Ísafold


Ísafold - 17.02.1880, Qupperneq 1

Ísafold - 17.02.1880, Qupperneq 1
I S A F 0 L 0. VII 4. Reykjavík. þriðjudaginn 17. febrúarmán. 1880. Dómnr í málinu: hið opinbera gegn málaflutningsmanni P. Melsteð, fyrir hönd kaupmanns H. Th. A. Thomsens. (Upp kveðinn 30. desbr. 1879). Með brjefi dags. i. september þ. árs skipaði amtmaðurinn yfir Suðurumdæm- inu að höfða skyldi opinbert lögreglu- mál gegn kaupmanni Thomsen, fyrir að hafa þvergirt Elliðaárnar, og er máls- sókn þessi hafin samkvæmt því. Fyrir hönd kaupmanns Thomsens, er farinn var af landi burt, þá er mál þetta var hafið, hefur málaflutningsmað- ur Páll Melsteð tekið móti stefnu og málssókn, sem mandataríus Thomsens eptir umboði frá honum, og samkvæmt sjerstakri skipun rjettarins. Að kaupmaður Thomsen hafi al- gjörlega þvergirt Elliðaárnar með grjót- görðum, er laxak isturnar eru skorðaðar í, er sannað með eiðfestri yfirlýsingu tveggja dómkvaddra skoðunarmanna, játað af umboðsmanni hans í varnarskjali sínu, enda alkunnugt. En umboðsmaður Thomsens krefst sýknu, afþví að hann (0: Thomsen) hafi fullan lagalegan rjett til að þvergirða árnar. Hann sje einn eigandi að allri veiði (laxveiði) í ánum, og þá eins fyrir landi þeirra jarða, er aðrir eiga, það er: laxveiðin sje hans sjerstök eign, óviðkomandi jörðunum, er að ánum liggja. Fyrir því nái hvorki Jónsbókarlög í þessu efni, nje viðauka- lögin frá 11. maí 1876 til veiðirjettar hans í Elliðaánum, því að lög þessi miði eingöngu til þess, að ákveða ná- kvæmar rjettindi milli fleiri manna, sem veiði eiga í einni og sömu á, enda væri þessi skoðun staðfest með ráðgjafabrjefi 26. maí 1877. Án alls tillits til þess, hvort skoða beri laxveiðina í Elliðaánum sem sjerstaka eign, og lcaupmann Thom- sen |einan eiganda að allri laxveiði í ánum, verður það að álítast vafalaust, að lögin frá n. maímán. 1876 sem al- menn friðunarlög nái til laxveiðarinnar í Elliðaánum; sjálf innihalda þau enga undantekning þar að lútandi, nje gefa bendingu í þá átt; þar á móti stendur í 1. grein laganna afdráttarlaust orðið: „hvervetna“. J>ar sem nú lög þessi þannig í heild sinni ná til laxveiðar- innar í Elliðaánum, verður eigi annað sjeð, en að einnig 2. grein lagannanái til veiðarinnar, þar er þau banna lax- veiði á vissan hátt eða með vissum til- færingum (föstum veiðivjelum um þvera á). þessi ákvörðun er, eins og hinar aðrar ákvarðanir laganna, eigi eingöngu sett til þess að vernda veiðirjett hvers einstaks, þar sem fleiri en einn eiga veiði í sömu á, annaðhvort hver fyrir ofan annan, eða andspænis hver öðrum, heldur sjer í lagi vegna allra þeirra, er hafa hagnað af að lax tímgist og laxveiði aukist, en það er almenningur, allt landið. Gildir því banniðÍ2. grein laganna gegn þvergirðingum jafnt, þótt einn maður eigi alla veiði í á fráfjöru til fjalls. Með því einu móti verður tilgangi laganna náð, sem er að friða laxinn á sem hagfelldastan hátt, svo að hann geti eðlilega tímgazt og aukizt, allt vegna almennings þarfa. Hæstarjettardómur sá, er hinn kærði vitnar til og kveðinn er upp 16. febr. 1875, en sem eigi hefur verið fram- lagður í rjettinum, er dæmdur eptir hin- um eldri lögum og áður en friðunar- lögin 11. maí 1876 komu út, gat