Ísafold - 07.04.1880, Síða 3
43
ur landshöfðingjaritarans yfir mjer sem for-
mannibæjarstjórnarinnar, af því þeim hafa
fundizt þær jafn ástæðulausar sem ótilhlýði-
legar, enda hefir enginn bæjarfulltrúi nema
Jón Jónsson, nokkru sinni sent umkvörtun
yfir mjer til bæjarstjórnarinnar.
2. Að lanshöfðingjaritarinn hafi komið á
mjög fáa fundi á þeim næstu 6, mánuðum
eptir fundinn 17.apríl 1879 er likaranghermt,
því hann kom nær því á alla fundi á því tíma-
bili, nema þá er voru í júní f. á. er hann fór
norður, og á 2 eða 3 fundi á meðan hann var
á alþingi í fyrra sumar.
3. Að jeg hafi nokkru sinni neitað lands-
höfðingjaritaranum að fá ágreiningsatkvæði
sitt bókað, eru hrein og bein ósannindi, og
hefi jeg þráfaldlega tekið það fram við hann
á bæjarstjórnarfundum að hann gæti fengið
stuttlega bókað í gjörðabókinni ágreiningsat-
kvæði sitt samkvæmt þingsköpum bæjar-
stjórnarinnar og 11. gr. tilskip. 20. apríl
1872, en það væri ekki leyfilegt fyrir bæjar-
fulltrúana að rita athugasemdir í fundarbók-
ina eptir að fundi væri slitið, en þetta hefir
landshöfðingjaritarinn aldrei viljað láta sjer
skiljast.
4. Að því snertir það atriði í grein lands-
höfðingjaritarans að jeg eptir fundinn 20.
nóvbr. f. á. hafi fengið honum bókina til þess
að færa inn í hana ágreiningsatkvæði það,
sem hann þykist ekki hafa fengið að bóka á
nefndum fundi, þá er það ekki heldur rjett
hermt. Nokkru eptir ámmnstan bæjarstjórn-
arfund kom landshöfðingjaritarinn á skrif-
stofu mína, er jeg var að fara út í bæ til þess
að fyrirtaka þar embættisverk, og beiddist
þess af mjer að fá að sjá gjörðabók bæjar-
stjórnarinnar og fjekk jeghonum þá bókina,
því það er auðvitaður hlutur að bæjarfulltrú-
arnir, nær sem þeir óska þess, eiga heimting
á, að fá að sjágjörðabókina á milli funda hjá
formanni sínum. Jeg spurði landshöfðingja-
ritarann ekki að því, hvað hann ætlaði að
gera við bókina, nje heldur gat hann þess
viðmig, en þegar jeg kom heimaptur, sá jeg
að hann var búinn að rita nafn sitt undir
fundinn 6. nóvbr. án athugasemdur og einn-
ig undir fundinn 20. nóvbr., en með athuga-
semd um að sumt væri skakkt bókað á fundi
þessum, en sii mótbára kom einmitt fram á
sjálfum fundinum af hendi landshöfðingjarit-
arans, og bar formaður hana þá undir atkvæði
bæjarfulltrúanna, en þeir játuðu allir að rjett
væri bókað, utan Jón Jónsson. Abáðum þess-
rnn fundum hafði ritarinn neitað að undir-
skrifa gjörðabókina í fundarlok, er formaður
skoraði á hann að gera það, og kom ritarinn
þá með enga ástæðu fyrir synjun sinni.
5. Hvað nú loks viðvíkur því, að lands-
höfðingjaritarinn í áðurgreindri grein sinni í
»ísafold« segir, að þessu, sem hann þar tekur
fram, »virðist ekki hingað til hafa verið gef-
inn nægilegur gamnar«, þá skal þess getið,
að landshöfðingjaritarinn í skýrslu þeirri,
sem landshöfðinginn krafðist af honum út af
kæru hans til landshöfðingjans yfir því, að
bæjarstjórnin á fundi 4. desbr. f. á. vjek hon-
um úr bæjarstjórninni, tók fram allar þær
sömu kærur gegn mjer, sem standaí áminnstri
grein landshöfðingjaritarans í »ísafold«, og
að bæjarstjórnin í álitsskjali því um málið,
sem landshöfðinginn heimtaði af henni og
sem var undirskriíað af öllum bæjarfulltrú-
umnema Jóni Jónssyni, skýrði frá málavöxt-
iim samkvæmt því, sem hjer að framan er
gert (sbr. líka'landshöfðingjabrjefiðí »Stjóm-
artíð.« B. nr. 2, 1880), og verður því ekki
annað sjeð en að upphafið á optnefndri grein
landshöfðingjaritarans í »ísafold« sje sneið
til landshöfðingjans og er það víst öllum ljóst,
hversu vel slíkt á við af þeim manni, sem er
skrifstofustjóri landshöfðingj ans.
