Ísafold - 17.02.1880, Qupperneq 3
15
hver örk kosti þar 25 aura. Lærdóms-
kver síra Helga yrði heidur ekki eptir
„Mána“-mæli nema rúmar 4 arkir, en í
sinni núverandi mynd er það 6 arkir.
fessar bækur eru prentaðar með sama
drýgindastíl og í sömu drýginda-pressu
og „Máni“, og getur hver sem vill að-
gætt, hvort þetta er ekki satt, en eigi
hefi jeg nefnt þær af því, að jeg sje
að finna að verði þeirra, heldur til að
sýna hvað verð bókanna yrði, ef farið
væri eptir verðlagsskrá útg. „Mána“.
En taki maður tillit til „Mána“ sjálfs,
sem eptir fyrirheitinu á að verða 6 arkir
—12 nr., sem hvert er að eins hálf örk—
og á að kosta i kr., sjest að örkiní honum
kostar 17 aura — í engu íslenzku blaði
kostar örkin nema 9-10 aura—■ og eru
þó eigi nema um 27000 stafa á henni.
Heimti maður nú af útg. „Mána“ full-
an 32000-mæli, verður örkin, eptir verð-
lagi „Mána“, á 21 eyri, eða meira en
hehningi dýrari en í nokkru ísl. blaði,
og nál. þrisvar eins dýr og í Leiðarv.,
enda hefi jeg heyrt suma af þeim sem
urðu að taka við „Mána“ sjer umgeð1,
mögla um þetta.
Jeg þykist eigi þurfa að færa fleiri
dæmi en þetta, en vil leiða athuga
manna að því, að Leiðarvísirinn er full-
ar 6 arkir, prentaður á góðan pappír,
sem tekur mikið fram pappírnum í fyr
nefndum bókum, en það er eðlilegt,
að færri stafir eru á örkinni, þegar hún
er brotin í 12 blöð en 8, því með því
fjölga spássíu-eyðurnar um þriðjung.
Og það kemur fyrir sama, þótt „Leið-
arvísirinn“ sje nokkuð stafafærri en
8 blaða- eða 4 blaða-brots arkir, þegar
hann er meira en því munar ódýrri, því
örkin í honum kostar að eins rúma 8 a.
En, orsakir eru til alls, og svo er
með nápinureikning ,,Mána“-manna. í
fyrsta lagi mun þeim hafa líkað miður
að Leiðarvísirinn kom út, því það er
sagt, að þeim2 sje lítið gefið um þess
konar bækur, og í öðru lagi, að hann,
úr því hann kom út, gat ekki gengið
gegnum þeirra greipar, til að fá þar
ámóta útbúnað og Sálmabókin síðasta,
5) „Máni“ kvað sem sje hafa sezt upp hjá sumum
í hálfgerðu óþakklæti.
2) Jeg undantek ritstjóra „Mána“.
Upp með ærnu kappi
Auðunn fyrstr hinn rauði.
þ>ar náðu’ vjer þjóðar,—
þ>ví hefir aldar Guð valdit,
Bolr fjeil blár á þyljur,—
Blóði vopn at rjóða.
Ek hefi lagða lykkju
Leiðar þvengs um heiði
Snotr minnist þess svanni—
Sút fyrir Jórdan utan ;
En ek hygg at þó þykki
þ>angat langt at ganga,—
Blóð fellur varmt á víðan
Völl,—heimdrögum öllum.
Knút riðum vjer kauða
Kem ek móðr í stað góðan,
þann í þykkum runni
þ>essa Lafranz messu.
Kross hangir þul þessum
—þ>jóst skyli lægt fyrir brjósti
—Flykkist fram á brekkur
Ferð—en pálms meðal herða.
