Ísafold - 08.05.1880, Qupperneq 1
í S A F 0 L D.
VII 12.
Reykjavík, laugardaginn 8. maímán.
1880.
JJjSF’' II. blað ísafoldar er dagsett „7. aprílmán.11
i staðinn fyrir: 8. maímán. (i dag).
Um kynbætur á íslenzkuin fjárstofni.
(Eptir Svein Sveinsson).
Af 7. númeri ísafoldar, 13. marz þ.
á., sje jeg að búnaðarfjelag suðuramts-
ins hefir ákveðið að útvega skyldi í
sumar hið svo nefnda skozk-norska
fjárkyn frá vesturströnd Noregs til
kynbótar hjer á landi, og er sagt að
þetta muni vera gjört að ráðum síra
Guðmundur Einarssonar á Breiðaból-
stað vestra.
Af þvi jeg er töluvert kunnugur
þessu fjárkyni sem hjer er um að ræða,
og líka hinu íslenzka fjárkyni, ætla jeg
að leyfa mjer að fara fáeinum orðum
um þetta málefni.
petta svonefnda skozlc-norska fjár-
kyn er blendingur af hinu nafnkenda
skozka útigángsfje, hinu svokallaða
‘Svarthöfðakyni' (the black-faced sheep)
og hinu innlenda norska fjárkvni. J>að
var árið 1859 að hin fyrsta tilraun var
gjörð með að innleiða þetta fjárkyn í
Noregi. Sá sem fyrst byrjaði á þessu
var Agronom Jóhann Schumann á Alder
í Sunnfirði, sem er kunnur sumum hjer
á landi af ritum sínum. Hann dvaldi í
Skotlandi á árunum millum 50 og 60
til að kynna sjer þar búnað og eink-
um fjárrækt, og var kominn til þeirrar
niðurstöðu, að þetta sama fjárkyn sem
er svo arðsamt fyrir fjallabændurnar á
Skotlandi, mundi líka geta orðið eins
nytsamt fyrir landa sína heima í Nor-
egi, í stað hins kveifarsama og arðlitla
fjárstofns, sem Norðmenn hafa. Nú í
20 ár hefir hann gjört tilraunir með
þetta fjárkyn á nokkrum eyjum á
vesturströnd Noregs fyrir norðan Björg-
vín, einkum á eyjunni Alden, hvar
hann hefir búið þessi seinustu 14—15
ár. J>etta fjárkyn hefir reynzt rjett vel,
hefir þolað vel veðurlagið og gefizt
vel við blöndunina saman við hið
norska. það er þess vegna sjálfsagt
rjett fyrir Norðmenn að koma þessu
fjárkyni upp hjá sjer, í stað hins, sem
þeir hafa áður, en það er allt annað
spursmál um það, hvort það er nokkur
arður fyrir oss að flytja þetta fjárkyn
til íslands og blanda því saman við vort.
Sumarið 1871, frá því. í apríl og
þángað til seinast í október, dvaldijeg
á Alder hjá Schumann til að kynna
mjer fjárrækt hans, svo jeg þekki hana
og fjárkynið nokkurnveginn. Schu-
mann hefir 30—40 fjár, mestan part
hreint svarthöfðakyn, en fátt af blönd-
uðu kyni, þar á móthafa menn allvíða
þar í kring blandað fjárkyn síðan
Schumann hefir getað farið að selja
nokkuð burtu af sínu eigin. Eyjan
Alden er eiginlega einn fjallshnjúkur,
sem rís upp úr sjávardjúpinu hjer um
bil hálfa aðra milu undan landi, út af
Sunnfirði, um 25 mílur fyrir norðan
Björgvín, með litlu flatlendi í kring,
grasi vaxin, klettótt, um 2000 fet á
hæð og prýðilega vel löguð fyrir úti-
gangsfje. Hún liggur einungis fáein-
um mælistigum norðar en Skotland, er
umgirt af sjónum á allar hliðar, hefir
beztu hagbeit og liggur bæði til fjalls
og fjöru. það er þess vegna ekki
undarlegt þó fjárkynið geti haldið sjer,
þegar kringumstæðurnar eru hjer um
bil hinar sömu og heima á Skotlandi,
en það er hætt við að öðruvísi færi, ef
ætti að flytja það til íslands.
þar næst er að lýsa fjárkyninu sjálfu.
J>að er kallað svarthöfðakyn, því það
er einkenni þess, að það er annaðhvort
alsvart, ellegar svartdröfnótt í framan,
og aptur á hnakka, fæturnir allt upp
að knjám eru líka eins á litinn, ullin
er aldrei vel hvít, en svipuð því eins og
hún hafi legið um tíma í kolareik.
