Ísafold - 12.02.1880, Page 3
11
af því, sem heitið var erindreka Bnglendinga
f haust, er þeir hótuðu aðför að öðrum kosti,
sem þeir fóru þó ofan af aptur. Nýlega var
tyrkneskur maður, Achmed Tewfik, dæmdur
af lífi f Miklagarði, fyrir þá sök, að hann
hafði snarað á tyrknesku kristinni guósorða-
bók, sumir segja biblíunni. þá tók erindreki
Breta, Layard, rögg á sig og hótaði að hafa
sig á burt, ef manninum væri eigi gefin upp
sökin, ogþorði soldánþá eigi annað. þaðvar
fært í frásögur í haust, til marks um fjár-
kröggur soldáns, að hann og hirðin varð að
lifa kjötlaus marga daga, fyrir það, að kaup-
maður sá, er selur sláturföng á borð soldáns,
200 sauðarskrokka á dag og eptir því af öðru
kjötmeti, afsagði að gjöra það lengur »upp á
krít«, ekki nema hann fengi reikning borgað-
an á hverjum 10 daga fresti.
Alfons Spánarkonungur gerði brúðkaup
sitt til Maríu Kristínar, erkihertogadóttur frá
Austurríki, 29. nóvbr., í Madrfd; veizlan stóð
í viku.
Mánuði síðar, 30. desbr., varþeim hjón-
um veitt banatilræði, skotið á þau í vagni
rjett hjá höll þeirra. Hvorugt sakaði. Eitt
skotið fór rjett fyrir ofan höfuð konungs,
annað straukst með enninu á drottningu.
Morðræðismaðurinn náðist undir eins. Hann
heitir Óteró, og er bakarasveinn, fyrir innan
tvítugt. Ekki hefir sannazt, að hann hafi
haft nokkra menn í vitorði með sjer.
Snemma í desbr. urðu ráðherraskipti í
Madrid. Martinez Campos lagði niður
stjórnarformennskuna, en Canovas del Cas-
tillo tók við aptur.
Af ófriðnum í Suður-Ameríku er það að
segja, að Chilimenn hafa unnið margar or-
ustur af hinum, Bolivíubúum og Perúmönn-
um, en þó eigi sigrað þá að fullu enn. Rjett
fyrir jóhn varð stjórnarbylting í Lima, höf-
uðborginni í Perú, ríkisforsetinn, Pradó, rek-
inn frá völdum, en Píeróla nokkur gerður að
alræðismanni. Svipuð lausafrjett hefir kom-
ið frá Bolivíu, en eigi sannazt enn.
Frá Bandar'ikjunum í Norður-Ameríku
hefir verið mest í frásögur fært, hve fádærna
viðhafnarmiklar viðtökur Grant hershöfðingi
fjekk þar um land allt eptir heimkomuna úr
ferð sinni umhverfis jörðina. Höfuð-viðhöfn-
in var í Philadelphiu, 16. desbr. þar gengu
70,000 (sjötíu þúsund) manna í prósessíu um
borgina, 9 mílur enskar Grant til vegs og
fagnaðar, með margvíslegum hátíðarbrigðum
og skrauti. þjóðvaldsmenn ætla sjer að
gjöra hann að ríkisforseta að ári í þriðja sinn.
Konungur vor og drottning komu heim
úr utanför sinni 30. nóvbr. Höfðu heimsótt
Austurríkiskeisara í Vín, og á heimleiðinni
einnig Vilhjálm þýzkalandskeisara í Berlín.
það þóttu frjettir hjer; þar hefir enginn
Danakonungur komið síðan 1815, — Friðrik
sjöundi einu sinni áður en hann varð kon-
ungur. — þeim var fagnað með mestu alúð,
af æðri sem lægri. Agústa drottning brá við
vestan frá Ems heim til Berlfnar, þegar hún
heyrði að von væri þar á svo sjaldsjenum
gestum, til að taka á móti þeim, og Friðrik
keisaraefni slíkt hið sama sunnan af Ítalíu.
