Ísafold - 13.03.1880, Blaðsíða 2
22
„af þessum orsökum á úrskurður Yðar
óhagfgaður að standa“. Þyki honum
Pliníus á stöku stað verða helzt til spur-
ull og smámunasamur, svarar hann:
„mundu eptir því, að þú varst sendur
til þessa skattlands, af því mörgu þótti
þar ábótavant“. I hvorugs brjefum
finnst hól um sjálfa þá eða óhróður um
aðra, þó pottur væri stundum brotinn
í Bithyníu, eins og annarstaðar. Brjefin
hljóða eingöngu stutt og geðshræringa-
laust um almenn málefni, og sama ró-
semi kemur fram í hinu nafnfræga brjefi
um þá kristnu, þó hvorugum væri um
nýja trúarflokka.
En — það þarf ekki að vitna lengra,
en í sögu sjálfra vor. Bæði í Sturlungu,
Biskupasögunum, og víðar allt fram á
ió. öld, finnast brjef um opinber mál-
efni frá höfðingjum vorum og valda-
mönnum. þ>essir brjefasemjendur ljetu
sjer nægja að senda hver öðrum „kveðjur
Guðs og sína“, og rituðu svo um mál-
efnið án óþarfa málalengingar. — þ>að
er nú aldrei nema satt, að hundraðið
er ekki i hættunni, þótt embættisbrjef
hafi þann hjákátlega kansellíblæ, sem
nú viðgengst, ef meiningin er að eins
góð og skiljanleg. En þó færi betur á
því, að gjöra þau mennskum mönnum
aðgengilegri. J»au yrðu með því móti
hægri viðfangs fyrir skjalalesendur og
sagnfræðinga ókomins tíma, og þegar
eins mörg brjef eru skrifuð upp aptur
og aptur og ganga kollafkolli frá ráð-
herranum niður til sveitastjóra, eins og
nú, sparaðist bæði tími, pappír og burð-
areyrir með því að hafa þau mun styttri
og gagnorðari.
— J>ótt ekki ætti að þurfa að brýna
fyrir landsbúum, hvert velferðarmál
landsins uppfræðsla hinna ungu er, þá
hljóta þó hin nýju lög frá g. jan. þ. á.
um uppfrœðing barna í skript og reikn-
ingi (samlagningu, frádragningu, marg-
földun og deilingu í heilum tölum og
tugabrotum, — 2. gr.) að verða ný hvöt
fyrir þá til þess, að bera þetta vanda-
mál fyrir brjósti sjer. Bæði gjöra þessi
lög sóknarprestinum og prófastinum að
skyldu, að hafa nákvæmt eptirlit „með
kunnáttu hvers barns í skript og reikn-
ingi“, og því næst ber prestinum í sam-
einingu við hreppsnefndina og bæjar-
stjórnina, að gjöra ráðstöfun til, að
börnum þeim, sem í þessu efni eru for-
sómuð af foreldrum eða fósturforeldrum,
sje komið fyrir á öðru heimili í sókn-
inni, eða fyrir utan hana, þar sem þau
geta fengið nauðsynlega tilsögn, og
eiga foreldrar eða fósturforeldrar að
greiðœ kostnaðinn, sem af því leiðir;
má taka kostnaðinn lögtaki; en fyrir
börn, sem eru á sveit, skal borga hann
úr sveitarsjóði.
Almenningur sjer þvi, að nú tjáir
ekki eptirleiðis að slá slöku við upp-
fræðing barna, og hugsa meira um
gagnið af líkamlegu erfiði þeirra, en
um andlega framför barnanna sjálfra.
þ>ar sem eitthvað kynni í þessu efni að
hafa verið ófullkomið, er ekki annað
fyrir hendi, en að taka sig saman um
það, annaðhvort að halda kennara handa
börnunum, eða stofna barnaskóla, þar
sem þeir eru ekki á komnir, og þó
sjer í lagi að nota vel þá skóla, sem
þegar eru til. f>að má búast við því
innan skamms, ef landsbúar hlaupa ekki
sjálfir undir höggið, að hjer á landi verði
innleidd skólanauðung (Skoletvang), það
er að skilja, að hverjir þeir foreldrar
eður fósturforeldrar, sem ekki sanna,
að þeir sjái börnum sinum og fóstur-
börnum fyrir nægilegri menntun, verði
skyldaðir til að láta börnin í skóla.
Enda hafa lögin frá 9. jan. 1880 þegar
nokkurs konar skólanauðung í sjer fólgna.
Af landsstjórninni má ætlast til, að hún
í þessu, sem öðru, sjái svo fyrir, að lög-
unum sje hlýtt, og að hún jafnvel hafi
upptökin til þess að styðja að sem flest-
um skólastofnunum; því líklegt er, að
landshöfðinginn gangi eins vel fram í
því að útvega landinu sem flesta skóla,
eins og hann fyrmeir gekk fram í því
að stofna hegningarhús og fangahús.
í því landi, þar sem að sögn landsh.
„siðleysi liggur í loptinu“, er sjálfsagt
gott, að eiga nóg fangahús, en ekki
heldur af vegi, að eiga skóla. f>ing-
eyingum og Múlasýslubúum mun t. d.
