Ísafold - 15.10.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.10.1879, Blaðsíða 3
Lög- um kirkjugjald af húsum. Lög um löggiltan verzlunarstað við Jökulsá á Sólheimasandi. Aptur á mót vantar enn þá stað- festing kouungs á fjárlögunum, sem þó mest liggur á. Jón skólakennari Sveinsson er búinn að afsala sjer kennaraembætt- inu við latínuskólann, og er Sigurður cand. philol. SigurðssonfráHjörtseysett- ur í hans stað. Hall gelteimeráði, fyrrum ráðherra, sem varð mjög veikur í sumar eð var í Sandefjord í Norvegi, er batnað apt- ur. Af merkum mönnum Dana hafa tveir nýlega látizt, herforingi Jonquiéris, og söngvasmiður (componisti) P. Heise. Póstskipið Pkönix, hafnaði sig hjer þann g. þ. m.; er nú nýr skipstjóri, Kihl að nafni, fyrir, í stað kapt. Ambro- sens, sem liggur veikur ytra, og margir munu sakna. Jón landi vor Sigurðsson í Kaup- mannahöfn, var þungt haldinnaflasleika, þegar póstskip fór. Af Dönuni er frjettalaust. Ríkis- þingið átti að koma saman 3. þ. m. Morgunblaðinu danska leiðist ekki gott að gjöra. I tölublöðunum fyrir 21. og 24. sept. eru frjettabrjef hjeðan, sem lýsa talsverðu ímyndunarafli og hugviti. J>að mætti allt eins vel skrifa þau frá Japan, eins og frá Rvík. j>eir landar vorir á Englandi, Dr. Guðbrandur og meistari Eiríkur, eru nú farnir að leiða saman hesta sína út af biblíuþýðingunni íslenzku. J>ar mætast tveir seigir. Reikningsdæmi: Ef tvær íslenzkar hræður á Englandi geta ekki setið á sárshöfði, hver áhrif mundi það hafa á landsfriðinn, efíslend- ingarnir væri 200? Fumlnar i'ornmeujar. í fyrra fannst íornmannahaugur við Brú í Bisk- upstungum. Annar haugur hefir í fyrra mánuði fundizt á Kornsá í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. í því síðara dysi fund- ust nokkur mannabein, hárkambur, part- ur af spjóti o. fl. Vjer vonum að fá nánari skýrslu um þessar fornmenjar. — Ameríkanskir liestar, er fluttir hafa verið til Norðurálfunnar og seldir þar í sumar, hafa til jafnaðar kostað 203 dollars, eða hjer um bil 743 kr. hver. FRUMVARP til reglugjörðar, um að bæta kynferði búpenings í Skagafjarðarsýslu. (Framhald frá bls. 92 um kynbætur hrossa). 5- gr. Graðhestana skal allajafna hafa í gæzlu, svo þeir ekki gjöri skaða, hvorki með því að fylja hryssur, er ekki eiga að fá við þeim, nje skemma hross, með biti eða höggum. Skal koma þeim á afvikna staði til fjalla til vöktunar yfir sumarið (að sínu leyti eins og nautum), því þeir mega ekki að sumrinu ganga saman við hross í sveit, og ekki heldur sleppa á afrjett. 6. gr. Hver sá, er á þessa völdu ákveðnu graðhesta, skal hafa rjett til að taka toll eptir þá, svo framarlega sem hann hirðir folana forsvaranlega, er sje frá 1—-3 kr. fyrir hverja hryssu, er þeir fylja. 7- gr. Hryssurnar skulu hafa náð 4 vetra aldri, áður en þeim sje hleypt til grað- hesta, svo þær eignist ekki folöld fyr en 5 vetra, og að því leyti sem folöld- unum er ætlað að ganga með hryssunum að vetrinum, sem eflaust er bezt með- an hvortveggja er í góðum holdum, þá ætti ekki að hleypa hryssunum til opt- ar eu annaðhvort ár, enda er sú við- koma nægileg. J>ó skal slíkt á ráði kynbótanefndar. 8. gr. J>að skal halda frá öllum ógerðar eða vanmeta hryssum, en ef þær eign- ast folöld, þá má ekki láta merfolöld lifa undir þeim, því þau geta a sínum tíma spillt kynferðinu. 