Sum þýzk blöð vilduskiljaþessaför svo, sem
Kristján konungur segði sig sáttanum Sljes-
víkur missinn o. s. frv., en því tóku Danir
fjarri; kváðu þetta eigi nema kynnisför,
nauðsynlega kurteisis vegna. Engin sátt er
á kominn með hinni þýzku stjórn og hertog-
anum af Cumberland, tengdasyni Kristjáns
konungs; hann kvað engasátt viljautan ríki
sitt, Hannóver.
Á þingi hjer hefir ekkert sögulegt við
borið enn. Fólksþingið þykir ganga jafn-
rösklegar að vinnu en að undanförnu; það
var búið með fjárlaganefndarálit fyrir jól, og
er nú með 2. umræðu fjárlaganna. Sundr-
ungin með Vinstrimannafiokknum að auk-
ast; því fagna hinir.
Hinn 14. nóbr. var haldin hundrað-ára-
afmælishátíð Ochlenschlágers skálds, bæði
hjer í Höfn og út um land, svo og í Kristjaníu,
Stokkhólmi, TJppsölum og Lundi, og sum-
staðar suður á þýzkalandi. Hjer var haldin
hátíðarræða í leikhúsinu (konungl.) af Rasm.
Nielsen, leikinn þar »Kjartan og Guðrún«,
blysför og Ijósabraut um bæinn um kvöldið.
Hinn 17. s. m. var Madvig gamla haldin stór-
eflis hátíðar veizla, í minningu þess, að þá
voru liðin 50 ár síðan hann varð háskóla-
kennari. Hann hefir nú þegið lausn frá em-
bætti. Sjóður var stofnaður í minningu há-
tíðarinnar, með samskotum, og nefndur
»Madvigs-gjöf«, 10,000 kr.; hann á að ráða,
hvernig vöxtum er varið af sjóðmnn.— Hinn
1. s. m. var álíka mikið haft við Carl Ploug,
ritstjóra »Föðurlandsins«, í minningu þess,
að þá voru liðin 50 ár síðan hann varð stúdent.
Sjóður var líka stofnaður á sama hátt, og
nefndur »Plougs-gjöf«, 15,000 krónur; vöxtum
hans skal verja til bókakaupa handa stúdenta
samkundunni hjer.
■Jeg læt þessarar Plougs-hátíðar getið af
því, að hún dró dilk eptir sig. Vinstrimönn-
um og fylgismönnum þeirra meðal hinna yngri
menntamanna þótti hann lítt maklegur slíkr-
ar virðingar og dálætis, og veittust færustu
pennamenn úr þeirra liði að honum í blöðun-
um nokkru síðar, með þungum ámælum fyrir
frammistöðu hans sem blaðamanns í heilan
mannsaldur, og fleira. Voru þar fremstir í
flokki skáldin Dr. Schandorph og Holger
Drachmann, og mæltu í ljóðum ; enda hafði
hann fyrir skömmu nítt í meira lagi nokkur
skáldrit eptir þá. Ploug svaraði aptur bæði
í ljóðum og óbundinni ræðu, og ýmsir aðrir,
er tóku svari hans. þessar orða-ryskingar
stóðu sem hæst um hátíðirnar, jól og nýár,
með svo hörðum atgangi, að lanpt er á að
minnast annan slikan. Nokkrir íslendingar
flæktust í orða-víg þessi; ljetust eiga Ploug
grátt að gjalda fyrir afskipti hans eða blaðs
hans af stjórnarbaráttuvorriforðum, einkum
fjandsemi við Jón Sigurðsson, en aðrir land-
ar ljetu sjer miður líka, að nú skyldi leitað
hefnda fyrirþær sakir. Nú er ófriðnum slot-
að að sinni, að mestu leyti.
Hinn 30. nóv. önduðust hjer þeir Bour-
nonville dansleikameistari, og Bjerring, há-
skólakennari og landþingismaður. .
21. janúar.
Um miðjan þennan mánuð hafa orðið
róstur nokkrar í Pest á Ungverjalandi, meiðsl
og barningar, og nokkrir menn hlotið bana.
