Ísafold - 31.01.1880, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.01.1880, Blaðsíða 1
I S A F 0 L D. VII 2. Reykjavík, laugardaginn 31. janúarmán. 1880. J>ótt vjer ekki sjeum á þeirra máli, sem, eins og fram kom á síðasta þingi, halda að konungur einn og biskup hafi löggjafarvald í kirkjulegum málum, þá álítum vjer það bæði gagnlegt í sjálfu sjer, eins og það er sögu landsins sam- kvæmt og stefnu tímans samboðið, að hinni andlegu stjett gæfist kostur á að íhuga, ræða og undirbúa öll þau mál- efni, er andlegu stjettina varða, og til löggjafar kunna að koma, á sínu eigin varnarþingi. þ>etta eðlilega varnarþing presta- stjettarinnar er Synodus, sem áður hafði bæði meira vald og víðara verksvið, en sem nú gjörir lítið annað á ári hverju, en að telja sundur prestsekkna peninga og uppgjafapresta. Víst er um það, að prófastadómurinn og synodalrjettur- inn eru enn þá báðir til að lögum, en það hefir á síðari árum ekki komið til þeirra kasta, hvort sem það hefir verið af því, aðhegðun presta hefir svo mjög batnað, eða þessu dómsvaldi hefir verið minna beitt, síðan tilskipun 27. nóv. 1816 bætti hinum verzlegu undirdómurum inn í prófastadóminn, og kansellíbrjef 31. maí 1823 byggði hinum geistlegu meðdómendum úr rjettinum. En — það er ekki einasta að þessu leyti, að það hefir smá dregið úr Syno- dus. Meðan biskupsstólarnir voru tveir, voru einnig tvær prestasamkomur haldn- ar á ári hverju, önnur fyrir Skálholts- stipti á þ»ingvöllum um sama tíma og alþing, hin fyrir Hólastipti á Flugumýri. þegar stólunum var steypt saman, var með synodalályktun io.júlí 1812 ákveðið, „að prófastar úr Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslum mæti árlega á Synodus, en prófastar í Eyjafjarðarsýslu annaðhvort ár þann 10. júlí í Reykjavík, þá forföll ei banna, sjálfir, ellegar fyrir hjeraðs- prest þeirra, sem fullmektugan þeirra — til ráðfæringar um geistleg efni og embættisverk11. Eyrir Skálholtsstipti eittsaman var þegar 1732 búið að fyr- irskipa, að prófastar úr Rangár- Arness- Kjalarness- Borgarfjarðar og Mýra-pró- fastsdæmum sæki Synodus á ári hverju, ásamt tiltekinni tölu presta. þ>ótt nú svo sje, að þessu síðara boði hafi fylgt verið, þá er oss efi á, að ákvörðunin frá 1612 hafi í verkinu verið til greina tekin, og er hætt við, að synodus hafi í margt ár farið varhluta af nærveru presta úr hinu forna Hólastipti. Prest- ar að norðan og austan hafa eptir því staðið fyrir utan, og getur það varla heitið heppilegt. þ>að fer ekki hjáþví að af slíkum samkomum getur margt gott hlotizt, og það þess meira, sem þær eru betur sóttar; samvistir og sam- ræður kveikja margan góðan neista, og sje áhugi á málefnum presta hjá andlegu stjettinni sjálfri, eins og gjöra má ráð fyrir, getur ekki öðruvísi verið en að mörgu góðu sáði sje niður sáð, að mörg hugsun vakni, margar tillögur komi fram, sem efla hið andlega líf og jafnframt þýðing og hag prestsstjett- arinnar. þ>aðan eiga upptökin að koma til allra lagasetninga, sem snertatrúar- líf safnaðanna og geistleg málefni, þar á að ræða þau og undirbúa; þar á að safna skýringum um, hvernig ástatt er á hverjum stað, og úr þeim flokki er hægast að kjósa menn, sem milli Synoda grandskoði öll þau andleg málefni, sem síðar þykir þurfa að beina til löggjaf- arvaldsins. þ>annig er því varið á þeim dönsku Synodum (Landemoder). þ>ar eru kirkju- leg málefni rædd, sjer í lagi þau, sem snerta Danmerkur trúarlíf og ástand kirkjunnar yfir höfuð. Enda leggur stjórnin öll áríffandi lagafrumvörp kirkju- legs efnis fyrir jessar samkomur, og þótt engin eiginleg atkvæðagreiðsla fyr- ir fram um þessi mál, nje gagngjörð- ar ályktanir sjeuteknar, þá eru umræð- urnar um málin birtar almenningi í hverju stipti fyrir sig (Landemodesakterne, acta synodalia) og geta með þessu stofnað mikið gott, bæði til leiðbeiningar fyrir stjórnina og almenning. þ>að er nú mjög líklegt, að Synodurnar í Danmörku ekki hafi lengur það víða verksvið, sem tilsk. 