Ísafold - 07.04.1880, Qupperneq 4
44
kjördæminu dagana á undan kosningunni,
langt og snjallt í hvert skipti, og hafði aldrei
sama umtalsefni; en smáræðustúfar ótaldir.
Enhver talglöggur maður kvað hafa sýnt með
reikningi, að Gladstone muni í þessi 13 skipti
mælt hafa samt.80000 orð. Hann varð veikur
af ofþreytuímiðjum klíðum.og lá nokkra daga
rúmfastur í Edinborg ; rjetti síðan við aptur,
og hjelt þar áfram, er hann hafði orðið frá að
hverfa. — Enskir þingmenn fá ekkert þing-
fararkaup, heldur verða þeir að halda
sig á sjálfs síns kostnað í höfuðborginni
meðan þingið stendur, og þar að auki verða
þeir að standa sjálfir straum af öllum kostn-
aði, er á þarf að halda til sjálfra kosning-
anna, en það er ógrynni fjár, eptir því sem
tízka er að haga þeim á Englandi, þótt
ekkert sje haft í frammi ólöglegt, hvað þá
heldur ef því er brugðið fyrir sig, sem eigi
kann örgrannt að vera. það er því eigi fyr-
ir fátæklinga að ætla sjer að komast á þing
á Englandi, enda á og hver flokkurinn fyrir
sig, Torýmenn og Viggar, sjer allmikinn
samskotasjóð til þess að hlaupa undir bagga
með þeim, sem eigi hafa efni á að standa
einir straum af kosningakostnaðinum. þess
er getið, að í sjóð þennan lagði nú eiun auð-
maður í hði Vigga, Rósinberg Lávarður, 1
miljón 80 þúsund kr., og annar, Derby lá-
varður, helming á við hinn. _ Við næstu al-
mennar kosningar á undan, 1874, buðu sig
fram um 1100 þingmannaefni; löglegur
kosningatilkostnaður fyrir þá alla, bæði þá
er kosnir voru, og hina er hafnað var, nam
samtals um 80 miljónir kr., og verða það
rúmlega 16,000 kr. á mann; þess er til getið,
að ólöglegur tilkostnaður sumra (mútur o. s.
frv. muni eigi hafa numið öllu minna. þess
kváðu vera dæmi um stöku stórhöfðingja á
Englandi, að þá hafi kostað kosning sín 1—2
miljónir kr. í löglegum útlátum.
Til að bæta úr bágindum Ira hafa Banda-
menn f Vesturheimi skotið saman miljón
kr. og sent þeim með Parnell, þingmanni
þeirra og 1000 lestaskip með korn.
Hin nýja stjóm á Frakklandi hefir nýlega
gjört það skörulega bragð að rjúfa Krist-
munkafjelög öll í landinu og lýsa öll munka-
fjelög önnur ólögleg nema sjerstaklegt leyfi
stjómarinnar komi til fyrir hvert þeirra um
sig. Páfasinnar urðu þessu boði stórreiðir,
sem nærri má geta, og hafa heitingar í móti,
en það mun þeim koma að engu gagni. Napó-
leon keisarafrændi, sem nú er höfuð keisara-
sinna, hefir lýst því yfir, að sjer líkaði vel
þetta ráð stjómarinnar.
Málinu Hartmanns, þess er granaður var
um morðræðið í Moskva við Rússakeisara,
lyktaði svo, að stjómin í París ljet hann laus-
an meðan að gögn þau, er Rússastjórn þóttist
hafa í höndum, til að sanna á hann glæpinn,
vora á leiðinnni frá Pjetursborg. Hann leit-
aði sjer óðara traustara skjóls á Englandi,
og lýsti þar verkinu á hendur sjer, að því er
blöð hermdu, en bar það síðan aptur. Hann
mun nú vera farinn til Vesturheims.
