Ísafold


Ísafold - 04.09.1879, Qupperneq 1

Ísafold - 04.09.1879, Qupperneq 1
VI 22. Frá útlöndum. Kaupmannahöfn, 14. agust 1879. Danmörk. Hjer hafa gengið að stað- aldri rosar og rigningar, með þrumu- veðrum í tíðara lagi, en fyrir eldingun- um hafa orðið bæði menn og gripir á mörgum stöðum. Heyhirðing heíir orð- ið í lakara lagi að svo komnu, en nú horíir til þurrka, svo að menn búast við góðri uppskeru, því kornvöxturinn er alstaðar hinn bezti. — Vinstrimenn eru nú á „leiðarþingum“ sínum — ef svo mætti að orði kveða — og rifja þar upp deilur sínar. Hvorirtveggju, Holsteins eða Högbrosmenn, og Bergsliðar, láta illa yfir sundrunginni, en þegar hvorir um sig segja hina að öllu valda, þá lendir allt í hótunum og hnefastæling- um, og skiljast svo ósáttari en fyr—ef vera mætti. „Við hittumst við kosning- arnar að ári!“ — Nýlega er látinn C. V. Rimestad, margfróður maður og vel að sjer, einkum í sögu og landafræði. Hann kom á stofn því fjelagi verk- manna og iðnaðarmanna, sem heitir „Arbeiderforeningen af x86o“, og mest kveður að af þess háttar fjelögum í Kaupmannahöfn. Svíþjóð. Nú eru sögur komnar frá Nordenskjöld, sem varð fastur í ís í fyrra, á siglingunni austur með norð- urströndum Asíu, eigi langt í útnorður frá Beringssundi. þær ná ekki lengra en til 20. febrúar, en honum þótti þá sem vænlegast horfa, og menn geta til, að allir ísfjötrar muni nú af honum brotnir og það muni innan skamms frjettast, að hann sje kominn suðurum Beringssund. Hann lætur í skýrslum sínum hið bezta yfir veturvist sinni — að því til stóð —, og því sjer í lagi, að sjer og forunautum sínum hafi gef- izt kostur á að kanna eyjar og strandir, en sumstaðar hafa þeir haldið alllangt upp, þar sem byggðir finnast, þó strjál- ar sje. Leifar þær af dýrum og plönt- um frá fyrri öldum hnattarins, sem hjer finnst svo mikið af, eru hinar merki- legustu, svo að ferð og uppgötvanir Nordenskjölds auðga svo náttúruvfsind- in og landafræðina, að miklu meiru nemur en fyrir er haft, þó það brygð- ist — sem Nordenskjöld hefir beztu von um —, að menn færu að leggja farleiðir um Beringssund, milli vorrar álfu og austurbyggða Asíu eða vestur- stranda Ameríku. jjýzkaliind. Hin nýju toll-lög svo um garð gengin, sem Bismarck ætlað- ist til. þ»essu samfara breyting á ráða- Reykjavík, fimmtudaginn 4. septembermán neytinu, og einn af þeim þremur, sem sögðu af sjer, var Falck, kirkjumálaráð- herrann. Hann átti mestan þátt að „Maí- lögunum“, og hefir síðan verið talinn andvígisforingi Bismarcks í gegn klerk- dóminum kaþólska. En nú hefir ka- þólski flokkurinn ráðist í fylkingu Bis- marcks á þinginu og stutt toll-lög hans til framgöngu, og því lætur hann (B.) nú annað í björgum þjóta, ognú eral- mælt, að hann standi í sáttasamningum við páfann og ráð hans, og hann hafi þegar heitið að mýkja Maílögin og draga úr þeim, það sem harðræðileg- ast þykir. Austurríki. Við kosningarnar tilal- ríkisþingsins biðu þ>jóðverjar og stjórn- arsinnar sýnasta ósigur, og fór þá ráða- neytinu (Auersperg) að verða bimbult, og þeir flestir frá völdunum, sem ör- uggast hafa varið alríkislögin — tví- deildarlögin frá 1867. Nýlega fól keis- arinn Taaffe greifa að koma nýju ráða- neyti saman, en hann og þeir sem í það gengu, eru af þeirra flokki, sem vilja koma þjóðlöndum keisaradæmisins í meiri jafnrjettisskipun, en þ>jóðverjar og Madjarar hafa að svo stöddu viljað þýðast. — Fyrir skömmu varð svo mikill eldsbruni í Serajevo, höfuðborg Bosníu, að þar brunnu meir en 1000 húsa, en 20,000 manna urðu húsnæðislausir. RússlíUid. Umboðsmenn stjórnar- innar halda áfram að smala saman til Síberíurekstranna, og ávallt komafleiri og fleiri í leitirnar. Nóttina 26.