1. maí 1618 ætlaði þeim, en þær fengu þar nýtt líf með kongsbrjefi 20. jan. 1809, sem Miinter Sjálandsbiskup kom til vegar, og sem fyrirskipaði guð- fræðis - vísindalegar umræður og sam- ræður. Vjer höfum nú eignazt kirkjulegt tímarit, sem ætti að vera vottur um ný- glætt kirkju- og trúarlíf, en vissastan vott um þetta tvennt myndum vjer finna í því, ef Synodus lifnaði við úr löngu dái, eins og sumir prestar einnig hafa kveðið upp úr með, yrði vel sóttur, og starfaði annað og meira, en að heyra upplesin lög og stjórnarbrjef, og svo að útbýta nokkrum krónum. þ>að hlyti að. verða hinu andlega lífi og hinni andlegu stjett hjer á landi til styrking- ar, því með svo mikið ætti hún þó mega eiga, eins og að gjöra fullnaðarályktun um íslenzka sálmabók og fslenzkan barnalærdóm. þ>etta og því um líkt ætti ekki að þurfa að koma til kasta dansks ráðherra í Kaupmannahöfn. — þ>jóð sem, eins og íslendingar, hafa fræga fornöld, en sem síðan 1830 má heita nýröknuð við úr roti eymdar og hnignunar, Grikkir, hafa í einu til- liti gængið undan öðrum þjóðum, þó voldugri sjeu, með fögru eptirdæmi, sem sje í uppfræðingu ungdóms og alþýðu. Ferðamenn sem nýlega hafa kynnt sjer hag Grikkja, ljúka einum munni upp um það, hversu barna- og alþýðuskólar sjeu þar bæði margir og góðir, og þó flestir tilorðnir fyrir veg- lyndi og samtök einstakra manna. Er svo sagt, að efnamenn Grikkja og sjer í lagi kaupmenn, sem grætt hafa fje þar eður í útlöndum, láti allflestir eptir sig liggjaþað góðverk oghöfðingjastryk, að gefa meira eður minna til skólastofn- ana. Sumir hafa í eitt skipti fyrir öll gefið ný skólahús, aðrir gefa á ári hverju fje til skólahalds; enda játar einn nafn- kenndur frakkneskur rithöfundur, að barna- og alþýðumenntun sje á góðum mun hærra stigi á Grikklandi, en í Frakk- landi, og leiðir hann af þessari einu á- stæðu þann spádóm eður ályktun, að Grikkir muni eiga mikla og góða fram- tfð í vændum. Ef vjer lítum í kringum oss nær, þá er Svfþjóð sú þjóð, sem bezt er til eptirbreytnis í þessu tilliti. þ>ar er meiragjört, bæði af hálfu hins opinbera, sveitafjelaga og einstakra manna fyrir uppfræðing barna og allrar alþýðu, bæði með barna- sunnudaga- búnaðar- og -gagnfræðaskólum, en nokkursstaðar annarsstaðar í Norðurálfunni. Svíarog Grikkir sýna það í verkinu, að eigi reglubundið og skynsamt sveitafrelsi og stjórnfrelsi að geta fest rætur í fjelag- inu, þá þarf uppfræðingin að verða al- menn eptir hvers eins ástæðum, þörf- um, kröfum, löngun og lífsstöðu. þ>eir finna, og eru búnir að reyna sig í því, að hluttekning bæði í stjórn lands og sveitarfjelaga, kosningarjettur, trúar- bragðafrelsi, prentfrelsi o. s. frv. getur orðið að hefndargjöf í staðinn fyrirnáð- argjöf, þar sem almenna uppfræðslu vantar. þ>essi sannindi eru nú einnig farin að verða íslendingum ljós, og er það eðlilegt, að landsbúar, sem yfir höf- uð eru námfúsir, greindir og vel af Guði gjörðir, þótt baráttan fyrir daglegu brauði dragi opt úr náminu og sálar-fjörinu, sjeu farnir að sjá, hversu almenn uppfræð- ing er nauðsynlegt skilyrði ekki ein-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.