brýn nauðsyn til bera að taka í taumana á þeim, er valda slíkum ófriði og óvild í þjóðfjelaginu með ofsóknum, er byggðar eru á þvílík- um misskilningi og fullkominni vanþekkingu. (Frumvarpið síðan samþykkt með litlum breyting- um, og skotið til 3. umræðu með 17 atkvæðum). — Við 3. umræðu mælti Grívmr Thomsen á móti því að setja í lögin grein um að afnema tilsk. 5. sept. 1794, úr þvi hún hefði aldrei verið gild hjer á landi. Benedikt Sveinsson: Jeg þóttist við 1. umræðu reyna að leiða rök að því, að þessi tilskipun dagsett 5. sept 1794 væri sem slík ógild hjer á landi, og þótt hún hefði lagagildi að því er til allopatha eða stór- skamtalækna kemur, þá gæti hún að minni meiningu alls eigi náð til homöopatha eða smáskamtalæknanna. En nú ræðir þetta frumvarp einungis um homöopatha, og þessvegna kemur þessi tilskipan alls ekkert frum- varpi því við sem hjer um ræðir. Framsögumaður (Arnlj. Olafsson): Jeg skal geta þess, að jeg er því samdóma, að tilskipun þessi hafi eigi út af fyrir sig haft gildi, og að eigi muni hafa verið farið eptir henni hjer á landi, sem hegningar- lögum fyrst fram eptir. En hitt er annað mál hvort hún hafi eigi orðið hjer að lögum með tilsk. 21. des. 1838. þ>á er en vafasamt hvernig skilja eigi 5. grein í tilsk. 5. sept 1794, þó hún aldrei nema væri álitin lög hjer á landi. þ>að er full sannfæring mín, að þessi grein hafi eigi verið skilin svo sem dómstólarnir hjer skilja hana nú, ef yfirvöldin hafa annars álitið hana gildandi. þ>etta álit mitt styðst við öll brjef dómsmála- stjórans til amtmannsins fyrir norðan, 29. maí 1855, ig júlí 1856 og 31. marz 1857. í brjefinu 29. maí 1855 segir, að ráðgjafinn fallist á þá skoðun amtmannsins, að smáskamtalæknar „muni eigi verða sakfelldir þótt mál væri höfðað móti þeim, nema þeir hefðu borið sig stórlega rangt að-‘, ogíbrjefinu 19. júlí 1856 sam- sinnir stjórnin amtmanni, að hann hafi eigi haft næga ástæðu til að láta höfða mál á hendur smáskamtalækn- um, af því, segir ráðgjafinn, ,.að ekki hafi verið tekið til neitt víst tilfelli að lækningar homöopatha hafi haft skaðlegar afleiðingar, eða að nokkurs manns lífi og heilsuafþeim hafi verið hætta búin". Af þessum brjef- um er auðsætt, að ráðgjafinn hefir eigi álitið smáskamta- lækna hegningarverða eptir 5. gr. tilsk. ’,/9 94 fyrir það atvik eitt, íið þeir taka sjúkling til lækningar, heldur fyrir það, efþeir fremja eitthvert það verk, er saknæmt er í sjálfu sjer eptir almennum hegningarlögum. En nú er svo komið, að hjer á Suðurlandi er höfðað mál gegn smáskammtalækni, ekkiafþví, að lækningar hans sjeu til skaða, ekki fyrir sviksemi, ekki fyrir það, að lífi manna og heilsu væri hætta búin af lækningum hans; ekki af því, í einu orði sagt, að hann hafi gjört sig sekan í afbroti eptir almennum hegningarlögum, held- ur af því eingöngu, að hann hefir farið með skottu- lækningar. þ>etta mál er höfðað og dæmt eptir þeim skilningi á 5. gr. tilsk., að það atvik eitt sje saknæmt, að taka sjúkling til lækningar, þótt það skilyrði vanti, að skottulæknirinn hafi stofnað lífi og heilsu mannsins í hættu, eður án tillits til þess, hvort brotið sje sak- næmt eptir almennum hegningarlögum. Heyrt hefi jeg, að hæstirjettur í Danmörku fylgi því fram, að dæma skuli skottulækna seka fyrir þessar lækningar samkvæmt 5. gr. tilsk., og byggi dóm sinn á því, að í hinum almennu hegningarlögum Dana, þar sem tal- in eru öll sakalög þau, er numin voru úr gildi, sje til- skipun þessi ekki talin með. Jeg er hræddur um, að landsyfirrjetturinn hjer muni heldur fylgja hæstarjettar- dómi, heldur en skoðun þeirra B. Sv. og Gr. Th. Nú kunna lagamenn að segja: tilskipun þessi er eigi gild af sjálfri sjer, heldur eptir tilskipun frá 1838. Er þá tilskipunin gild eður ekki gild? í breytingartillögunni er þannig orðað : „5. gr. í tilsk. 5. sept. 1794 er úr gildi numin“. þ>etta er orðað þannig af ásetningi, og þýðir að eins, að tilsk. sje úr því gildi numin, sem dómararnir kunna að gefa henni. I lagaboðum er breyta eldri lögum stendur, að sú eða sú tilskipun sje úr lögum numin. Fyrirþví, sje gildi tilskipunarinnar nokkuð, þá er það farið; sje gildið ekki til, þá afnáms- greinin ofmæld, það skal jeg játa. Jeg hef viljað forð- azt að kalla hana lög, þótt jeg sje í talsverðum vafa. þ>etta er minn skilningur á löggjöfinni eða á dómvenj- unni, sem jeg er hræddari við en lögin sjálf. Varaforseti: Jeg veit, að þingmönnunum hefir ekki gengið nema gott til að koma með þessa breytingar- tillögu, og jeg gæti vel greitt atkvæði með þeim ef jeg sæi ekki, að það mundi draga dilk eptir sjer; en jeg ætla, að gjalda skuli varhuga við, að játa nokkuð gilt, sem ekki er fullgilt, og mjer er nær að segja, að margar óhentugar ákvarðanir, sem nú liggja í þagnar- gildi, gætu álitizt gildar, ef vjer ljetum það viðgang- ast, að slíkar breytingartillögur sem þessi kæmust að. þfingmaðurinn játar, að þessi tilskipun hafi aldrei verið lögleidd. En það verður spurning um, hvort hún liafi ekki verið lögleidd með tilskipun 21. des. 1831. Jeg veit, að lagamennirnir og dómstólarnir segja það ef til vill; jeg er ekki dómstóll. En hvað skipar hún fyrir um ? Hún skipar fyrir um vissar greinir í tilskipunum frá 1827. I 1. kafla er skipað fyrir um útvíkkun á reglugjörð fyrir yfirvöld; í 2. kafla um útvíkkun vissra greina í lögum um að af nema útlegð; í 3. kafla um borgun til sáttanefnda; í 4. kafla um hjónaband; í 5. kafla um að heimfæring norsku laga 6—13—5; í 6. kafla um vottorð, sem prestar á íslandi eiga að gefa. J>á er tilskipunin ekki lengri. Getur nú nokkur heil- vita maður sagt, að lög gegn skottulækningum sjeu með þessu lögleidd? Jeg vona, að A. O geti eigi ætl- að hæstarjetti þann skilning, þótt einhver undirdómur kunni að hafa hann. (Framh. í n. bl.). Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentað með hraðpressu Isafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.