Ísafold - 31.01.1880, Blaðsíða 2

Ísafold - 31.01.1880, Blaðsíða 2
6 ungis fyrir andlegum, heldur einnig lík- amlegum þrifum. Einn gagnfræðaskóli er þegar á stokkunum, búnaðarskólar í undirbúningi, kvenna- og barnaskólar að lifna við hjer og hvar fyrir áhuga einstakra manna og með tilstyrk lög- gjafarvaldsins. En—-allt um það, verðum vjer aðjáta, að oflitið er að þessugjört. Bæði sveitaríjelög og einstakir menn vona enn sem komið er um of upp á landssjóð, og leggja sig ekki sjálf og sjálfir nægilega i framkróka um, að stofnsetja þessi góðu fyrirtæki. Mein- ingin er ekki sú, að efnahagur einstakra manna eður sveitafjelaga sje að voru á- liti sá, að þeir sjeu einir og einfærir um að koma þvílfkum stofnunum á framfæri, heldur sú, að samtökin í þessa stefnu mættu verða almennari og kröptugri. í>á hefir löggjafarvaldið sýnt, að það vill hlaupa undir bagga að tiltölu við fram- lag stofnendanna. Og þótt það sje satt, að t. d. Reykjavík sökum efnahags og fólksfjölda á hægra með, að koma þess háttar fyrirtækjum á gang, en önnur fjelög landsins, þá hefir hún öðrum bæjar- og sveitafjelögum fremur sýnt, hversu sigursæll er góður vilji. far er nú sjálfsagt sá bezti barnaskóli landsins, þar er kvennaskóli, sem að líkindum stendur hinum kvennaskólanum jafnfæt- is, þar eru tveir sunnudagaskólar fyrir kvennfólk, og ullarvinnuskóli að auk, þar er loksins sunnudagaskóli fyrir hand- iðnamenn, og þótt þessar stofnanir því miður ekki nái til allra þeirra, sem menntunarþurfar eru, þá er góðurvísir þar kominn, og kominn mestmegnis fyrir áhuga og góðan vilja einstakra. Um aldamótin var enginn barnaskóli hjer á landi, nema á Hausastöðum, sem aptur dó út. Nú eru fimm barna- skólar, í Kjalarnessþingi einn, tveir í Borgarfjarðarsýslu, einn í Árnesssýslu (Eyrarbakka), einn á ísafirði, einn á Akureyri og, ef vjer munum ijett, einn á Eskifirði, alls io—n bamaskólar á öllu landinu. þetta er talsverð framför, en næsta ónóg, fyr en að minnsta kosti er einn barna- eður alþýðuskóli í hverri sýslu. 1 blaði þessu stóð í fyrragrein frá merkum sveitapresti, sem lagðiþað til, að hvert sýslufjelag tæki sig saman um, að koma að minnsta kosti einum barna- og alþýðuskóla á legg, og er þetta bæði rjett og, að ætlun vorri, kljúfandi verk. En — þá mega hrepp- ar sýslnanna ekki vera of nærsýnir, ekki metast um, hvar skólinn eigi að standa, og ekki horfa í það, þótt sumir partar sýslunnar, eins og óumflýjanlegt er, eigi erfiðara með að ná til skólans en aðrir, heldur auðsýna þann rjetta fjelagsanda með því, að leggja sitt til skólans eins fyrir þvf, þótt ein sveit kunni að hafa hans meiri not, en önnur. Bezt er að menn af sjálfsdáðum og í trausti til hins opinbera eptir á komi þessum stofnunum upp. pví ann- ars kann svo að fara, eptir því sem þörfin verður meiri og kröfumar há- mæltari, að löggjafarvaldið hjer, eins og annarsstaðar hefir viðgengizt, og þegar á sjer stað hjá oss með tilliti til hinna fyrirhuguðu búnaðarskóla, leggi gjald á hvern mann til skólastofnana; og er það ávallt óviðkunnanlegra og ófrjálslegra, en ef menn sjálfkrafa vildu leggja þvílíkt gjald á sig, eptir hvers eins efnum og ástæðum, sumir meira og sumir minna. f>etta vildum vjer biðja bæði einstaka menn og sveita- stjórnir íhuga. — Á síðasta fundi verzlunarsamkund- unnar í Reykjavík var ákveðið, að borga saltfisk með 40 kr. og 2. kr. uppbót að auk á hverju skippundi, eða þá alls 42 kr. skipp. Áður hafa áreiðanlegir út- vegsbændur tjáð oss, að sjer hafi af nafngreindum kaupmönnum verið lofað 43 kr. fyrir skp. Vjer getum vel skil- ið, að kaupmenn bjóði ekki meira en vissa upphæð f eina varningstegund; þeir eru sjálfráðir að því; vjer getum einnig skilið, og vitum að það viðgengst annarsstaðar, að þeim sem annaðhvort selja meira eða sjer í lagi betri varning, sje ivilnað nokkuð, en vjer skiljum ekki þetta pukur, og þetta „uppbótar“ nafn á nokkru af andvirði varningsins. í öðrum löndum er vöruverðið opinber- lega birt, að því viðbættu, hver munur sje gjörður á vörumegni og