Ísafold - 15.10.1879, Blaðsíða 4
ekki verða valdir sem nauðsynlegir til
undaneldis.
II. Um kynbœtur sauðfjár.
1. gr.
Árlega á hverju vori skulu á hverju
heimili þar, sem sauðíjárrækt er stund-
uð, vera ógelt nokkur hinna fallegustu
hrútlamba, er liklegust þættu til undan-
eldis, ogskal setja á sig, afhvaðakyni
þau eru í báðar ættir; væri æskilegt
að láta álitlegustu hrútsmæðurnar ganga
með dilk.
2. gr.
Kynbótanefndin skal síðan árlega
á hverju hausti skoða lambhrúta og
foreldri þeirra af hverju heimili, og
eptir að hafa leitað nákvæmra upp-
lýsinga um kynferðið, velja úr þeim þá
sem álitlegastir eru til undaneldis, en
hinir skulu haustgeldast; sömuleiðis skal
nefndin, að því leyti sem hægt er, ár-
lega taka eptir, hvernig þessum brund-
hrúta-efnum fer að, þar til þeir eru vet-
urgamlir að hausti, og skal þá enn afj
nýju velja úr þeim þá beztu, en slátra
hinum.
3- gr-
þ>ar sem fjárkyn er fallegast, og að
öllu aðgættu bezt í hreppnum, skal áv- j
allt taka frá nokkuð fleiri hrúta en þarf
til undaneldis á því heimili, svo ekki!
verði skortur á góðum brundhrútum, þó
sum heimili þurfi að fá hrúta að. p’að
er varúðarvert að brúka lengi hrút af
sama fjárkyni, því íjeð má ekki verða
of skylt, og skal skipta opt um kyn-
ferði brundhrúta t. d. þriðja hvert ár.
4- gr-
Brundhrúta má alls ekki brúka
lambsveturinn; á annan vetur má með
gætni brúka hrútinn handa io—15 ám,
en á 3. og 4. vetur, þá hann hefir náð
J fulium þroska, er óhætt að ætla hon-
um að lemba 30—40 ær. (Frh. í n. bl.).
— Hinn 5. þ. m. andaðist úr brjóst-
J veiki skólapiltur Hálfdan Helgason, 1 9
ára gamall, sonur prestaskólakennara
j Helga Hálfdanarsonar , siðprúður og
mannvænlegur maður.
— Misprentazt hefir í síðasta bl. ísa-
j foldar, neðanm. á i.bls. 2. d. 3.1. a. o.:
Karl konungur XIV, f. K. k. XII.
Augiýsingar.
Frá Görðunum við Reykjavík hef-
ur nýlega horfið grár hestur með mark:
j sýlt vinstra, og auðkenndur á þann hátt,
að hægra megin á lend hans var með
tjöru dreginn stafurinn H. Hver, er
[ hest þenna hitta kynni, er beðinn að
j halda honam til skila að Lækjarkoti í
' Reykjavík.
Ný upp tekið fjármark: stúfrifað bæði, hófbiti
aptan bæði, brennimark H. C. J. B.
Skyldi einhver í sömu eða nærsýslum eiga
sammerkt við mig, bið jeg hann að gjöra svo vel
að semja við mig um það.
Hafnarfirði 25/9 1879.
H, C. J. Bjerring.
í apótekinu í Reykjavík fást vín —
aðflutt beina leið - — fyrir neðan greint
verð, móti~borgun út í hönd:
Sherry, .... 2,50
Sherry, .... 2,00
Portvín, .... . . - — 2,65
Portvín .... 2,25
Sauterne . . . . . - — 1,65
Moselvín . . . . . - 2,00
Sæt „dessertvín11:
Tinto .... 1.75
Pagarete.............i flaska 2,50
Muscatell.............- — 2,50
„Líkörer“:
Maraschino di Zara . - ■—■ 3,75
Borð-ákavíti .... - — 0,85
Flöskurnar kosta 15 aura hver, en
eru teknar aptur fyrir sama verð, ef
miðarnir eru eigi dottnir af þeim. Sje
keypt töluvert af Sherry og Sauterne,
fæst afsláttur.
Ö
o
O
__I
<
c0
bo
*c75
0
s
0
rO
C
a3
<x>
M
03
'Ö
fl
cö 1
r—1 U1
•iH a
«(-( cð M 0
hO 'Ö
fl O
•H ?H
H T* Ph
0
cö
fH
O
Þh
Ö
o
líl
Xfl
•pH
a
O O
0
>
aj
0
S
>
u
0
u
o
cn
Jh
& ^
£ 'a
M
fl
O
o
cð
C
>
oj
c
0
rO
o
t?