Beykjavík 24. apríl 1880.
E. Th. Jónassen.
Útlendar frjettir.
Kaupmannahöfn 18. apríl 1880.
Allmikil tíðindi frá Englandi, og mjög
svo óvænt. Eins og jeg drap á síðast, bjugg-
ust menn við, að þingið mundi nú verða elli-
dautt; það var ekki eptir nema tæpt eitt ár
af kjörtímanum, og allt fjell í ljúfa löð með
því og stjóminni, þeim Beaconsfield jarli og
hans fjelögum. Enerminnst varði, Ijethann
birtan þann boðskap frá drottningu, að þing-
ið (þ. e. neðri málstofan) skyldi rofið ognýj-
ar kosningar fram fara að vörmu spori. Hon-
um mun hafa þótt eigi annar tími vænni til
sigurs sjer og sínu liði í þingkosningum, og
hugsað sjer að koma flatt upp á hinaogláta
þá hafa sem minnst tóm til að undirbúa kosn-
ingamar. Fyrir þetta bragð og með byr þeim
og gengi, er Beaconsfield hafði haft hjá þingi
og þjóð hin síðari árin, töldu allir honum sig-
urinn vísan, bæði utan lands og innan, og þar
með völdin vís í önnur 6 árin eða 7.
En hjer fór allt á annan veg. þingið var
rofið 24. f. m., og hinar nýju kosningar fóru
fram í öndverðum þ. m., með þeim málalok-
um, að mótstöðumenn stjómarinnar, þjóð-
frelsisflokkurinn, sem Gladstone er mestur
höfðingi fyrir, vann þar ágætan sigur, og verð-
nú aflameiri á þingi en hann hefir nokkuru
sinni verið áður i nær hálfa öld. þingmenn
er, alls í neðri málstofunni 652 ; þar af urðu
nú ekki nema 236 úr hði Tórý-manna eða í-
haldsflokksins, sem Beaconsfield stýrir, en
fyrir þingrofið var miklu meira en helmingur
þingsins á hans bandi;' 65 eru írskir sjálfr-
ræðismenn, öðru nafni heimastjórnarmenn;
en hinir allir, 351 að tölu, þjóðfrelsismenn,
eða Viggar, sem þeir hafa lengst verið kallað-
ir. Hafa þeir þannig 50 atkvæði umfram hina
flokkana báða samantalda, sem annars eru
nú aldrei á sama bandi.
J>að er flestum kunnugt, að á Englandi
er þingstjórn svo rótfest orðin fyrirlöngu, að
sá sem þar ræður ríkjum, hvort það erheld-
ur karl eða kona, lætur sjer aldrei til hugar
koma annað, en að taka sjer ráðaneyti ur
þeim flokki þingmanna, er mestum afla stýrir
á þinginu, og því hafa á sjer traust meira
hluta þjóðarinnar. Beaconsfield býður þvi
eigi boðanna, er sigurinn er genginn honum
úr greipum, og skilar nú af sjer stjórnarfor-
mennskunni í hendur drottningar undir eins
og hún er heim komin, sem verður þessa dag-
ana; hún var í kynnisför suður á þýzkalandi
meðan á kosningunni stóð. Mestir höfðingjar
í liði Vigga, aðrir en Gladstone, eru þeir
Hartington og Granville, báðir lávarðar.!