þ>essi flokkur hefir nokkurn svip
af Ragnarsdrápu, en hefir blíðari og
suðrænni blæ. En þessi suðræna er
allt öðruvísi, en suðrænan í sögunni af
sem' ekki verður lesið í, nema því að
eins að snerta ekki á henni, því gjöri
maður það, byrgir maður með fingrun-
um letrið, sem nær út á jaðar á hverju
blaði, þótt ekki sje þar 32000 staíir
á örkinni.
Ef útgefendur bóka álitu sjer skylt
að fara eptir tilskipun „Mána“ um að
taka enga borgun fyrir þær arkir, sem
eigi væri á 32,000 stafa, yrðu viðhafn-
arútgáfur og kvæðabækur eigi dýrar,
og ef hin blöðin ættu að seljast eptir
verðlagsskrá „Mána“, þá yrðu útgefend-
ur þeirra líka að tína efnið í þau upp
úr götunum, og gæti þá svo farið, að útg.
„Mána“ þætti minnka um snöpin.
Reykjavík 13. febrúar 1880.
Sigm. Guðmundsson.
Brjef til „Ísafoldar“.
1. Hvernig stendur á því, að ein af
verzlunum vorum getur klofið, að selja
beztu barkaðar línur bæði í stjórafæri,
netateina og lóðarása ódýrra, en kaup-
menn hjer yfir höfuð selja sams konar
línur óbarkaðar, svo það borgar sig
fyrir okkur hjeðan, að sækja þær inn í
Hafnarfjörð? Seltj'erningur.
2. Jeg beiddi um daginn kunningja
minn á Akranesi, að senda mjer smekk
af brennivíninu, sem þar selst á 80 a.
potturinn. þ>að er alveg sama brenni-
vínið og það sem vjer kaupum núna í
höfuðstaðnum fyrir 90 aura til 1 krónu
pottinn. Reykvíkingur.
3. Steinolía er nú orðin einafnauð-
synjum landsins, svo það er áríðandi,
að hún fáist fyrir hæfilegt verð. í
Hafnarfirði fæst hún nú (í janúar) fyrir
19 aura potturinn í tunnu, fyrir 23—25
aura í smákaupum. í Reykjavtk hefi
jeg af fávizku minni borgað hana með
30 aura pottinn, og skal lukka til, hún
sje ekki hjá sumum kaupmönnum enn
þá dýrri. Er þó allt sama tegundin.
Alptnesingur.
Tristam og ísönd, eða Möttulssögu.
Ermingerðar er hvergi minnst öðruvísi,
en góðri konu og óspilltum manni sæmir,
og þó krossfaranna og riddaraskapsins
kenni þegar, þá er það óskapa-, ógleði-
og íburðar-laust. Víkinga-andinn er enn
þá á yfirborði, og því endar flokkurinn
með þessari vísu:
Ríðum ræfils vakri,
Rekum eigi plóg af akri,
Erjum úrgu barði
Út at Miklagarði.
þ>iggjum þengils mála,
þokum fram í gný stála,
Rjóðum gyldis góma
Gjörum ríks konungs sóma.
Og svo gleymist Ermingerður. En
Rögnvaldur hverfur aptur til Orkneyja,
fór hann á heimleiðinni til Rómaborg-
ar, þaðan til Danmerkur, svo til Nor-
vegs, en til Narbónar kom hann ekki.
Enda fjekk hann annað að hugsa, er
heim kom, en hugsa um „sali suðræna
og svani danska“.
4. „ísafold11 hefir um tíma verið svo
full af órímilegheitum og óbillig’neitum
við kaupmenn, og jafnvel verið svo
indiscret (málug), að láta íslendinga,
sem það kemur ekkert við, vita, hvað
innkaupsprfsinn er á ýmsum vörusortum
í Kaupinhöfn, svo jeg vil láta yður
vita, að ef þjer hættið ekki að skrifa
um verzlunina, þá segja kaupmenn sig
allir úr blaðinu. Sprit.
HITT OG þ>ETTA.
