Ísafold - 26.05.1880, Blaðsíða 2
54
Kr.
pessi verzlun er nú, sem kunnugt
er, mestöll ekki innlend. fað er að
segja, kaupmenn vorir búa erlendis, og
hafa þar lánstraust sitt. Ef þeir þurfa
að lána peninga, þá fara þeir til bank-
anna þar, þeir eru líka neyddir til þess,
því hjer er enginn banki. Apturámóti
á jeg erfitt með að trúa því, að þeir
kaupmenn, sem nú búa hjer mestan
hlut ársins eða allt árið, færu til Hafn-
ar til þess að lána peninga, ef þeir
gætu fengið þá hjer. Og jeg hygg, að
hver maður hljóti að vera á sama máli
og jeg með það, að banki með nokk-
urn veginn góðu fyrirkomulagi, hlyti
að vera hið bezta meðal til þess að
ljetta fyrir verzlun vorri, og gjöra hana
smátt og smátt innlendari en hún er.
Til þess nú að geta gjört sjer ein-
hverja hugmynd um, hvað banki fái að
gjöra, verður að finna, hve mikil lán
íslendingar þurfa um árið. Bankinn
græðir á því að lána út peninga, og á
að hafa fje sitt í veltunni árið um kring.
Sparisjóðurinn í Reykjavík lánar út
hjer um bil i20ookr. um árið, viðlaga-
sjóðurinn hjer um bil 20—30,000 kr.,
það eru alls hjer um bil 40,000 kr. um
árið, sem allt er lánað gegn veði í fast-
eign. Og menn biðja árlega um miklu
meira en það. Nú þessa daga erbúið
að biðja um c. 40,000 kr. lán úr viðlaga-
sjóði, og það er óvíst, hve nær þeir
komast allir að, sem um það hafa beð-
ið. Ef peningaeklan væri minni, en
hún er, og menn vissu sjer vera það
til nokkurs, þá þykir mjer ekki ólík-
legt, að miklu fleiri leituðu láns en aú
gjöra á móti veði í fasteign. Hjer fer
ýmislegt í vöxt, sem einmitt þarf meiri
peninga við. fað er mjög líklegt, að
menn fari að byggja almennara úr
timbri eða steini, að jarðabætur aukist
að nokkrum mun, að þörfin á ýmsu,
sem er nú mikil, aukist, og að íslend-
ingar innan skamms þurfi að taka
100,000 kr. til láns um árið gegn veði
1 fasteign. Ef hinir sjóðirnir geta lán-
að c. 50,000 kr. um árið, þá þurfa menn
enn 50,000 kr., sem bankinn gæti hjálp-
að um að nokkru eða einhverju leyti.
En þetta er minnst af því, sem ís-
lendingar þurfa að taka til láns, öll
hin stærstu af lánum vorum eru gjörð
annarstaðar. Jeg álít að árið 1870 hafi
vörumagn það, sem fluttist frá íslandi,
verið hjer um 3 millíóna króna virði.
1879 ætlar „ísafold", að vjer höfum
keypt útlendar vörur fyrir hjer um bil
4 mill. króna. íslenzku kaupmennirnir
eru svo settir flestir, nema þeir í Reykja-
vík, að þeir verða að útbúa verzlunar-
staðina með vörur fyrir allt árið, eða
þá vor og haust. Til þess að geta
gjört það, þyrftu þeir að hafa handa
á milli hjer um bil 3 millíónir kr. (sje
verzlun vor 4 mill. kr. að upphæð)
á vorin. Allir vita, að þeir hafa það
ekki. Sumir þeirra taka hjer um
bil ekkert til láns, sumir helmíng-
inn af því, sem þeir verzla meíð, og
sumir allt. J>ad er getgáta, þegar jeg
segi, að þeir muni lána hjer um bil 1
millíón kr. árlega, en jeg hygg að það
sje þó ekki langt frá þvi rjetta.
Að síðustu eru lán til ýmissa fyrir-
tækja, eins og bráðabirgðarlán til að
fullgjöra hús eða skip, sem peninga
vantar til, lán gegn handfengnu veði,
kaup á ávísunum, peningasendingar til
annara landa o. fl. þessháttar, sem jeg
ekki skal geta mjer neins til um, þar
eð jeg er því ókunnugur.
Eptir því sem nú hefir verið tekið
fram, er ekki ólíklegt, að menn þurfi
að taka til láns hjer á landi árlega, og
geti borgað aptur töluvert yfir 1 millí-
ón króna um árið, en þetta er ekki
tekið til láns hjer af því, að hjer er
enginn sem getur lánað það. Ef hjer
væri banki, þá færu þeir, sem vilja lána
gegn veði í fasteign, strax til hans, en
kaupmennirnir kæmu fyrst síðar. En
þegar ástandið væri orðið svo breytt, að
t. d. ‘/4 hluti af þeim lánum, sem þeir
fá annarsstaðar, væri tekinn hjer, þá
hefði útlenzkur banki að minni hyggju
nóg að starfa.
