Ísafold


Ísafold - 23.08.1879, Qupperneq 2

Ísafold - 23.08.1879, Qupperneq 2
58 bætt piltum þennan kostnaðarauka, að það þvert á móti eykur á hann fyrir sumum. Vjer nefndarmenn erum því einhuga á því, að þessi tilhögun með skólatímann, sem á komst með reglugjörð 12. júli 1877, sje mjög óhaganleg, og hafi að óþörfu allmikinn kostnaðarauka í för með sjer. En að vorri ætlun er það eigi að eins þetta atriði í reglugjörðinni 12. dag júlímánaðar 1877, sem breyt- ingar þarf, heldur fleiri. Eins og kunnugt er hefur reglugjörð þessi vakið allmikla óánægju hjá ýmsum, og mikið verið að henni fundið, og allt, sem um hana hefur verið ritað, lotið að hinu sama, að hún tæki næsta lítið hinni eldri fram til bóta, eða jafnvel væri verri en hin fyrri, og þyrfti því bráðra breytinga við í ýmsum efnum. Vjer erum og reyndar á því, að ýmsar ákvarðanir reglugjörðar þessarar sjeu miður haganlegar og þurfi breytinga við, en vjer viljum þó eigi beinlínis stinga upp á neinni breytingu annari en þeirri, sem vjer þegar höfum stungið upp á, bæði sökum þess, að vjer teljum slíka reglugjörð eigi heyra beinlínis undir löggjafarvald- ið, og einkum vegna þess, að vjer getum eigi ætlað meginþorra þingmanna svo kunnuga kennslumálum og fyrirkomulagi þeirra, að það sje þeirra meðfæri að dæma um hvert einstakt atriði í slíkri reglugjörð, held- ur að eins þeirra manna, sem kunnugir eru skóla- kennslu og kennslumálum ; en vjer skulum þó leyfa oss, að benda á nokkur atriði í reglugjörð þessari, sem oss virðast þurfa vandlegrar íhugunar við, og sem öðru- vísi mætti haganlegar fyrir koma, en gjört er í reglu- gjörðinni 12. júlí 1877, enda hafa aðfinningarnar mest lotið að þeim atriðunum. 1. í annari grein er svo ákveðið, að lærisveinum skuli skipt í 5 bekki eins og verið hefir, og þó er ætlazt til, að skólatíminn sje 6 ár. Nú virðist oss auðsætt, að haganlegra sje, að piltum sje skipt í 6 bekki, svo að piltum sje ætlað að vera að eins 1 ár í hverjum bekk, eða að minnsta kosti, að 5. bekk sje skipt í 2 deildir, sem hvor njóti tilsagnar út af fyrir sig í sumum kennslu- greinunum; því að það virðist auðsjeð, að þegar sama kennslugreinin er kennd þar bæði árin, verður annað- hvort að vera, að hinir eldri lærisveinar bekkjarins verði i að missa, meðan hin yngri deildin er að kom- ast niður í vísindagreininni, svo að hún geti fylgzt með hinni eldri, eða hin yngri deildin getur eigi haft full not af tilsögninni, ef hún er löguð eptir þekkingu hinnar eldri deildarinnar. 2. í 4. grein þarf og töluverðar breytingar að gjöra á niðurskipun kennslugreinanna, þótt þeim væri öllum haldið, sem í reglugjörðinni er boðið að kunna. í>ví að það mun satt, sem að henni hefir verið fundið, að þar er ofhlaðið á allan þorra pilta í neðstu bekkj- unum, svo að þeir geta eigi náð þeirri þekkingu, sem þem er ætlað að ná, í öllum þeim vísindagreinum, sem fyrir er lagt að kenna skuli, enda er það auðsjeð, að rjettast muni, að haga niðurskipuninni svo, að piltar fái sem mestan tíma samanhangandi til hverrar vísinda- greinar fyrir sig, einkum meðan þeir eru að leggj'a góða undirstöðu. Sumum vísindagreinum mun þar og ætlaður óþarflega mikill tími, svo sem eðlisfræðinni, og kennsla í skript mun til lítils eða einskis gagns; aptur öðrum allt of lítill tími ætlaður, svo sem þýzku, ef sú kennsla á nokkra þýðingu að hafa, og í stuttu máli mun öll þessi grein þurfa mikla breyting við, en sem vjer ætlum eigi við eiga að telja hjer upp eða gjöra uppástungu um, hversu þeirri grein eigi að breyta. 