Ísafold - 14.11.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.11.1879, Blaðsíða 2
102 vorri hugsandi að semja sögu landsins, án þess að styðjast við lögþingisbæk- urnar, sem eru hin einasta lögmæta og áreiðanlega sagnauppspretta fyrirfar- andi alda. þarfara verk væri það, en ný text-útgáfa Jónsbókar, og svo þarft að vjer ekki efumst um, að opinbert fje mundi fást til kostnaðarins. Ætti þetta fyrirtæki að rjettu lagi að koma frá landsstjóminni; hún ætti að sjá um og hafa ábyrgð á fráganginum, og landið ætti að kosta útgáfuna. Vjervit- um ekki betur, en í bókasafni Jóns Sig- urðssonar, sem landið fyrir skemmstu keypti, sje eitt hið fullkomnasta safn af lögþingisbókunum, sem til er; og er því ekkert því til fyrirstöðu, að sem fyrst væri byrjað á þessu fyrirtæki. J>að er þarfara, en að vera að búta landsfje niður, til að gefa út þroskalítil rit, sagnlegs eður annars efnis, sem samin kunna að vera í beztu meiningu, en meira af vilja en mætti. Menn verða sjer i lagi i því sem sagnarit snertir, að hafa sjer það hug- fast, að ekki tjáir að byrja sögu neins lands með ágripum. Sagnarit verða að vera nokkurn veginn nákvæm og yfir- gripsmikil, ef þau eiga að festa rætur í huga og minni lesendanna. Sje greinileg íslands saga fyrst fengin, þá er tími til, að semja ágrip, en ekki fyrr. En að semja greinilega og þó samanhangandi sögu landsins, er þeim mun örðugra, sem saga skiptist i svo marga fjórðunga, hjeraða, ætta og einstakra manna sögur. Erfiðleikinn er því fólginn bæði í því, hve lítið menn vita um suma kafla og sumar aldir, og í því, hvert vandaverk það er, að sagan sje á annann bóginn efnisrík og greinileg, á hinn bóginn ljós og samföst; en ekki, eins og sum- ar af sögum vorum eldri og nýrri, t. d. Sturlunga- og Gissurssaga, sundurlaus og þó flókin. Allajafna er kvartað um, að landið blási upp og grasrótin þverri. þetta er nú meðfram af völdum náttúrunnar, en hún er ekki ein um hituna. Menn- irnir hjálpa vel til. J>eir rifa lyngið og melinn, hrisið og mosann; og sjer f lagi rista þeir torfið utan túns og innan. J>að verður nú fyrst um sinn ekki hjá því komizt, að torf sje rist í þök og veggi, þó æskilegt væri og vonandi sje, að menn smámsaman læri, t. d. af Reykvíkingum, því ekki þarf lengra að fara, að brúka grjótið meira, þar sem það er til. En versta torfristan, sem ætti að afnemast tafarlaust, er torfrist- an á hey. J>ví bæði er það, að til þess gengur feikn á ári hverju, og því næst er sú rista til ills eins. Heygarðar eru ekki góðir til annars, en til að ódrýgja og skemma heyið, og gjöra erfiðara að gegna skepnum. Sumstaðar, sjerílagi í vætuplássunum og þar sem torfrista er slæm, drepur hey að jafnaði í görð- um, eins og gefur að skilja, þar sem eru stórar samfellur, misjafnlega mændar en tæpt tyrfðar ; í miklum rigningum á haustdag sígur samfellan mest í miðj- unni, rigningarvatnið sezt þar í pytti og polla, og fyrr eður síðar drepur allt og skemmist. Að því hvert tjón þetta sje fyrir bóndann, sem með ærnum kostnaði og fyrirhöfn hefir safnað hey- inu og komið því heim, þarf ekki orð- um að eyða, að því slepptu hversu ó- hollt og munntamt skemmt fóður verður skepnunni á vetrardag. J>að er þvi kyn, að Sunnlendingar skuli ekki, eins og Norðlendingar og Austfirðingar, þegar vera búnir að taka upp heyhlöð- ur, sem í alla staði fara stórum betur með heyin, og gjöra skepnugegning hægri og fyrirhafnarminni. Sjer í lagi má það furðu gegna, að í öðrum eins heyskaparplássum, eins og Rangárvöll- unum, Holtum, Olfusi og víðar skuli enn þá látið staðar nema við heygarða. Otrúlegt þykir mjer, þótt ekki sje jeg þar kunnugur, að ekki slæðist og blotni þar í geilunum, og varla skil jeg, að hjá því geti farið, að einhver samfellan drepi. J>á þykir mjer ekki ólíklegt, að myglublettur finnist í heyinu þar, þeg- ar hirt hefir verið af engjum í rigningu, og baggarnir eru látnir liggja dögunum saman í opnum garðinum, þangað til þeir eru búnir að „blása“, og svo er leyst úr þeim deigum að innan og dembt ofan í eitthvert heyið. J>á