Ísafold - 02.12.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.12.1879, Blaðsíða 3
sem jafnan flytja þær á brott með oss, og af fávizku sjálfra vor. Fyrirtæki sem þetta mátti ekki seinna byrja. þó stendurþað eða fellur alveg eptir hluttekningu þeirri, er það fær hjer á landi og víðar. I vor verður byrjað að rann- saka Lögberg, þegar klaka leysir úr jörð, og mun slíkum rannsóknum verða haldið áfram eptir mætti. Fjelagsstjórnin hiun vilja láta sem fæst ógjört, er fj elaginu má að gagni verða, enda sendir hún nú með póstunum hjer um bil áOObrjefa til innlendra og útlendramanna. Yjer óskum, að fyrirtæki þetta fái sem bezt- ar undirtektir. MANNALÁT. 11. f. m. varð presturinn síra Pdll Ingimundarson á Gaulverjabæ bráð- kvaddur á heimleið frá barnsskím á bæ ein- um í grenndinni, 67 ára. — 21. f. m. andað- ist hjer í bænum frú Kristín Thoroddsen (þorvaldsdóttir frá Hrappsey), ekkja skálds- ins Jóns sál. Thoroddsens sýslumanns,-—1. þ. m. andaðist prestaskólakennari síra Hann- es Arnason, 67 ára. Aðfaranótt 24. f. m. hvarf á einum skips- bátnum frá póstskipinu Phönix hjer á höfn- inni yfirstýrimaður Olsen, og hefir ekkert til hans spurzt síðan, og er talið víst, að hann hafi drukknað. Að sögn, er komið boð frá skozkum manni um að láta af hendi tvær hengibrýr yfir þjórsá og Ölfusá úr steyptu jámi frítt fluttar áEyr- arbakka fyrir 40,000—50,000 krónur. þetta er nú í sjálfu sjer glæsilegt boð, en varhuga mun mega gjalda við því, að stöplarnir undir báða brúarsporðana, bæði á Selfossi og þjót- anda, sjeu nógu styrkir og nógu háir. Mein- ing manna er, að klöppin að austanverðu við Selfoss sje ótraust, að minnsta kosti sýnir það sig, að vatna- og ísagangur hefir brotið úr klettinum. Stykkin liggj a þar hj er og hvar á flúðunum. Sama er að segja um hæðina á báðum stöðum; í miklum vatnavexti á vor- dag, þegar ísa leysir af ánum, munu þær á stundum báðar tvær, þó sjerílagiþjórsá, sje það satt, að hún með köflum brjóti af sjer rjett undir bænum á Urriðafossi, ganga mjög hátt, og þarf því bæði kunnuga menn og greinda til að íhuga þetta nákvæmlega. En sje nauðsynlegt, að byggja þar upp háa stöpla úr bezta efni, völdu grjóti og sterkasta Port- lands-steinlími, þá bætist ærinn kostnaður við þær 40,000—50,000 krónur, auk flntnings brúnna upp á brúarstæðin, vegabætur, eptir- lit með verkinu o.s.frv. ---»0«- Uppdrættik munu vera komnir frá Kaup- mannahöfn til hins áformaða alþingishúss, sem hlutaðeigendur munu hafa samþykkt. Oskum þess og vonum, að einnig verði valið vel hússtæðið. þingmenn, semfúslega veittu fyrir sitt leyti fjeð, eiga heimting á, að ósk- um þeirra í þessu efni sje gaumur gefinn, og að smásmuglegar kaupstaðarskoðanir ekki verði í fyrirrúmi, þar sem um þvílíka opin- bera landsbygging er að gjöra. —»o«— |>æk pimm heiðurskonuk í Reykjavík, sem um tíma hafa staðið fyrir ullarvinnuskóla í Reykjavík, hafa nú einnig, samkvæmt aug- lýsingu í síðasta tölublaði »ísafoldar«, sam- einað við hann sunnudagaskóla; er þar kennd skript, reikningur, danska, o.s.frv.