SmÁSKAMMTAE ÚR »t>JÓÐÓLFI(( :
(XXXII, 3) í greininni um brjefið til
oChristian life« kveðst »þjóðólfur« hafa sagt
höf. spurningarinnar í »ísafold«, að »brjefið,
sem hafi verið prívatbrjef, hafi af ógáti verið
prentað í enska blaðhnw. — það er eitt að
þessum framburði, sem sje það, að hann er
ekki sannleikanum samhljóða, enda hefði
verið meira í það varið, að fá vitneskju um,
að brjefið, sem alls ekki ber það með sjer,
að vera prívatbrjef, hefði verið skrifað í ógáti
en prentað í ógáti. Jafnframt skorar »þjóð.«
á oss, að sanna, »að hann hafi tekið mútur
af kaupmönnum«. Vjer viljum öllu fremur
reyna til að leiða líkur að hinu gagnstæða;
kaupmenn eru orðnir of vöruvandir til þess
að taka óvandaðan varning, nema í hæsta
lagi upp í skuldir.
(XXXII, 4 ogö). Einhver »þingmaður«
mæhr fram með þjóðjarðasölunni, en »telur
það ekki rjett fyrir einstaka menn, að vera
að safna jörðum«; hann vill að eins, að hver
nái eignarumráðum yfir sínu býli. Eptir því
þyrfti lög um, að hver sá, sem á fleiri jarðir,
en ábúðarjörð sína, sje skyldur að seljaábú-
endunum hinar. Ætti »þingmaðurinn« t. d.
tvær jarðir, aðra í Seltjarnarnesshreppi, og
aðra í þingvallasveit, þá væri hann skyldur
að selja þá þeirra, sem hann ekki situr á
sjálfur, sjálfsagt eptir óvilhallra manna mati.
»þingmaðurinn« er manna visastur til, að
koma með svolátandi frumvarp á næsta þingi.
Hugvekja Johnsens er góð, en það þarf að
skilja hana.
I grein um verzlunina fræðir X. lesend-
ur »þjóð.« um, að »til árslauna, verkalauna og
skatta«, gangiviðeina verzlun hjer syðra, og
það eina með þeim kostnaðarminni, »21°/. af
innkaupsverði hins selda«. Vjer getum hugs-
að oss verzlun, sem erfiðaði með svo lítilli
innstæðu, að henni veitti ekki af 200°/>afinn-
kaupsverði hins selda, t. d. ef hún á ári hverju
ekki keypti nema fyrir 1500—2000 kr. því
minni höfuðstól, sem ein verzlun hefir, þess
meiri afrakstur þarf hún, til að geta staðizt.
þar sem X. talar um »ofsókn gegn kaupmönn-
um« af hálfu »ísafoldar«, þá er það sama of-
sóknin, eins og þegar stórkaupmannafjelög
Kaupmannahafnar og Altonu og tollstjóri
Sponneck sögðu um ísl. verzlunina 1848 (sbr.
brjef Sponnecks 29. febr. 1848), að hún væri
ekki kaupmannsleg, og »að íslendingar fengi
mikils til of lítið fyrir varning sinn«, að tiltölu
við verðið á aðfluttuvörunni. En—Sponneck
greifi var nú sjálfsagt ekki kaupstjóri í Bvík.
Undir þessum og öðrum eins böggum,
hversu illa sem þeir fara á, labbar blessuð
þægðarskepnan, með »þingmenn«, X, og
»bændasyni« ofanámilli, án þess, að hafa
nokkra meðvitutid um, hvað upp á hana er
látið.
POE.TÍLEIS’A.E'JELAGIÐ. — Sig. Vigfússon :
framhald af fyrirlestri um lögberg á bæjarþingsstof-
unni laugardaginn 21. þessa mán., kl. 6 e. m.
Gaulverjabær í Arnesssýsiu var veittur 2. þ. m.
síra Páli Sigurðssyni á Hjaltabakka.— Oveittur er :
Hjaltabakki í Húnav.s., metinn 348 kr. 79 aura.