Ísafold - 26.05.1880, Síða 1

Ísafold - 26.05.1880, Síða 1
9 VII 14. Reykjavik, miðvikudaginn 26. maímán. 1880. Um seðilbanka á íslandi. Eptir cand. polit. Xndriða Einarsson. I. |>essu mt'tli hefir svo opt verið hreyft, og það jafnvel nýlega, að mjer finnst ekkert vera því til fyrirstöðu, að byrjaformálalaust á fyrsta efamálinu í þessu efni, sem fyrir verður, og semer: eigumvjer sjálfir aðkoma á fót banka, ef hann á að komast á fót á ann- að borð, eða eigum vjer að fá aðra til að , gjöra það. það hefir opt verið tekið fram áður, að þegar vjer höfum snúið oss til þjóðar bank- ans í Káupmannahöfn, og beðið hann að koma hjer upp útibúi (Filial), þá hefir hann jafnan neitað, og mun að minni hyggju, gjöra svo enn nokkra hríð. Fyrst er nú það, að menn eru jafnan ófúsir til að vita peninga sína langt í burtu, mennviljagetafylgtþeim með augunum. Sparisjóðurinn hjer í Reykja- vík lánar miklu síður, eða jafnvel lánar ekki, mönnum fyrir norðan og vestan, og Danir hafa þess stöðug dæmi, að þó rentanáFjóni sje 4"/> og rentaná Jótlandi 5”/., þáeruFjón- byggjar mjög trauðir til að lána Jótum fje sitt. Onnur ástæðan fyrir þjóðarbankann eru hlutabrjef hans, og sá arður sem þau gefa af sjer. Fyrir stjórn bankans er einkum um það að hugsa, að rentan af hlutabrjefunum lækki ekki, og hún hefir nú eptir V. Falbe Hansen og Will. Scharling: Danmarks Sta- tistik 3. B. bls. 336 verið frá 1873—76 árlega 9”/°. Misheppnist núútibú á Islandi, ogþessi renta falli niður í 8 kr. 50/°, þá væri það skaði fyrir eigendur hlutabrjefabankans, sem næmi 133,000 kr. það er heldur ekki ólíklegt, að enn sje þriðja ástæðan til þess að stofna ekki útibú hjer, og hún sje sxi, að halda íslenzku kaupmönnunum á markaðinum í Kaup- mannahöfn, sem eflaust er nokkur hagur, bæði fyrir bæinn og danska markaðinn yfir höfuð. Nokkuð hkt ætla jeg að mundi vera með Skotland, og þessi tvö lönd eru oss næst í öll- um viðskiptum, svo jeg álít að fáist hvorugt þeirra til að stofna hjerbanka, þúmuniekki önnur lönd fást til þess. The Nationalbank of Scotland hefir sett upp útibú á Hjaltlandi, það hafa þeir komizt lengst að heiman svo jeg viti. En þess ber að gæta, að fyrst er Hjaltland brezk eign, og svo fara gufuskip þangað 1 og 2 sinnum í viku, og þess utan liggur hraðfrjettaþráður norður þangað. Prófessor Hadýson, kennari í þjóðmegunar- fræði við háskólann í Edinburgh sagði mjer 1878, að skozku bankarnir gæfu í rentu af eigin fje sínuárlegal3—15/°, ogmeðanþeim græðist svo vel fje heima, munu þær að lík- indum ekki hætta fje sínu hingað út.—Eigum vjer að setja á stofn banka, þá eigum vjer að gjöra það sjálfir; hagur og sæmd sjálfra vor býður oss það. Af því að það er ekki ólíklegt, að einhver mundi segja, að vjer þurfum engan banka, því að vjer höfum sparisjóði,sem sjeu í upp- gangi, þá skal jeg, án þess beinlínis að neita því, sýna í stuttu máli muninn á banka og sparisjóði. Bankinn er stofnun eða fjelag manna, sem verzlar með peninga og láns- traust (lán). Hann á bæði sjálfur peninga, sem hann hefir í veltunni, hann lánar pen- inga út gegn rentu, og geymir peninga fyrir menn gegn lægri rentu en þeirri, sem hann tekur sjálfur. þegar hann lánar peninga út gegn rentu, þá selur hann notkun þeirra, þegar hann tekur við peningum og gefur fyr- ir þá rentu, þá kaupir hann notkun pening- anna og verðiðerrentan. A sama hátt verzl- ar bankinn með lánstraust, annaðhvort þeg- ar hann gefur út seðil eða t. d. tekur víxl- brjef manna fyrir nokkra þóknun, og borgar þau með peningum. Nokkuð líkt má segja um sparisjóðina; þeir verzla með peninga, en aðferðin er önn- ur. Sparisjóðurinn safnar saman mörgum smáum upphæðum, og lánar þær aptur út. Hann ræður yfir fje fátækra manna, og við- skiptavinir hans mega aldrei eiga neitt á hættunni. þannig kaupa fæstir sparisjóðir víxlbrjef. Allir enskir sparisjóðir fá