þykja eins mikil þörf á skólahúsum,
eins og á fangahúsum í Húsavík og á
Eskifirði, en sá er munurinn, að hegn-
ingar- og fangahúrin fjekk landið óbeð-
ið, þó það væri upp á þess sjálfs kostn-
að. Við barnaskólastofnanir þarf enn
sem komið er, að hafa eptirgangsmuni
og þar verða einstakir menn fyrst að
ganga á vaðið. Hið opinbera kemur á
eptir í hægðum sínum. það tók stjórn-
in aldrei upp hjá sjálfri sjer, að ætla
fje á fjárlögunum til barna- og alþýðu-
skóla; það gjörði þingið.
— þ>að hefir borið við, að blöðin hafa
minnzt á illa meðferð á skepnum, eins
og líka alþingið hefir sett lög um þetta
efni. En þessi meðferð nær ekki ein-
ungis til hinna skynlausu skepna, held-
ur og einnig til mannanna. Um það
talar enginn, og vjer vitum ekki til eða
munum ekki, að það hafi nokkurn tíma
verið nefnt á alþingi. Vjer eigum hjer
við þá meðferð, sem hreppstjórar og
fátækrastjórar hafa á stundum á fátæku
fólki, sem þiggur af sveit, eða er rekið
á sína sveit. J>að má sannarlega segja,
að fólkið sj e rekið, því það er farið með
það ver en dýr. Eleiri dæmi en eitt
munum vjer geta talið, þar sem kvenn-
maður með fárra vikna gamalt barn á
brjósti hefir verið rekin með barnið út
í illviðri og ókjör, soltin og fáklædd;
flutningurinn gengur hreppstjóra frá
hreppstjóra, á sjó og landi, auminginn
má hvergi standa við, ekkitala við neinn,
það er farið með hann eins og óbóta-1
mann, þó fátæktin sje eina afbrotið.
Ekkert næði, engin hvíld er gefin til
að hjúkra barninu; sú eina mildi, sem
móðurinni er sýnd, er sú, að hún er ekki
beinlínis barin, og það hefir komið fyrir
að kona eins fátækrastjórans varð að
minna hann á að gæta kristilegs athæfis.
þ>að er heldur ekki langt síðan (þó það
væri ekki í tíð þess bæjarfógeta, sem nú
er), að kvennmaður með barn á brjósti
var settur í tukthúsið — öllu fólki hjer
i bænum hryllti við, því það var óþarfa
grimmd. Lagabókstafurinn getur líka
gjört menn grimmdarfulla. Vjer vitum
og annað dæmi, þar sem önnur mann-
eskja, hálfbrjáluð, var rekin og hrakin
blá og blóðug milli hreppstjóranna og
keyrð út á skip, hreppstjóra frá hrepp-
stjóra, eða rjettara sagt: harðstjóra frá
harðstjóra. Og þetta líða yfirvöldin:
fógetarnir, sýslumennirnir og prestarnir.
Sýkist þetta fólk og deyi af meðferð-
inni, hver talar um það? Miklu frem-
ur er gleði á hjalla — ekki yfir því, að
ein sál sje komin til föður síns, heldur
yfir því, að hreppurinn hefir losazt við
einn sveitarlim. þ>annig er hinar kristi-
legu tilfinningar þessara manna, sem
þó líklega hafa verið fermdir af ein-
hverjum presti; en kverið þeirra er víst
orðið mygglað. Lögin skipa raunar að
flytja, en þau skipa eigi að misbjóða.
En slik aðferð, sem hjer við gengst,
mundi hvergi vera þoluð með menntuð-
um mönnum annarstaðar. Vjer vitum
raunar vel, að sumt af þessu fólki er
illt viðureignar; en þar fyrir hafa menn
engan rjett til að misbjóða því; það
verðskuldar meðaumkan, því gæfan
brosir ekki við því, og það þeklcir enga
gleði; þess mesta kæti er líklega sú,
að það er ekki grátgjarnt — og þó sjá-
um vjer ekki öll þau tár, sem nóttin
geymir. Hreppstjórar og fátækrastjór-
ar ættu að muna eptir því, að þeir eru
kosnir til þessara embætta með því
trausti, að þeir sjeu góðir og mannúð-
legir menn, en ekki sem þeir menn,
er varla hafa getað lært höfuðlær-
dómana. Rvík í Marz.
ABCDEFG.
— A síðasta fundi húss- og bústjóm-
arfjelags Suðuramtsins var meðal ann-
ars ákveðið, að kaupa skyldi frá Nor-
vegi nokkra hrúta af fjárkyni, sem upp-
runalega er skozkt, en sem nokkur ár
hefir verið látið fyrirberast á eyjum úti
fyrir vestan Noiveg og reynzt þar vel.
Mun Guðm. prófastur Einarsson á Breiða-
bólsstað fyrstur hjer á landi hafa bent
á þetta fjárkyn í riti sínu um sauðfjár-
rækt, og segir þar svo, að fjárkyn þetta
sje stærra, feitlægnara og sjer í lagi ull-
armeira, ef ekki ullarbetra, en vort eig-
ið fjárkyn. Vjer skulum láta þetta liggja
miili hluta, vjer höfum svo góða trú á
voru eigin fjárkyni, með góðri og hyggi-
legri meðferð, að vjer efum stórlega,
það þurfi að bæta það með útlendn