—27. júlí höndluðu þeir 400 manna („níhí- lista“), og mun það fólk nú á þjóðleið- ina komið austur á bóginn. Stjórn Rússakeisara hefir nú kosið útlögum sínum — eða nokkrum hluta þeirra — vist á eyjunni Sayhalú við austurströnd Asíu (í norður frá Japan). í sumar sendu þeir fyrsta mannfarminn frá O- dessu — 7 hundruð manna —, en svo ómildileg og rússnesk var aðbúðin og meðferðin, að af þeim dóu 250 á leið- inni, en 150 voru nær dauða en lífi, þegar að landi var komið. Frakkland. Nýlega (3. ágúst) var afhjúpaður og vígður minningarvarði eptir Thiers sál. í borginni Nancy við landamærin. þ>ar voru fiestir ráðherr- anna við staddir, og voru þar margar ræður fluttar og í þeim atgerfi manns- ins og miklum afrekum á lopt haldið. Aðalræðuna eða hátíðarræðuna flutti Jules Simon, aldavinur Thiers og forseti ráðaneytisins á hans stjórnardögum. Gambetta (forseti fulltrúadeildarinnar) 1879. var ekki við þá hátíð, en hann á að hafa sagt rjett á undan, að sjer mundi víst verða á og eitthvað ofmælt hrjóta sjer af vörum, ef hann yrði þann dag svo nærri staddur landamærunum (þ. e. ríki jþjóðverja). En þá var mest við það komið í ræðunum, hvert þrek, vit og skörungskap Thiers hefði sýnt í því að koma Frakklandi úr járngreipum Jjjóðverja. Aðrir segja, að Gambetta hafi fyrir þá sök setið heima, að Jules Simon átti að halda höfuðtöluna, en þeir eru þeir mestu óvinir, er til þing- mála og þjóðmála kemur. Jules Simon er forustumaður miðflokksins (vinstra) í öldungadeildinni og hefir lýst sig mót- fallinn hinu nýja frumvarpi kennslumála- ráðherrans (Jules Ferry) til skólalaga, eða sjer í lagi þeirri grein þeirra, sem miðar til að bola alla kristsmunka frá uppfræðingu og skólum. Tingi er nú slitið, og bíða þau nýmæli úrslita 1 næstu þingsetu. — Jarðarför Napóleons prinz fór fram í Chislehurst 12. júlí, og komu þangað flestir af stórmenni keisara- flokksins á Frakklandi, en stjórnin bann- aði þeim hershöfðingjum förina, sem áttu þjónustu að gegna — nema þeir segðu af sjer forustunni. England. Á báðum stöðum — á Afganalandi og í Suður-Afríku — hafa Englendingar þær málalyktir, sem þeir vildu ná, eða því nær á seinna staðnum. í Kabúl, höfuðborg Afgana, hafa þeir lið á verði, þangað til það er allt tryggilega af höndum innt, sem Jakob Khan hefir orðið að heita sjer til friðar. — í byijun júlímánaðar var her Eng- lendinga kominn í námunda við aðset- ursbæ Cetewayós konungs, sem Ulúndí heitir, og var hann þar fyrir með meg- inherinn. Zúlúar voru eitthvað um 20 þúsundir, en Chelmsford lávarður hafði sins liðs 9200 manna. 4. júlí ljet hann lið sitt renna til atvígis, og stóðu Zúlú- kaffar lengi fast fyrir, þó þeir fjelli hrönnum saman fyrir stórskeytunum. Mest varð þó mannfallið, er flóttinn brast, og riddaralið Englendinga hleypti á eptir. J>ar fjellu af Zúlúköffum 1500 manna, en margir urðu handteknir. Af Englendingum fjellu 10 menn, en 53 urðu særðir. Cetewayó konungur komst undan á flóttanum, og er sagt, að hann láti berast fyrir í íjall-lendi og skógum all-langt fyrir norðan Ulúndí. Flestir af höfðingjum landsins hafa gengið Eng- lendingum á hönd, og er bróðir kon- ungs í þeirra tölu, og eru nú margir þeirra í fylgd þeirra deilda, sem sendar eru að handtaka konung og sveit hans.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.