t. d. stjórninni það fje 1 hendur sem gengur af, eða þeir leggja upp. Sparisjóðurinn á að hafa sem mest af fje sínu á vöxtum, og getur því jafnan áskilið sjer frest til að borga skuldu- nautum sínum út það sem þeir eigahjáhon- um, nemi það nokkru til muna. Bankinn á jafnan að hafa fjefyrirliggjandi, hannájafn- an að geta lánað hverjum, sem getur gefið óyggjandi veð fyrir hann. Af þessu flýtur aptur að sparisjóðurinn á að halda rentunni stöðugri, en bankinn verður að hækka hana þegar aðsóknin er mikil, en lækka hana, þeg- ar húnerlítil, til þess að peningarnir hrökkvi til á aðsóknartímanum, og hrúgist ekki upp rentulausir, þegar aðsóknin er lítil. Að endingu sagt, bankinn á helzt að gefa lán fyrir stuttan tíma, en sparisjóðurinn getur lánað nokkuð af fje sínu fyrir lengri tíma. þegar þessa er gætt, þá álít jeg að menn fái sjeð, að hvert land, eða hvert fjelag, sem hefir sparisjóði, þarf eins banka fyrir því, geti það borið banka, því að sparisjóðurinn og bankinn hafa hvor sinn verkahring. II Aðalatriðið í þessu máli er það, hvort banki getur þrifizt hjer á landi eða ekki. Kitgjörð- in í Isafold YII. 9, sem sýnir að flestu leyti svo vel fram á, hvernig ætti að stofna bank- ann, ogundir hverjum lögum hann ætti að setjast á fót, fer ekki út í það, eins mikið og skyldi. Til þess að banki geti staðizt, þarf vissan fólksfjölda, svo og svo mikið viðskipta- líf (verzlun o. s. frv.) og þar af leiðandi vissa eptirsókn eptir lánum, og, til þess að bank- inn ekki tapi á þeim, visst veð. Eru íslendingar þá nógu margir að höfða- tölunni til þess að geta borið uppi banka ? Vjer erum fleiri enn Hjaltlendingar, og þeir hafa einn. Margar þjóðir hafa meira enn einn banka á 70,000 manns, og sumar færri. Til þess að sýna, hvernig bankafjöldinn komi niður, þá set jeg mjer töflu yfir það. Hún er tekin eptir fyrirlestrum prófessors Will. Scharlings, og hann mun hafa tekið hann eptir Dr. Wagner, Hausner eða Kolb. Um 1870 voru í Rússlandi 1 bankiáhverja 1,500,000 íbúa. Frakklandi 1 500,000 — þýzkalandi 1 . - 180,000 — Svíþjóð 1 110,000 — Pólínalandi 1 100,000 — Norvegi 1 100,000 — Svisslandi 1 55,000 — Danmörku 1 36,000 — (Berlínarb. 1 15,000 -^) Irlandi 1 14,000 — Englandi 1 13,000 — Skotlandi 1 5,000 — þess utan voru í Norðurálfu um sama leyti 11000 sparisjóðir. Nú í VII. ári ísafoldar 9 tölublaði er jeg fræddur um, að f Bandafylkjunum sjeu 2000 þjóðbankar fyrir utan fjölda annara banka, svo Bandafylkin eiga þá ekki minna en 1 banka á 18000 íhúa.—Væru Islendingar eins ríkir og þessar síðast töldu þjóðir, og væri viðskiptalífið hjer einsmikið og hjáþeim, ætt- um vjer að geta borið 1—2 banka. Að ætlun minnierfólksfjöldi .lslandsnægi- lega mikill til þess að bankigeti staðizthjer, þegarhtið er á fólksfjöldann eingöngu. Ann- að mál er um viðskiptalífið, hve fjörug það er, og annað er hitt hvað bankinn á að vera um- fangsmikill. Bankinn getur haft svo mikið undir höndum—það er hugsanlegt—að hann komi ekki peningum sínum út, og hann get- ur haft svo lítið undir höndum — og mjer virðist enn hægra að hugsa sjer hann svo — að hann fullnægi ekki, og geti ekki fullnægt þeim kröfum sem almenningur gjörir. Við- skiptalíf vort er í rauninni ekki svo lítið, það er að segja, þegar litið er á útlendu verzl- unina. Hver sú þjóð, sem þarf að kaupa allt sitt korn, getur að tiltölu ekki verzlað lítið. Vjer þurfum að kaupa það allt. þaðvarfyr- ir nokkrum árum, að sá sem þetta skrifar, var að bera verð útlendu verzlunarinnar á Islandi saman við þá upphæð, sem önnur lönd verzla við útlönd. það sem Island flutti út þá (um 1870) var virt til peninga hjer um bil 3 millión króna virði eða 43 kr. á hvert mannsbarn á Islandi, og það eru nokkur lönd í Norðurálfu, sem að tiltölu verzla fyrir minna við útlönd, en það sem því nemur á hvem mann.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.