Ísafold - 13.03.1880, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.03.1880, Blaðsíða 1
I S A F 0 L D. VII 6. Reykjavík, laugardaginn 13. marzmán. 1880. + +>ann 5. jan. þ. á. andaðist, eptir langa og þunga vanheilsu, síra Hallgrímur Jónsson, prestur á Hólmum í Reyðarfirði, og fyrrum—1847-62—'prófastur í Suður-Múlasýslu, á 69. aldurs- ári. Hann var ágætur kenni- maður, lipur gáfumaður, mikill búsýslu- og ráðdeildarmaður, stilltur maður og vandaður í öllu sinu framferði. J)ær af tekjugreinum landsins, sem bráðra umbóta þurfa við, eru spítala,- gjaldið og aukatekjurnar, er áður runnu til gjaldheimtumanna, en nú bera lands- sjóði. Fyrir nokkru síðan var í blaði þessu sýnt fram á, hversu spítalagjald- ið kæmi stopult inn og hversu eptirlitið með greiðslu þess mundi veraófullkomið. Enda er það ekki tiltökumál, þar sem um svo óvinsælan og óheppilega ákveð- inn toll er að ræða. +>ví bæði er mjög vafmngssamt og leitt fyrir gjaldendur, útgjörðarmenn og formenn, að heimta það inn aptur hjá sjómönnum, og vanda- samt fyrir gjaldheimtumenn að hafa eptirlit með því, hvort öll kurl hafi komið til grafar, þegar skera á úr, hversu mikið af aflanum gengur kaupum og sölum, og hversu mikið til daglegrar neyzlu á hverju heimili (tilsk. 11 febr. 1872, 1 gr. a—c). Enda er það, eptir verzlunar- ástæðum vorum, mjög illa tilfallið, að leggja toll á þann varning, sem eins og skreið, gengur kaupum og sölum í landinu sjálfu. Vilji maður, — og það munu allir vilja, sem vit hafa á — efla innlenda og sveita verzlun, þá má ekki íþyngja henni með neinni þess konar álögu. Sje loksins á það litið, hvað spítalagjaldið gefur af sjer, þá er það harla lítið af öðrum höfuðatvinnuvegi landsins, í samanburði við hversu illa og ójafnt það kemur niður, sem sje hjer um bil 7000 kr. á ári. Af aukatekjunum er í fjárlögunum á ætlað, að afraksturinn muni verða um 14000 kr. á ári hverju, og þó nú þessi áætlun reynist áreiðanleg, sem engan- veginn er víst, þá stendur þessi upp- hæð heldur ekki í neinni tiltölu við það, hversu vafnings- og reitingsöm þessi tekjugrein einnig er, sumar aukatekjur, t. d. skipsafgreiðslugjöld, er þó nema hjer um bil tveim þriðjungum af öllum aukatekjum, eiga alls ekki við, eptir það að búið er að afnema lestagjaldið og hin íslenzku sjóleiðarbrjef, og sú stefna með því er tekin, að ljetta öllum á- lögum af siglingum landa á milli. Aðrar aukatekjur eru beinlínis skaðlegar, t. d. gjaldið fyrir þinglestur skjala o. a. þ. +>að er einmitt, eptir hinum nýju skatta- lögum, áríðanda, að sem flest eignar og afsalsskjöl sjeu þinglesin, en með því að setja upp borgun fyrir þinglesturinn, gjörast menn ófúsari á að láta þinglesa. Hinar aukatekjurnar eru allflestar bæði úreltar, afraksturslitlar og óþægar, t. d. uppboðseyrir, að svo miklu leyti sem hann fjell til sýslumanna og bæjarfó- geta. Af öllum þeim aukatekjum, sem renna í landssjóð, er því að eins einn tekjuliður, sem ætti að halda eptir, sem sje gjald af útlendum fiskiskipum (tilsk. 12. febr. 1872 um fiskiveiðar út- lendra, sbr. lög 17. desbr. 