3. í sambandi við þessa grein stendur 10. grein- in um ársprófið úr 4. bekk skólans, og 13. grein um burtfararprófið, og leiðir það af sjálfu sjer, að þessurn greinum verður og að breyta eptir þeim breytingum, sem á kynnu að verða 4. grein. En jafnframt verður vel að íhuga það, hvort eigi sje rjettara, að telja með til burtfararprófsins þær einkunnir, sem piltar fá í þeim vísindagreinum, sem þeir ljúka við í 4. bekk, þar sem í 15. greininni er svo til ætlazt, að þær sjeu alls eigi til greina teknar við burtfararprófið ; því að ef þeim einkunnum er sleppt við burtfararprófið, er að vorri ætlum næsta hætt við, að lærisveinar láti sjer vel lynda ef þeir að eins ná hinni lægstu einkunn, sem heimtuð er. 4. J>á er í 15. greininni ákveðið, að fyrir sumar vísindagreinir sje gefin tvöföld einkunn, og er sú á- kvörðun mjög varhugaverð ; því að þetta getur orðið hvöt fyrir lærisveina, að vanrækja hinar vísindagrein- irnar um of, enda eiga piltar eigi að þurfa þessarar hvatar til að stunda þær vísindagreinir, sem á mestu þykja standa, heldur á fjöldi kennslustundanna að bæta úr áhugaskortinum á þessum vísindagreinum. LaXTeiðamálið. J.ög þau um friðun á laxi, er upp voru borin í neðri deild alþingis, til umbótar eldri lögunum, voru felld þar við 3. umræðu. En í annan stað setti deildin 5 manna nefnd, þá Gr. Thomsen, sira Pál (skrifara), sira Arnljót, Einar Asm. (form. og fram- sögum.) og Ben. Sveinsson, til að rannsaka, hvort lag- anna frá 11. maí 1876 um friðun á laxi, sjerstaklega með tilliti til Elliðaánna og landssjóðsjarðanna Breiðholts og Hólms í Seltjarnarnesshrepp, hafi verið gætt frá hálfu valdstjórnarinnar, og skyldi nefndin hafa rjett á, að heimta skýrslur þær, er nauðsynlegar væru í þessu til- liti, bæði frá embættismönnum og einstökum mönnum. Nefnd þessi hefir nú látið upp álit sitt, og eru þetta helztu atriðin úr því: Nefndin hefir eigi getað orðið þess áskynja, að nokkur óánægja hafi hreift sjer nokkursstaðar á land- inu yfir því, að friðunarlaganna 11. maí 1876 hafi eigi verið gætt, nema í hinum svo kölluðu Elliðaám, sem koma til sjávar á takmörkum Mosfellssveitar og Sel- tjarnarnesshrepps í Kjalarnessþingi. A þessum eina stað, sem liggur örskammt frá aðseturstað hinnar æðstu innlendu stjórnar, hefir nefndin komizt að því, að megn umkvörtun hefir átt sjer stað út af þvi, að ólögmæt aðferð við laxveiðar muni hafa verið við höfð, og að valdstjórnin muni eigi hafa gefið því máli nægilegan gaum. Af þessum orsökum hefir nefndin eingöngu varið sínum stutta tíma til að afla sjer sem flestra skýr- inga um laxveiðarnar á þessum eina stað, með öðru fleiru, er þar að lýtur, og leyfir sjer nú að skýra frá, hvers hún þykist hafa orðið vísari við þessar rann- sóknir. Elliðaárnar eru lítið vatnsfall, er sprettur upp og dregur sig saman úr smáum lindum og lækjum, hjer um bil 2 mílur frá sjó, og rennur til sævar í mörgum og krókóttum kvíslum, sem ýmist koma saman eða kljúfast aptur, svo það er að eins á 1 eða 2 stöðum, að á þessi er í einu lagi. Um nokkur undanfarin ár hefir kaupmaður nokk- ur í Reykjavík, H. Th. A. Thomsen að nafni, veitt lax í Elliðaánum með þeim hætti, að hann hefir þvergirt hverja eina kvísl árinnar á einum stað skammt fyrir neðan þjóðveginn, sem liggur frá Reykjavík til Mos- fellssveitar fram hjá bænum Artúni. I hverri þvergirð- ing yfir hverja kvísl árinnar hefur Thomsen kaupmað- ur haft laxakistu, þannig lagaða, að laxinn getur kom- izt inn í hana, þeim megin er undan straumi veit, en eigi út úr henni aptur nema mjög smáir fiskar, því kistur þessar eru gjörðar af grindum, með lárjettum rimlum, sem eigi er lengra á milli en 1 x/2 til 1 s/4 þuml- ungs. A þessum stað á Thomsen land báðumegin ár- innar, og svo hólmana í henni; hafa jarðirnar á báða vegu, er heita Bústaðir og Artún, fyr meir verið þjóð-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.