—þettaer! mjög lofsvert fyrirtæki og heiðarlegt, og von- andi, aðmenn þeirraog aðrir höfðingjar bæj- arins. stofnsetji álíkan skóla fyrir umkomu- litla unglingspilta. —»o«— Landi vor p. Thoroddsen hefir í danska tímaritinu Geografisk Tidsskrift gef- ið út mjög fróðlega ritgjörð með einum upp- drætti um eldgosin á Islandi árið 1783. Hef- ir höf. með mikilli nákvæmni og vandvirkni safnað öllu, sem hann hefir komizt yfir, prent- uðu og óprentuðu um tjeð eldgos, og notað það með greind og varfærni. Sjer í lagi styðst hann við tvær ritgjörðir, sem til eru í hand- riti, eptir Svein Pálsson, annað á hinu kon- unglega bókasafni (Forsög til en fysisk, geo- grafisk og historisk Beskrivelse afde islandske Isbjerge, Ny kgl. Samling, Nr. 1094, b—c), og hitt í handritasafni hins ísl. Bókmennta- fjelags, Nr. 23 (Tillceg til Beskrivelsernc over den Vulkan, der brcendte i Skaptafells Syssel Aar 1783, samlet ved en Beise i Egnene 1793 og 94, med et Kaart). þessa síðarnefndu rit- gjörð Sveins Pálssonar, telur höf. hina beztu og greinilegustu af öllu því, sem um hin svo nefndu Skaptárgos hefir skrifað verið, og væri því æskilegt, að einhver, og einna helzt herra Thoroddsen sjálfur, vildi koma henni á ís- lenzku fyrir almennings sjónir. Yirðist oss Bókmenntafjelagið standa því næst, aðkoma henni á framfæri. Höf. álítur Svein Pálsson hafa sannað, að eldgosin í Skaptafellssýslu 1783 hafi enganveginn komið úr Skaptárjökli, eins og hingað til hefir verið ætlun manna, heldur sjer í lagi úr mörgum álíka smágýg- um í Varmárdalnum, fyrir sunnan Skaptár- gljúfur, eins og Leirhnjúkarnir við Mývatn. Höf. tekur að endingu fram, að þessi gos hafi verið þau gífurlegustu, sem nokkurstað- ar hafi átt sjer staðíheimi, og hraunmagnið, sem þá hafi myndazt, á við það mesta, sem til sje í sögunni, en getur þess jafnframt, að æskilegt væri að rannsaka eldgosssvæðið, og yfir höfuð suðurjökla Islands betur. — Vjer erum á sama máli. --»0«-- I októbermánuði í haust hjeldu eitthvað um 16 útvegsbændur suður með sjó fund með sjer í Hólmabúð, og kom þeim ásamt um, að hætta i haust við alla lóðabrúkun, og að enginn mætti taka inntökuskip úr öðrum fiskiverum, nema eitt skip hver sá búandi, sem byggi á 5 hundruðum eða meiru. Dag- inn eptir ljet einn af þeim, sem undirskrifað höfðu, beita lóðina, og nokkrum dögum síðar ljet annar róa með hana. Við þetta rufust samtökin um lóðirnar, eins og nærri má geta. A sömu leið mun og fara meðinntökuskipin. Ekki má nbóndasonurinm (vinnumaðurinn?) í »þjóðólfi«, er auðsjáanlega er vel kunnugur verzlunarfjelagi Strandarmanna sem var, láta sig furða á, þó verzlunarsamtökum reiði illa af á Ströndinni, þegar svona illa gengur með samtök þar yfir höfuð. Yðar Njarðvíkingur. ÓVEITT PRESTAKÖLL: 1. Selvogsþing............. metið 440.33 kr. 2. Sandar í Dýrafirði .... -— 485.62 — 3. Helgastaðir............... — 686.20 — 4. Staður í Súgandafirði... -— 259.18 — 5. Asar og Búland ........... — 269.75 — 6. þóroddsstaðurí Köldukinn— 733.73 — 7. Húsavík .............. metið 594.64 kr. Óll þessi brauð eru fyrir- heitisbrauð samkv. kon- ungsúrsk. 