1875, er breyta 3. gr. tjeðrar tilskipunar). Eptirlitsins með þessum fiskiskútum þarf með, og er sanngjarnt, að útlendingar greiði það. Hverfi nú, sem vjer ætlum sjálfsagt, þessar tvær tekjugreinir úr fjárlögum landsins, þá missir landssjóður rúmar 20000 kr. á ári hverju. En hægt mun það reynast, ef pess parf, að bæta hon- um það upp með hægara og óbrotnara, rjettlátara og arðmeira tolli, t. d. lág- um útflutningstolli á hrossum, fje á fæti, kjöti, laxi og öðrum matföngum, sem út eru flutt úr landinu. þafi er að minnsta kosti víst, að það er öll þörf á að leggja útflutningstoll á kjöt, og lax- inn, sem hingað til hefir sloppið hjá spítalagjaldi, þó hann sje ein sú arð- samasta veiði, þolir vel nokkurra aura toll á lýsipundinu. Af kjöti flytjast nú á ári hverju úr landinu um 7000 tunnur, hver á 224 pund, auk umbúða eða 1,568,000 pund. Væri nú lagður 1 eyrir á pundið, þá gæfi það 15,680 kr. Af laxi flytjast að meðaltali 50000 pund út á ári; væri lagðir 2 aurar á hvert pund, gæfi það 1000 kr., samtals: 16, 680 kr. fað sem á vantar, til að ná þeim 20000 kr., mætti með lágum og lítt tilfinnanleg- um tolli, hafa upp úr hrossum og sauð- um, sem út eru fluttir. +>urfi til þess að taka, mætti einnig leggja vægan út- flutningstoll á matfisk eður harðfisk. +>ar á móti ætlum vjer ekki að salt- fiskur og lýsi sje, að svo stöddu, fær um að bera nokkurn toll. — Eitt af því, sem bæði hjer á landi og víðar er eptirtektavert, er orðfærið á embættisbrjefum, eður hinn svo kall- aði kansellístíll. +>ar sem vjer þekkjum til, er hann helzt í blóma sínum á +>ýzka- landi og á Norðurlöndum, og hefir ver- ið það síðan um aldamót 17. og 18. ald- ar. Kom hann frá +>jóðverjum með ein- veldinu og embættisvaldinu hjer á Norð- urlönd, og þó bæði þar og hjer hafi dregið nokkuð af honum, eins og öðr- um sendingum, síðan á 18. öld, þegar t. d. embættismenn hjer á landi „ekki ermöngluðu í djúpasta respekti og undir- dánugast að insínúera Yðar gunstugu og veleðla velburðugheitum eptirfylgj- andi pligtskyldugustu promemoríam “, þá „skal hann þó ekki undanfella" að vera enn í dag helzt til „þóknanlegur °g þjónustusamlegur“. J>að kann nú svo að vera, að kansellístíllinn sje enn þá „þóknanlegri" hjá Kinverjum, Tyrkj- um og öðrum Austurlanda þjóðum, en vjer vitum, að hjá Frökkum og Bretum er orðfærið á embættisbrjefum gagnort og blátt áfram. Brjefasöfn Englendinga, hinar svo kölluðu „bláu bækur“ (blue books) bera þess vott. Enda virðist það liggja nærri fyrir hvern mann í opin- berri stöðu, sem mikið hefir að starfa, að vera svo stuttorður, sem vera má, án þess að verða óljós, og hreinn og beinn, mælgislaus og hræsnislaus ætti hver maður að vera í brjefum sínum. Virðist þetta og eiga að vera öllu sjálfs- forræði samfara. Vjer eigum til söfn af opinberum brjefum frá tíð Rómverja, sem ganga prívatbrjefastíl næst, svo einfalt og ó- brotið er orðfærið, og þó eru sum þeirra frá keisaraöldunum, þegar smekknum var farið að hnigna. Má taka t. d. em- bættisbrjef Pliníusar yngra, þegar hann var landshöfðingi i Bithyníu og svör Trajans keisara. þ>essi brjef eru fróð- leg og merkileg, ekki sízt hvað form og orðfæri snertir. Pliníus skýrir hvert málefni stuttlega, en keisarinn sker enn stuttlegar úr í fáum línum. það er hvorttveggja, Trajan mun hafa haft í mörg horn að líta, enda gefur hann sjer ekki tóm til að taka upp aptur allt brjef Pliníusar, og bæta svo við:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.