Tilefnið var hólmganga með blaðamanni og
auðugum aðalmanni, út af óráðvendnisáburði
í blaðinu, sönnum. Blaðamaðurinn varð sár
til ólífis, og varð þá borgarlýðurinn allur í
uppnámi. Uppþotið stóð marga daga.
Nýdánir á Frakklandi tveir menn nafn-
kenndir : Gramont hertogi, sá er stóð fyrir
utanríkismálum hjá Napóleoni þriðja er ó-
friðurinn byrjaði 1870, og glæptist þá háska-
lega á liðveizlu-ádrætti Austurríkismanna;
og Jules Favre, utanríkisráðherra 1870—71,
í »landvamarstjóminni«, mikill mælskumað-
ur og þingskörungur.
líókmeiintafjeliigið. Vegna veik-
inda og fráfalls forseta, Jóns Sigurðs-
sonar, var ársfundur Kaupmannahafnar-
deildarinnar fyrir árið 1879 eigi hald-
inn fyr en i^.jan. þ. Varaforseti, cand.
phil. og assistent í utanríkisstjórninni
Sigurður L. Jónasson minntist hins frá-
fallna forseta með maklegu lofi og skýrði
frá hag fjelagsins undanfarið ár. Tekj-
urnar höfðu verið 8195 kr. Síðan var
kosin stjórn fjelagsdeildarinnar. Forseti
varð Sigurðwr L. Jónasson, fjehirðir
Tryggni Gunnarsson, skrifari stud. juris
Jón Jensson og bókavörður stip. arna-
magn. Guðmundur þorláksson, Heið-
ursfjelagi, konferensráð Oddgeir Ste-
phensen hafði beðizt uudan Qehirðis-
kosningu, hann hafði verið fjehirðir deild-
arinnar í meira en 30 ár, og tjáðu fund-
armenn honum í einu hljóði þakkir fyr-
ir frammistöðu hans og alla liðsemd
við fjelagið. J>eir Vilh. Finsen, hæsta-
rjettardómari, og Sigurður Hansen, fyr-
verandi skrifari deildarinnar, voru gjörð-
ir að heiðursfjelögum. Til að semja
Skírni var endurkosinn Eiríkur Jónsson,
vísi-prófastur.
|>að var i fyrsta sinni 1853, að al-
þing beiddi stjórnina sð hlutast um, að
hjer á landi væri stofnaður banki eður,
í annan stað, að þjóðbankinn danski
reisti hjer útibú (Filial). Ráðherrann
P. G. Bang, sem þá hafði stjórn íslenzkra
málefna á hendi, snjeri sjer ogtilþjóð-
bankans, en hann synjaði um bæn vora
þá, eins og áður (1815) og síðar(i875),
sökum þess, að peningamagn og pen-
ingahreyiing hjer á landi væri of lítil,
til þess að það gæti svarað reikningi
þjóðbankans, að hafa hjer í seli. Lagði
Bang það þá til í erindi frá 22. marz
1855, að stofnaður yrði í Reykjavík
spari- og lánasjóður, sem meðal annars
tæki að sjer að afgreiða (discontere)
innanbœjar víxla eður ávísanir fyrir
kaupmenn, svo þeir, þegar þess væri
krafizt, gæti borgað íslenzkan varning
með víxlum, sem sparisjóðurinn aptur
innleysti með peningum, og var jafn-
framt látið í veðri vaka, að stjórnin
myrdi tilleiðanleg til, að vilna þvílíkum
lánasjóði í bæði „með tilliti til vaxta-
upphæðar (Rentefod) og forrjettinda til
að innkrefja skuldir sínar án dóms og
laga o. s. frv.“
Sparisjóður, og góður sparisjiFur
er nú kominn á legg í Reykjavík, og
er einnig þegar orðinn forrjettinda að-
njótandi, hvað rentufótinn snertir, en,
sem /awÆsjóði er honum það ábótavant,
að hann, svo menn viti, ekki afgreiðir
innanbæjar eða innanlandsávísanir kaup-
manna, og, ef til vill, bindur vel mikið
af fje sínu í konungl. skuldabrjefum og
veðskuldabrjefum. Vjer þorum nú sjálf-