Hw'ssa-keisarireiddist þessu tiltækiPrakka-
stjórnarinnar, svo sem við var að búast, og
þykir nú sem þeir hafi þar með fyrirgjört
bandalagi við Rússa í gegn þjóðverjum um
langan tíma, enda hlökkuðu þjóðverjar all-
mjög ýfir þessum atburði. Loris Melikoff,
varakeisarinn Rússa, þykir fara allvel og vit-
urlega með völdin, beitir eigi síður blfðu en
stríðu, ef svoþykir vænna til árangurs. Gjör-
eyðendur þó eigi mýkri en áður í orði, en
nokkuð mun dregið úr framkvæmdum þeirra.
Gortsehakoff gamli tekið þunga sótt, líklega
til bana, og drottning talin af.
Ríkisþingið á pýzkalandi hefir fallizt á
heraukann, að óskum Bismarcks. Hannbað
keisara lausnar frá embætti nú fyrir
skemmstu, einu sinni sem optar, fyrir það, að
Prússland varð undir fyrir smáríkjunum þýzku
í atkvæðagreiðslu í sambandsráðinu um eitt-
hvert smámál. Keisari svaraði sem fyr:
»Aldrei!«; en bað hann leita fyrir sjer um
breyting á þingsköpum sambandsráðsin s á
þann veg, að Prússland þyrfti eigi að óttast
slíkar búsifjar optar. þetta var Bismarck nóg
huggun; til þess voru refarnir skornir. A
afmælisdag keisarans, 22. marz, fóra mjög
innilegar vinakveðjur milli þeirra frænda,
hans og Rússakeisara, með miklum friðarum-
mælum, er þeir ljetu síðan birta í blöðum, til
að slá niður ófriðar-bollaleggingum þeirra,
enda er og slotað öllum styrjaldarspám síðan,
einkum líka við úrslit kosninganna á E nglandi.
Framh. í n. bl.
— í blöðum vorum hefir þegar verið
minnzt á æfiminning Steingríms biskups
Jónssonar, sem gefin er út á kostnað
sonarhans og prentuð í Reykjavík 1880
hjá E. þmrðarsyni.
Jeg get fallizt á það sem blöðin segja
um þessa æfiminningu, að hún sje vel
samin, því að hún er stuttorð og gagn-
orð, og tekur flest það fram, sem prýddi
þennan ágætismann. Enafþvíað mjer
þykir engu því ofaukið, sem miðar til
að skýra sem bezt æfir þeirra manna,
sem geta verið stjett og þjóð sinni til
fyrirmyndar, skaljegleyfa mjerað orð-
fylla betur einstöku atriði og geta þess
um visítazíuferðir hans, að 1826 visí-
teraði hann allar kirkjur í Skagafirði
(nema Ábæjar og Ketu); 1827 nokkurn
hlut Borgarfjarðar, Mýra og Ðalasýslu;
1828 J>ingeyjarsýslu; 1829 Árnessýslu;
1831 Snæfellsness og nokkurn hlut Borg-
arfjarðar og Mýrasýslu; 18 33 ITúnavatns-
og Strandasýslu (nema Árnes).