Hefir Hartington verið oddviti þeirra í neðri j
málstöfunni síðan 1874, að Gladstone sagði
af sjer þeim vanda, en Granville í efri; hann j
var og einn í ráðaneyti með Gladstone fyrr- j
um. þessir þrír þykja hver fyrir sig vel falln-;
ir til forustu fyrir hið nýja ráðaneyti, en I
Gladstone þó langmestur maðurinn, en all-
mjöghniginn að aldri, rúml. sjötugur. Hann
lýsti því og yfir, er Disraeli (Beaeonsfield)
reið hann ofan síðast, 1874, að hann mundi
eigi seilast til valdanna optar, en þó grunar
nú marga, að hann muni ganga á það heit
sitt, og eigi fá staðizt þrábeiðni fylgismanna
sinna; en það þykir sjálfsagt, að drottning
muni eigi annara leita um stjórnarformennsk-
una á undan honum. Dálæti almennings á
honum, eptir kosningasigurinn er nær því ó-
stjórnlegt. Lundúnamenn ætluðu að fagna
honum er hann kæmi fyrst til höfuðborgar-
innar eptir kosningarnar með eigi minni við-
höfn en frægasta sigurvegara, en hann bað
sig undan þeginn þvf, »til þess að ögra eigi
óvinum sínum«.
Beaconsfield var haldinn allmikill vin Bis-
marcks og hans ráðum hlynnandi. Fyrir því
búast menn við, að ráðherraskiptin á Eng-
landi kunni að hafa töluverð áhrif á sum af *
höfuðmálum Norðurálfunnar, með þvl líka
að kunnugt er, að Gladstone hefir álíka skoð-
un á þeim mörgum og Beaconsf. hafði.
Einkanlega er Gladstone minni vin Tyrkj-
ans en Beaconsfield, enda er mælt að soldán
hafi skolfið á beinunum, er honum bárust
tíðindin frá Englandi um kosningarnar. Um
Austurríki, sem nú hefir svarizt í fóstbræðra-
lag við hið þýzka ríki, fórust og Gladstone
svo orð á einu kjörþinginu, að eigi mundi
finna mega nokkurn þann blett á heimsupp-
drættinum, er á mætti benda með þeim um-
mælum, að þar hefði Austurríki komið fram
til góðs. Allt um það hafa þeir Gladstone
látið á sjer heyra, að þeir mundu láta það
standa flest, sem fyrirrennarar þeirra hefðu
gjört, en hitt væri annað mál, hvernig þeir
tæki í taumana eptirleiðis. f>að sem þeir
fundu helzt að hinum, var, aðþeirljetuekk-
ert að gjört um rjettarbætur innanríkis, en
vösuðust í mál annara ríkja, sem rjettara væri
að láta hlutlaus, en það töldu aptur fylgis-
menn Beaconsfields honumtillofs og frægð-
ar, að hann ljeti til sfn taka á ráðstefnu stór-
veldanna og aflaði ríki Breta með því aptur
vegs og virðingar, er það hafði týnt fyrir hlut-
leysi Gladstones áður. Hlutsemi Beacons-
fields og þar af leiðandi ófriður hingað og
þangað og ófriðarótti varð aptur ríkinumjög
svo kostnaðarsamt; það jók allmjög á skuld-
irnar hans stjórnarár; og mun það mestu
hafa um valdið að meiri hluti landsnlanna
reyndust honum nú frásnúnir. Hins vegar
er Gladstone einhver hinn frægasti fjárstjórn-
armaður, er nokkum tíma hefir uppi verið,
bæði hagsýnn og sparsamur.
Kosningarbaráttan gekk eigi hægt og hljóð-
lega af, heldur en vandi er til á Englandi.
þjóðin var öll sem í uppnámi, landsendanna
á milli, og gætti að kalla einskis annars en
kosninganna fram undir heilan mánuð. Fóru
miklar sögur af öllum þeim látum. Gladstone
var kosinn á tveim stöðum, í Leeds og í Edin-
íborg (Midlothian). J>ar, f Midlothian, hafði
áður lengi setið fyrir flestum atkvæðum einn
af máttarstólpum Torý-manna, Dalkeith lá-
varður, vellauðugur höfðingi oghjeraðsríkur.
þennan dólg vildu hinir fella, en við hann
var engum fært að þreyta öðrum en höfuð-
kappanum, Gladstone sjálfmn, enda bar
hann og af honum eptir langan atgang og
harðan, og þómeð eigimiklum atkvæðamun.
Gladstone flutti þrettán sinnum erindi í