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Prentuð með hraðpressu ísafoldar-prentsmiðju.
jþví miður eru eptir hann margar
skemmtivísur, sem oss hefir hingað til
verið ómögulegt að komast yfir, t. d.:
((Eðaknaður einn var sá» (Messudiktur),
«Einar Sómi, iðra tómi» (um Einar Sóma),
«Eiskurinn hefir þig feitan gjört» (til Einars
í Vogum),
«Stutt erkveðjan, kæri minn Jón ) Sláttu-
Kominn er maður í dengslubón* j ríma.
dTóbaksnef neyðir», og 1
«Tóbakið, sem tíðkar þjóð» í (Tóbaksvísur).
«Ogmundur er í förtum» (um vinnumann
skáldsins).
Væri því vel til fallið, ef þeir, sem
annaðhvort kunna eða eiga uppskrifað-
ar þessar eða aðrar vísur skáldsins, sem
ekki hafa verið prentaðar, vildu halda
þeim til skila, og senda þær ritstjóra
„ísafoldar“. því það væri þarft verk, og
skáldinu maklegt, til að halda minn-
ingu hans á lopti, að safna í eina bók
öllu því, sem eptir hann liggur, altjent
því, sem ekki er til á prenti.
Ekki var síra Hallgrímur fjölskrúð-
ugur um dagana í verzlegan máta, og
þó logaði skært það guðdómsljós, sem
honum var í brjóst lagið; hvort hann
hefði orðið meiri maður, hefði hann þeg-
ið fleiri krónur, vitum vjer eigi, en víst
er það, að það mikla pund, sem hon-
um var gefið að ofan, brúkaði hann
aldrei betur en í fátæktinni og kröm-
inni, því
«lítið sálu grætta gleður
þó gullið liggi í kistunum».
Trcir legsteinar í Hösknldsstaða
ltirkjugarði.
1. Legsteinn yfir Martein prest (frá
14. öld). þ>að er fimmhliðaður stuðull eða
stafur, eflaust úr Stafanúp, er svo nefn-
ist, skammt upp frá bænum Höskulds-
stöðum, alveg ótilhöggvinn, en hliðarn-
ar nokkurn veginn sljettar. Hann er 2
áln. 21 þuml. á lengd, en hliðarfletirnir
eru 8 og 10 þuml. breiðir. Neðan til á
einni hliðinni er rúnaleturslína, 1 al. 6
þuml. löng, en 3 þuml. breið, með beinu
stryki fyrir ofan línuna, er svo segir :
her hvilir sira ; marteinn ; prestr *.—
Meira sjest eigi á steininn höggvið. —
Steinn þessi hefir um hríð legið norðan-
vert í kirkjugarðinum fram undan stæði
hinnar gömlu kirkju, og var annar endinn
mjög í jörð sokkinn. En nýlega hefir
verið hlaðin undir hann grjótstjett norð-
an megin í garðinum við innganginn um
sáluhliðið.
2. Legsteinn yfir Stefán prest á Hösk-
uldsstöðum (f 1748) Ólafsson og fyrri
konu hans Ragnheiffi (ý 1738) Magnús-
dóttur, foreldra Olafs stiptamtmanns, er
hann hefir sett þeim. það er sandsteins-
hella útlend, aflangur ferhyrningur. í
öllum hornunum eru englamyndir, en
j mjög eru þær skaddaðar, sem hafi þær
J *) Sbr. ísl. J>jóðs. I., 236. neðanm.
verið pjakkaðar með broddstaf. Eins er
letrið á henni víða skaddað, en þó eigi
meira en svo, að vel má komast fram
úr því með fullri vísu, nema hvað eigi
er unnt að greina áherzlumerkja setning,
hafi hún verið, sem virðist að votta fyrir,
nje greinarmerkja. Efst á henni stendur:
„Memento Mori‘l (minnstu dauða þíns).
Svo koma ljóð þessi:
„hier under stephans hold
hviler olafssonar
magnusar dottur mold
med geimest ragnheidar
hiard drottens hann umsion
hnskuldar veitte a stad
astrik hvar egta hion
andvana hvilast ad
lik þeirra leggur a
legstein i fullre von
aftur þaug odlest sia
olafur stephans son“.
Neðan undir stendur:
„Hodie mihi, Cras tibi','‘
(í dag mjer, á morgun þjer).—Mælt er,
að legsteinn þessi hafi verið framan til
við prjedikunarstól sunnanvert í torf-
kirkju þeirri, er rifinvar 1828. Síðan lá
hann sunnan við hina nýju timburkirkju,
er síra Jón Pjetursson þá ljet byggja,
nokkru austar en undan miðri kirkjunni.
Nú hefir verið hlaðin rúmlega álnar há
grjótstjett undir steininn sunnan megin
við innganginn um sáluhliðið, andspænis
legsteini síra Marteins prests að norð-
anverðu.
Eggert O. Briem.