III.
J>á er eptir að líta á það veð, sem
menn geta gefið fyrir lánum sínum.
Til þess þarf að vita, hve mikið þjóðin
á í heild sinni, og svo þarf að velja
það úr þjóðareigninni, sem er gott
bankaveð. Slíkur reikningur getur
aldrei orðið nákvæmur, það er getgáta
mín um lánsþörfina heldur ekki. En í
mörgum greinum má fara nærri því,
hvað sú eða sú eignartegund er mikils
virði. þjóðareignin grípur yfir alla þá
hluti, sem eitthvert þjóðfjelag á.
1. Jarðarhundruðin á íslandi eru 86.755.
Eptir skýrslum þeim, sem koma ár-
lega frá sýslumönnunum yfir afgjald
af fasteignarsölu, er alveg óhætt að
setja hvert jarðarhundrað Kr.
á 100 kr.................8,675,500
2. Bæjarhúsin íReykjavík eru
metin til brunabóta, og bæj-
irnir eptir lögboðnu mati á 939,304
3. Eptir virðingum, sem fram
hafa farið samkvæmt lög-
um um húsaskatt 14. des.
1877 voru öll önnur hús á
landinu, sem „eigi eru not-
uð við ábúð á jörð þeirri,
sem metin sje til dýrleika“,
og eru yfir 500 kr. virði, að
undanteknum kirkjum, skól-
um og sjúkrahúsum, metin á 917,024
4. Eptir búnaðarskýrslunum
1876 voru til hjer á landi
þá í fardögum 1876 16,677
kýr og kelfdar kvígur, sem
að líkindum má meta . . 1,000,000
5. Enn fremur 1058 geldneyti
sem líklega má meta á . 50,000
flyt 11,581,828
1) Hjer í eru taldar opinberar byggingar.
flutt 11,581,828
6. Sama ár voru talin fram
2^2034 fullorðin hross, að
líkindum upp og niður á
60 kr....................1,322,000
7. og 9278 tryppi á 30 kr. 278,000
8. 58 þilskip á 6000 kr. . . 348,000
9. f fardögum 1876 voru enn
fremur talin fram 6416
opin skip, sem ef til vill
mætti virða á............
10. Búshlutir c. 10,000 heimila,
iookr. á heimili. . . .
11. Sauðfjenaður talinn eptir
þeirri ull, sem flyzt út ár-
lega (ekki eptir landshags-
skýrslunum) hjer um bil
800,000 fjár á 10 kr. —
hjer með telst einnig geit-
Qe.......................
12. Fatnaður 72000 manna
50 kr. á mann , . . .
13. Utlend skuldabrjef í vörzl-
um innlendra manna og
stofnana eptir tilgátu land-
fógetans ......
14. Peningar manna í milli í
gulli og silfri hjer um bil
15. Og að siðustu sje varn-
ingur landsmanna virtur
um lestir, þá eigum vjer
kaupstaðarvörur allt að .
Væri þetta rjett, ættiþjóð-
areign vor að nema hjer
um bil...................33,369,828
eða til þess að taka óná-
kvæma tölu 33 millíónum króna. Allir
geta sjeð, að hjer er ýmislegt verðlagt
eptir ágizkun, og mjer er það ekkert
kappsmál, hvort verðlagið er meira eða
minna. Jeg vil einungis halda því föstu
að þjóðaraleigan nemur eflaust hjer um
bil 30 mill. kr., eða, ef til vill, meiru.
þegar nú er verið að tala um banka,
þá eigum vjer að velja úr þessum eig-
um það, sem getur verið bankaveð.
Gott veð fyrir banka eru jarðeignir og
húseignir, sem tryggðar eru fyrir elds-
voða, að svo miklu leyti, sem banki
má lána gegn veði í fasteign. Hra L.
í ísafold VII, 9 segir, að bankar í A-
meríku megi ekkert lána gegn slíku
veði nema þeir komist í öngþveiti.
Sænskir bankar, sem hann einnig nefn-
ir, mega lána x/4 af allri eign sinni gegn
fasteignarveði. Og að íslenzkur banki
einkum framan af, mætti lána það gegn
veði í fasteign, og með afborgunum
með 2ð/0 á ári álít jeg sjálfsagt. Vjer
hjer höfum þá fasteignarveð í jörðum
fyrir.....................8,675,500 kr.
og í húsum tryggðum gegn
eldsvoða (Reykjavík, og
hinir kaupstaðirnir vilja
komast í það fjelag einnig) 700,00 —-
samtals . 9,375,500 kr.
Að Vio eða V20 af Þyí veði síe n°8'
fyrir því sem bankinn má lána gegn
veði í fasteign, finnst mjer ekki vera
efamál. Og ef það væri einn Qórði
1,340,000
1,000,000
8,000,000
3,600,000
900,000
1,000,000
4,000,000