því eigi tekið tillit til þessara laga, enda standa lögin eigi í öðru sambandi við dóminn en því, að þau eru eðlileg af- leiðing hans í þá átt, að þau festa, skerpa og auka hinar eldri laxfriðunarreglur. þ>ar er kærði hefir vitnað til ráð- gjafabrjefs frá 26. mai 1878 um hvern- ig skilja eigi friðunarlögin n.maíi876, þá er það augljóst, að skoðun ráðgjaf- ans um skilning laganna er eigi bind- andi fyrir dómstólana. J>ar sem þannig 2. grein í lögum 11. maím. 1876 bannar að veiða lax með þvi móti, að til veiðarinnar sjeu hafðar fastar veiðivjelar, net eða garðar eða aðrar slíkar, er nái lengra en út i miðja á, og þar sem þessi ákvörðun óefað nær til laxveiðar í Elliðaánum eigi síð- ur en annarsstaðar hjer á landi, og þar sem kaupmaður Thomsen þrátt fyrir það hefur beitt þeim veiðimáta, að hann hefir algjörlega þvergirt nefndar ár með grjótgörðum og kistum, þá hefir hann brotið gegn 2. grein nefndra laga, og með því bakað sjer sekt, er virðist hæfilega metin 40 kr. samkvæmt 7. gr. Ilögnvalduv jarl Kali. Eitt hið bezta skáld á norræna tungu, var eflaust Rögnvaldur Orkn- eyjajarl Kali. Ásamt Halli íslendingi J>órarinssyni orkti hann háttalykil hinn forna, sem brot er eptir af. J»ó þekkja allir þessi tvö erindi úr honum, sem prentuð eru í „Snót“: * Hringr brast, hjuggust drengir, Hjálmr gnast, bitu málmar, Rönd skarst, rekkar týndust, Ruðust sverð, hnigu ferðir; Brandr reið, blæddu undir, Ben sullu, spjör gullu, Brast hjörr, brynjur lestust Beit skjómi, dreif sveita. Sverð ruðust, sæfðust ferðir, Svall ben, valr lá fallinn, Und raut, álmar bendust, Or flaug, beitt var hjörvi. Herr fjell, geirar gullu, Gnast lífð, rafn brá fastu, Oddr beit, ernir söddust Úlfr fylltist, vje skulfu. Snorri Sturluson reyndi sig við Rögnvald í háttalykli sínum, og geta menn borið bardagalýsinguna saman hjá báðum. Snorri segir: Vex iðn, vellir roðna, Verpr lind, þrymu snerpir, Fæsk gagn, fylkir eignast, Falr hitnar, seðsk vitnir, Skekr rönd, skildir bendast, Skelfr askr, griðum raskar, Brandr gellr, brynjur sundrast, Braka spjör, litast örvar. Jörð verr siklingr sverðum, Sundr rjúfa spjör undir; f.ind skerr í styr steinda, Stökkr haus af bol lausum; Falla fólk á velli, Fremr mildr jöfurr hildi, Egg bítr á lim lýti, Liggr skör, sniðin hjörvi. Vel mátti Rögnvaldur segja um sjálfan sig: Tafl em ek örr at efla, íþróttir kann ek níu, Týni’ ek trölla rúnum, Tíð eru bók ok smíðar ; Skríða kann ek á skíðum, Skýt ek ok ræ, svá at nýtir, hvárttveggja kann ek at hyggja harpslátt ok bragþáttu. J>ó er Jórsalaferðarflokkurinn, sem meðfram er mansöngur til frú Ermin- gerðar í Narbonne, einna bezt kveðinn, og þar á ofan hverju barni auðskilinn. Hrönn fyrir Hveru mynni Háleit, þar er vjer beittum, Sveigir lauk, en lægjast Lönd fyrir Veizlu söndum; Eigi drífur í augu Alda löðri faldin (Drengr ríður þrátt af þingi) þeim, er nú situr heima. Víst er at frá ber flestum Fróða melldrs at góðu Velskúfaðra vífa Vöxtr þinn, konan svinna! Skorð lætr hár á herðar Haukvallar sjer falla —Átgjörnum rauð ek erni— Ilka gull sem silki. Orð skal Ermingerðar ítr drengr muna lengi; Brúðr vill rökk at ríðum Ránheim til Jórdánar.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.