held jeg okkur Norðlendingum, sem ekki er- um svo birgir af hrosshári, þætti þessi aðferð reipafrek. Sje mjer nú svarað, að kostnaðurinn við hlöðubyggingar á miklum heyskaparjörðum, þar sem margar hlöður þarf, sje lítt kljúfandi fyrir bóndann þá ber þess að geta, að enginn bóndi á Austfjörðum eða í J>ing- eyjar- og Eyjafjarðarsýslu, þar semjeg þekki til, er svo aumur, að hann eigi ekki eina eður fleiri hlöður fyrir hey sín, og að kostnaðurinn er engan veg'- inn svo óbærilegur, sem menn halda, sízt þár sem svo er ástatt, að djúptmá grafa hlöðuna niður. En hvað sem kostnaðinum líður, þá borgar hann sig á fáum árum, og hlaðan gefur stóra rentu, að nokkurra ára fresti. Gæti nú heyhlöður komizt á um allt land með tímanum, þá myndi leiða tvennt af því: að hey yrði betri og meiri, og mikil grasrót myndi sparast gróða og gras- vexti. ]?egar haft er hugfast, hversu lengi grasrót er að skapast hjer á landi, víðast hvar 3—4 ár, þá er hægt að reikna hvert jarðrask er að mikilli torf- ristu; því ekki má ætla á meiri nýja grasrót á ári hverju en þriðjung á við það sem rist er. Og þegar þar á of- an bætist, að til torfristu, sjer í lagi á hey, í húsaþekjur og húsaveggi, er alla- jafna valinn bezti jarðvegur, þá sjer hver greindur maður, hver jarðar- og jarð- vegsspillir er að torfristunni. Um þetta hefir opt verið fengizt, en þó það hafi verið árangursminna, en við mætti bú- ast, þá er þó vonandi, að landsbúar læri smámsaman að sjá sinn eigin hag. Eyfirðingur. Elliðaármálin. Að sögn er undir- dómarinn búinn að kveða upp dóm í tveim af þeim opinberu málum, sem höfðuð hafa verið, annað út af laxa- kistubrotunum í ágústmánuði síðastliðn- um, gegn Kristni og Brynjólfi i Engey, Sæmundi á Vatni, Olafi á Vatnsenda, Grími á Elólmi, Olafi í Mýrarhúsum, Sigurði í Hrólfsskála, Brynjólfi í Nýja- bæ, og fleiri Seltjerningum. Eru allir þeir 26 menn, sem kisturnar brutu úr ánum, dæmdir í málskostnáð og 50 króna sekt hver. Hitt málið var höfð- að gegn H. Th. A. Thomsen kaup- manni fyrir ólögmætar veiðivjelar í ánum, og var hann dæmdur í málskostn- að og 40 króna sekt. jpá hefir yfir- dómurinn kveðið upp dóm í máli því, er höfðað var út af fyrsta kistubrotinu í ágúst 1878 gegn Kristni í Engey, og er hann dæmdur fyrir það í 100 króna sekt, skaðabætur og málskostnað (fyrir undirdómi 10 króna sekt, skaðabætur og málskostnað). þó vjer, fyrir vort leyti, eigi getum betur skilið, en að veiðiaðferð Thom- sens kaupmanns hafi hingað til verið gildandi lögum gagnstæð, þá getum vjer á hinn bóginn elcki gengið úr skugga um, hver vandræði það eru, ef það á að fara að verða tíðska í land- inu, að menn taki sjálfir rjett sinn. þetta er ósamkvæmt anda tímans og anda laganna. Vjer lifum ekki lengur á Sturlungaöld og heyjum ekki sjálfir Qeránsdóma, nú gildir engin „óhelgi“ nema fyrir yfirvaldinu, og það væri hættulegt bæði fyrir rjettarástandið í landinu og fyrir þegnana, ef annað eins mætti við gangast eins og Qárrjettar- brotið í Dölum og kistubrotin í Elliða- ánum. J>eir, sem brotið er fyrir, verða fyrir halla, og hinir ekki síður, sem brjóta, því betur mun mega verja fje sínu en í ítrekaðar sektir fyrir yfirgang, og þörf mun á samtökum til einhvers annars, en til þess að svala geði sínu á einstökum mönnum eða eign þeirra. það var sú tíðin, og það löngu eptir Sturlungaöld, að landið logaði í þrasi og málaferlum. Ein höndin var gegn annari, einn dómarinn og eitt yfirvald- ið móti öðru; hefir ósamlyndi helzt til lengi við brunnið í landinu. Oska menn að þessir tímar komi aptur? Langar menn í ný kríumál, sessskautamál, hross- lengju, Barna-Elinar- og önnur þvílík mál? Vilja menn fá aptur sama aldarfar eins og þegar þeir áttustvið Gottskálk biskup og Jón Sigmundarson, Guðbrand- ur biskup og Jón lögmaður Jónsson, Lárus Gottrup og Miiller, Oddur Sig- urðsson og Páll Vídalín, Oddur og Fuhr- mann, Oddur og Jóhann Gottrup, La- frenz og Bjarni Halldórsson, o. s. frv.? J>eir óþörfustu menn í þessu landi eru

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.