24. febr. 1865. 8. Gaulverjabær........... — 1139.10 — Auglýst 21. f. m. Prestsekkja er í brauð- inu, sem nýtur ^ af föstum tekjumþess. HITT 0Gf JETTA. BJAIINI sýslumaður HALLDÓBSSON (1701—1773), einn af mestu skörungum og ójaínaðarmönnum 18. aldar, sá sami sem hefndi Odds lögmanns Sigurðssonar á Jóh. Gottrup, og í mestum deilum átti við amtm. Lafrenz út af málum Jóhanns, mun vera sá síðasti maður hjer á landi, sem hátíðlega stefndi mótparti sínum framliðnum, því 1744 reið hann til Bessastaða með 2 votta og ljet lesa tvær stefnur yfir gröf Lafrenz’s. Bjarni var svo feitur, að hann vo 36 fjórðunga; þó reið hann til þings nál. hvert sumar. Hann var bæði launheitur og illyrtur, bráður og langrækinn. Svo var hann vinnuharður, að varla hafði fólk hans matfrið. þó þungfær væri, var hann jafnan snemma á fótum, og vakti hvern mann á bænum með hnefahöggi. það var vandi hans, að standa yfir fólkinu meðan það mataðist, og skipaði hann því að »flýta sjer að láta ganga í h.s kjaptana á sjer«. Enginnmátti á sumardag við heyvinnu klæða sig meira en i nærfötin eða hafa vetl- inga á höndum; gekk hann opt til fólksins og tók í hendur mönnum, til þess að vita, hvort þeim væri heitt á höndum; þá, sem kaldir voru, laust hann. Einu sinni hafði hann vinnumann, karlmenni mikið, sem Saló- mon hjet. Bjarni kom ríðandi á engjar, að vanda sínum, stóð við hestinn og deildi á manninn, er var að slá; Salómon þagði, og hjelt áfram slættinum, meðan Bjarni ljet dæl- una ganga, þangað til hann var rjett kominn að sýslumanni. þá sagði hann: »varaðu fol- ann þinn, kunningiU hljóp undir Bjarna og lypti honum á bak, en sló í hestinn með orf- inu. Ekki er sagt, aðBjarni hafi illyrt Saló- mon optar. En góður var hann við fólkið á milli, og hjelt því sjer í lagi á hverjum vetri mikla jólagleði niðri hjá sjer í stórum skála, sem annarhvor þeirra, hann eða Gottrup, höfðu látið byggja á þingeyrum, og tók með börnum sínum sjálfur þátt í gleðinni; hlutað- ist þá eitt sinn svo til, að dóttirBjarna, f>or- björg, er síðar giptist Jóni varalögmanni Ó- lafssyni, skyldi leika með böðli Bjarna, er Sigurður hjet. Varð henni þá þessi baga af munni: Mitt þá ekki mótkast dvín Má það sannast þarna, Ef hann skal vprða heillin mín H.....ð að tarna. Við Skúla landfógeta átti Bjarni í deilum út úr svo kölluðu Barna-Elínar-máli, járnsölu- máli, og moldartunnu-máli Ovesens kaupm. íHofsós. VarBjarni fyrir kaupmann. þegar Bjarni mætti írjettinum á alþingi, sagði Skúli: »f>ar kemur krummanefið frá f>ingeyrum«.— »Ekki er það sama nefið, sem kroppaði um barnabeinin í Grafarmóum, karl minn«, var svarið. Sveigðu þessi orð að óþokkakvisi, sem legið hafði á Skúla, þegar hann var í Gröf á Höfðaströnd, áður en hann flutti að Ökrum í Skagafirði. Út af þessu var Bjarni dæmdur í sekt til Skúla; urðu þeir samferða af þingi,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.