vörugæðum. Hjer hefir þetta 1 margt ár farið í ein- hveiju litt skiljanlegu laumi, og þótt kaupmenn sjálfir komi sjer saman um verðlag, er sagt, að þetta samkomu- lag hafi ástundum litla þýðingu, þegar á reynir. Vjer vitum ekki, hvort þetta er rjetthermt, en sje nokkuð til í þvi, þá er það ekki vottur um, að verzlun vor hafi þá festu eðasje eins heilbrigð, eins og óskandi væri. Allt, sem að kaup- skap lýtur, ætti að liggja bert fyrir hvers manns augum. Með því eykst sú rjetta samkeppni. Nú er eins og kaupmenn vilji raunar, hversu margir sem þeir eru á sama stað, koma á einokun opinber- lega, en rjúfa hana leynilega. Vjer treystum því, að sá tími komi, að verð- lag bæði á útlendum varningi og inn- lendum verði á vissum tímum árs, þegar skip koma frá útlöndum og fara þangað, og svo, ef til vill um nýárið, þótt þess sje minni þörf birt opinberlega. þetta væri hentug tilhögun, og ekki sízt fyrir kaupmenn sjálfa, en að láta það berast, að A. fái undir hendinni hjá sama kaup- manni 2 kr. meira en B. fyrir sömu vörutegund bæði að gæðum og megni, hafi hann að eins verzlað meira, að öll- um varningi samtöldum, eða sje hann ríkari maður, en B. — þ>að er ekki gott til afspurnar og ekki kaupmannslegt. J>á er annað, sem ekki gæti viðgeng- izt, ef gildandi lögum væri fylgt. Ept- ir tilskipun 13. júní 1787 17. gr., eiga fastir kaupmenn að láta hvern fastan skiptavin hafa viðskiptabækur og „skulu kaupmenn undir eins, þegar þeir af- henda eða taka á móti vörum eða pen- ingum, greinilega tilfæra þær (eða þá) með mæli, þunga, tölu og verði, bæði í gróða og í skuld (kredit som debet), og síðan skila eigandanum viðskiptabókinni o. s. frv.“. — Væri nú lögunum hlýtt f þessu efni, gæti það ekki átt sjer stað, sem nú er tízka, að verðlag varnings- ins er almenningi ókunnugt fyr en um nýárið, að þeir fá reikninga sína. f>á yrði kaupmaðurinn þegar í júlí- eða á- gústmánuði að kveða upp verðlag á fiski, ull, tólg o. s. frv. Nú er þetta leyndardómur þangað til löngu eptir að varningurinn er af hendi látinn og út- fluttur. f>að er raunar satt, að það er landsbúum sjálfum að kenna, að lög eru brotin á þeim í þessu; því varla myndu kaupmenn neita þeim um við- skiptabækur, ef þeirra væri krafizt, og það því síður sem viðskiptabækurnar, eptirsömu tilskipunar 18. gr., „eiga að vera til sönnunar, ef svo ber undir, að ágreiningur rís út af kröfum kaupmanna, og takast til greina við skipti á dánar- búum, par sem kaupmenn eiga til skuld- ar að krefja o. s. frv.“. — Bæði fyrir norðan og vestan munu viðskiptabæk- ur vera almennari en hjer syðra, og vonum vjer því, að kaupmenn sunnan- lands einnig innleiði þær. Sú mótbára, að í mikilli ös á lestum sje ekki tóm til að tilfæra í þær, það sem inn er lagt og út ertekið, er ljettvæg, þvi sje tóm til að vega, mæla og innfæra varn- inginn í uppkastsbókina (Claddebog), þá hlýtur og að vera kljúfandi að skrifa það innlagða og úttekna jafnóðum inn í viðskiptabókina. Enda mun hollast að hlýða lögunum. í hinu danska timariti fyrir dýra- lækna (Tidsskrift for Vœterincerer) 1879 \J 2, IX, stendur ritgjörð eptir Snorra heitinn dýralækni Jónsson, um skepnu- höld og skepnusjúkdóma á íslandi, og hefir Dr. Krabbe hnýtt aptan við hana athugasemdum um dýralækningar á ís- landi. f>essi ritgjörð var sæmd verð- launum, enda virðist hún hafa margar góðar bendingar inni að halda. Að vísu telur höf. upp miklu fleiri kvilla á skepnum, en oss eru kunnugir hjer á landi, en fyrst hann hefir nefnt þá, er líklegt, að þeir hafi komið fyrir hann í hans reynslu. Höf. tekur mjög djúpt í árinni um það, hversu illa sje farið með skepnur hjer á landi, og sjer í lagi tekur hann fram á bls. 9—12, hversu meðferðin sje óforsvaranleg í sjálfri Reykjavík á hrossum, og leyfir sjer að segja annað eins og „að frá hálfu yfir- valdsins sje ekkert gjört til að stemma stigu fyrir þessa óhæfu“. Snorri sál. getur ekki meint þetta til hins núver- anda lögreglustjóra höfuðstaðarins, því

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.