Fjárkyn þetta er hornótt, hefir stutta
rófu og er fjörugt, og fallegt í vaxtar-
lagi. Ullin er ekkert betri eða meiri
á þessu fjárkyni en á voru eigin, að
jafnaði 2—3 pund væri hún þvegin, og
sæmilega togmikil. Ketið vegur þetta
frá 46—50 pund af sauðum í betra lagi.
Mörinn er oftast lítill, hjer um bil 12—
20 merkur. Skozk-norska kynið (hið
blandaða kyn) er minna. Að beztu sauð-
ir og fullorðnir hrútar leggi sig oft
betur, það er sjálfsagt, en miðlungs
vigtin af ketinu verður undir 50 pund-
um, allt svo lakara en okkar eigið.
það er hjer, að sira Guðmundur, ísínu
ágæti riti um sauðfjenað, misskilur
Schumann og fer áttavilt í fjártegund-
unum. Hann segir nefnil. að Schumann
telji reifi af rosknum ám 8—10
marka og af geldum sauðum 10 til
14 marka. J>ar næst telur hann ketið
af roskinni ær 50—70 pund og
fullorðnum sauðum og hrútum 70 til
90 pund. Schumann talar hjer nefnil.
ekki um sitt eigið fjárkyn svo sem sira
Guðmundur hyggur heldurum “Chevi-
ots“ fjárkynið, sem er töluvert stærra en
hitt og á heima á Chevíotsfjöllunum
millum Englands og Skotlands. J>að
hefir á seinni árum verið flutt til Nor-
egs, en Schumann hefir ekkert af því
fjárkyni; þetta kyn er ullarbetra en
hitt, en þolir ekki mikla hörku. J>ar
sem Schumann talar um sitt eigið fjár-
kyn, þá segir hann, að ærnar gefi 6—8
merkur af óþveg. ull, og sauðir og hrútar
8—12 merkur, einnig að ketið af sauð-
unum sje 36—54 pd., og er það meðaltal,
en aðþað getigengið uppúr 72 pd.er alveg
eins og afbragðssauðir hjá oss geta gefið
80—90 pund af kjöti. Hið norska pund
er heldur ekki svo þungt sem hið
danska, og nýrnamörinn og nýrun fylgja
venjulega með í kjötvigtinni erlendis.
Maður getur þess vegna sjeð af
þessu, að það er ekki mikill ábati fyrir
oss að flytja þennan fjárstofn til ís-
lands, því hann er eiginlega rýrari og
lakari en okkar eigin. t. a. m. fyrir
austan og norðan, og væri nær að
reyna að bæta vort eigið fjárkyn eptir
því sem hægt er, og útbreiða beztu
fjártegundirnar sem viðast um kring.
Fyrir utan kostnaðinn, (líklegast
minnst 60—70 kr. fyrir hvern hrút þeg-
ar hingað er komið), er það enganveg-
inn áhættulaust að flytja hingað fje frá
Noregi vegna ýmissa kvilla sem kunna
að koma með; einmitt á þessu svæði í
syðra og nyrðra Björgvinaramti gengur
kláðinn stöðugt, og er reiknað að sá
kvilli kosti þessi tvö ömt um 120,000
kr. það gengur' líka bráðapest hjá
Schumann á hverjum vetri, en hvort það
er hin sama sem er innlend hjer, er ekki
gott að vita.
|>ess víðar sem jeg kynnist kvikfjár-
tegundum erlendis, þess betur og bet-
ur sannfærist jegum það, að vjer mun-
um engan ábata hafa á innflutningi
eða blöndun útlendra kvikfjártegunda
saman við vorar eigin. Af öllum úti-
gangsfjártegundum (og annarskonar
fjárkyn borgar sig ekki hjer) bæði í
Noregi, Danmörk, Svíþjóð og Skot-
landi, er vort eigið íslenzka fjárkyn
hið bezta. J>að sama má líka segja
um kúakynið hjá okkur að það er á-
gætt í sjálfu sjer, og að tiltölu betra en
víða annar staðar með allri þeirri van-
hirðingu, sem það verður þó fyrir.
Ekki mundum vjer heldur hafa neinn
ábata á því að skipta um hestakynið
eða blanda því saman við stærra kyn
að minnsta kosti ekki á meðan vjer
ekki höfum vagna og akbrautir. f>að
hrossakyn, sem vjer höfum, er eins og
það sje skapað beinlínis fyrir þær
kringumstæður, sem hjer eru fyrir hendi,
það er sterkt, þolgott og heimtar ekki,
og nýtur heldur ekki góðrar meðferð-
ar. þ>að er skynsamfegast fyrir oss