9- gr. Svo fóstrið nái sem mestum þroska og verði heilsugott, skal ekki brúka hryssurnar um fengitímann eða þar litlu á eptir, og varast að ofbjóða þeim með brúkun eða öðru hnjaski allan með- göngutímann. Eins er að forðast að brúka hryssurnar, þegar þær eru með folöldum, í langferðir eða sviptingar. 10. gr. J>að skal hafa sem mestan hemil og yfir höfuð góða hirðing á öllum hrossum og í því skyni gjöra trippi taumvön, þá þau eru 3—4 vetra. 11 • gr- Hver búandi skal eiga rúmgóð hús yfir öll sín hross og hjúa sinna; bresti húsrúm, verður hann að fækka hross- unum. 12. gr. Hverju hrossi, að undanteknum gjaf- arhestum, skal að meðaltali ætla 4—5 hesta af heyi auk moða yfir veturinn, og ber að hagnýta það fóður svo, með góðri liirðingu, að lirossin verði ekki mögur. r3- gr- Hross skal taka á hús og hey, meðan þau eru í holdum, ef ekki eru líkindi til að þau bjargi sjer sjálf yfir veturinn. 14- gr- Komi lús eða ormar í hross, er einkum á sjer stað um ungviði, þegar þau verða mögur, skal tafarlaust fá slikum óþrifum útrýmt. Bráðabirgðar-ákvörðun. Til þess að reglugjörð þessi komi sem fyrst að tilætluðnm notum, skal nú á næsta vori, gelda alla þá fola, er Steita kálfa, hlaupa’ mn hóla, hoppa, rása, Seinna skjálfa, síðan róla, seinast blása. Bins og birna’ um völlinn vasa’ og víða lalla, Seinna stirðna, síðan rasa, seinast falla. Dándisvirðir dansinn stíga, dufl sjer temja, Seinna stirðir síðan hníga, seinast emja. Unglingamir bæi byggja’ og beinin teygja, Seinna farnir, síðan liggja, seinast deyja. Lokkaskornir, lyndisjafnir leika núna, Seinna’ útbornir, síðan grafnir, seinast fiína. Próðum manni fer eg að’ sýna fræðaletur, Ekki kann eg æfr mína’ að orða betur. Henni ráði Drottinn dýr í dásemd sinni, Síðan náði’ oss herrann hýr í heimferðinni. Og vilji menn sjá ljóst dæmi þess, hvert vald síra Hallgrímur hafði yfir málinu, þá er að lesa: HYAÐ ÖÐBU GAGNSTÆTT. þur, votur; þar, hjer; þrár, hlíðinn; heill, sár; Ull, sandur ; ungur, karl; Eitt, margt; Ijúft, leitt; Yatn, eldur; bust, botn; Ber, klæddur; var, er; Sund, ganga; sjór, land, Slíkt er allt ólíkt. Neyð, sæla; nár, fjör; Nótt, dagur; hátt, hljótt; Stríð, friður ; bann, boð ; Bjart, myrkt; hvitt, svart; Porn, nýr ; fjöl, steinn ; Pyr, síðar; logn, byr; Satt, lýgi; seint, fljótt. Slíkt er allt ólíkt. Síli, hvalur; svarf, þjöl; Sól, bikið ; hvíld, ról; Vit, heimska ; vann, ljet; Veikt, heilbrigt; hrátt, steikt; För, koma; fugl, dýr; Pá, tapa; nei, já; Sál, holdið ; snjór, bál. Slíkt er allt ólíkt. Mús, ljónið ; myrkt, ljós; Mjótt, digurt; frítt, ljótt; Gull, saurinn ; gras, svell; Grimmt, mjúkt; bjart, dimmt; Frost, hiti; fast, laust; Fram, innar; lof, vamm; Svefn, vaka ; svanur, hrafn. Slíkt er allt ólíkt. Ytt, uppsett; illt, gott; Aumt, farsælt; nóg, naumt; Dýrt, fánýtt; deigt, hart; Draf, hveiti; þögn, skraf; Heilt, skaddað ; heitt, kalt; Hár, lágur; stór, smár ; Sýnt, ósjeð ; sleppt, hent. Slíkt er allt ólíkt. Líf, dauði; á, af ; Allt, ekkert; dún, salt; Rjett, bogið ; ramt, sætt; Bírt, aldýrt; klesst, skýrt; Blý, fífa ; Bjarg, kró ; Bert, hulið ; tómt, fergt; Sljett, hrufótt; sljótt, beitt. Shkt er allt ólíkt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.