Á þessum kirkjuskoðunarferðum
fylgdi Steingrímur biskup þeim sið for-
manna sinna, að lýsa hverri kirkju og
göllum hennar nákvæmlega. En bæði
er þetta óþörf tímatöf fyrir biskup, þar
eð hjeraðsprófastar gjöraþað árlega og
þeim er vel trúandi til þess, og líka verða
slíkar kirkjulýsingar þýðingarlitlar þeg-
að frá líður, af því fiestar kirkjur hjer
eru byggðar úr torfi eða timbri. Jjetta
er nú ekki svo að skilja, að Steingrím-
ur biskup hafi þar fyrir vanrækt að
grennslast eptir barna uppfræðingu, em-
bættisfærslu og háttsemi presta, sam-
komulagi þeirra við söfnuðina og hinu
kirkjulega ástandi á hverjum stað. J>vert
á mót gjörði hann þetta mjög alúðlega
eins og allt, sem laut að embætti hans,
og vandaði um það, sem honum þótti
ábótavant. J>að er ekki ofhermt, sem
sagt er i æfiminningunni, að það hafi
þótt af bragð, hve vel hann spurði börn;
en þar sem það er talið liklegt, „að
hann í því efni hafi lagað sig eptir
Hannesi biskupi, sem hafi verið hinn
bezti barnauppfræðarihjerálandi áseinni
öldum“, þá virðist þetta vera laus get-
gáta. Að Hannes biskup hefir verið á-
gætur barna uppfræðari, sýna Kvöld-
vökurnar; en það er sitt hvað að upp-
frœða börn og að spyrja börn, einkum
þau, sem aðrir hafa uppfrætt, eins og
biskup þarf að gjöra á visítazíuferðum
sínum. Að spyrja vel börn heimtar
hprar gáfur, sem hinn stirðgáfaði á
mjög bágt með að nema til hlítar. Að
Steingrímur biskup spurði svo vel böfn,
sýnir því einungis, að hann hafði liprar
gáfur án þess að hann í því efni hafi
þurft að laga sig eptir öðrum, og það
hefði verið óhætt að segja í æfiminn-
ingunni, að hann hafði bæði „farsælar“
og liprar gáfur. J>að getur verið, að
sumir biskupar hjer á landi hafi verið
eins miklir, eða jafnvel meiri gáfumenn
en hann; en það má fullyrða, að eng-
inn þeirra hefir varið pundi sínu betur.
Eins og hann var sjálfur hinn mesti
reglumaður, eins mun það vera satt,
sem stendur í æfiminningunni, „að hann
hafi leitazt við eptir megni að koma í
veg fyrir, að þeir fengju brauð, sem
líklegt þótti, að ekki mundu með sóma
geta staðið í þeirri lífsstöðu“. J>etta
ernúekki einkennilegtfyrirhann, heldur
hlýtur það að vera hverjum biskupi
hugarhaldið. En Drottinn kallaði Stein-
grím biskup til sín á hentugasta tíma,
meðan velja mátti um kandídata jafn-
vel til hinna fátækustu brauða, og hlifði
honum við þeirri hugraun, að velja um
þá neyðarkosti, annaðhvort að sjá söfn-
uðina prestslausa árum saman ogsinna
ekkert umkvörtunum og áskorunum
þeirra og hjeraðsprófastanna, eða verða
að vígja til þeirra brauða einhverja mið-
ur hæfa kandídata. J>að verður ekki
ofsögum af því sagt, hvilíkt ljúfmenni
og prúðmenni Steingrímur biskup var;
en þó var hann svo vanafastur eins og
flestir hinir eldri embættismenn, að tví-
sýnt er, hve lengi hann hefði fylgt þeirri
frelsis og breytinga stefnu, sem farin
var að hreyfa sjer hjer á hansseinustu
æfiárum. Hann var sannur mannvinur
og unni vissulega hinum ungu frelsis-
vinum, sem æfiminningin nefnir, þótt
hann væri þeim ekki samdóma í öllum
greinum. Eins og þar segir, var hann
‘friðsemdarmaður' og vildi jafna allt með
stillingu og hyggindum, enda auðnað-
ist honum að fara hjeðan á friðartíma.
Jeg hefi aðeins heyrt getið um tvo presta
sem voru honum andvígir; en annars
rnátti um hann segja, að hann var hvers
manns hugljúfi. 15.
Leiðrjetting: í „ísafold11 VI, 26 (bls. 103)
var þess getið í brjefi að vestan, að einn ísfirzkur
farmur af fiski hefði orðið apturreka af spönskum
markaði, sökum ófullkominnar verkunar. Áreiðan-
legur vestfirzkur kaupmaður, skýrir oss nú frá, að
þetta sje ránghermt.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.